Morgunblaðið - 06.11.1977, Blaðsíða 28
76
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÖVEMBER 1977
spennta og unnt væri, svo að þeim
létti síðar og féllu í gildru án þess
að gæta sfn.
Fjórum minútum áður en hinn
framlengdi frestur er út runninn,
berst flugturninum f Mogadishu
tilkynning þess efnis, að
björgunarsveitin frá GSG 9 sé í
aðflugi. En flugræningjarnir fá
ekki þær fréttir, heldur ber
Salewski þeim þessi miklu, en
ósönnu tfðindi: „Við höfum
skipti! Sambandsstjórnin í Bonn
var rétt í þessu að samþykkja að
láta fangana nfu lausa.“ Sigur-
gleði flugræningjanna varð mikif,
og þeir féllust i faðma. „Við
höfum sigrað! Við höfum unnið.
Strfðið er búið.“
Meðan verið er að deila aftur út
handtöskum meðal farþeganna
86, birtast tveir ljósir deplar á
dökkum himninum: Og undir
fullu skini ljóskastaranna lendir
Lufthansavélin Boeng 707 „Stutt-
gart“ á flugvellinum í Mogadishu
með 60 menn úr GSG 9:
Björgunarsveitin var komin.
Flugræningjarnir heyra að vfsu
drunurnar í vélunum og hraða sér
i flugstjórnarklefann, en hinir
skæru rosabaugs-lampar blinda
þá svo, að þeir geta ekki áttað sig
á því, hvers konar vél þetta sé,
hverrar gerðar eða frá hvaða flug-
félagi. Og þegar „Stuttgart" fer á
ská framhjá rændu flugvélinni í
um 150 metra fjarlægð, eru öll
ljós hennar slökkt, en áður höfðu
brautarljósin verið slökkt.
„EFTIR 9
KLUKKUSTUNDIR“
Nú hefur það gerzt, sem
Salewski, sálfræðingur, hafði
ætlazt til: Flugræningjarnir eru
orðnir svo sigurvissir, að þeir
spyrjast ekki einu sinni fyrir um
það hjá flugturninum, hverjir
hafi verið að lenda. Fyrir þeim er
það aðeins eitt, sem skiptir máli:
Hvenær getur flugvélin frá
Frankfurt með fangana, sem á að
sleppa, verið væntanleg til Moga-
dishu? Jurgen Vietor, aðstoðar-
flugmaður, verður að reikna út
hugsanlegan flugtfma. Hann
segir: „Þeir geta verið komnir
hingað eftir níu klukkustundir."
1 fyrsta sinn í 96 tima máttu nú
farþegar rændu flugvélarinnar
tala saman að vild.
Flugræningjarnir söfnuðu saman
handsprengjum sínum.
A sömu stundu er verið að taka
vopn upp í „Stuttgart" sem hafði
numið staðar f 2000 metra fjar-
lægð og var algjörrega myrkvuð.
Þetta voru vopn af fjölbreyti-
legum gerðum og jafnframt
hinum fullkomnustu ásamt ýmis
konar tækjum og búnaði. Þetta
einvalalið. sem hér var komið.
bjöst einnig skotheldum vestum.
Hin snöggu og áköfu orðaskipti
sem fram höfðu farið milli fiug-
turnsins og rændu flugvélarinnar
fram að hinni ímynduðu og
tilbúnu uppgjöf þýzku stjórnar-
innar, hafa nú breytzt í vinsam-
legt spjall.
Kl. 21.05: Hryðjuverka-
mennirnir hafa búizt við því frá
kl. 17.30 að Baader og félagar
hans séu á flugi með stefnu á
Austur-Afríku. A meðan býr GSG
9 sig undir áhlaup sitt af ítrustu
nákvæmni og læðast að hinni
rændu vél að aftan.
Kl. 22.15: Áhlaupssveitin um-
kringir flugvélina.
Uppi 1 flugturninum verður
Salewski, sálfræðingur á sama
tlma að leysa mikilvægasta verk-
efni sitt: Honum verður að takast
að fá hryðjuverkamennina til að
farafram I stjórnklefa vélarinnar.
Hann spyr og spyr og spyr. Loks
gefur Salewski til kynna, að þeir
séu þrfr I stjórnklefanum. Eftir
þessu merki hafði björgunarsveit-
in beðið.
KI. 22.52: Stigar úr léttum
málmum og klæddir gúmmfi eru
reistir upp að fjórum dyrum flug-
vélarinnar.
„FEUERZAUBER“
Kl. 23.04: Ulrich Wegener, fyrir
liði GSG 9 sveitarinnar beygir
sig niður í sandinum ásamt
mönnum sinum. Hann var i
Entebbe-leiðangrinum, þegar
ísraelsk áhiaupssveit freisaði
102 gfsla 4. júlí 1976. Þá var
Flugræningjanum Suhala
Sayeh, sem lifði árásina af,
gefið súrefni í Mogadishu. Litla
myndin var tekin við brúðkaup
í Beirút 1 975.
Wegener ráðunautur og gestur.
En nú er hann stjórnandi. Og
klukkan er 23.05, er hann gefur
skipun með lykilorðinu: „Feuer-
zauber!"
Á allstóru svæði umhverfis
vélina hefur liðssveitin komið fyr-
ir æfingasprengjum sem mynda
belti. Nú springa þær allar á sömu
sekúndu. Og á þeirri sömu
sekúndu ráðast allir mennirnir úr
áhlaupssveitinni að fjórum dyr-
um þotunnar og lokunum, sem
nota á við slys til að opna að utan,
er snúið. Þar sem enginn þrýst-
ingur er í vélinni, opnast þykkar
hurðirnar auðveldlega út.
Fyrsti GSG-maðurinn kastar
ljóssprengju inn f farþegaklefann
fyrir framan flugstjórnarkeflann.
Þessu vopni var beitt i fyrsta sinn
í Mogadishu. Það eru enskir sér-
fræðingar I baráttunni gegn
hermdarverkum, sem hönnuðu
þetta vopn og tveir menn voru
sendir frá London til aðstoðar
Wischnewski og höfðu það með
sér. Þegar þessi sprengja sprakk,
lýsti hún með skærum bjarma
upp stjórnklefa vélarinnar. Birt-
an og hávaðahvellur „deyfingar"-
sprengjunnar eiga að gera hryðju-
verkamennina óvfga f sex
sekúndur.
En á broti úr sekúndu eftir
sprenginguna eru fyrstu
mennirnir úr „GSG-9" komnir inn
f vélina. „Beygið ykkur niður!“
æpa þeir á þýzku. „Beygið ykkur
og þá skeður ekkert.“Inn um allar
dyrnar fjórar að framan og aftan
æða hinir ungu fullhugar í vélina.
Samtfmis spýta handvélbyssur
þeirra út úr sér kúlnahlfð inn i
framhluta vélarinnar. Fyrirliði
flugræningjanna fellur þegar og
önnur kvennanna særist illa.
Hinn karfmaðurinn skýtur til
baka. Hann hittir einn árásar-
manna í bakið. en kúlan lendir á
skotheldu vestinu og veldur
engum skaða. Þjóðverjinn snýr
sér við með fingur á gikknum, sex
skot hæfa Arabann úr örstuttu
færi beint I andlitið. Deyjandi
kastar flugræninginn tveimur
handsprengjum. Þær renna undir
fremstu sætaröðina. Við
sprenginguna særast þrjár konur
lítillega.
„STRÁKAR þetta
HEFÐIGETAÐ
GENGIÐ HRAÐAR“
Hin konan úr hópi hryðjuverka-
mannanna hefur smeygt sér inn
um dyrnar að salerni 1. farrýmis.
Hún hefur skothríð þaðan. En
kúlnahríð úr vélbyssu sker sund-
ur þunna hurðina. Konan fellur
helsærð.
Kl. 2.07: Fyrstu farþegarnir eru
þegar komnir út á vinstri væng
vélarinnar undir bert loft.
Bardaganum er lokið.
Kl. 2.12 eru allir komnir heilir i
höfn. Klukkan f Þýzkalandi er 12
mfnútur yfir miðnætti (og einnig
á Islandi).
Frá flugturninum er sent eftir-
farandi skeyti: „Aðgerðum lokið.
Þrfr hryðjuverkamannanna
dauðir. Kona úr þeirra hópi lffs-
hættulega særð.“
45 minútum síðar safnast
björgunarmennirnir saman við
flugvél sfna. Hið fyrsta, sem fyrir-
liðanum, Wegener, verður þá að
orði er: „Strákar, þetta hefði
getað gengið svolftið hraðar."
uILoit
íleíkhús
London er sannarlega lííleg borg.
Leikhússtarfsemi í miklum blóma,
nýjustu kvikmyndimar í hverju bíói,
konsertar fæmstu listamanna og
hvaó eina. Þaö leiöist engum í London.
London — ein fjölmargra
staða í áætlunarflugi okkar.
FLUGFÉLAG
/SLANDS
L0FTLEIDIR