Morgunblaðið - 06.11.1977, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1977 57
991 leiti i>egar vei t menn ti •st lætur getu 1 sjálfsmorðs1 r þu 99 inglyndi (sjá: GEÐSÝKI)
POLLAND
Maður veit aldrei vikunni lengur
hvad niá skrifa. Heglunum er sí-
fellt breytt, og rithöfundar búa
við sífellda óvissu.“
Fyrst eftir, að Edvard Gierek
koni til valda, árið 1970, voru
pólskir rithöfundar og mennta-
menn sæmilega settir eftir því,
sem gengið hafði og gerzt þar í
landi. En það tók fljótt enda, og
frá því árið 1973 hefur verið
þrengt æ meira að þeim. í fvrra
sumar skarst í odda. Það var um
það bil, sem verkfallið varð í
Ursusverksmiðjunum og uppþot-
in í Radont. Margir rithöfundar
og menntamenn aðrir lýstu yfir
samstöðu með verkamönnum, og
það þoldu yfirvöldin ekki. Það er
ekki vel séð í kommúnistaríkjum,
að menntamenn og verkamenn
taki hönduni saman. Það getur
haft örlagaríkar afleiðingar og
eru yfirvöld jafHan fljót að grfpa
til ráða við því.
Eftir þetta voru margir
menntamenn settir á svartan
lista, og yfirvöldin hafa verið að
smábæta við þann lista sfðan. Er
nú svo komið, að sumir rithöfund-
ar fá verk sín hvergi birt nema á
vegum kaþólsku kirkjunnar, sem
löngunt hefur verið öflug í Pól-
landi. Aðrir fá alls ekki birt eftir
sig og hafa orðið að snúa sér að
þýðingunt f staðinn, en margir fá
ekki einu sinni birtar þýðingar og
jafnvel er bannað að birta nöfn
þeirra í blöðum og bökum .. .
1 þessum höpi eru nokkrir
hel/.tu rithöfundar landsins.
Jerzy Andrzejevski, K:zimierz
Brand.vs, Jacek Bochenski og
Tadeusz Konwicki, svo að fáeinir
séu nefndir. Verk þeirra fást ekki
lengur gefin út opinberlega og
ganga þau nú cinungis milii
manna í neðanjarðarútgáfum,
ólöglegum vélritum. Upplögin
eru að sjálfsögðu mjög lítil — svo
sem 50—100 eintök. En neðan-
jarðarútgáfa hefur færzt mjög í
VÖ'xt í Póllandi að undanförnu.
Yfirvöld hafa ekki reynt mikið til
að konta í veg fyrir hana; en látið
sér nægja að gera rithöfundunum
og stuðningsmönnum þeirra lífið
leitt með ýmsunt öðrunt hætti.
Til að mynda hefur mörgum
þekktum rithöfunduni verið synj-
að um vegabréfsáritun til út-
landa. Meðal þeirra eru Jerzy
Ficovski, Anrzej Dravicz, Jrey
Zagorski, Vi.tor Voroszvlski og
Marek Novakovsk.v. Sá sfðast
nefndi hlaut nýlega vesturþýzk
bökmenntaverðlaun en pólsk
yfirvöld neituðu honum unt vega-
bréfsáritun, svo að hann konist
ekki til að taka við verðlaunun-
um.
Er nú að sjá, hvort yfirvöldin
slaka eitthvað á taumunum eftir
heintsókn Carters Bandaríkjafor-
seta, sem kemur til Póllands senn
hvað líður. Takist honum ekki að
ýta Pöllandsstjörn til þess að
rýmka frelsi rithöfunda verður að
taka málið upp á alþjóðavett-
vangi. En það getur nú orðið sein-
sótt, ef að venju lætur. —
OBSERVER.
GIEREK: Var „Sæmilegur"
viðskiptist fyrst í stað en herti
brátt tökin.
1 BANDARIKJUNUM er komið upp heldur óvana-
legt mannréttindamál. Bandarfsku mannréttinda-
samtökin, ACLU, sem börðust á sínum tíma fyrir
réttindum blökkumanna f suðurrfkjunum svo og
þeirra, sem neituðu að fara í strfðið í Vfetnam eru
enn komin í herferð — f þetta sinn fyrir málstað
nasista. Málið snýst um það, að nasistaflokkurinn í
Chieago vill fá að þramma fylktu liði gegnum eitt
borgarhverfið, Skokie, þar sem Gyðingar eru mjög
fjölmennir. Hafa Gyðingar að sjálfsögðu Iagzt á
móti þessari fyrirætlan og hafa þeir fengið
hverfisst jórnina í Skokie til að setja
nasistunum svo harða skilmála fyrir göng-
unni, að ekkert verði af henni. Þá gengu
Mannréttindasamtökin í málið. Eru þau
þess albúin að fara með það fyrir rétt, ef þarf,
og ætla að láta á það reyna, hvort dómsvaldið telur?
að nasistum beri almenn mannréttindi eða ekki.
Það þarf varla að taka fram, að þessi barátta
Mannréttindasamtakanna hefur vakið takmarkaða
hrifningu f Bandarfkjunum. „Þúsundir manna
hafa sagt sig úr samtökunum", segir Bruce Ennir,
einn forvígismaður þeirra. „Þetta er umdeildasta
mál, sem við höfum tekið að okkur. Eg get sagt það
fyrir mitt leyti, að ég er algerlega andvígur nasist-
um og hef megnan viðbjóð á kenningum þeirra. En
það, sem fyrir okkur vakir er það, að komist
yfirvöldin f Skokie upp með það að banna nasistum
þessa göngu er áreiðanlegt, að önnur bæjarfélög
ganga á lagið og grípa til sömu ráða gegn öðrum
óvinsælum hópum. Ef það væri f lögum, að bæjayf-
irvöld gætu bannað mönnum að viðra skoðanir
sínar á almannafæri hefðu aldrei orðið nein mót-
mæli gegn stríðsrekstrinum f Víetnam, og aldrei
hefði orðið neitt úr hreyfingunni, sem krafðist
afsagnar Nixons“. En þvf má bæta við, að lögfræð-
ingur samtakanna.sem tekið hefur að sér að flytja
mál nasistaflokksins hefur hlotið alveg sérstakar
óvinsældir fyrir sinn þátt f málinu. Hann er nefni-
lega Gyðingur. Hann hefur sætt aðkasti trúbræðra
sinna fyrir vikið, en svarað þvf einu til, að hann
væri fyrst og fremst Bandarfkjamaður, og málið
snerist um stjórnarskrárbundin réttindi þ.e. mál-
frelsi, sem allir Bandaríkjamenn ættu að hafa...
Það var í fyrra sumar, að Frank Collins, formað-
ur nasistaflokksins f Chicago, lýsti yfir því, að
flokkurinn hygðist fara fylktu liði gegnum Skokie.
t Skokie búa ein 90 þúsund manns. Þar af eru 40
þúsund Gyðingar, (u.þ.b. sjö þúsund þeirra voru í
Þýzkalandi til strfðsloka og minnast þeir nasista
með Iftilli hlýju, svo sem skiljanlegt er). Það var
því ekki að sökum að sp.vrja; Gyðingar ruku upp til
handa og fóta og fóru að róa í yfirvöldunum í
hverfinu. Létu þau loks undan og smeygðu þvf
ákvæði inn í reglugerð, að hverjir þeir, sem fara
vildu fylktu liði um hverfið yrðu að tilkynna [ ð
með mánaðar fyrirvara — og leggja auk þess fram
700 þúsund dollara (u.þ.b. 140 millj.kr.) til trygg-
ingar gegn væntanlegum skemmdum. En því var
bætt við, að bæjaryfirvöld ma*ttu sleppa mönnum
við þessi skilyrði, ef þeim byði svo við að horfa.
Segja málsvarar Mannréttindasamtakanna, að ef
þetta nái fram að ganga geti engir nema auðkýfing-
ar og aðrir forréttindamenn farið í kröfugöngur í
Skokie framvegis. Efnalitlu fólki og óvinsælu verði
Rétturinn til
að halda fram
röngum mál-
stað...
MANNRETTINDI
það ómögulegt. Yfirvöldin f
Skokie létu reyndar ekki við
þetta sitja. Þau eru líka búin að
banna mönnum að fara kröfu-
göngur klæddir einkennisbúning-
um sem líkist einkennisbúning-
um hermanna!
Enn fremur að hafa uppi
merki, sem „hneykslað gætu bæj-
arbúa“. Er fljótséð hvaða merki
þar er átt við. En málið er nú
fyrir alríkisrétti, og vonast Mann-
réttindasamtökin til þess, að fyrr
nefnd ákvæði verði dæmd ógild.
„Okkur er vel Ijóst, hvað mönn-
um f Skokie gengur til,“ segir
David Hamlin forntaður deildar
samtakanna í Illinois. „Og við
skiljum það vel, að þeint er illa
við nasista. En við stöndum fast á
því, að öllum mönnum beri ský-
laus réttur til þess að fara frið-
samlegar kröfugöngur, og skipti
ekki máli hverjir þeir séu, eða
hverjar skoðanir þeir hafi“.
I nasistaflokknum eru ekki
nenta fáeinir tugir manna, og
kenningar þeirra hafa aldrei átt
neinn hljómgrunn f Bandarfkj-
unum, enda hefur yfirleitt ekkert
heyrzt af þeim — fyrr en nú. Þá
bregður svo við, að þeir verða
þjóðkunnir f einni svipan. Eru
þeir og hinir ánægðustu og segj-
ast „aldrei hafa fengið jafnmikla
auglýsingu". Frank Collins, for-
maður kvaðst vona, að málið
drægist á langinn. „Við verðunt
því þekktari þeim mun lengur
sem þessar deilur standa", sagði
hann.
David Hamlin kvaðst hins veg-
ar vona, að málinu lyki sem fyrst.
„Það er kaldhæðnislegt, að mál-
frelsið mun sennilega verða Coll-
ins að falli“, sagði hann. „Því
fleiri, sem kynnast kenningum
hans þeim mun fleiri verða mót-
snúnir honum...“ Bruce Ennis
segir það hafa verið mikil mistök
yfirvalda f Skokie, er þau bönn-
uðu nasistunum gönguna. „Þau
hefðu bara átt að le.vfa þeim að
ganga. Það hefði enginn mætt til
göngunnar nema þeir, þessar 40
hræður. Nú er þetta orðið að æs-
ingamáli unt allt land. og nasist-
arnir mega vel við una“.
— JOYCE EGGINTON.
Til þess eru
vítin að var-
ast þau - eða
hvað...?
• Eflaust niuna margir lesendur
eftir lyfi. setn thalidomid hél og
olli miklum hörmungum í Vestur-
Þýzkalandi snemrna á síðasta ára-
tug. Þaö var gefið barnshafandi
konum og hafði þær afleiðingar,
að þúsundir barna fæddust van-
sköpuð.
Eftir þetta urðu flestir læknar á
eitt sáttir um það. að ekki mætti
gefa konum meira lyf um með-
göngutímann en bráðnauðsynlegt
þætti, einkum fyrstu vikurnar.
En svo virðisl, að reynslan af
thaiidomidinu hafi fljótiega fallið
í gleymsku. Það er koniið á dag-
inn, að barnshafandi konur neyta
nú fjórum sinnum nteiri lyfja
fyrstu sex mánuði meðgöngulím-
ans en liðkaöist fyrir tiu árunt.
Otto Hoevels, barnalæknir og pró-
fessor í Frankfurt, sem skýrði frá
þessu, sagði og að lyfjaneyzlan
undir lok meðgöngulimans hefði
þrefaldazt frá því árið 1961 til
1971.
Kvað Hoevels þessa framvindu
ískyggilega. Svo litið væri vitað
um þau ferli, sem verða i líkam-
anum um ineðgöngutimann, að
miklum lyfjagjöfum fylgdi alllaf
Þrátt fyrir hina hörmulegu
reynslu af thalidomid hefur lyfja-
neysla barnshafandi kvenna i
Þýskalandi margfaldast á fáein-
um árum.
mikil áhætta, og væri aldrei að
vita nenta börn biðu varanlegt
tjón af. Til dæmis að nefna. er alls
ekki vitað hvernig fóstur losa sig
við lyf. Kvað Hoevels enda al-
gengt, að konur létu fóstrum
vegna lyfjane.vzlu uni meðgöngu-
timann, eða börn fæddust van-
sköpuð.
Hann bætti því við. að menn
væru ekki einungis hættulega
kærulausir uni læknislyf, heldur
einnig mörg efni. sem seld eru á
almennum markaði en geta verið
hættuleg börnum. I Vestur-
Þýzkalandi kæmu 15—30 þúsund
börn til lækninga á liverju ári
vegna þess, að þau hefðu gleypt
eitthvert eiturefni. Um það bil
helft þeirra hefði gleypt iyf, sem
einungis væru ætluð fullorðinim.
en hin flest hefðu koinist í ein-
hver þvottaefni. Flestum yrði
b.jargað. og þó sunnun naumlega.
— en samt dæju 200—300 börn af
þessum sökum á hverju ári. ()g
nærri ævinlega væru kæruleysi
foreldra um að kenna . ..
—THER GERMAN TRIBUNE.