Alþýðublaðið - 25.11.1958, Side 4

Alþýðublaðið - 25.11.1958, Side 4
 RÍKISSTAÐA Færeyja er á- kveðin með samningi við Dani, sem tók gildi 23. marz 1948. Þar segir að Færeyjar séu sjálfstjórnarþjóðfélag í hinu danska ríki. Lögþingið fer með yfirstjórn í sérmálum og inn- anríkismálum Færeyinga. Ilin nýja skipan var sett í samráði við jafnaðarmenn, Sambandsflokkinn og Sjálf- stjórnarflokkinn, en þessir flokkar voru í meirihluta um þetta leyti. Fólkaflokkurinn var andvígur þessu frumvarpi og krafðist fulls sjálfstæðis fyr ir Færeyjar en hvarf þó síðar frá þeirri afstöðu. Þjóðveldis- flokkurinn undir forustu Er- lends Patui'sonar krefst stöð- ugt algers skilnaðar frá Dan- mörkú. í Lögþingskosningunum 1950 fengu Sambandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn meirihluta og frá 1954 hafa þessir flokkar ver ið við völd ásamt Sjálfstjórn- arflokknum. í lögþingskosningunum 9. nóv. síðastl. juku jafnaðarmenn mjög fylgi sitt og eru nú stærsti flokkur Færeyja. Virðist því eðlilegt að þeir taki að sér stjórnarmynduii. — Á Lögþing inu eiga 30 þingmenn sæti. Þeir skiptast svo milli flokka: Jafnaðarmenn 8 (5), Sambands flokkurinn 7 (7), Þjóðveldis- flokkurinn 7 (6), Fólkaflokk- urinn 5 (6), Sjálfstjórnarflokk- urinn 2 (2) og Framfaraflokk- urinn 1 (1). Rúmlega 14000 manns greiddu atkvæði eða 74 af hundraði kjósenda. Kosning arnar sýna að meirihluti Fær- eyinga er fylgjandi áframhald- andi sambandi við Danmörku, enda þótt mörgum þyki þörf á að endurskoða núverandi sambandslög. Þjóðveldismenn lögðu mikla áherzlu á útfærslu fiskveiðilandhelginnar í kosn- ingabaráttunni og gerðu sér vonir um að vinna nokkuð at- kvæðamagn en þeir bættu við sig aðeins um 300 atkvæðum. Það er því ljóst, að það eru önnur mál en skilnaður frá Danmörku, sem Færeyingum þykir þurfa að leiða til lykta. Samstarf jafnaðarmanna, Sambandsflokksins og Sjálf- stjórnrf’okksins var eðlilegt þegar ríkisstaða Færeyja var ákveðin en ekki er talið öruggt að þessir flokkar geti unnið saman í innanríkismálum. Þar skilur meira á milli. En samt sem áður má búast, við að reynt verði að korna á stjórnarsam- vinnu þessara flokka. Formað- ur jafnaðarmanna, Peter Mohr Dam, telur að ný stiórn verði að byggjast á þjóðfélagslegri og menningarlegri nýsköpun. Erlendur Paturson segir að verkamenn og sjómenn hafi unnið kosningarnar og því berl að mynda stjórn, sem útiloki Sambandsflokkinn frá áhrif- um. Þessi urnmæli hafa verið túlkuð sem vottur þess að jafn- aðarmenn og Þjóðveldismenn ætli að mynda stjórn. Þessir tveir flokkar hafa aðeins 15 þingmenn af 30, svo þeir verða að semja við þriðja flokkinm um stjórnarmyndun. Sam- bandsflokkurinn vill starfa með ollum nema Þjóðveldisrnönn- um og Þjóðveldismenn eru fús ir að vinna með öllum nema Sambandsflokknum. En allt veltur raunveru’ega á jafnaðarmönnum og það fell- ur í þeirra hlut að móta þjóð- málastefnu Færeyinga næstu ár hvítt - svart - mislitt Nú er rétti tíminn tiS að mála fyrir jól Hafnarstræti 19 Simsr I',VWIW(WI Eisenfiower rannsakar hernaðaraðsíoð. ElSENHOWer forseti Banda ríkjanna hefur skipað nefnd til að endurskoða hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við önnur ríki. Tilgangur hennar er að kveða á um hvaða hernaðaraðstoð eigi að veita hinum ýmsu ríkium, þannig að sem mestum notum komi fyrir Bandaríkin og utan- rikisstefnu þeirra. Formaður nefndarinnar er William H. Draper. Framhald af 1. síðu. komu af vörum miðilsins. Enda þótt hér sé að mestu Ieyti um skyggnilýsingar að ræða, er miðillinn þó í svo djúpum transi meðan hún Iýsir því, er fyrir hana ber, að ekki man hún npitt af því, þegar hún vaknar,“ segir Benjamín Krist jánsson í formála. Þórscafé INNGANGSORÐ HARALDS Fjögur vitni eru nafngreind, er viðstödd voru upptökuna á inngangsorðum Haralds Níels- sonar, en þau eru: Guðhjartur Snæbjörnsson, Guðbjörg Svein bjarnardóttir, Jórunn Bjarna- dóttir og Stefán Eiríksson. í inngangsorðum segir m. a.: „Litla bókin okkar: „Leiðin til þroskans" er bók, sem er skrif- uð um sviðin fyrir handan, en ég vil taka það fram, að hún er aðeins lítið brot. Hún er aðeins örlítið brot af öilu því, sem þar er. Þó að ég sæti aldirnar út hérna í stólnum og sýndi vkk- ur myndir af sviðunum fyrir handan, þá gæti ég alltaf hald- ið áfram, vegna þess að það er alltaf eitthvað nýtt að segja.“ Við þetta cr engu að bæta. Sunlir kunna að telja þettn skáldskap einan eða ímynd- un, en aðrir trúa Þessu scm nýju neti. Enn aðrir efast að órannsökuðu máli. Hér skal enginn dómur lagður á þetta mál, en óncitanlega virðist allt þetta merkilegt fyrirbæri. húshóndans verður léttari ef PfiOCsESS ryksugan er við hendina PEOGílESS ryksgur eru heimsþekktar fyrir hina snjöilu þýzku tækni. PROGRESS bónvélar eru endingargóðar, þægi- legar í meðförum og sterkar. S Lampar í eldhús og borðstofur ) til að draga upp og niður. PROGRESS vélarnar eru vélar framtíðarinnar Gjörið svo vel að líta í gluggana um helgina. Vesturgötu 2 S 25. iíóv. 1958 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.