Morgunblaðið - 17.04.1977, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1977
7
Hvers leituðu menn, sem
streymdu að kirkjum páska-
morgun og páskadag? Menn
leituðu Ijóssins, sem Ijómann
mesta ber „yfir lönd, yfir höf,
á lifenda bústað og dáinna
gröf". Menn gengu í guðs-
húsin knúðir djúpstæðri þörf
fyrir að mega trúa því og
treysta, að sá litli útgarður
tilverunnar, sem við byggj-
um jarðneskir menn, sé ekki
Guðs víða veröld öll, heldur
umlyki okkar jörð ómælis-
víddir, þrungnar lífi, sem
ekki týnist, ekki deyr.
Að sjálfsögðu geta ekki all-
ir orðið samferða á slikri
kirkjugöngu. Úr mörgum átt-
um er kallað: Maður, líttu þér
nær, horfðu ekki til annarra,
sem þú hefur enga vissu fyrir
að séu til, meðan ótal verk-
efm biða óleyst á jörðu.
Að baki páskum, með
minningar þeirra í huga
máttu sízt og aldrei að ósekju
gleyma skyldum þínum við
jörðina og jarðneskt samfé-
lag. Á það hefur enginn lagt
þyngri áherzlu en hann, sem
með upprisu sinni beindi
hugum manna til heimanna
hinum megin jarðar.
Skiptir þá nokkru, hvort þú
átt eða átt ekki trú á annað
líf, annan heim, aðra mögu-
leika að enduðum jarðnesk-
um ævidegi til að binda í
heild það, sem verður hjá þér
enn i molum á dánardegi?
Áreiðanlega leit Páll post-
uli svo á, að upprisutrúin
skipti miklu máli: „Ef Kristur
er ekki upprisinn er ónýt pre-
dikun vor og ónýt líka trú
yðar," segir hann við Kor-
intumenn og bætir því við,
að upprisa Krists sé trygging
fyrir upprisu annarra manna.
En Páll var maður, sem
lifði fyrir 19 öldum, þá var
heimsmyndin, sem menn
áttu, svo afar lítilfjörleg, lífs-
gæðin svo fátækleg að með
ímynduðum öðrum heimi
bættu þeir sér upp þá fátækt,
— segja fávisir menn. En
hver treystist til að halda þvi
fram, að lifshamingjan hafi
aukizt í réttu hlutfalli við svo-
nefnd lifsgæði?
Hvað skiptir máli, ef ekki
lífshamingjan, sálarfriðurinn?
Þau dýrustu hnoss eru ein-
mitt oft i hættu þegar alvar-
legaSta glíman er háð við
ráðgátu lífs og dauða,
maðurinn horfir ráðþrota upp
í kaldan, fjarrænan himin,
sem gefur ekkert svar, þegir
kuldalegri þögn. Við þurfum
ekki að spyrja mann — þótt
ofurmenni hafi verið fyrir 1 9
öldum —, spyrjum mann-
inn, sem hina þungu þolraun
þreytir í dag, hvort trúin á
annað lif skipti ekki máli.
Spurðu hinn unga mann,
sem borið hefur þunga sorg-
arinnar frá gröf ástmeyjar
eða ungrar eiginkonu.
Spurðu móðurina, sem lagt
hefur fyrsta eða siðasta barn-
ið sitt i gröf. Spyrjum gamal-
mennið, sem kvatt hefir alla
sem kærastir voru og situr
einmana i húmskuggum ell-
innar hálfgleymt i sínu kalda
horni: Hverju skiptir trú,
sannfæring um „byggð á bak
við heljarstrauma"? Vert er
að spyrja fleiri en þá, sem
sólarmegin sitja með heima-
tilbúna anddúð á hverskonar
viðleitni í þá áttina að spyrja
og leita svars við gátunni um
líf eða hel. Auk þess þurfa
menn ekki að sjálfsögðu að
hafa beðið sorgir og sár von-
brigði til þess að spurning
um líf og dauða verði áleitin.
Fyrir nokkrum árum and-
aðist einn af gáfuðustu rit-
höfundum með yngri kyn-
slóðinni, Jan Fridegaard,
sem kunnastur mun hafa
orðið af Lard Haard-
sagnabálkinum. Mikla at-
hygli vakti sú yfirlýsing hans,
að af samtíma sálrænum fyr-
irbærum, sem hann hefði at-
hugað og gengið úr skugga
um, væri hann orðinn sann-
færður um framlíf mannssál-
arinnar. í blaðaviðtölum lýsti
hann þvi margoft, hver áhrif
þessi skoðanaskipti hefðu á
sig. Hann sagði að vegna
heimskunnar og hleypidóm-
anna gæti hann við því búizt,
að missa nú nokkrar þúsund-
ir lesenda að skáldritum sin-
um, en hin nýja sannfæring
væri sér miklu dýrmætari en
þær þúsundir lesenda. Af
ummælum þessa gáfaða höf-
undar var Ijóst að honum
þótti sem væri hann kominn
úr þröngum, dimmum hellis-
skúta efnishyggjunnar út á
víða völlu með útsýn yfir
undraheima, sem hann vissi
ekki áður að væru til.
Hefðirðu sagt Jan Fride-
gaard að vera ekki að hugsa
um aðra heima meðan þús-
undir jarðneskra vandamála
væru óleystar, þá hefði hann
bent þér á brennandi áhuga
sinn á þjóðfélagslegum um-
bótamálum áður fyrr en þó
hefði hin nýja útsýn yfir til-
veruna orðið sér ný hvatning
til að vinna að þeim málum
enn betur.
Ég átti lítilsháttar bréfa-
skipti við Jan Fridegaard. í
einu bréfanna skrifaði hann
mér á þessa leið — ekki þó
orðrétt: Ég verð að hryggja
yður, sem eruð prestur, mað
því að segja yður að kirkja
mín og feðra minna með öllu
hennar hálfkaþólska hjali, öll-
um hennar biskupsmítrum,
silkiflúruðum messukápum
og öðrum hégóma, og öllum
hennar fáránlegu guðfræði-
kenningum reyndist gersam-
lega vanmegnug þess að
gefa mér þá páskatrú, þann
upprisufögnuð, sem ég hef
nú eignazt.
Gott var að heyra í erind-
um dr. Haralds Erlendssonar
í ríkisútvarpinu í vetur, að
skoðanakannanir hefðu leitt í
Ijós, að hvergi, nema e.t.v. í
Bandaríkjunum væri almenn-
ari trú á framlif mannsins
eftir líkamsdauðann en á ís-
landi. Skoðanakannanir
þessar leiddu aftur það í Ijós,
að trú á upprisuna, sjálfan
grundvöll kristninnar, var
hvergi eins veik og í Svíþjóð.
Hvað veldur?
Auðvitað skiptir ekki máli,
að hverjum leiðum menn öðl-
ast þessa sannfæringu. Gefi
Guð, að nýliðnir páskar hafi
átt svar þeim öllum, sem
horfa, vona, spyrja um landið
sem skáldið (E. Ben.) kveður
um:
Dauðalaus veröld með
dragandi þrá
yfir djúp vorra hjartans
linda.
Dauðalaus
veröld
SMUFISTöd
" fvERK$T£ni
[blagler
ftLAMÁLUN
Þjónustan hjá Agli:
RÉTTINGAR-
(VERKSTÆÐI
Þaulvanir bílasmiðir annast
réttingar og viðgerðir á
yfirbyggingum.
MÁLNINGAR-
VERKSTÆÐI
Þér þurfið ekki langt að leita
að lokinni viðgerð.
Málningarverkstæði okkar
er á sama stað og lýkur
verkinu.
Laugavegt 118 - Slmar 22240 oq15700
Allt á sama stað _ „ „
EGILL VILHJÁLMSSON HE
Kræsingar í Kránni
MANUDAGUR
Rettur dagsins
Súpa: Au-bomme
Fiskibollur
m/karrý, hrísgrjónum
og soðnum kartöflum og ananas
Kr. 690
Hver er hezti boröarinn
KHÁIN VIÐ HLEMM