Morgunblaðið - 01.03.1980, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1980
veita og hitaveita séð við með því
að fara með aðaltengingar á
tveimur stöðum inn í borgina. Fer
önnur aðalhitaveituæðin einmitt
yfir árnar við stífluna til bráða-
birgða og var ætlað að felast í
brúnni umdeildu. Staðsetning
brúarinnar var einnig skoðuð í
ljósi æskilegrar tengingar íbúa-
byggðar Breiðholtshverfa annars
vegar og stórra vinnustaða í Ár-
túnshöfða og Borgarmýri hins
vegar, sameiginlegs framhalds-
skóla fyrir bæði hverfin í Breið-
holti, staðsetningu slökkvistöðvar
og sjúkrabifreiða í Árbæ o.fl.
• Ein tenging
yfir dalinn
Eg er sem sagt þeirrar skoðunar,
að ekki verði komist hjá því til
lengdar að fara á einum stað yfir
árnar, og verði það þeim mun
brýnna sem meiri byggð er komin
innan Elliðaánna og bæirnir
stækka fyrir sunnan okkur. Slíkur
óbrúaður vogur sem Elliðaárdalur-
inn inni í miðri borginni mundi
ekki duga til lengdar. Aðallega
hafa verið athugaðir þrír brúar-
staðir: Ofan við Kermóafoss, neðan
Árbæjarstíflu og Ofanbyggðarveg-
ur hjá Skyggni.
Leiðin yfir hjá Kermóafossi og
Nú í vikunni var málið tekið upp,
þar sem komið er að ákvörðun í
borgarstjórn um að hefja verkið.
Var á fundi umhverfismálaráðs í
vikunni mætt til upplýsinga mikið
lið embættismanna. Þar á meðal
tveir ungir starfsmenn, sem komn-
ir voru til að kynna ný viðhorf,
sem þeir telja að geri Höfðabakka-
brúna óþarfa. Voru embættismenn
mjög ósammála um þetta atriði og
erfitt fyrir okkur hin að átta okkur
á þeim talnaieik. Þó virðist ljóst,
að þeir sem með umferðartölum
færa rök að engri brú hafa reiknað
dæmið um bílafjölda miðað við
daginn í dag, þ.e. meðan iðnaðar-
hverfin í Artúnshöfða og Borg-
armýri eru hálfbyggð og Reykja-
nesbraut áfram til Hafnarfjarðar
ókomin. En útreikningarnir á um-
ferðarþörf, sem gerðir voru 1977,
miða víð nútímann annars vegar
og umferð allt fram til 1995 hins
vegar.
Séð úr Breiðholti yfir Elliðaárnar. Vegatengingin á að koma neðan stiflunnar og upp á milli Árbæjarsafns og Árbæjarhverfis. Brúin mundi
liggja skáhalit skammt neðan við stifluna, nær henni Árbæjarmegin.
Höfðabakkabrúin er örygg-
ismál fyrir Reykvíkinga
Tenging Höfðabakka yfir Elliða-
árdal er til umræðu í borgarstofn-
unum um þessar mundir. Þessi
vegatenging var í raun ákveðin á
árinu 1977. Þá fjallaði umhverfis-
málaráð borgarinnar um málið í
marga mánuði. Fyrst hvort ein-
hver umferðartenging umfram
gömlu Elliðaárbrúna eina væri í
raun svo nauðsynleg út úr borg-
inni. Og síðan hvar og hvernig
slíkri tengingu yrði best fyrir
komið frá umhverfissjónarmiði,
þannig að hún skerti umhverfið
sem minnst, en fullnægði þörfum
íbúa borgarinnar.
Hafa fáar ákvarðanir fengið
eins mikla umfjöllun í því ráði,
sem að lokum samþykkti sam-
hljóða 7/9 1977 fyrir -sitt leyti
tillögu um þessa tengingu. Enda
hafði þá verið farið að óskum
ráðsins varðandi staðsetningu og
tilhögun, m.a. brúin hækkuð.
Höfðu um sumarið verið reistar
trégrindur í fullri stærð brúar-
stöplanna þriggja á staðnum til að
hægt væri að átta sig á þessu
viðkvæma mannvirki. Enginn
ágreiningur var og fulltrúar allra
flokka í ráðinu sammála. Sumir
eru þar enn. Auk undirritaðs þeir
Örnólfur Thorlacius og Sverrir
Sch. Thorsteinsson, og Magnús L.
Sveinsson hefur þegar lýst sig
sama sinnis nú.
Þarna er í rauninni skoðana-
munur. Eftir hina miklu umfjöllun
um málið 1977, höfðum við komist
að þeirri niðurstöðu, að fella mætti
niður áform um veg upp Elliðaár-
dal — sem var gert — en ekki yrði
hjá því komist að fara einhvers
staðar yfir dalinn. Og þá væri
betra að fara á einni umferðarbrú
hátt uppi yfir dalnum á skásta
staðnum, heidur en að fara á
mörgum stöðum með smærri vegi
ofan í dalinn og yfir árnar. Enda
kemur það í ljós, þegar farið er að
tala við ungu mennina, sem vilja
fella Höfðabakkabrúna niður, að í
staðinn gæti komið stærri vega-
framkvæmd á Ofanbyggðarvegi,
fara megi yfir árnar hjá Vatns-
veitubrú og loks mætti komast á
veg frá iðnaðarhverfunum um
göng undir Vesturlandsveg og yfir
Elliðaárnar hjá Kermóafossi. En
Eftir Elínu
Pálmadóttur
erfitt er að takmarka áleitna
umferð um slíkan veg, ef hann er
kominn. En það eru einmitt slíkar
lausnir á umferð yfir Elliðaárdal,
sem við vildum ekki.
Ég vil taka það fram vegna
framkomins misskilnings, að
ákvörðun um Höfðabakkabrú
tengist ekki ákvörðun um Foss-
vogsveg eða framhaldsveg í brekk-
unni milli Breiðholtanna, sem ég
er á móti. Vegurinn frá brúnni
Breiðholtsmegin gengur út á
Reykjanesbraut um Stekkjabakka
eða réttara sagt nýjan Stekkja-
bakka. Sú umferð ein réttlætir
brúna.
Nú væri sjálfsagt best frá um-
hverfissjónarmiði að leggja enga
vegi. En við ætlum víst að búa í
landinu og ég hefi alltaf verið
þeirrar skoðunar að samræma
verði þarfirnar, ekki síst þar sem
þétt er búið. Umhverfissjónarmið-
ið hlýtur þó að vega mjög þungt á
stað eins og Elliðaárdalurinn er.
En hvers vegna er þá brú yfir
dalinn yfirleitt nauðsynleg?
í mínum huga er það mikið
öryggismál fyrir Reykvikinga, að
ekki sé aðeins um eina leið um eina
brú að ræða út úr svo stórri borg.
Ekki þarf nema stórt slys á
vondum stað eða náttúruhamfarir,
svo að öll sund lokist. Þessu
öryggisatriði hafa bæði rafmagns-
Fréttabróf frá Þórði Jónssyni á Látrum:
Aftíika fárviðri
mesta
Látrum, 25. febrúar
ÉG sendi ykkur hér fréttabréf
sem átti að vera allt öðruvísi, en
þegar ég var byrjaður að skrifa
það brast hér á eitt mesta
fárviðri, sem menn muna — og
ber bréfið það með sér:
Frá áramótum hefur veðrátt-
an verið ákaflega hagstæð og
mild fyrir bændur, en nokkuð
misjafnari til sjávarins. Snjólít-
ið hefir verið og samgöngur
greiðar miðað við þennan tíma
árs.
Hér á Látrum var sauðfé fyrst
tekið á hús 6. febrúar og gekk
alveg sjálfala og gjafalaust þar
til og hafði það ágætt. Þessi
veðurblíða hefir allsstaðar kom-
ið sér vel, en sérstaklega þar sem
knappt var um fóður, en stendur
nú miklum mun betur eða vel.
Sjávarhiti stendur nú alveg í
núlli hér við vesturhornið og
ekki farið neðar ennþá, en fer oft
af og til niður fyrir frostmark
þrjá fyrstu mánuði ársins, en
það er þó nokkuð bundið við
lofthitann.
Allir veðurmarktökudagar,
svo sem kyndilmessa, Pálsmessa
og öskudagur, hafa sameinast
um að spá hér hagstæðri veðr-
áttu á árinu, og ekki vantar að
hún góa gamla taki undir það.
„Illur skal góudagurinn fyrsti,
annar og hinn þriðji, þá mun góa
góð verða."
I gær var hér versta veður, og
í dag, annan góudag, er hér
brjálað veður, 12 vindstig þegar
þetta er skrifað um hádegið, svo
þá kemur aJlt he.im.og saman, og
við getum reiknað með hagstæðu
heildarveðurfari ársins.
Djöfulgangur með
eindæmum
Rafmagnið fór, svo ég varð að
hætta að skrifa, en nú er það
komið aftur en veðrið færst svo í
aukana, að hér er komið aftaka
fárviðri, mikið yfir 12 vindstig,
það mesta sem ég man. Húsið
eru um 150—200 metra frá
sjónum og hér rýkur nú yfir
snjór, sjór og sandur með þeim
djöfulgangi að með eindæmum
er. Allt fýkur sem fokið getur,
húsin nötrra og skjálfa, svo við
höfum lokað milli allra her-
bergja. Þykkt lag af krapi, sandi
og seltu hefir hlaðist á glugga og
veggi þá sem áveðurs eru svo það
- það
ín an
er nokkur vörn fyrir rúðubrot-
um, en veðrið er vestan áhlaup
og stendur því hér beint af
sjónum. Á hafinu sést enginn
litur, það er einn samfelldur
brjótandi brimgarður sem séð
verður, svo tröllaukinn að maður
hefir engan samanburð, en stór-
fenglegt er það. Hætti í bili.
Þá fór sjónvarps-
mastrið — síminn
— rafmagnið ...
Kl. 15.99, já, það var sjón-
varpsmastrið mitt sem var að
fara. Það var 15 m hátt, fimm
efstu metrarnir vorr úr járni,
það hafði slitið af sér efstu
stögin og beygst út af við
fastamastri alveg í vinkil, bara
að það verði mesti skaðinn.
Kl. 16.00. Enn er veðrið 12—14
vindstig, en loftvog stígur nú ört.
Síminn er farinn og rafmagnið
er farið, en það gerir ekkert til,
ég hef gripið til vararafstöðvar-
innar og hef rafmagn á ritvélina
og smávegis annað, frystikist-
urnar, ísskápinn, Ijósin og get
dundað við að ganga frá bréfun-
um sem áttu að fara í póstinn, en
sem betur fór, var hann ekki
farinn þegar veðrið skall á, en
hætt er við að skaðar hafi orðið
meiri eða minni. Hætti í bili.
... og sambandið
við umheiminn
Kl. 18.00. Veðrinu hefir nú
slotað verulega, komið niður í
10—11 vindstig, mér tókst að
losa um jeppann úr sandstork-
unni og náði henni af framrúð-
unni. Þá bauð ég frúnni í bíltúr,
sem hún kaus heldur en verða
eftir ein heima. Við fórum á
fjárhúsin, en þangað er nokkur
spotti. Þar var allt óbrotið, en
sjódrif mikið, því flóð var á, og
mikið hafrót, en fjárhúsin
standa á sjávarbakkanum. En
nú fór í verra, loftnetið frá
talstöðinni fór í sundur. Raf-
strengir til hennar fléttuðust