Alþýðublaðið - 20.01.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.01.1931, Blaðsíða 2
2 A£ÞSÐI8BiðAÐIÐ AlWðDmentnn og ibaldsstefna. Alkunna er, hvem hug þeir, sem forgöngumenn vilja teljast í íhaldsliðimi, hafa oft og tí'öum sýnt að peir bera til alþýðument- unar og þeirra stofnana, sem al- þýðunni exu til mestrar menning- ar. Hafa þess og sést tvö greini- ieg merki fyrir fáum dögum. Annað er frumhlaup Guðmunidar Jöhannssonar, íhaldsfulltrúa í bæjarstjórnínní, á hendur AI- þýðubókasafninu, þar sem hann vildi láta fella' ni'ður mikinn hluta þeirrar fjárveitingar, sem fer til bókakaupa safnsins. Hirtt er hróp þaÖ um alþýðuskólana, er Ölafur Thors, sem líka þykist vera há- íkarl i íhaldsvöðunni, fléttar sam- an við skrif sitt í „Morgunblað- inu“ 11. þ. m. Veitist hann þar sérstaklega með ósæmilegum orð- um að Gagnfræðaskólanum i Reykjavík og vill láta lesendur sína halda, að námið í skólanum sé lítils nýtt. Hitt ætla þó þeir, sem báðum hafa kynst, skólan- um og ól. Th., að Ólafur hefði mátt hrósa miklu happi, ef hann hefði getað notið uppeldisáhrifa slíks skóla á meðan það var ekki um seinan. Væri þess 'þá nokkuT von, að hann kynni nú að haga orðum sínum um ágætar stofnan- ir prúðmannlegar en hann gerir. Annars er það engin nýjung, að þeir, ®em þykjast vera leiðtogar íhaldsflokksins, — en hverjir það séu helzt greinir þá sjálfa mjög á um —, ygli sig gegn allri al- þýðumentun og vilji helzt enga skóla, nema mentaskóla með lat- ínu að aðalnámsgrein og háskóla, sem næstum engir aðrir en efna- mannabörn geti komist i. Fyrir nokkrum árum sagði kunnur 1- haidsmaðu r, að því að eins væri varið í að vera lærðíur ma'ður, að lærðu- mennirnir væru fáir. Þannig hugsa leiðtogar íhaldsins yfirleitt. Mentun alþýðunnar er þyrnir í augum þeirra. Þeir vita sem er, að því betri og öflugri siem mentastofnanir alþýðunnar eru, því fleiri alþýðupiltar og al- þýðustúlkur, sem fá þar góðan undirbúning undir baráttu lifsins, þeirn mun minni tangarhöldúm nær íhaldsstefnan á þjóðinni, þeiin mun meira ver'ður hrun í- haldsins og þeim mun fljótar kemur sá tími, að hákarlar þess standa einir eftir og glápa eins og nátttröll á sólaruppkomu, og enginn sinnir framar blekkingum þeirra. Árshátíð „Hlifar.4 í grein hér í hlaðinu um 24 ára afmældshátíð verkamannafélagsins „Hlífar“ í Hafnarfirði hafði fallið úr eftir farandi: „Enn fremur flutti Bjar,ni M. Jónsson kennari af- ar-fróðlegt erindi um hina gömlu og nýju menningu og baráttu al- þýðunnar fyrir nýjum og háleit- um sjónarm,:ðum.“ Aðvðran til verkafólks. Verkafóik á sjó og landi er varað við því að fara til Vest- mannaeyja í atvinnuleit eða ráða sig þangað rneðan yfir stend- ur k’aupdeiLa sú og atvi'nnuleysi, sem þar er. Stjórn Alpýdusambands tslands. Skóla- og uppeldís- mál. Eins og Alþýðublaðið hefir áð- ur getíð um var síðasti fundur Jafnaðarmannafél. íslands helg- aðúr skóla- og uppeldis-málum Reykjavíkur. Frummælandi var Arngrímur Kristjánsson kennari, er flutti errndii um börnin og þjóðfélagið. Drap hann fyrst á hvað mennirnir félagslega og skipulagsbundið gera fyrir börn- in, en dvaldi síðan aðallega við hvað þjóðfélagið gerir ekki, hvað vanrækt er. Taiáði ræðumaður í því samhandi um sendisveinamál- Ið og benti á* hvað miiril þörf væri á löggjöf um takmarkanir á vinnu bama, þar sem dæmi væru til aÖ jafnvel 8 ára böm væru í erfiðum sendiferðum löngu eftir þann tíma, sem væri eðlilegur og sjálfsagður svefn- og hvíldar-tími slikra barna. Einnig talaði ræðu- maður um útivemr barna langt fram eftir kvöldum og að brýn nauðsyn bæri tii að herða á á- kvæðum reglugerðar um útiverur þeirra. Enn fremur taiaði hann um sælgætisát barna og unglinga og sýndi ítarlega fram á skað- semi þess í ýmsum myndium, svo sem það, að börn vendust á að eyða hverjum eyri, sem þau eign- uðust, og lærðu þvi ekki að fara með peninga, og enn frernur yrði óhóflegt „gotteríis“-át til þess að ala upp í börnum löngun í nautnir og fíkn í óhollustu- og eitur-efni, ,sem væru stórskaðleg andlegri og líkamlegri heilsu barna; ýrð'i sú fíkn síðan alt of oft upphaf vindlingareykinga og víndrykkju, er svo væri undkrót ýmsra þeirra afbrota og glæpa, er haft geta æfilanga óhamingju í för með sér. — í lok ræðu sinnar gaf ræðu- maður uppiýsingar um ýmsa isjóði, er til væm og stofnaðir hefðu verið böxnum til hjáipar og með þeirra hagsmuni fyrir augum. Þessir sjóðir eru; Barnahælissjóður Thorvaldsensfél. kr. 61 000,00 Barnahælissjóður Reykjavikur — 45 000,00 Styrktarsjóður Ingibj. Hansen — 19 000,00 Samtals kr. 125 000,00 Þessi upphæð væri öll í vörzl- um bæjarsjóðs, er sumpart hefði lagt þetta fé í ýms fyrirtæki sín, er ekkert kæmi börnunum eða þeirra málum við, sumpart lægi paö í bankavaxtabréfum, en síð- an lánuðu bankamir fé þetta til alls konar „brasks“, en ekkert væri gert fyrir börnin. Að erindinu Íoknu urðu miklar umræður um þessi mál. Töluðu þar meðal annara Sig. Thorlacius skólastjóri nýja barnaskólans, -Hallgr. Jónsson yfirkennari við Miðbæjarskólann og Hallbjörn Halldórsson, annar fulltrúi Al- þýðuflokksins í skólanefnd, sem öllurn hafði verið boðið að s-itja fund þenna. Einnig töluðu séra Sig. Einarsson, Sigurjón Á. Ól- afsson alþingism., Ingimar Jóns- son skólastjóri og ýmsir fleiri. Hnigu ræður manna mjög að því að benda á margt, sem ábótavant ier í þessum efnum, og sem sjálf- sagt væri að krefjast hið bráð- asta umbóta á. Þótti þó mörg- um ræðumönnum þunglega horfa með allar slikar kröfur meðan íhaldið sæti í meiri hiuta í iskóla- nefnd og hæjarstjórn og notaði það vald sitt til þess að drepa allar þær umbótatillögur, sem til þess kasta kærnu. Ýmsum ræðu- mönnum þótti. þó ekki vonlaust. að einhverju mætti þoka áleiðis þrátt fyrir mótspyrnu íhaldisins, ef almenningur hefði nógu bnenn- andi áhuga á þessum efnum og væri nógu sameinaður um að hamra á kröfunum. — Tiliögur þær, er samþyktar voru á fundinum, hafa áður verið birtar hér í blaÖinu, og verður ef til vill rætt nánar um þær síðar. Fundarmadur. íslanrt og Þjóðabaodalagið. Genf, 20. jan. Uniited Press. — FB. Undirnefnd Þjóðabandalagsins, sem hefir til athugunar hugmynd BriandiS um viðskiftabandalag mieðal Evrópuríkja, ákvað í lok þriggja klukkustundá leynifund- ar í gærkveldi að bjóða íslandi, Rússlandi og Tyrklandi þátttöku í undirbúningi og vænt- anlega i stofnun viðskiftabanda- Jagsins. Henderison utan.rikÍHmálaráð- herra Breta hefir lagt það til, að umræbur um nefndartillöguna fari fram opinberiega, og var. það samíþykt. Umræður fara fram í dag. Veðrið. KÍL 8 í imorgun var 2 stiga hiti í Reykjavík. Útlit hér á Suðvest- urlandi: Sunnan- og suðvesitan- kaldi og skúrir í dag, en senni- lega vaxandi norðaustanátt í nótt. CmbúDaðar á Iestaropara á Mlskipnm. Nú er verið að framkvæma hina áriegu stópaskoðun. Vil ég því fara nokkrum orðum um frá- gang á lestaropum á togurum 'og öðrum smærri fiskiskipum. Ég ætía ekki að fara að segja frá hvemig sá umbúnaður er, þvf hann þekkja ailiir sjómenn. En ég ætla að benda á, hvemig ég viL láta vera búið um þau. Þegar skip hreppir illviðri á liafi úti, þá er það eiitt af því, sem mest á riður tíil öryggis skipi og mönn- um, að vel sé búið um lestarop- in. En þvi miður hefir hiingað tiil verið mjög ábótavant með þaði. Þó að ýmsar lcröfur hafi verið gerðar til bóta frá þvi, sezn á.ður var á skipum, þá hefir eng- um af þeim, sem samið hafa reglur um útbúnað skipa, getað dottið í hug að hægt væri a.Ö finna upp fullkomnari uinbúnaö á lestaropum en var fyrir 20 —30 árum. Ég vil því leyfa mér að spyrja hina háttvirtu skipa- skoðunarmenn, hvort þeim finnist ekki tími til kominn að gera ein- hverjar umbætur á þessu. Það, sem ég vil láta gera, er að skylda hvert fisiriskip til að hafa járn- kassa yfir hverju iestaropi, s-em- festur er við þilfarið með þar tíl gerðri járnslá. Þessi útbúnaður er á öllum þýzkum fistóskipum og hefir fylgt þeim skipum, sem hingað hafa verið keypt frá. Þýzkalandi, en því miður ekki notaður á þeim öllum. — Á mót- orbátum og línuveiðurum vil ég útbúa smáop ofan á kassanum, 15 cm. á hvern veg með járn- dragloki yfir. Þar er hægt að láta fistónn niður um þegar svo er slæmt veður, áð ekki er hægt að hafa hann á þilfari. Þó svo að bxotsjór komi á skipið, er ekki nema augnabliiks verk aö ýta lokinu yfir, og væri þá sú hætta úr sögunni, sem stafar af því, aö hafa opna lest meðan línan er dregin. Sá, sem þessar linur iskrifar, hefir tvívegis verið með .að fá áfall á skipi á hafí úti, og í bæði skiftin biiaði um- búnaður lestaropanna, þó ekki svo, að það yrði skipi eða mönn- um að granidi. Ég vonast til að þessar línur verðji til þess, að á næsta alþingi verði þessu bætt inn x reglugerðina um útbúnað skipa, sem hér er bent á með umbúnað á lestaropum. Gumall skipstjóri. y ____________ V erdlaunadpœtti Hl jódfœra- hússins. Tveir af eikarfónunum hafa verið sóttir af vinnendum, sem voru á sieðil nr. 1780 Jó- hann Einarsson, Austurgötu Í6, Hafnarfirði, og á seðil nr. 1599 Hallfríður Nikulásdóttir, Stóra- Seli, Framnesvegi, Rvík. Eigandi seðilsins nr. 1804 hefir ekki gef- ið sig fram enn þá.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.