Morgunblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16, FEBRUAR 1977 Norræn veflist Það má til sanns vegar færa að nú standi yfir ein af glæsi- legustu sýningum sem efnt hefur verið til á Kjarvals- stöðum. Það er vefnaður í ýms- um myndum og útgáfum, sem gleður þar huga manns. Vefararnir eru frá öllum Norðurlöndunum, og er hér um úrval að ræða, þótt sýnendur séu hvorki meira né minna en 95. Það eru 116 listaverk á þessari sýningu, og má af því sjá, að fjöldi sýnenda á þarna aðeins eitt verk. Virðist því hafa verið valin sú leið við gerð sýningarinnar í upphafi að gera hana sem fjölþættasta og um- fangsmikla. Af þessu leiðir einnig, að nokkuð misjöfn verk eftir VALTÝ PÉTURSSON eru þarna á tvist og bast en ekki verður annað sagt en að heildarval hafi tekist ágætlega og að þessi sýning i heild sé mikill og merkur viðburður í veflist norrænna landa. Mikill meirihluti þessara verka virðist í besta gæðaflokki, hvað listræn sjónarmið áhrærir og tæknilega meóferð. Þarna eru einnig margar aðferðir 'til vefnaðar notaðar, svo margar, að ég geri ekki tilraun til að gera því atriði skil, enda er ég ekki það vel að mér í þessari listgrein, að ég treystist til slfks. Þetta er gríðarlega umfangsmikil sýning og fyllir hvern krók og kima á Kjarvalsstöðum, báðir salir notaðir og gangar einnig. Það er því ekkert áhlaupaverk að kynna sér þessa sýningu svo að gagni sé. í stuttu skrifi verður að stikla á stóru, og áuð- vitað verður margt ósagt, þar sem efniviðurinn er svo mikill, að langhundur dugar varla til að gera þessu skil. En lang- hundar um sýningar eru eitur í mínum beinum þótt ekki sé nema vegna þeiri;a sanninda, að fólk les þá ekki. Þessi sýning ber fyllilega með sér þá litagleði og fjörlegt efnisval, sem virðist einkenna norræna veflist um þessar myndir. Það er áberandi hve margir af þessum vefurum aðhyllast hið abstrakta form, sem óneitanlega virðist falla sérlega vel að efni og veftækni yfirleitt. Þetta er ekkert nútímafyrirbæri, heldur finnanlegt ekki síður í gömlum vefnaði en nýjum. Það eru helst íslensku vefararnir sem tjá sig í fígúratívri myndgerð, að undantekinni Ásgerði Ester Búadóttur, sem á þarna verk, er sverja sig mjög í formfestu og litameðferð hennar. Annars held ég, að við Islendingar megum vel við una okkar part á þessari sýningu, og er ástæða til að þakka framlag okkar að þessu sinni. Ef ég veit rétt, fer þessi sýning víða um Norðurlönd. Hún hefur þegar verið í Dan- mörk og næsti áfangastaður mun verða Þórshöfn í Fær- eyjum. Hér er þvi merkt norrænt samstarf á ferð, sem minnir á hinar sálugu sýningar Norræna listbandalagsins, sem voru um langan aldur einasta leiðin fyrir okkur hér á landi að taka virkan þátt í myndlist á Norðurlöndum. Þvi miður hefur ekki enn komið neitt það fram hjá Listbandalaginu, sem bætir upp þessar sýningar, nema hvað mér finnst vefarar vera hér á réttu plani, og sannarlega vonast ég til að orðið geti framhald á þessum sýningum, sem ætlað mun vera að halda á þriggja ára fresti. Þegar litið er yfir þessa sýningu, tekur maður strax eftir því, hve vegnaður getur verið það sem kallað er á út- lensku „Monumental“ Þannig er hið stórglæsilega verk BERIT HJERHOLT í þremur hlutum „Mod Lys“, No 19 er sterkt verk eftir KIRSTEN GREGER JENSEN og No. 28, „Masuren" vakti óskipta at- hygli mfna. Jette Nevers sýnir einnig magnþrungið verk, ,,„Sejl“ no. 29, sem er vefnaður í tveimur pörtum, einfalt, sterkt og óvenjulegt. EVA BRUMMER sýnir tvö verk, og No 38. finnst mér mjög fint í lit og vel byggt verk. MAIJA LAVONEN sýnir ágætt verk, sem hún kallar „Grafísk rytme“ og er unnið i finni en ákveðinni línuhrynjandi. Eitt ágætasta verkið á þessari sýningu er eftir SYNNÖVE ANKER AURDAL frá Noregi, No 67 „JANUS“ unnið úr ull og nylon í þrem hlutum. ELI NORDBÖ sýnir einnig mjög áhrifaríka litameðferð í þeim tveim Eva Brummer: „Lys-Vinduet“, tvöfaldur vefnaður. Jette Nevers: „Sjel“, vefnaður í tveimur hlutum. 1 Maria Yourstone: ..Portræt af Lasse Hallström“. vefnaður. Anna lena Emden: „Stikker til sös“, útsaumur. verkum er hún á þarna á sýningunni. INGRID EGG- MANN JONSSON á glæsilegt verk, No, 90. ANNA LENA EMDEN sýnir litrikan og sér- stæðan útsaum, sem ég hafði sérlega ánægju af. ROSE GAUERMANN sýnir eitt stærsta verkið á sýningunni, hnitmiðað í litameðferð, „Solen gár ned“ No. 98. SILJA KARLSSON sýnir eitt verk, sem átti mjög vel við minn smekk, No 104 „Snelös vinter". Að síðustu nefni ég sérkenni- legt verk eftir KASUKO TAMARU, no. 111 „Regnbuens fest“. Auðvitað er margt fleira sem hér mætti minnast á, en ég læt þetta nægja að sinni. Þetta er sýning, sem flestir ættu að sjá, og ég er viss um, að allir hafa ánægju af að kynnast því, hvernig þessi gamla og þróaða listgrein lítur út á tuttugustu öld meðal Norðurlandabúa. Þessi sýning er mikill fengur fyrir okkur hér og hefði ekki verið möguleg, ef Kjarvals- staðir væru ekki á sínum stað. En ég vérð að enda þetta skrif með því að geta þess, að sjaldan eða aldrei hef ég verið eins óánægður með loftið á Kjar- valsstöðum og nú. Það bókstaf- lega étur mikið af þessum vefn- aði upp, ef svo mætti að orði kveða. Því miður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.