Morgunblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRUAR 1977
19
— Nafnleynd
Framhald af bls. 15
Albert svarar Sverri
Albert Guðmundsson (S) sagði
Sverri, flokksbróður sinn, sjálfan í
opinberu embætti. sem ekki hefði verið
auglýst; framkvæmdastjóri Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins (Hér kallaði
Sverrir fram í „Máske bar ég af í
starfið") Þingmaðurinn ber sjálfsagt
af, þegar hann er eini umsækjandinn.
Hvað viðvéki dæmisögunni af sonum
Al Capone, kæmi sér í hug, að þeir
hefðu sjálfsagt hætt við Sölunefndina,
þegar þeir hefðu frétt af Framkvæmda-
stofnuninni.
— EBE
Framhald af bls. 1.
íra, einkum Josef Ertl frá V-
Þýzkalandi, sem sagði að v-þýzkir
bátar ættu hefðbundinn veiðirétt
á þessu svæði og að V-Þjóðverjar
myndu gera ráðstafanir til að
tryggja réttindi þeirra. Þá sögðu
embættismenn EBE, að Erlt hefði
óbeint látið að þvi liggja, að v-
þýzka stjórnin, sem leggur fram
mest fé til sjóða EBE, kynni að
endurskoða stefnu sína um fjár-
mögnun efnahagsuppbyggingar
írlands gegnum EBE. Embættis-
mennirnir sögðu að tíminn fram
til 1. marz yrði væntanlega notað-
ur til að reyna að finna aðra lausn
á ofveiðivandamálunum við Ir-
landsstrendur.
Þessi samþykkt ráðherranna
gefur EBE sterkari sameiginlega
samningastöðu er viðræður
bandalagsins við Alexander
Iskhov sjávarútvegsráðherra
Sovétrikjanna um fiskveiðirétt-
indi Sovétrikjanna í EBE-
fiskveiðilögsögunni hefjast í
Briissel i dag miðvikudag.
— Tímabært
Framhald af bls. 1.
en hann lýsti því þó yfir við brott-
förina frá Bandarikjunum, að
þátttaka Palestinumanna í við-
ræðunum kæmi ekki til mála
meðan þeir neituðu að viður-
kenna Israel sem sjálfstætt ríki.
Hann sagði að allir gerðu sér
grein fyrir að friðarumleitanirnar
yrðu ekki auðvelt verk og enginn
skyldi gera sér vonir um skjóta
lausn.
Vance gagnrýndi Israela einnig
áður en hann lagði af stað fyrir
olíuleit þeirra í Suezflóa og sagði,
að hún hjálpaði ekki til og gæti
flækt samningaviðræður. ísraelar
vörðu sig í dag, er háttsettur emb-
ættismaður sagði: ,,Það er ágrein-
ingur um þetta atriði og við mun-
um ræða það ef Vance tekur mál-
ið upp, en það er mjög ofmælt að
segja, að þessi olíuleit standi í
vegi fyrir friði.“
Vance fer frá Israel á fimmtu-
dag til Kaíró til viðræðna við
egypzka ráðamenn.
— Vonandi
Framnald af bls. 17.
ráðherra, og Jón Ármann
Héðinsson alþingismaður, skip-
aður af fjármálaráðherra.
Stofnfundurinn kaus svo í vara-
stjórn þá Jón H. Júlíusson odd-
vita, Sandgerði, Ellert Eiríks-
son verkstjóra, Keflavík, og
Oddberg Eiríksson verkstjóra,
Keflavik. Þá var Alexander
Magnússon bókari, Keflavík,
kosinn annar endurskoðandi
félagsins, en iðnaðarráðherra
mun svo skipa hinn, samkvæmt
stofnsamningi undirbúnings-
félagsins.
— Crosland
Framhald af bls. 1.
ton í næsta mánuði. Stjórnmála-
fréttaritarar segja augljóst, að
Callaghan komist ekki hjá þvi að
skipa nýjan utanríkisráðherra á
næstunni, þar sem verkefni þessi
þoli enga bið.
Almennt hafði verið talið, að
Denis Healey, fjármálaráðherra,
myndi næstur taka við embætti
utanríkisráðherra, en hann er nú
i miðju kafi við að undirbúa nýtt
fjárlagafrumvarp, sem lagt verð-
ur fram í apríl og það frumvarp
getur haft úrslitaáhrif til að fá
verkalýðsfélögin i landinu til að
falla frá launakröfum og fallast á
takmarkaðar hækkanir eitt ár i
viðbót. Ef þetta ekki tekst óttast
ríkisstjórnin að ný verðbólgualda
mun: skella yfir. Því er talið ólík-
legt að Healey verði valinn. Sá,
sem næstur er talinn koma, er
Merlyn Rees, írlandsmálaráð-
herra, en hann er náinn vinur og
samstarfsmaður Callaghans og
hefur tekizt á við mikil og erfið
vandamál sem írlandsmálaráð-
herra. Þá er Peter Shore, um-
hverfismálaráðherra, einnig tal-
inn koma til greina svo og Roy
Hattersley.
Annað vandamál, sem veikindi
Crosland skapa, er að með fjar-
veru hans missir ríkisstjórnin 1
atkvæðis starfsmeirihluta sinn í
neðri málstofunni og getur það
haft alvarlegar afleiðingar fyrir
stjórnina, er frumvarpið um tak-
markað sjálfstæði til handa Skot-
landi og Wales verður lagt fram á
næstunni, ef stjórnarandstöðu-
flokkarnir ná samstöðu sín á
milli.
- Börkur NK . . .
Framhald af bls. 2
Klængur Ár 70 tonn, Huginn VE
300, Ársæll KE 180, Albert GK
570, Faxi GK 230, Bjarni Ólafsson
AK 430, Hrafn GK 380, Ólafur
Magnússon EA 160, Bjarnarey VE
30 (bilun), Óskar Halldórsson RE
110, Svanur RE 270, Helga RE
270, Hilmir SU 540, Rauðsey AK
500. Bára GK 120. Árni Magnús-
son Ár 190, Hilmir KE 220, Börk-
ur NK 970 og Þórður Jónasson
EA 380.
— Islandi út-
hlutað
8 rásum . . .
Framhald af bls. 17.
ari staðsetningu, sem mundi vera
heppilegri með tilliti til þarfa Is-
lands eins.
I þvi tilfellinu er um að ræða
geisla sem nær yfir ísland og
Færeyjar og hluta af Grænlandi
en i sama geisla hafi Danir einnig
til umráða tvær rásir. Segir i
fréttatilkynningunni, að þar eð
almennt hafi hverju riki aðeins
verið úthlutað 4—5 rásum megi
telja niðurstöðurnar hagstæðar
fyrir ísland. Ákvarðanir ráðstefn-
unnar taka gildi 1. janúar 1979 og
gilda í 15 ár.
Gert er ráð fyrir því að gerfi-
hnöttunum verði raðað á baug í
um 36000 km hæð yfir miðbaug
og virðast þeir kyrrstæðir séð frá
jörðu.
— Hort æfir . . .
Framhald af bls. 2
taugastrið gegn Spasský eins og
Fischer forðum, heldur mun
ástæðan vera sú, að Hort dvelur
nú við æfingar í fjallakofa sínum
i Tékkóslóvakíu. Vill hann vera
þar alveg ótruflaður. Er fastlega
búizt við því að Hort skriði úr hiði
sínu á allra næstu dögum og láti i
sér heyra.
Borizt hafa til landsins spiunku-
nýjar myndir af skákköppunum
Hort og Spasský og birtast þær
hér á siðunni.
JcpíHSjti Viðhöfum fleira
□□□ □ ljlj en gódcm ntat
D
BERGSTAÐASTR/tTI 37
S i MI 21011
Notfærið ykkur okkar
hagstæðu vetrarverð og gistið
í hjarta borgarinnar. Sérstakt
afsláttarverð fyrir hópa.
Hvers vegna eru PHILIPS litsjónvarpstækin
mest seldu litsjónvarpstæki Bvrópu?
H
r-iH
tsia
u
Svar:
u
PHILIPS
Tæknileg fullkomnun
ÞEIR SEM RANNSAKAÐ HAFA TÆKIN SEGJA
M.A.:
1) ,,PHILIPS litsjónvarpstækin falla í hæsta
gæðaflokk." (Könnun dönsku neytendasam-
takanna á 20 tegundum litsjónvarpstækja í
mars 1976)
2) „Litgæðin eru best og í heildarniðurstöðu er
PHILIPS einnig hæst" (Úr prófun norrænna
neytendasamtaka á 1 2 gerðum litsjónvarps-
tækja).
AUK ÞESS FULLYRÐUM VIÐ:
1) Algjörlega ónæm fyrir spennubreytingum
(þolir 165 — 260 volt án þess að myndin
breytist).
2) Fullkomin varahlutaþjónusta og sérþjálfaðir
viðgerðarmenn í þjónustu okkar.
3) Bilanatíðni minni en ein á 3ja ára fresti.
4) Hentugasta uppbygging tækis (modules)-
auðveldar viðhald.
PHILIPS litsjónvarpstækin eru byggð fyrir fram-
tiðina, því að við þau má tengja myndsegul-
bandstæki, VCR (Fáanleg í dag) og myndplötu-
spilara, VLP (kemur á markað 1977). Hvor-
tveggja auðvitað PHILIPS uppfinningar
SKOÐIÐ PHILIPS LITSJÓNVARPSTÆKIN í
VERSLUNUM OKKAR ( í Hafnarstræti 3 höfum
við tæki tengt myndsegulbandstæki).
PHILIPS MYNDGÆÐI
EÐLILEGUSTU LITIRNIR
PHILIPS KANN TÖKIN Á TÆKNINNI
heimilistæki sf
Haf narstræti 3 — Sætúni 8