Morgunblaðið - 17.04.1977, Page 15
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRtL 1977
I
í GÓULOKIN hófust á sviði Þjóðleik-
hússins sýningar á leikriti Shake-
speares, Lé konungi, undir stjórn leik-
stjóra frá Lundúnum, Hovhanness I.
Pilikians. Þar í landi er leikstjóri þessi
talinn meðal hinna frumlegustu og at-
hyglisverðustu af yngri kynslóð, enda
kunnur að djarflegum nýjungum í leik-
stjórn sinni á ýmsum meiri háttar leik-
verkum bæði þar heima og erlendis. Það
hlaut þvi að teljast eðlileg ráðstöfun
Þjóðleikhússins að ráða hann hingað að
þessu sinni, fyrst það á annað borð hefur
tíðkazt frá upphafi þeirrar stofnunar að
kveðja til útlendinga, þegar mikils hefur
þótt við þurfa. Og meðal almennings
hlaut það að vekja forvitni, að sýnt yrði á
íslandi eitt af frægustu verkum leikbók-
menntanna undir handleiðslu hans.
Eins og oft vill verða um merkilega
listamenn, fóru snemma á stjá hviksögur
af viðhorfum þessa komumanns til mik-
ilvægra mála. Þótti ýmsum þau kynleg
nokkuð en þó fróðleg. Aðrir létu hann
kannski gjalda þess, að island hefur
siundum orðið leiksoppur erlendra
framagosa, sem hafa verið sagðir „afar
frumlegir" eða ,,í fremstu röð heima hjá
sér“ ellegar „umdeildir erlendis", og
hefur landslýður þá naumast mált vatni
halda af hrifningu um stundar sakir. En
hvað um það, eitt brást ekki, frumsýn-
ingin á Lé konungi vakti mikla athygli.
Það leynir sér ekki, að Hovhanness I.
Pilikian er maður sem margt hefur til
brunns að bera. Hinu verður ekki heldur
neitað, að skoðanir þær, sem hann hefur
gert sér og leikurum sínum að leiðar-
ljósi, eru svo sérstæðar, að ekki er ann-
ars að vænta en þar sýnist sitt hverjum.
Áður en æfingum lauk, leysti HIP frá
skjóðunni við dagblöðin í Reykjavík af
þvíliku hispursleysi, að mikla furðu
vakti, svo ekki sé meira sagt. Og daginn
sem sýningar hófust, birti ung og snjöll
leikkona, Steinunn Jóhannesdóttir, at-
hyglisverða grein í Þjóðviljanum, þar
sem hún heldur fána Pilikians á loft
mjög afdráttarlaust. Enda mun margt af
leikurum Þjóðleikhússins hafa hrifizt af
kenningum hans, hressilegu nýjabrumi
samfrfra einlægni í málflutningi og
skemmtilegum umsvifum i röksemda-
færslu.
II
Það sem einkum má til nýjunga telja i
túlkun Pilikians á Lé konungi, mun
vera viðleitni .hans að marka verkið
undir þá lífsspeki, sem hann sjálfur er
höfundur að. En um hana farast Stein-
unni Jóhannesdóttur orð á þessa leið:
„Hann segir einfaldlega: Allar athafn-
ir mannsijis eru kynferðislegar, væru
þær það ekki dæi mannkynið út. —
Þetta kailar hann „The sexual inter-
pretation of history" — kynferðislega
söguskoðun."
Fljótlegt er að færa það til sanns.veg-
ar, að mannkynió geispaði brátt golunni,
ef kynmök legðust af, og úr þvi færi
tíðindum trúlega fækkandi. Kannski
mætti lika berja bumbur fyrir þeirri
heimspeki, að allar athafnir mannsins
væru sprottnar af þeirri áráttu hans að
draga andann fram og aftur sí og æ, því
ekki yrði mannkynið á vetur sett, ef það
nennti ekki lengur að súpa hveljurnar.
Hitt er svo annað mál, hvort það tæki því
að búa til þá kenningu, að höfundur
Njálu hefði samkvæmt því lagt sífellda
hugsun um andköf og hrotur i hverja
línu.
Kenningar á borð við hina kynferðis-
legu söguskoðun Pilikians þurfa engum
að koma á óvart. Það e& nú einu sinni sá
gállinn á veröldinni þessa stundina að
sópa kynlífinu fram úr skúmaskotum
veruleikans og koma þvi i tölvutækt
horf. Hins vegar er kenningin þess eðlis,
að hún getur ekkert skýrt; hún er jafn-
fjarri þvi og andardráttar-kenningin að
leysa nokkurn vanda. Djarfar tilgátur
geta einatt verið afar skemmtilegar, ef
skýring, sem leitað er, má að öðrum kosti
teljast torveld eða grimsamleg. En þegar
frumleika-ástriðan rekur menn til að
gera sjálfsagða hluti að kenningum, sem
ekkert skýra og engan hnút geta sundur
höggvið, þá er minna gaman.
Steinunn ber í grein sinni saman örlög
þeirra Lés konungs og Bjarts i Sumar-
húsum. Þetta er skemmtileg hugmynd,
sem hún gerir ágæt skil; enda margur
Lérinn og margur Bjarturinn, ef i það
fer. Niðurstaða Steinunnar er að visu á
þvi reist, að Kordelía, dóttir Lés kon-
ungs, sé alls ekki dóttir hans í raun og
veru, heldur sé hún hórgetin. En sú er
einmitt hugsjón Pilikians; og á henni
reisir hann siðan hinn kynferðislega
skilning sinn á öllu leikritinu. Fyrir
þessari hugmynder raunar ekki svo mik-
ið sem spor eftir flugufót, hvorki í leik-
riti Shakespeares né neins staðar, nema
í kolli leikstjórans sjálfs. Satt að segja er
hún slík firra, að hún getur ekki einu
sinni skýlt sér bakvið óljósan texta;
sjálfur leikrits-textinn vitnar gegn
henní, ef nokkuð er. Væri þó iengi hægt
að fitja þar upp á nýstárlegum kenning-
um samkvæmt því, að ekkert I textanum
mæli gegn þeim. Miklu fremur mætti t.d.
halda þvi fram sem góðum brandara, að
fíflið í leiknum væri sonur konungsins
en að Kordelía sé ekki dóttir hans.
Leikstjórinn segir fullum fetum í leik-
skrá: „Lér konungur er leikrit um bast-
arða.“ Þetta er tóm vitleysa, þó að hann
leyfi sér að túlka verkið svo, eftir að
hanri hefur sjálfur breytt Kordeliu i
bastarð án minnstu heimildar frá höf-
undarins hendi. Með sama rétti getur
hann sagt, að persónur leiksins séu kyn-
villtar og verkið sé leikrit um kynvill-
inga.
Því fer fjarri, að skilja beri geðsjúk
orð Lés um konur á þann veg, aó hann
hafi kynsjúkdóma í hug. Svo grunnhygg-
inn skilningur á þar ekkert athvarf. Og
jafnvel þótt svo væri, er fráleitt að full-
yrða, að Lér hafi verið „sjúkur af sára-
sótt“, eins og HIP segir í leikskránni.
III
1 æðrutali Lés, sem SJ vitnar til, stend-
ur orðið „móðir“, og telur HIP það sýna
svart á hvitu, að Lér hafi í huga hórdóm
konu sinnar, sem látin er. Til þess bend-
ir þó alls ekki neitt, jafnvel þótt orðið
„móðir“ hefði þar sina venjulegu merk-
ingu. En það vita enskir Shakespeares-
fræðingar fullvel, að orðið „mother",
sem þarna stendur í enska textanum, var
á tfð höfundar haft um hugsýki (sbr.
,,móðursýki“), og getur raunar með
engu skynsamlegu móti merkt neitt ann-
að á þessum stað. Þar segir: „O! how this
mother swells up toward my heart; /
Hysterica passio! down, thou climbing
sorrow! / Thy element’s below." Lér
kóngur berst af alefli sálar sinnar gegn
þeirri sturlun, sem hann finnur að á
hann sækir. Skömmu áður hafði hann
sagt: „Himneska likn! Ö, lát mig ekki
sturlast, / gæt sálar minnar, svo ég sturl-
ist ekki!“ Klausan, sem til er vitnað,
kemur öll, orði til orðs, heim við sam-
tima lýsingu á hegðun sjúkdómsins „the
suffocation of the rnother", sem einnig
var nefndur „Passio Hysterica”. Meira
að segja í riti, sem Ijóst er að Shake-
speare hafði mikil not af, þegar hann
samdi Lé konung, kemur þessi sjúkdóm-
ur fyrir undir heitinu „the Moother”.
Hins vegar hefur Islenzka orðið ,,móðir“
aldrei haft þá merkingu og nær engri átt
á þessum stað. Enda er mér kunnugt um,
að þarna og víðar skipti þýðandinn um
orð fyrir eindregin tilmæli leikstjórans;
og hefur víst margur vikið af götu sann-
leikans fyrir minna. Þessi veslings þýð-
andi hafði sem sé verið svo gálaus að
strengja þess heit að reyna með sem
minnstum spjöllum að elta uppi allar
flugur þessa erlenda heimspekings,
hversu fávislegar eða ólistrænar sem
þær kynnu að virðast í fljótu bragði,
jafnvel þótt hann yrði að snúa þýðingu
sinni upp í einhvers konar skólaversjón
fyrir orðhengilshátt. En í engum texta er
jafn-margs að gæta i senn sem í leikljóði.
Þrátt fyrir allt-má aldrei vanmeta tilefni
til endurskoðunar, og vonandi sér henn-
ar einnig nokkurn stað til bóta, jafnvel í
þetta sinn.
í "frægu blaðaviðtali sagðist leikstjóra
þessum svo frá, að þýðandi verksins
hefði sýnt sér lofsverðan samstarfsvilja.
Ljótt er ef satt er. Mér er að visu kupn-
ugt um það, að þýðandi þessi hefur löng-
um talið samráð við leikstjóra um texta
sjálfsagt mál (þegar leikstjórinn skilur
íslenzku). En hafi hann af fúsum vilja
framið öll þau óhæfuverk sem nú glymja
i eyrum af sviði Þjóðleikhússins, þá mun
ég framvegis hafa á honum minna dálæti
en ég hef haft til þessa.
Það er ósjaldan, að hægt er að leggja i
orðalag skáldverks tvöfaldan skilning.
Af jrví geta sprottið orðaleikir. Hins veg-
ar er það hrein hending, ef slfkur tvi-
veðrungur verður með sama hætti á
tveimur málum, þótt skyld séu. Ein af
hugmyndum leikstjórans um Lé konung
er sú, að orðið „love“ bergmáji þar sjálft
sig sí og æ sem kynhvatar-tákn, þvi hvað
sem það orð merki hverju sinni, lumi
það ævinlega á kynhvatar-merkingu
lika. Hvað sem sagt verður um þennan
skilning eða misskilning, yrði hann
aldrei lagður f neinn islenzkan texta, þvi
að íslenzkt orð, sem merkir allt það sem
„love“ getur þýtt, bæði sem sögn og sem
nafnorð, er ekki til og verður vonandi
15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1977
aldrei til. Þarna brást islenzkan sjálfri
kynhvötinni, hvað sem reynt var, og
þótti það að vonum mikið áfall fyrir
skáldverk, sem talið er svo altekið af
kynhvöt, að orðið „horse“ i munni karl-
manns má hvorki þýða „hestur" né
,,klár“, heldur „meri“ og „trunta", þó að
öll skírskotun til kyns sé viðs fjarri.
Einn er sá staður i leikritinu, sem HIP
bauð leikurum sinum að hafa til marks
um traustleik kenningar sinnar. Þar seg-
ist Regan fagna föður sínum. Lé kon-
ungi; og hann svarar: „. .. værirðu ekki
glöð, / legði ég fæð á legstað móður
þinnar / sem leiði sekrar konu.“ Orð-
unum „sekrar konu“ breytti þýð-
andinn að vísu í „hórkonu" fyrir
tilmæli leikstjórans, þó að verr fari i
ljóðlínunni; en látum það vera; i enska
textanum stendur: „... if thou shouldst
not be glad, / I would divorce me from
thy mother’s tomb, / Sepulchring an
adult’ress." Hitt er lakara, að HIP
telur, að þessi orð taki af skarið og sýni,
að Lér hafi vitað konu sína seka um hór.
Reyndar mætti ljóst þykja, að því er
alveg öfugt farið; þegar Lér tekur svo til
orða, visar hann til þeirrar fjarstæðu,
sem hann veit fráleitasta. Það sem hann
segir, er þetta: Auðvitað hlýturðu að vera
glöð að sjá mig; ef þú væri það ekki, gæti
ég eins svivirt hana móður þína i gröf
sinni og efazt um að þú værir dóttir mín.
Og sú dóttir, sem hér á í hlut, er auk þess
ekki Kordelía, heldur Regan, sem á þó
víst án efa að teljast skilgetin. Sams
konar tilsvör og þetta eru hér og þar í
leikritum Shakespeares, og fráleitt að
leggja í þau skilning Pilikians, nema
fallast á, að öll verk Shakespeares séu
öðru fremur „leikrit um bastarða” og
samin af klaufa í þokkabót.
Hafi laungetnaður Kordelíu verið höf-
undi slíkt hjartans mál, sem HIP vill
vera láta, og ekkert minna en lykill að
réttum skilningi á verkinu, kynni ein-
hvern að undra, að Shakespeare skyldi
ekki hafa lag á að gera því máli betri skil
en svo, að veröldin yrði að biða þess
hálfa fjórðu öld, að nógu slyngur maður
fæddist til að koma auga á svo mikilvægt
atriði f glöggum óbrengluðum texta.
IV
Þegar kenning er góð, er staðreyndum
vorkunnarlaust að beygja sig. Og svo góð
er kenningin um hórgetnað Kordelíu, að
henni er ætlað að risa undir því sem
mestu varðar, að þau „feðgin” liti hvort
annað girndarauga, og gamlinginn
hlakki til að lenda í fangelsi með „dótt-
ur“ sinni, því þar geti hann sængað með
henni í næði. Það er ekki aðeins, að Lér
gruni látna konu sína um græsku, held-
ur er Kordelía sjálf handviss um þennan
hórgetnað, fjórtán ára gömul, og lætur
hann verða sér tilefni til að risa gegn
,,föður“ sínum i upphafi leiks, þó að
undir niðri elski hún hann, það er að
segja fyrir neðan beltisstað.
Kenning leikstjórans um kynmök Lés
konungs við dætur sínar er svo sem ekki
verri fjarstæða en afdráttarlaus fullyrð-
ing hans I dagblöðum Reykjavikur, að
Shakespeare hafi verið kynvilltur sfftlis-
sjúklingur. Hraustleg staðhæfing um
mann, sem hvorki HIP né neinn annar
veit svo sem neitt um nema það eitt, að
hann samdi nokkur snilldarverk til
flutnings á leiksviði!
En illa sæti það á hinni kynferðislegu
söguskoðun að skilja við Kordelíu föður-
lausa með öllu. Og nú leiðir leikstjórinn
leikara sina í þá hlálegu villu, að hún sé
dóttir jarlsins i Kent. Til þess að sanna
það lætur hann jarlinn á Glostri segja
syni sinum, að Kentjarl hafi dvalizt níu
ár erlendis að undanförnu og muni senn
hverfa brott að nýju. Og ástæðan til
fjarvista Kentjarls á að vera sú, að
Kordelia litla fór snemma að likjast hon-
um óþægilega mikið. Að visu er þá
sleppt öllum skýringum á því, að Kent-
jarl er allt i einu kominn askvaðandi inn
i sjálfa hirð Lés konungs eins og ekkert
sé; að ekki sé nú minnzt á hitt, að í
leikritinu er Glosturjarl alls ekki að
segja syni sinum frá fjarvist Kentjarls,
heldur er hann að segja Kentjarli frá
níu ára fjarvist sonar sins, og er það
alveg augljóst mál, bæði af því sem á
undan fer og eftir kemur.
Auðvitað er þetta ekki verri fölsun en
að láta þá Kentjarl og Játgeir báða fara
sér i leikslok; en þar fremur leikstjórinn
hneykslanlegt gerræði, sem umturnar
sjálfum markmiðum höfundarins, og
sýnir að hann hefur aldrei skilið kjarna
þessa verks.
Það er alkunna, að ritskýrendum er
einatt i lófa lagið að lesa út úr skáldverk-
um ýmsa merkilega hluti, sem höfund-
um höfðu aldrei til hugar komið. I Tíma-
riti Máls og menningar, 1976, er greint
frá viðtali við argentinska rithöfundinn
J.L. Borges, og bar nýstefnur þar á
góma. Borges svarar: „Ekki þekki ég
þessar stefnur, sem þér talið um.. . I
Bandaríkjunum tóku þeir texta eftir mig
og greindu út frá sínu sjónarmiði. Ég
sagði við höfundinn: „Þakka yður það
sem þér tileinkið mér, en ég skildi næsta
litið af því sem þér sögðuð.“ — Hverju
svaraði hann? — Að orð hans stæðu
óhögguð, allt sem hann hefði sagt stæði i
textanum." Ég er ekki frá þvi, að leikar-
ar Þjóðleikhússins kannist við eitthvað
þessu likt úr doktorsritgerð Pilikians um
Lé konung.
Vilji menn velta þvi fyrir sér í alvöru,
hvers vegna Shakespeare gerði dætur
Lés svo úr garði, sem leikrit hans vitnar,
hvers vegna hann lætur Lé skipta rikinu
milli þeirra, hvers vegna hann lætur
Kordeliu bregðast honum, hvers vegna
hann lætur Lé reka hana frá sér arf-
lausa, og hvers vegna hann lætur
Frakkakonung ganga að eiga hana, þá
sakar ekki að minnast þess, að öll þessi
atriói tók Shakespeare beint upp úr öðru
leikriti, sem samið var rúmum áratug
fyrr, lélegu verki, sem hann hirti upp af
götu sinni og endursamdi á sinn venju-
lega hátt. Auðvitað gat Shakespeare ver-
ið jafn-handgenginn eftirmönnum
Freuds fyrir því!
V
Hvernig sem á er litið, verður vandséð,
hvaða erindi kynhvatar-opinberun Hov-
hanness I. Pilikians á við Lé konung og
við leikrit Shakespéares yfirleitt. Sjálf-
sagt væri hægt að krydda hvaóa íeik sem
væri með kynvilltu frygðar-látbragði á
sviðinu, og yrðu slíkir tilburðir viðast
hvar ámóta gagnlegir eða ámóta brosleg-
ir, ef efni verksins gerir engar kröfur af
því tagi. Þvi er ekki að leyna, að Vil-
hjálmi karli var eftir atvikum tiltækur
allur skalinn í orðbragði allra mannteg-
unda. En hánn gerði sér aldrei nein
hátimbruð grillu-m'usteri til að klæmast I
undir annarlegu yfirskini. Klám Shake-
speares var sem sé aldrei annað en
öspillt guðsgrænt klám, haft í frammi til
þess eins að gera einnig þeim úrlausn,
sem ekkert annað skildu og einskis ann-
ars kunnu að njóta. Þó að fyrir kæmi, að
hann hefði sinnep á borði sinu, var
sinnep aldrei aðalréttur á matseðli hans.
Ekki verður séð, hvort ótækur seina-
gangur sýningarinnar stafar af æfingar-
skorti eða af skorti leikstjórans á tima-
skyni, nema hvorttveggja sé. En stylting-
ar á leikritinu hiutu fyrir bragóið að
verða miklu meiri en gengur og gerist.
Hitt er þó verra, að þar virðist litió
skeytt um sjónarmið höfundar og skáld-
leg sérkenni hans öðru fremur lögð i
einelti.
Það atriði leiksins, að Glosturjarl býst
til að stytta sér aldur hjá Dofrum, er eitt
hið frægasta i öllum leikritum Shake-
speares, og ber margt til þess. Vissulega
fær þetta stórmerkilega atriði harla
frumlega meðferð á sýningu Pilikians.
Hann sem sé gerir sér lítið fyrir og
strikar það út úr leikritinu! Ástæðuna til
þess er erfitt að ímynda sér, nema vera
skyldi sú, að hin kynferðislega söguskoð-
un fengi þar lítið hald. Einnig kann það
að hafa ráðið nokkru, að þetta atriði
leiksins stendur nær ljóði en mörg önn-
ur. En allt sem á leiksviði minnir á ljóð,
er eitur í beinum þessa leikstjóra; og
ætti hann af þeim sökum einum að velja
sér leikrit Shakespeares síðast alls til
meðferðar.
Þvi hef ég haldið fram, að leikljóð eigi
hvorki að flytja eins og verið sé að þylja
rímur á sviðinu, né eins og bragformið
sé ekki til, heldur eigi leikarinn i sam-
ráði við leikstjórann að leitast við að
fella braghrynjandina að eðlilegu lifandi
máli á þann hátt, að formið verði efninu
veigur og vegsauki. Þetta er vandasamt,
og mjög nákvæma þjálfun þarf til. Þar
skiptir mestu máli, að leikstjórinn beri
glöggt skynbragð á margslungna ljóð-
hrynjandi og skilji gildi hennar fyrir
markvfsan flutning. Naumast var við því
að búast, að þessi leikstjóri gæti þar
margt til málanna lagt, fyrst hann skilur
ekki einu sinni hvað leikararnir eru að
segja, þó ekki kæmi fleira til. Stundum
hefur verið undan þvi kvartað, að nokk-
uð skorti á góða framsögn i íslenzkum
leikhúsum. Sumir virðast telja ástandið
svo slæmt, að vert sé að geta þess loflega,
ef greinilega heyrist hvert orð sern leik-
ari segir. Þarna hygg ég þó, að islenzkir
leikarar séu vel á sig komnir. Tal þeirra
er oft og einatt með miklum ágætum,
einnig flutningur leikljóðs. Þó er ekki
góðs að vænta, þegar leikstjórinn bein-
línis segir leikurunum að senda alla gát
á bragformi norður og niður. En að
heyra leikljóð flutt eins og prósa er blátt
áfram hlægilegt. Það er eins og að sjá
boxara spila á fiðlu.
Vel menntaðir enskir leiklistarmenn
skilja, að ekki er hægt að skipta þannig
um stíl á skáldverki eins og að hafa
fataskipti. Bragformið er verkið sjálft að
sínu leyti. Ætti að flytja leikrit Shake-
speares eins og lausamál, yrði að endur-
semja þau í því skyni; og þá nægði ekki
að leysa upp braginn, heldur yrði líka að
uppræta allt það I orðavali og myndmáli
hins ljóðræna stils, sem án bragforms
hlyti að vera hjákátlegt; það yrði m.ö.o.
að reka Shakespeare sjálfan út úr verk-
um sínum. Og meðal enskra leiklistar-
manna er slikur barraháttur ekki á
hverju strái.
Svo bar til, meðan á æfingum stóð, að
sýnd var i sjónvarpinu kvikmynd Lár-
ensar Oliviers eftir leikriti Shake-
speares um Rfkarð þriðja. Eitt hið bezta
um þessa ágætu kvikmynd er framsögn
leikaranna, að hver snillingurinn öðrum
fremri flytur ljóðtextann með slfkri
prýði, að ekki yrði á betra kosið. Ekkert
last er það um íslenzka leikara, þó sagt
sé, að hollara hefði þeim verið að hlusta
vandlega á þann flutning en að sitja viku
eftir viku undir fyrirlestrum um kyn-
ferðis-heimspeki.
VI
Ýmsir virðast taka því sem sérstöku
fagnaðarefni, að sýning á Lé konungi
skuli höfð nýstárleg. Sjálfsagt mætti
hvaða sýning sem væri á leikriti, sem
aldrei hefur sézt hér áður, kallast nýstár-
leg. Öðru máli gegnir um leikrit Shake-
speares heima á Englandi. Þar hafa svo
margir séð flestar hugsanlegar hefð-
bundnar leiðir til túlkunar svo oft, að
margur er guðsfeginn hverri nýjung,
sem fitjað er upp á, jafnvel hvaða fjar-
stæðu sem er. Á íslandi er hins vegar
byrjað á öfugum enda með því að sleppa
fram af sér beizlinu í uppátækjum.
Það sem ég hygg, að nú á dögum skipti
einna mestu máli um sviðsbúnað fyrir
Shakespeares-leiki, er góð Ijósatækni. I
viðtali við eitthvert dagblaðið ólmaðist
HIP út af Ijósabúnaði Þjóðleikhússins.
Það vita vist allir, að sá tækjakostur er
ekki af nýjustu gerð. Eigi að sfður hefði
hann sem bezt getað nægt leikstjóranum
til að skapa verki þessu svið við hæfi,
hefði hann aðeins kunnað að beita hon-
um af listrænni hugkvæmni. Hins vegar
vár þess ekki að vænta, að sviðsmyndin
siyppi undan ofríki leikstjórans; enda
getur þar að líta kjörið dæmi þess,
hvernig Shakespeares-leiksvið á ekki að
vera.
Miklar framfarir hafa orðið i sviðsgerð
fyrir Shakespeares-leiki á þessari öld, og
hafa þær yfirleitt stefnt til einföldunar.
En seint ætlar samt að eldast af mönnum
raunsæis-dellan, sem hvað ákafast tröll-
reið leikhúsunum á öldinni sem leið.
Enn halda menn dauðahaldi í þessa kór-
villu, og þykir allt fengið, ef enginn tími
fer i að skipta um svið. Eða þora menn
ekki að átta sig á þvi til fulls, að leikrit
Shakespeares voru alls ekki samin fyrir
leiksvið í siðari tima merkingu? Sjálft
„leik-sviðið” var óraunverulegt, skapað
af ímyndunarafli hvers áhorfanda i sam-
tökum við myndmál höfundarins. Shake-
speare var frábær snillingur i sköpun
Ieiksviðs með orðunum einum, eins og
ótal fræg dæmi i leikritum hans sýna.
Sjálft sviðsleysið átti sinn hlut að gerð
og eðlisfari þeirra leikrita, sem þá voru
samin. Orð og atvik áttu sér jafnvel
vettvang utan við stund og stað, þar sem
andríki skáldsins hiaut óskorað frelsi.
Margt það bezta i leikritum Shake-
speares er sprottið fram á sviði, sem
„ekki er“, og það svið eitt veitir hug-
myndaflugi áhorfandans svigrúm að
fylgja eftir svo skáldlegum leik. Þessu
eðli Shakespeares-leikrita verður, sem
betur fer, ekki breytt, nema þá með
raunsæis-fantatökum, sem hvað harðast
hafa leikið þessi verk á síðari tímum.
Nú á dögum getur óraunhæft leiksvið
verið með ýmsu áhrifamiklu móti, ekki
sizt fyrir tök á sviðsljósum. En þvi færra
sem þar er af þekkjanlegum fyrirbær-
um, því betra. Lér konungur er senni-
lega það af leikritum Shakespeares, sem
hvað sízt þolir raunsæis-tilfæringar á
sviði. Það er því býsna hlálegt, að erlend-
ur leikmynda-snillingur, sem aldrei hef-
ur tsland augum litið, skuli látinn fram-
kvæma hugmynd erlends leikstjóra um
„íslenzkt" svið fyrir Lé konung! Þar var
gáfum þessa hagleiksmanns á glæ kast-
að, þvi árangur þeirra er barnalegt fikt,
sem hlýtur að spilla áhrifum leiksins.
Lítum t.d. á 1. og 2. atr. 3. þáttar. Þessi
„heiði“, sem þar er heimur leiksins, er
óraunveruleg á sviðinu, og það er óveðr-
ið líka. Hvorugt „var” né „gerðist” á
leiksviði Shakespeares. Hvorttveggja
var aðeins til sem ímyndun áhorfandans
um eitthvert firna-hrakviðri á skelfileg-
um stað, yfirnáttúrulegt óveður í veröld
skáldskaparins, sprottið upp af orðum
textans, sem eru meða! frægustu sviðs-
lýsinga Shakespeares af hamförum höf-
uðskepnanna. (Reyndar að mestu sleppt
á sýningu HIP!) Þegar sviðið verður að
einhverju marki raunverulegt, verður
veðrið það líka. En um leið slotar þvf
ofviðri Shakespeares, sem eitt gat hæft
þeim leik sem leikinn er. Og þegar Is-
lendingar eiga í þokkabót að kannast við
sin eigin öræfi, þar sem ýmist karlmenn
eru að farast, af því það er rigning, eða
kvenfólkið er þar aö búverka í kynbóta-
kjólunum sfnum, þá fer harmleikurinn
að gerast ögn kimilegur á svipinn, og
enginn veit framar hvaðan á sig stendur
veðrið. En nú skal að lokum drepið á
annað, sem ekki er minna um vert.
Sú mæða, sem einna hvumleiðust hef-
ur gert vart við sig á íslenzku leiksv.ði a
liðinni tíð, hygg ég að sé ofleikurinn,
þessi skortur á listrænni hófsemi, sem
lokað getur öllum leiðum frá leikara til
áheyranda. Það er næsta litill fögnuður
að fá sendan sunnan um haf þjálfara í
þeirri íþrótt. En afrek hans af því tagi
Framhald á bls. 32