Tíminn - 27.06.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.06.1965, Blaðsíða 3
CTWNUDAGUR 27. júní 1965 TÍMINN í SPEGLITÍMANS í síðustu viku var haldiS listaverkauppboð í París, þar sem selt var málverk eftir Monet á 3.520.000 franka, (ca. 21 milljón ísl. krónur). Er þetta hæsta verð, sem boð ið hefur verið í málverk í frönsku höfuðborginni. Salan á enálverkinu er samt ekki enn í lagi, þar .sem lista safn ríkisins og menntamála- ráðuneytið verða að samþykkja hana. Málverk þetta er af konu málarans og syni hans og ekki ír látið uppi hver kaupandinn ir. * Nú hafa Grænlendingar feng ið sinn fyrsta kvenstúdent. Hún heitir Suso Heinrich og varð stúdent frá menntaskóla í Dan mörku. Þegar hún var 12 ára gömul kunni hún ekki eitt orð í dönsku en þá var hún sett í skóla aðallega til þess að læra dönsku og fyrir þremur árum síðan var hún send til Dan- merkur í menntaskóla. Þaðan tók hún svo stúdentspróf og þótti sýna mikla málakunn- áttu. Nú hefur hún ákveðið að halda áfram námi í Kaup- mannahöfn og ætlar að leggja stund á lögfræði með þeim á- setningi að vinna þjóð sinni og löndum gagn. Hússein konungur í Marokko hefur nú gert systur sína Lalla Aisha prinsessu að ámbassgdor í Marokko. Prinsessan, seih er 36 ára gömul hefur fyrir löngu síðan kastað slæðunni og öðr um séreinkennum múhameðs- trúarkvenna. Á tímabili var tal að um hana sem væntanlega eig ÞaS hafa margir leikið sér aS því að fara í gervi Chapiins, Hér á myndinni sést einn „gervi" Chaplin og sennilega eru fáir, sem geta látiS sér detta i hug hver hann er í raun og veru. Þetta er enginn annar en sjálf Brigitte Bardot, sem hefur brugð iS sér f gervi Chaplins. Hann heitir Claus von Ams- berg, og er 38 ára gamall vestur. þýrkur diplómat. Von Amsberg er mikið I fréttum þessa dagana, vegna þess að hollenzka krón prinsessan Beatrix ku hafa áhuga á honum ( og hann á hennl). Vandamálið er eins og í ölium öðrum konunglegum aevintýrum: hún er prinsessa, en hann er bara venjulegur borgari, og það fer ekki saman. * inkonu Feisals konungs í frak, en ekkert varð úr því og er hún nú gift kaupsýslumanni og eiga þau tvö böm. f heima- landi sínu hefur hún látið mik ið til sín taka í kvenréttinda málum og hefur mikinn áhuga á utanríkismálum, en viður kennir að hún hafi ánægju af því að aka sportbílum og að hún safni bítlaplötum. Lala prinsessa er önnur konan sem verður ambassador í Englandi, hin er frá Costa Rica. Leik- og söngkonan Judy Garland hélt nýlega söng- skemmtun í Ohio í Bandaríkjun um. Um 3000 áheyrendur klöpp uðu henni lof í lófa, en þegar hún hafið sungið sex eða sjö söngva tilkynnti hún áheyrend um sínum að nú yrði hlé. — Hún kom ekki til baka og hálftíma síðar er tilkynnt að einhver vandræði væru, en ef áheyrendur biðu rólegir myndi skemmtunin brátt hefjast aft- ur. Eftir um það bil klukku- tíma kom Judy Garland fram á sviðið aftur og tilkynnti að hún væri veik og læknar henn ar hefðu sagt henni að hún gæti ekki haldið áfram skemmtun- inni. Bauðst hún til þess að koma seinna og syngja þá ó- keypis. Áheyrendur hrópuðu, nei, nei og söfnuðust saman fyr ir utan leikhúsið og heimtuðu peninga sína aftur og varð að kalla á lögreglu til aðstoðar við að koma fólkinu burt svo leikkonan kæmist leiðar sinnar. Hið stutta líf leikkonunnar Marilyn Monroe var fullt af mótlæti og vonbrigðum, og jafn vel i gröfinni virðist kvik- myndastjarnan enn vera of- sótt af bitrum örlögum. Sam kvæmt upplýsingum frá Holly wood var það ósk Marilynar að eftir lát hennar yrði stofn aður sjóður að upphæð 100.000 dollarar til þess að sjá um móður hennar, sem hefur dval ið á geðveikrahæli frá því 1935. Lögfræðingur dánarbúsins seg ir, að í ár verði öllum peningum úr sjóðnum varið til þess að borga skatta leikkonunnar. ★ Hinn heimsfrægi hljómsveitar- stjóri Herbert von Karajan er þessa stundina ekki einungis skapmesti hljómsveitarstjór- inn, sem um getur, heldur einnig sá hreinlegasti. í síðasta mánuði varð að breyta hinu spánýja húsnæði Fílharmoníu hljómsveitarinnar í Berlín til þess að koma fyrir sérstöku baðherbergi handa Karajan og og nú sér bærinn Bad Godes- berg fram á sömu erfiðleik- anna. Eftir stuttan tíma á nefnilega að halda þar Berlín arviku og þá á Fílharmoniu hljómsveit Berlínar að halda þar hljómleika undir stjórn Karajans. En — því miður — stærsta hljómsveitarhúsið, sem allir héldu að væri dæmigerð nýtízku hljómsveitarhöll hefur ekki baðherbergi fyrir hljóm sveitarstjóra, sem koma í heimsókn. Bæjarstjórnin í Bad Godesberg hélt langan fund um málið og að lokum var samþykkt að útbúa baðherbergi í hljómsveitarhöllinni, fremur en að verða af komu Karajans. ★ Mariu Callas gengur ekki allt að óskum þessa dagana. Fyrir nokkru síðan var hún að syngja aðalhlutverkið í óperunni Norma í Frönsku óperunni. Xegar komið var fram í miðjan síðasta þátt tóku óperugestir eftir því að söngkonan var orð in ískyggilega föl og skjálf- andi og þar kom, að það leið yfir hana. Tjaldið var í skyndi dregið fyrir og forstjóri óper unnar kom og tilkynnti að Mar ia Callas treysti sér ekki til þess að halda áfram söng sín um og bæði áheyrendur sína afsökunar. Áheyrendur sátu Danski forsætlsráðherrann Jens Otto Krag var í Svíþióð um daginn til að sitja þar ráðstefnu. Með í förinni var konan hans, danska leik konan, 'Helle Virkner. Þessi mynd var tekin af þeim er þau skoðuðu járnnámu þar í landi. samt sem fastast og biðu þess að hún kæmi aftqr- Meðal á- heyrenda voru keisarahjónin af Persíu. Eftir þetta áfall ráðlögðu læknar henni að taka sér mánaðar hvíld og sigldi hún sem skjótast ásamt gríska skipakónginum Onassis frá Monte Carlo til Napoli. Þeg ar snekkja þeirra kom til Nap oli kom upp eldur um borð. Skipshöfninni tókst að ráða nið urlögum eldsins áður en slökkviliðið kom á vettvang. John Walker, sem er kaup- maður í Englandi varð nýlega að borga 1800 króna sekt fyrir að hafa brotið rúðu í búðar- glugga. Walker afsakaði sig með því, að hann hefði alls ekki ætlað að brjóta rúðuna. Hann hefði verið að rífast við kopuna sína og hann ætlaði að slá hana, en því miður gat hún beygt sig svo hann hitti rúðuna í staðinn. Frægur blaðakóngur sagði eitt sinn, að það væri ekki frétt þótt hundur biti mann, en hins vegar væri það frétt ef maður biti hund. Þetta hef ur ekki alveg reynzt rétt hjá honum því enn þykir það frétt í heimsblöðunum ef hund ur bítur mann — og í síðustu viku lézt 52 ára gömkul korva í Southampton á Englandi, frú Louise Dart, eftir að hundur beit hana, þar sem rún var stödd í verzlun. Aðalæðin til lungnanna stíflaðist og hafði í för með sér dauða konunnar. í Lima í Perú standa nú yfir afar athyglisverö réttarhöld. Stúlkan hér á myndlnni, sem er umkringd lögreglumönnum, er þýzkur ríklsborgari og heitir Ingrid Schwend, 27 ára aö aldri, hafði þaö af nýlega að myrða spánskan aðalsmann. Ingrid hefur skýrt svo frá að hún hafi skotið Jose Manuel Sartorius De Castro í sjálfsvörn og til að „verja heiður sinn". Saksóknarinn heimtar að hún verði dæmd í 4 ára fangelsi. Málið er mjög umfangsmikið og marglr kunnir borgarar eru við það rlðnlr. Búast má við að hún hljóti einhverja fangeisun, ein- faldlega vegna þess að sá myrti var aðalborinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.