Tíminn - 27.06.1965, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.06.1965, Blaðsíða 7
TIMIMN Dyrhólaey. SUNNUDAGUR 27. júní 1965 Gamlir og nýir dómar um þing- menn Grein um Alþingi eftir Sig- urö A. Magnússon, sem nýlega birtist í Fálkanum, hefur komi'ð af stað nokkrum umræðum, m. a. vegna svargreinar Benedikts Gröndals í Alþýðublaðinu. Ekki sízt hefur það vakið umtal, að Sigurður gerir heldur lítið úr gáfnafari alþingsmanna og tel- ur þá ógreindari en títt sé um þingmenn annars staðar. Þetta minnir á skrif Árna Pálssonar, er birtust í Lögréttu 1919, en Árni komst m. a. svo að orði: „Mér er kunnugt um, að gamlir og nýtir þingmenn telja þingsætin furðu vel skipuð, ef 'helmingur þingmanna telst sæmilega hæfur til þingstarfa. Sumir úr hinum helmingnum eiga ef til vill lítið annað er- indi inn á þing en að tefja fyr ir þeim, sem betur kunna, með gaspri sínu og stefnuleysL Og þó, að maður skoði slíka þing menn í krók og kring, þó að maður rannsaki þá með smásjá, þá uppgötvar maður ekki neitt, sem manni getur skilizt, að kjós endur geti hafa gengizt fyrir.“ Sigurður A. Magnússon er þannig ekki fyrsti maðurinn, sem gerir lítið úr greind ís- lenzkra þingmánna. Hið rétta í þessum efnum mun þó það, að það, sem lamar og lamað hefur Alþingi, er allt annað en tak- markað gáfnafar þing- manna. Það, sem veldur mestu um, að 1 Alþingi leysir ekki störf sín af hendi sem skildi, er sú starfskipting, sem hefur Sbmizt á mílli þess og ríkis- stjórnarinuar og gengur á marg an hátt beint gegn anda stjórn arskrárinnar. Þingið rænt valdi Stjórnarskráin ætlast til þess, að Alþingi annist löggjafarstarf ið, ráði skipan ríkisstjórnarinn ar og hafi eftirlit með störfum hennar. í reyndinni er þetta orð ið þannig, að ríkisstjórnin er búin að taka löggjafarstarfið að mestu í sínar hendur, þótt Al- þingi fari með það að nafninu til. Öll meiriháttar lög eru undirbúin af ríkisstjórninni og yfirleitt er búið að semja um öll helztu atriði þeirra innan stjórnarinnar áður en þau eru lögð fyrir þingið. Oft og tíð- um eru þessu lög svo ekki lögð fyrir þingið fyrr en komið er að þingslitum, svo að þingið fær ekki einu sinni tíma til að athuga þau. Það skiptir ekki heldur svo miklu máli, þar sem þingmenn stjórnarflokkanna telja sér skylt að rifta því ekki, sem ráðherrarnir eru búnir að semja um, enda þótt þeir séu i sáróánægðir með margt af því. Það gerist því iðulega, að á stórum lagabálkum gerir þing ið ekki aðrar breytingar en lítilsháttar orðalagsbreytingar. Á sama hátt er þingið búið að afsala sér öllu raunhæfu eft irliti með stjórnarframkvæmd- um. Samkvæmt þingsköpum geta þingdeildir skipað nefnd ir til að rannsaka vissar stjórn arframkvæmdir, en starf þess ara nefnda, er dauðadæmt fyrir fram, því að stjórnarflokkarnir eiga meirihlutann í nefndunum, og þingmenn þeirra telja sig meiru skipta að verja stjóm- ina en halda fram rétti þings- Stjórnarþrælar Meginástæðan til þess, að þingið er þannig búið að missa þau völd, er stjórnarskráin raunverulega ætlar því, er þægð og undirgefni þingmanna stjórnarflokkanna. Af ýmsum ástæðum eiga þessir menn margt undir stjórnina að sækja og hafa vanizt á að greiða það með hollustu á Alþingi. Þessir þingmenn hafa líka í upphafi valið stjómina og telja sig bundna af því. Þannig hefur sú hefð skapazt, að þingmenn stjórnarflokkanna hafa misst sjálfstæði sitt og gerast þrælar stjórnarinnar í stað þess, að þeir eiga að vera húsbændur hennar. Það væri rangt að halda því fram, að þetta hefði komið til sögunnar með núv. stjórn. Þessi óheppilega þróun var komin til sögunnar áður. En hún héfur ágerzt stórlega síðan og ekki er ofmælt, að hún áger ist með ári hverju. Hin nýja kjördæmaskipun virðist líka ýta undir hana. Áður studd- ust þingmenn í einmennings- kjördæmunum meira við per- sónulegt fylgi og gátu því ver ið óháðari en ella. Hver, sem fylgir þingræði, hlýt ur að telja þessa öfugþróun mikið áhyggjuefni. Við henni verður hins vegar ekki spornað, nema einhverjir ábyrgir og djarfir þingmenn 1 stjórnar- flokkunum hefjist hér handa um að réttá hlut Alþingis gagn vart ríkisstjórninni eða að gerð verði skipulagsbreyting, sem skilji betur á milli Alþingis og ríkisstjórnarinnar og hinna mis munandi hlutverka þessara að- ila. Það, sem er eftir Þótt þannig sé ’ komið hlut-, I skipti Alþingis eins og lýst hef- j ur verið hér á undan, væri rangt að telja það áhrifalaust með öllu gagnvart ríkisstjóm- inni. Það, sem enn er raun- veralega eftir af valdi Alþingis, byggist á starfi stjórnarandstöð unnar. Þess eru enn dæmi, að öflug andspyrna stjóraarandstöð uinnar hafi stöðvað óþurftar- mál á Alþingi, t. d. frumvarpið um kaupbindinguna haustið 1963. Þá getur stöðug og já- kvæð barátta stjómarandstöð- unnar á Alþingi knúið stjórn ina til að fallast á ýms umbóta- mál, sem hún hefur ætlað sér að stöðva. Þess eru mörg dæmi frá seinustu þingum, að eftir að Framsóknarflokkurinn hef ur verið búinn að flytja eitt- hvert umbótamál á þremur eða fjórum þingum, og ríkisstjórn in alltaf svæft það, hefur hún loks látið undan og gert þetta mál að sínu. Þá hefur þessi jákvæða sókn á þinginu, ver ið búin að vinna málinu svo mik ið fylgi utan þings, að ríkis- t stjórnin hefur talið hyggilegra að láta undan síga. Á þennan hátt er Alþingi enn mikilvægur vettvangur í umbótabaráttunni og getur verið líemill á ýms óþurftarmál, sem stjórnin myndi framkvæma, ef stjórnar andstaðan hefði ekki Alþingi sem vettvang til andspyrnu og aðvörunar. Þetta hlutverk Al- þingis mega menn ekki van- meta, en það má ekki heldur sætta menn við það, hvernig komið er. Ný óvirðing Fáum dögum eftir þinglokin seinustu, gerðist atburður, sem sýnir glöggt, hve ríkisstjórninni þykir það einskisvert, þótt hún óvirði og ómerki Alþingi. All- löngu áður en þinginu lauk, hafði ríkisstjórnin ákveðið að notfæra sér það ákvæði fjárlaga að lækka öll framlög til verk- legra framkvæmda um 20%. Þetta varð til þess, að framlög til ýmsra skólabygginga urðu svo lítil, að örðugt varð að i hefiast handa um framkvæmd ; ir, en annars staðar nægðu framlögin eftir niðurskurðinn ekki til þess að fullljúka fram kvæmdum, er langt voru komn ar. Eðlilegt hefði verið, að þingið hefði verið látið endur skoða framlögin með tilliti til niðurskurðarins og gera breyt ingar í samræmi við það. En þetta gerði stjórnin ekki. í stað þess dró hún málið á langinn, unz þingið var kom tð 'heim, en þá gaf hún út bráðabirgðalög, sem gefa henni fullt vald til að gera á- kvarðanir Alþingis um skóla- framlögin að engu og að breyta og færa til eftir hennar eigin höfði. Hér er skapað fordæmi, sem gerir fjárveitingarvald Al- þingis að engu, og munu þó flestum kunnugum hafa þótt, að ríkisstjórnin væri búin að Iganga nógu langt, í því að hafa fjárveitingavald Alþingis að litlu. Hættulegur niður- skurður Þótt sá 20% niðurskurður á fjárveitingum til verklegra framkvæmda, sem rikisstjórnin ákvað á síðastl. vetri, komi víða illa við, er hann sennilega hvergi eins tilfinnanlegur og á sviði skólabygginganna. Það er ekki ofsagt, að nú sé að ger ast í heiminum bylting á sviði skólamálanna. Hin nýja tækni og hinar nýju þjóðfélagsaðstæð ur krefjast slíkra gerbreytinga og aukningar á skólamenntun inni. Rétt er, að hér bafa fram lög til skólabygginga aukizt nokkuð seinustu árin, en þó er sú hækkun ekki nema brot af þeirri aukningu, sem hefði ver ið nauðsynleg til þess að við gætum fylgzt nægilega með þróuninni. Þess vegna hefur það hinar alvarlegustu afleið ingar, þegar þessi framlög eru allt í einu skorin niður um 20%-. Það sýnir bezt að ríkis- . stjórnin annaðhvort fylgist ekki ; með því, sem er að gerast í ____________________________7 heiminum í þessum efnum, eða hún er svo upptekin af því að baslast við að hanga í stólunum, að hún sinnir ekki þessu nauð synjamáli fremur en mörgum öðrum. En það mun eiga eftir að reynast þjóðinni dýrt, ef hún þarf að búa lengi við stjórn, er brestur hinn rétta skilning í þessum efnum. Engin stefna Kunnur Sjálfstæðismaður var nýlega inntur eftir því, hvef væri stefna ríkisstjórnarinnai- í efnahagsmálum. Hann svaraði eftir nokkurra íhugun, að hann gæti ekki séð, að ríkisstjórnin hefði nokkra stefnu í þessum málum, heldur rækist þar eitt á annars horn. Útkoman yrði ringulreið og glundroði. Þeir Sjálfstæðismenn eru áreiðanlega margir, sem hugsa á þessa leið. Um langt skeið hefur ekki borið á eins mikilli óánægju innan Sjálfstæðis- flokksins og nú. Þeim mun meira er líka hert á flokksaga og eftirliti, en til þess að breiða yfir það, er lagt fyrir Sigurð A. Magnússon að skrifa ýmsa gagnrýni í Mbl. og á með því að sýna frjálslyndi meðan verið er að herða tökin á ö'ðrum sviðum! Þá er Mbl. látið skrifa mikið um óeiningu hjá öðrum flokk um. Þannig á einnig að draga athyglina frá ástandinu í Sjálfstæðisflokknum. Menn eiga að trúa því, að eining þar hafi vaxið við brottför þeirra Ólafs Thors og Gunnars Thor- oddsens, því að nú ráði Bjarni loksins einn! Veit ekki hvar ftðn hefur sig Engum dettur í hug að líkja núv. ríkisstjórn við Harald harðráða Noregskonung, sem var hinn mesti garpur. En fram koma stjórnarinnar minnir þó talsvert á hugarástand Haralds harðráða eins og Heimskringla lýsir því eftir að hann hafi látið vega Einar þambarskelfir. Kon ungur óttaðist, að hann yrði mjög óvinsæll af því verki og myndi jafnvel missa konungdóm inn. Hann kallaði þá Finn Áma son á fund sinn og fórust Finni m. a. orð á þessa leið: Þú ger ir hvarvetna illt, en síðan ertu svo hræddur, að þú veizt eigi hvar þú hefur þig. Það, sem einkennir ríkis- stjórnina nú mest, er hringlið og stefnuleysið, sem kom fram í ummælum Sjálfstæðismanns- ins, sem sagt er frá hér á und an. Stjórnin sér hörmulegar af- leiðingar verka sinna, þrátt fyr ir allt góðærið, og er hrædd við þær. Hún veit ekki hvernig hún á að bregðast við þeim, veit ekki hvar hún hefur sig, líkt og Haraldur. Þess vegna einkennast öll verk hennar aí fálmi og fumi og afleiðingarn- ar verða vaxandi glundroði o<> ringulreið. Undir slíkri forustu verður aldrei gert neitt til endur reisnar, því fyrsta skilyrði til þess er að menn viti sjálfir hvar þeir hafa sig, — að þeir vilji eitthvað annað og meira en að hanga við völd, hvað sem það kostar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.