Morgunblaðið - 01.03.1980, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1980
Og kannski er þaö einmitt þetta
yfirvegaða raunsæi og jafnaöar-
geö, sem margir skynja og kunna
aö meta í myndum Hrings. Þaö er
hvíld í því aö ganga inn í kyrrö,
sem ekkert á skyit viö værð eöa
deyfö, en fremur má líkja viö
skerpt vökuástand. Maöurinn er
hlédrægurlí þessum myndum.
Samt verður nálægöar hans alls
staöar vart.ýmist er hann álengdar
eöa er nýbúinn aö vera hér. Þaö er
ekki veriö aö amast viö þessari
nærveru. Mannvirki eins og
Byggðalínan á hálendinu er sett í
brennidepil á myndfletinum án
þess aö landslagiö spillist viö þaö.
Plastpoki er bundinn meö snæri
yfir giröingarstaur. Plastpokinn —
þetta heföbundna tákn áníðslu
mannsins á náttúrunni — er hér
ekki sýndur sem ógeöfelldur og illa
geröur hlutur í sveitasælunni.
Hann þjónar sínu hlutverki — er
hafður sem fúavörn — og á hér
ekki síður heima en aflóga kerru-
hjól í grasi, sem sjást á annarri
mynd.
Á öörum staö er vatnsbakki, á
þeim árstíma þegar kuldinn stígur
upp af jöröinni og ylurinn er að
taka sér bólfestu. Speglunin og
tærleikinn eru svo sannfærandi, aö
ósjálfrátt kemur upp í hugann
hvernig sé aö vera síli, sem vakir í
hlýrri rökkurkyrröinni undir bakk-
anum.
í myndum Hrings Jóhannesson-
ar er lítiö um spennu eða átök.
Þær vekja ekki endilega spurn-
ingar, — eru fremur staöfesting á
því sem er og blasir viö, ef viö
höfum fyrir því aö líta okkur nær
og skoða þaö, sem er innan
seilingar. Listamanninum er greini-
lega í mun aö benda á, aö jafnvel
litlir hlutir og hversdagslegir hlutir
sem viö erum nánast hætt aö sjá,
séu með í heildinni — umhverfi
okkar — og þeir séu þess virði aö
viö skoöum þá frá fleiri en einni
hlið. Hann nálgast þessa hluti af
einskonar alúölegu hlutleysi, en
slík afstaða hlýtur aö vera kær-
komin tilbreyting í samfélagi þar
sem brenglað gildismat veldur því
að sífellt veröur erfiðara aö sjá
hlutina í réttu Ijósi áöur en búiö er
aö rugla allt meö áróöri og glamri.
Hringur Jóhannesson var aö því
spurður í samtali fyrir nokkrum
dögum hvernig hann veldi sér
myndefni:
— Ég veit ekki hvort beinlínis
er hægt aö segja að ég velji mér
myndefnið, — í sumum tilfellum
leitar þaö á mig, en oftast gríp ég
þau allt í einu, líkt og myndavél,
þótt úrvinnslan kunni aö bíöa
eitthvað. Ég hef yfirleitt ákveðin
Hávaöi, erill og þröngbýli hversdagsleikans hafa
þrúgandi áhrif á marga listamenn, eins og gjörla má sjá
staö í verkum margra nútímamanna, ekki sízt þeirra, sem
tjá sig í myndum. Sá, sem reynir aö finna samnefnara
eöa einhverja almenna línu í listaverkum samtímans,
veitir því óhjákvæmilega athygli, aö fæstir eru listamenn-
irnir sáttir viö það umhverfi, sem viö lifum í. Hraði, harka
og kuldi eru miklir áhrifavaldar, sem kalla á ákveðin
viðbrögö. Margir ráöast til atlögu gegn þessum
veruleika og finna honum allt til foráttu, en fæstir hafa í
sér jafnaðargeð til aö horfast í augu viö þetta hversdagsl-
ega umhverfi, viröa þaö fyrir sér af hlutlægni og reyna aö
sætta sig viö það. Slíka afstöðu má sjá í myndum þeim,
sem Hringur Jóhannesson listmálari sýnir í Norræna
húsinu um þessar mundir.
Hringur Jóhannesson:
áform um þaö hvaö ég ætla aö
mála þegar ég legg af staö noröur
á vorin, en undantekningalítiö
breytast þessi áform vegna áhrifa,
sem ég verð fyrir, ýmist á leiðinni
eöa þegar ég er kominn á staöinn.
Ég er úr Aöaldal og fer þangað til
að mála á hverju sumri. Yfirleitt
feröast ég meö vöruflutningabílum
og þessi feröalög hafa reynzt mér
mjög drjúg. Alltaf sé ég eitthvaö
nýtt, — eitthvaö sem ég man ekki
eftir að hafa tekiö eftir eöa eitt-
hvað, sem mér hefur ekki áður
þótt merkilegt. Þessi viðbrigöi —
aö koma úr borg í sveit — eru
nefnilega mjög örvandi. Viö þaö að
koma í sveit eftir aö hafa dvalizt í
borginni liölangan veturinn veröur
maður nefnilega langtum næmari
fyrir náttúru og landslagi en sá,
sem dvelst í sveitinni aö staöaldri.
Ég held aö andstæöurnar komi
róti á hugann og geri þaö aö
verkum, aö maður festir auga á
ákveðnum mótívum.
Þótt ég +iafi veriö búsettur í
Reykjavík meiri hluta ævinnar hef
ég í raun og veru aldrei sagt skiliö
viö sveitina. Aöaldalurinn á alltaf
jafnsterk ítök í mér og ég verö aö
komast þangaö á hverju sumri.
Þannig stóö á atvinnu hjá mér í
nokkur ár, að ég komst ekki
norður á sumrin, og þá leið mér
beinlínis illa.
— Nú eru alls konar vélar og
tæki áberandi í myndum þínum.
Hver er ástæöan fyrir þessum
áhuga?
sagt
Hef aldrei
skilið
við sveitina