Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 2
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976 Kathryn Kuhlman ÉG TPÚI Ú KRRFTflVERK Frásagnir af lækningaundrum vegna fyrlrbæna ★★★★★★★★★★★ Forvitnileg bók ★★★★★★★★★★★ VÍKURÚTGÁFAN^ Æfingagallar Borötennis BORÐTENNISSETT BORÐTENNISSPAÐAR BORÐTENNISNET ÆFINGABÚNINGAR Allar stærðir kr. 1.830,- VerBfrá kr. 721,- Ver8 frá kr. 4.335. Ver8 frá kr. 1,200 KLAPPAHSTIG 44 SIMI 1 1 783. LOUHOLUM 2 — 6 SIMI75020 VEUIÐ ÞAÐ BESTA - Ljós mér skein Framhald af bls.41 ekki bráðlega að drekka." María var náföl: „Láttu ekki líða yfir þig. Þeir sparka í þig.“ Enn hækkaði sólin á lofti. Mér varð hugsað til Mihai. Ég sá fin- gerða mynd hans fyrir mér, mag- urt, grátið andlitið. Kommúnistar sækjast eftir að stela æskunni, og þeir myndu stela honum. Hvað skyldu þeir gera úr honum, þessir menn, sem vissu ekki hvað góð- vild var? Þær voru ótaldar orðvana, örvæntingarfullu bænirnar, sem sendar voru i hæðir frá mæðr- unum við þennan skurð. — Ég var kölluó inn í veruleikann við hróp og köll neðar í röðinni. Það hafði liðið yfir konu. Verðirnir voru að berja hana til að fá hana til að standa á fætur. Hún slettist til og frá i fangi þeirra eins og fiskur. María varð hrædd og hamaðist enn meira. „Maria, sjáðu. Vatnskerran.“ Dökkur dill hreyfðist á veginum langt í burtu. „Þegið þið. Haldið ykkur að verki,“ geltu verðirnir. Vagninn stóð í sólinni allan morguninn. Vatnið myndi verða langt frá því að vera svalandi, þegar það kæmist til okkar. Nú gátum við eygt gamla klárinn, sem dró kerruna. Við störðum eins og þetta væri hilling, sem gæti horfið I titrandi loftið. „Ég vildi fá tylft af ísköldum vatnsglösum," sagði Zenaida. „Feita svínasteik og hrúgu af ávöxtum, appelsinur, vínber...“ „Hættu þessu,“ var hrópað. Fangarnir voru sífellt að fara svolítið afsíðis á sléttunni, til að setja sig þar niður, undir eftirliti varðanna. Niðurgangur var al- gengur í þrælkunarbúðunum, sem voru morandi af flugum og pöddum. Fjöldamargir þjáðust af þessu. Limir þeirra voru grannir eins og prik og húðin grá og gugg- in vegna lasleikans. Nú höfðum við ekki fengið vott né þurrt frá þvi um morguninn og það var komið fram yfir hádegi á þessari eldheitu sléttu. Átta klukkutimar. Vörður gekk upp á veginn á móti yagninum sem nálgaðist. Von bráðar stanzaði hann og sneri við. „Þetta er matarvagninn," sagði Zenaida vonsvikinn. Konurnar mögluðu reiðilega. Glæpa- fangarnir, sem unnu næst veginum, köstuðu frá sér verk- færum sinum og fóru að hrópa. Verðirnir munduðu byssur sínar. Hópur hrópandi kvenna ógnaði þeim. Ein vélbyssugusa í hópinn hefði drepið tugi kvenn- anna. María huldi andlitið við öxl mína. Mótmælin stóðu yfir í tiu minútur. Konurnar neituóu algjörlega að taka upp vinnu á ný. „Vatn,“ sungu þær i kór. „Við viljum fá vatn.“ Byssum var stungið I siður okkar. Við vorum reknar i hóp glæpakvennanna. Röð vopna úr köldu stáli rak reiðan hópinn aftur á bak. Ég náði Maríu til min. Nú var vagninn alveg að komast til okkar. Dauðskelkaður öku- maðurinn starði á þennan hóp uppreisnarseggja og gætti sín ekki. Annað hjólið lenti á steini og hnykkur kom á vagninn. öku- maðurinn tók í öfugan taum, hesturinn snerist og um stund róst vagninn áfram á hliðinni. Verðir hrópuðu og reyndu að rétta hann við. Hesturinn prjónaði. Blikkkassinn valt um koll. Fimmtíu pund af soðnum makkarónum fóru í skítinn. öskur og óhljóð glumdu við. — Vatn, verðir, hiti — allt gleymd- ist. Maturinn, dýrmæti maturinn fór í skítinn. Konurnar ruddust um, slitu hringinn, sem um- kringdi þær og köstuðu sér yfir makkaronurnar. Þær gripu hand- fylli sína af þessum sleipu pípum og tróðu upp í sig með báðum höndum. Þær ýttu hvor við annarri, hrintu, tróðust og börð- ust um. Aðrar konur horfðu með viðbjóði á þessa ógeðslegu sjón. Allt i einu hló Janetta upphátt, hræðilegum, leikrænum hlátri, svo mapur líkami hennar skalf: „Miðdagur framreiddur," stundi hún upp og greip höndum um höfuð sér. Verðirnir voru ánægðir. Hættan var liðin hjá. Klukku- stund seinna gullu flauturnar og við fórum aftur að vinna. Þennan dag kom ekkert vatn. En seinni hluta dagsins komu tveir vagnar með öryggisverði i viðbót. Þar sem ég vann fóru að koma dökkir flekkir fyrir augu min. Tungan í munninum virtist afar stór. Ég minntist orða Jesú á krossinum: „Mig þyrstir." Það er ekkert vatn í helviti. Ég mynntist dropahljóðsins i upphafi þáttarins „Mig þyrstir“ i óratoriu Haydns „Sjö siðustu orðin á krossinum." Tónskáldið vill nota þetta dropahljóð til að láta okkur skynja að Kristur krossfestur finni regndropa á vör- um sér. Ég var sár yfir þvi að fá ekki einu sinni notið þeirrar blekkingar. Um sólarlag röðuðum við okkur loks upp á veginn til að hefja gönguna i braggann. Mílu vegar frá hliðinu fórum við framhjá smá pollum i votlendisholum. Konúrnar köstuðu sér hver af annarri á hendur og kné til að lepja skitugt, fúlt vatnið. Vörður var settur á staðinn til að varna þessu. Næsta dag hófust yfirheyrslur í búðunum. Uppreisn okkar var refsað með nokkurra klukku- stunda yfirvinnu næsta sunnu- dag. „Vinir. Fyrirhöfnin við endur- menntun okkar er að ná tilgangi sínum!" Paula dró að sér athygl- ina með þessum orðum. „Nú eru aðeins tvær stéttir eftir i Rúmeníu," hélt hún áfram. „Bjartsýnismenn og svartsýnis- menn. Bjartsýnismenn álita að allir rúmenar verði fluttir til Síberíu, svartsýnismenn að þeir muni verða að fara þangað gang- andi.“ En brátt kom svo að fáum kom lengur hlátur í hug. Konur féllu daglega saman úti á sléttunni. Á nóttum lágu þær hálfnaktar á fletum sínum í kæfandi hitanum í bragganum, örmagna af þreytu. Okkur fannst það engin stund frá þvi lagst var út af þangað til glumdi i járnbútnum, sem vakti alla. Heilar nætur ótruflaður svefn var sjaldgæfur. Eina nóttina vaknaði ég við að Paula var að hrista handlegginn á mér: „Þeir hafa lamið Díönu. Komdu fljótt, hún er stórmeidd." Stúlkan lá meðvitundarlaus á gólfinu og andaði með erfiðis- munum. Blóð rann úr nösum hennar og hárið var klistrað. Var- ir hennar voru bólgnar. Við losuðum um föt hennar og við blasti líkami hennar grimmilega marinn. „Hvers konar leik hafa þessir verðir nú verið að leika?" sagði Paula skjálfandi. Díana stundi opnaði augun og starði. „Þetta er allt í lagi. Ég lét þá ekki gera það.“ Við gáfum henni að drekka. Þegar hún hafði jafnað sig ögn sagði hún okkur að tvær gleðikon- ur hefðu lokkað sig frá braggan- um þangað, sem nokkrir karl- verðir biðu. Hún var nitján ára, falleg, og yndisþokki hennar æsti þá upp. Hún vildi ekki þýðast þá. Loksins köstuðu þeir henni inn í næsta bragga og hypjuðu sig burtu. Við breiddum teppi yfir hana því jafnvel i þessum kæfandi hita, skalf hún. Paula og ég sátum yfir henni fram í dögun og töluðum hvíslandi samán: „Hún hefur gáfulegt andlit. Hún hefði getað orðið kennari." Paula var alltaf að líta I kringum sig eftir ein- hverjum, sér andlega skyldum. Hún var stúdent og hafði stundað kennslu alla ævi. „Mig dreymir um að kenna," sagði hún oft. „Ég sé röð af andlit- um bíðandi eftir að ég tali. Ég sé sjálfa mig gangandi gegnum háreist anddyrin. Ég heyri öll hljóðin, sem tilheyra skólanum." Hún hafði skrifað sögur, sem höfðu unnið henni sess i rithöf- undafélaginu. Hún gekk I félagið þann 23. ágúst, daginn sem „frelsisins" var minnst. Hún þekkti suma af frægustu höfund- um Rúmeníu eins og til dæmis skáldið Mihai Beniuc, smásagna- höfunda, þekkta höfunda, sem sneru sér að því að skrifa bækur til lofs og dýrðar kommúnisman- um og niðra Vesturlöndum. Eftir- litið sá um það, að allt sem hún skrifaði studdi frekar sósialisma. Maður framleiddi annað hvort hrein áróðursrit eða maður skrifaði um efni, sem var víðs fjarri nútímanum. Paula var mér sammála um það, að ljóð full af lofgjörð um Stalín væru heimskuleg. „En allir þessir baráttusöngvar, sem stílaðir eru til Guðs, eru alls ekki ólikir þessu,“ bætti hún við.“ Ég sagði: „Mismunurinn er sá, að i sálmum kristinna manna er skapari alheimsins lofsunginn, en hin ljóðin hefja sjúkan mann upp til skýjanna, mannhund, sem hefur drepið milljónir saklausra manna.“ Siðan spurði ég hana hvers vegna hún hefði verið fangelsuð. „Ég gerði óviturlega athuga- semd um fölsun í sögukennslu- bók,“ svaraði Paula. „Þeirvoru að velja fólk til að endurrita söguna á þann hátt, sem rússum líkaði." „Allar mýsnar eru í hlekkjum." „Ö, það er farið vel með rithöf- unda. Við höfum ýmis sérréttindi, miklar tekjur og sumardvalar- heimili...“ „En þessar háu tekjur — sem teljast aðeins háar á mælikvarða Rúmeníu, þær eru aðeins trygg- ingafé fyrir því, að rithöfundarn- ir skrifi ekkert, sem stjórnvöldum mislikar. Listir og trúarbrögð eru hvort tveggja jafn miskunnar- laust og takmarkalaust ofsótt. Það lifir aðeins í felum.“ Þannig rökræddum við fram og aftur alla nóttina og töluðum i lágum hljóðum. Fangarnir muldr- uðu og grettu sig i svefninum eða hrópuðu upphátt á börnin sin, feður, elskhuga, vini. En oftast heyrðist þó orðið „mamrna" eða „móðir min“. Aldur og stétt höfðu misst gildi sitt, þar sem konurnar lágu og dreymdu, og í sálarneyð sinni hvísluðu þær gamla, kæra nafnið. Þetta nafn risti dýpra en til eigin foreldra. Það var hróp eftir tlifum kvenlegum kærleika og bliðu og móðurlegri umhyggju, sem bíður okkar á himnum. Ég minnist sýnar heilags Jóhannesar postula, sem hinn krossfesti Drottinn fól á hendur helga móður sína. Honum var leyft að sjá mikil undur á himni — konu, klædda sólinni með tunglið undir fótum sér. Einn daginn var ég færð fram fyrir fulltrúa yfirmanna þræla- búðanna, rauðbirkna konu með þunga, kraftalega handleggi og stórar, hvitar tennur. Einkennis- búningur hennar virtist vera henni farg eins og hringabrynja. „Þú hefur verið að predika um Guð við fangana. Þvi verðurðu að hætta," sagði hún skipanöi. Ég svaraði að ekkert gæti fengið mig til að hætta því. Hún kreppti hnefana og ofsa- reið ætlaði hún að berja mig. Allt í einu hætti hún í miðju kafi og starði: „Af hverju ertu að brosa?“ spurði hún með flekki I andlitinu af ofsa. „Ég var að brosa að því, sem ég sá í augum þinum,“ svaraði ég. „Nú, hvað er það?“ „Ég sjá sjálfa mig. Hver sem kemur nærri öðrum manni getur séð sjálfan sig i augum hans. Ég var líka bráðlynd. Ég var vön að reiðast og lemja frá mér, — þangað til ég lærði hvað það er að elska í raun og veru. Þannig verða þeir, sem geta fórnað sér fyrir aðra. Siðan það skeði get ég ekki steytt hnefa gegn öðrurn." Hönd hennar seig. „Ef þú lítur í augu mín getur þú séð sjálfa þig eins og Guð getur gert þig.“ Hún virtist hafa breytzt í stein. „Farðu," sagði hún hæglátlega. Ég hefi oft velt þvi fyrir mér, hvort Pílatus hafi ekki horft í augu Jesú og séð í þeim þann stjórnanda, sem hann hefði getað verið,J konungi gyðinganna, sem konan hans benti honum meira að segja á, að væri saklaus og réttlát- ur. Þessi tvö nöfn hafa orðið sam-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.