Morgunblaðið - 17.04.1977, Page 25

Morgunblaðið - 17.04.1977, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1977 25 Alþjóðlegt gigtarár 1977 Alþjóðlegt gigtarár 1977 Mikill ónotaður vinnukraftur HJÁ Sjóvátryggingarfélagi íslands hittum við fyrir aðra Guðbjörgu og er hún Gisla dóttir. Þar hefur hún starfað í nokkur ár við símavörzlu og hún var fyrst spurð um hvernig henni hefði gengið að vinna, en hún er með liðagigt í höndum aðallega: — Það hefur gengið nokkuð vel, ég hef verið heppin með vinnu, bæði vegna sjúk- dómsins og eins hef ég verið heppin með vinnuveitendur. Það er ákaflega mikils virði fyrir gigtarsjúklinga að geta unnið og ég hef stundað ýmiss konar störf, t d verzlunar- störf, en hér hjá Sjóvá er ég búin að vera i ein 7 ár. Hvað hefur þú lengi átt við gigt að striða? — Þau eru orðin 35 árin alls síðan þetta hófst hjá mér og í fyrstunni var haldið að þetta væru bara vaxtarverkir eða eitthvað slikt, og gigt var ekki litin svo alvarlegum augum þá eins og nú er Þetta er bara gigt, var sagt En það er hægt að hjálpa gigtar- sjúklingum mikið, það veit maður, ekki sízt ef þeir koma nógu fljótt undir læknishendur. Hefur sjúkdómurinn ágerzt hjá þér eða fer hann rénandi? — Ég var orðin mjög slæm í höndunum, sérstaklega hægri hendi og gat ég tæpast notað hana lengur. Þá gekkst ég undir aðgerð og var skipt um liði, sett plastliðamót í staðinn fyrir þau sem voru farin að skemmast Þannig leið mér mun betur eftir þá aðgerð og get ég líka notað höndina meira Alls hef ég verið lögð inn 4 eða 5 sinnum og tvisvar hef ég verið á Reykjalundi í þjálfun Sú læknishjálp, sem ég hef notið er alveg ómetanleg og ég tel að við eigum mjög góða lækna, þótt þeir séu fáir, þannig að á síðari árum hafa gigtarsjúklingar t.d. ekki þurft að leita út fyrir landsteinana til lækninga. — Ég er líka viss um að það er mikill ónotaður vinnukraftur þar sem gigtarsjúklingar eru, margt af þvf fólki gæti vel starfað þar sem aðbúnaður væri góður og störfin við þess hæfi. — Það er líka annað vandamál, sem við eigum oft við að stríða, en það er t.d. ýmislegt varðandi heimilishald, við getum ekki notað venjuleg eldhúsáhöld í öllum tilfellum og ég hef t.d. séð erlendis mörg og margs konar tæki, sem ekki eru til hérlendis, en væri full þörf á að fá hingað Hinn nýstofnaði hjálpartækjabanki getur t.d. ekki annað öllu og hann á við sína byrjunarörðugleika að stríða, eins og alltaf er. Að lokum barst talið að Gigtarfélaginu, en Guðbjörg er félagsmaður þar: Mér finnst sjálfsagt að sem flestir séu félagsmenn þar, en félagið er opið bæði þeim sem eaga við gigtarsjúkdóma að stríða og líka öðrum, sem ekki eru haldnir þeim, en þeir geta stutt við okkur hin. Félagsgjaldið er nú um 1.000 - krónur og það eru mörg mál framundan hjá félaginu, t d er núna í gangi happdrætti til að afla tækja fyrir rannsóknarstofu. Vinningar eru nokkrar utanlandsferðir, en þær hafa einmitt mjög góð áhrif á okkur gigtarsjúklinga, hiti, sól og sjórinn. Ég var t.d í þrjár vikur í sólarlöndum í fyrra~sumar og ég bjó að því • allt að fjóra mánuði. Þá mætti t.d nefna í því sambandi að ég held að hver dagur á Reykjalundi sé ekki dýrari en dagur I sólarlöndum og þá reikna ég með ferðakostnaði þar með SEGIR GUÐBJÖRG GÍSLADÓTTIR GuSbjörg Glsladóttir wið vinnu sfna hjá Sjóvá. en hún segir a8 hún hafi t.d. fengiS léttara sfmtól til a8 auðvelda sár starfiS. m Guðbjörg Eirfksdóttir. Myndimar tók FriS- þjófur. Lýk að minnsta kosti stúdents- prófinu GUÐBJÖRG Eiríksdóttir er ung stúlka, sem býr f Garðabænum og stundar nám í 3. bekk Flensborgarskóla í Hafnarfirði Blm. og Ijósmyndari litu til hennar á föstu- dag til að forvitnast um hennar hagi, en hún er ein þeirra sem hefur átt við gigtar- vandamál að stríða frá þvf hún var 4 ára: — Já, ég varð fyrst .fyrir verulegum óþægindum á fjögurra ára aldri og var þá farið með mig til lækna, og eftir tvö ár losnaði ég við óþægindin f nokkur ár Þegar ég er síðan orðin 1 1 ára fékk ég aftur gigt og er ég aðallega með í mjöðm, hnjáliðum og í öxlunum. Hefurðu þurft að vera mikið á sjúkrahúsi? — Það eru nú orðin ein fimm ár síðan, en ég hef aðaljega komið á göngudeildina og þangað fer maður i eftirlit reglulega og læknarnir fylgjast með ástandi sjúkdómsins. Ég hef einnig verið á Reykjalundi, stundað þar æfingar og sund og þar hef ég einnig fengið létta vinnu Þurftirðu að bíða lengi effar að komast að á Reykjalundi? — Nei, ekki mjög lengi, ég held að það hafi verið um það bil einn mánuður, en annars eru biðlistar þar víst orðnir mjög langir. Ég var svo heppin að fá þar létta vinnu, en annars hef ég ekki getað fengið neina sumarvinnu, ég get ekki stundað nema léttustu störf og var ég t d. fyrst að vinna á Reykjalundi við að raða kubbum, en það reyndist of erfitt og ég ofreyndi mig. Síðan fékk ég að starfa á skiptiborðinu og reyndist það mun betra — Það sem er mikilvægast fyrir mig, er að halda mér við með æfingum og einnig er ég á lyfjum, en það er ekki alltaf að maður æfir sig heima við og á Reykjalundi hef ég aðallega stundað æfingar á sumrin. Á veturna fer tíminn í námið og verður því minna úr æfingum En hvernig gengur þér að stunda námið? — Það hefur gengið alveg sæmilega, ég hef fylgt mínum árgangi og það, sem er erfiðast, er að komast á milli. Það eru miklir stigar á leiðinni og það fer líka illa í mig að þurfa að skrifa mjög mikið En skólafélagar mínir eru mér mjög hjálplegir og þó að ég taki ekki mikinn þátt í félagslífi I skólanum, þá taka þau mig með sér því ég get ekki farið um ein. En það er kannski helzt á því sviði, sem ég finn til þess að geta ekki hreyft mig eins mikið og aðrir, að geta ekki t d. ferðast eins mikið um og aðrir. Hvað ég geri áfram í náminu er ég ekki viss um, ég tek stúdentsprófið og hvíli mig svo eitthvað. en framhaldið er óráðið Hverjar eru þínar batahorfur? — Þær eru nokkuð góðar hafa læknarnir talið, ég er með svonefnda barnagigt og á hún að geta elzt af mér. eða það er a.m.k hugsanlegt Annars hugsar maður kannski ekki svo mikið um það, ég hef búið við þetta það leqþvi að sjúklingar verði ekki háðir þeim Þau hafa stundum verið það sterk að hætta hefur verið á að þau hafi einhverjar aukaverkanir í för með sér, sagði Guðbjörg Eiriksdóttir að lokum SEGIR GUÐBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR líðandi stundar, enda blandast engum hugur um, að mengun ýmiss konar sækir að jörðinni úr öllum áttum og nauðsynlegt er aó spyrna við fótum. Sem betur fer höfum við ekki þurft að berjast við þennan vágest með sama hætti og aðrir, en þó er langt frá þvi, að við höfum ekki kynnzt honum. Dálítið hefur orðið vart mengunar í sambandi við iðnað hér á Iandi, einkum hafa menn verið mjög á verði þegar álverið hefur átt i hlut, enda hefur komið í ljós, að nauðsynlegt er að hraða mengunarvörnum þar. Nú er að því stefnt, sem betur fer. Sér- fræðingar halda því nú fram, að unnt sé að koma í veg fyrir 90—95% þeirrar mengunar, sem stafar frá álverum og eru það góð tíðindi. Land okkar er tiltölulega hreint og eigum við að kappkosta að halda svo í horfinu, að við getum afhent landið komandi kynslóð- um hreinu og ómenguðu, þó að aldrei verði komizt fyrir alla mengun, eins og kunnugt er. Þegar menn tala um mengun, leggur hver sína merkingu i það orð; sumir eiga þá aðeins við mengun frá iðnaði, aðrir ýmiss konar mengun aðra, s.s. spjöll á náttúru o.s.frv. — en sjaldan sjáum við menn ræða um þá mengun, sem mest er og alvar- legust, þ.e. þá viðbjóðslegu mengun, sem stafar af reykingum, enda mun nú sannað að reykingar hafa i för með sér aivarlega sjúkdóma og valdi einkum krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Þegar talað er um mengun eru oftast öll hlutföll brengluð. Það er t.a.m. ekki vitað til þess, að menn deyi unnvörpum hér á landi úr neinni annarri mengun en þeirri, sem rfkið sjálft stendur fyrir, þ.e. reykingum. Við tölum um að berjast gegn álvers- mengun. En hvenær höfum við heyrt talað um, að við göngum fram fyrir skjöldu og reynum að útrýma þeirri mengun, sem verst er, þ.e. reykingum okkar sjálfra? Þegar Thorkild Björnvig talar um umhverfisvernd og mengun, fjallar hann ekki um eina hlið þessara mála, heldur allar — og þá ekki sízt útrýmingu dýrateg- unda, en maðurinn, herra jarðar- innar, hefur, eins og kunnugt er, gengið fram í því að útrýma heil- um dýrategundum og breyta þannig jafnvægi náttúrunnar; ráðast að sjálfri lifkeðjunni. Þetta hefur verið gert á hafsvæðunum umhverfis landið okkar. Engu munaði að síldarstofninn yrði eyðilagður og aðrar fisktegundir hafa átt í vök að verjast, eins og kunnugt er. Það er meira að segja álit sérfræðinga, að það hafi ekki verið seinna vænna að færa út fiskveiðilögsögu okkar og megum við í raun og veru þakka forsjón- ínni fyrir, að mikilvægustu fisk- stofnum hér við land skuli ekki hafa verið útrýmt með öllu eins og þorskinum, sem er lífsbjörg þjóðarinnar og undirstaða allrar velmegunar hennar. Þessi atlaga okkar sjálfra og útlendinga að fiskstofnunum — og þá ekki sizt þorskinum — telst að sjálfsögðu til mengunar af manna völdum, en útfærsla fiskveiðilögsögu okkar til umhverfisverndar, og höfum við þar haft forystu sem betur fer. Nú er þess að vænta, að Iffsbjörg okkar lifi af þessa rán- yrkju og sókn sé hafin til verndar lífinu í sjónum umhverfis Island. Þar er um líf og dauða að tefla. Nú höfum við loks ástæðu til að ætla að umhverfisverndarmenn fari með sigur af hólmi í þessari úrslitaorrustu. Þá verður þjóðinni borgið i landi sínu — og við höfum ekki lifað til einskis. Thorkild Björnvig hefur svo mikinn áhuga á umhverfisvernd. að öll siðasta ljóðabók hans, Delfinen, sem út kom 1975, fjallar um þetta hjartans mál hans. En skáldið yrkir ekki einhliða um mengun. Hann fjallar um mengun og umhverfismál á breiðum grúndvelli. Engum blandast hugur um, að honum er mikið niðri fyrir. Þess vegna verða áhrifin af ljóðum hans djúpstæð og eftirminnileg. Hann er ekki að yrkja fyrir neinn póli- tískan flokk ofsastrúarmanna, sem ætlar sér að ná völdum með einhliða umræðum um þá mengun, sem hægt er að hafa mest „pólitisk" not af, heldur fjallar hann um umhverfisvernd af háum sjónarhóli, ekki eina teg- und mengunar heldur allar. í til- einkun minnir hann á þau orð Thoreaus, að þessi einkennilega veröld okkar sé unaðslegri en hvað hún er þægileg, fegurri en hvað hún er notadrjúg: „Það á fremur að dást að henni en nota hana“. Það er íhugunarefni út af fyrir sig, hve vel Thorkild Björn- vig tekst í ljóðum sínum, að breyta þessu hversdagslega mengunar- og umhverfistali í skáldlega sýn, enda sýnir bókin að vandratað er einstigið milli ljóðs og óbundins máls. Með leiftrandi myndum, skírskotunum, skáldlegri til- finningu og ferskri og óvæntri upplifun hversdagsleikans tekst Thorkild Björnvig að breyta fjöl- miðlaumræðum i merkan skáld- skap, sem hefur áreiðanlega meiri og varanlegri áhrif á les- endur en nokkur grein eða leiðari i dagblaði. Það er ekki sízt vegna þess, að hann ætlar ekki að nota umhverfismál sér eða fylgis- mönnum sfnum til framdráttar, heldur talar hann einungis fyrir hönd þeirra, sem vilja vernda jörðina og koma i veg fyrir, að hún verði eins og hver annar mengaður drullupollur, þar sem skip læðast út að nóttu til að fleygja eitruðum efnum i hafið og mörg hundruð þúsund tonna olíu- dallar eitra fyrir viðkvæmt lif sjávarins, meðan iðjuver við iðju- ver menga lognkyrrt loft stór- borganna og mennirnir fremja hægt og sfgandi sjálfsmorð með þvi að reykja ofan i sjálfa sig og aðra því eitrinu, sem flestir deyja úr. Og Thorkild Björnvig gleymir ekki heldur dýrunum og um- gengni mannsins við þau — drápsmanninum, sem ryður öllu úr vegi, „djöfli dýranna" eins og hann kemst að orði i ljóðinu um Suðurskautið. 1 fyrirlestri sínurn í Norrama húsinu á fimmtudag fjallaði hann einkum um dýra- vernd og með þeim hætti að unun var á að hlýða, enda þótt fram kæmu Itörmulegar stað- reyndir eins og sú, að eituti dýra- tegund er nú útrýmt að meðaltali á ári hverju. í öðru ljóöi um tönlistina fjallar hann um það, hvernig hávaði er orðinn að óbæri- legri mengun í mannlifinu, þessi viðstöðulausa dægurtónlist, sem allir eru hættir að heyra, en enginn hefur kjark til að skrúfa fyrir: stanzið tónlistina alls staðar, segir hann i þessu ljóði, þennan viðstöðulausa straum eða hávaða sem gengur út frá öllum veggjum og loftum i veitingastöð- um og stórmörkuðum og þá ekki siður í íbúðum „þar sem enginn heyrir nema sá i næstu íbúð. . . næturvörðurinn sem verður að fá sinn svefn, stúdentinn, sem á að lesa, iðnaðarmaðurinn sem reiknar út söluskattinn". En Björnvig er ekki svo skyni skroppinn, að hann viti ekki, að til er sú músík, sá tónn, sem á erindi við alla. Og i þessu Ijóði fjallar hann einnig mjög fallega um einstök hljóðfæri t.a.m. flaut- una með holum, „sem fingurnir dansa við. . . Hljómleikasalur, prúðbúnir áheyrendur, mörgæs þétt við mörgæs og yfirmörgæsin meó vængjaslátt tónsprotai;s..." Slíkar myndir verða minnis- stæðar. Þær kalla á viðbrögð við skáldskap, en ekki áróðri. Eða hvað segja menn um þessa línu i ljóði Thorkilds Björnvigs, Sá sem stendur mér næst: „Síðasti úlfurinn drepinn og maðurinn mannsins úlfur. . .“ Mundi ekki slík áminning urn verndun dýralifs vera nokkrum sinnum áhrifameiri en allir þessir fjálglegu leiðarar, blaðagreinar og pólitísku yfirlýsingar, svo ekki sé nú talað um eitt vesa'lt Reykja- víkurbréf um sama efni?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.