Morgunblaðið - 01.03.1980, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1980
15
um eina fegurstu eyna í Elliðaán-
um tel ég fjarstæðu og versta
kostinn. Ofanbyggðarvegur liggur
að mestu um ósnortið land og ekki
síður viðkvæmt en stíflusvæðið.
Hann mundi líka liggja um land
Kópavogs og því ekki á valdi
Reykvíkinga einna. Auk þess sem
þetta er þjóðvegur, sem rikið á að
leggja, og þykir mér ólíklegt að
það yrði hvort eð er brýnasta
verkefnið á þjóðvegum landsins
næstu áratugi. Hann gæti því ekki
komið í stað Höfðabakkatenging-
ar. Náttúruverndarnefnd Kópa-
vogs og Umhverfismálaráð
Reykjavíkur hafa farið skoðunar-
ferð um hugsanlegt vegarstæði
Ofanbyggðarvegar. Þarna er
ósnortið land og vinsælt útivist-
arsvæði. Hestamenn fara þar mik-
ið á reiðskjótum sínum og brekkan
ofan við Breiðholtin er mikið notuð
af börnum sumar sem vetur. Með
tilliti til allra þátta, þá held ég að
þrátt fyrir allt sé tengingin yfir
Höfðabakkann skynsamlegust. Þar
er mannvirki fyrir, gamla stíflan
1921. Hún er óneitanlega nokkurt
haft í dalnum. Skiptir svæðinu
þegar að nokkru í neðra svæði og
efra svæði. Ef hátt verður undir
brúna eins og nú er gert ráð fyrir,
með göngum í uppfyllingu beggja
vegna, þá truflar hún ekki umferð
útivistarfólks. Hún er miklu hærri
en Elliðaárbrúin, sem laxveiði-
menn veiða ótruflaðir undir, sem
kunnugt er. Eg sannfærðist enn
betur um rættmæti þessara athug-
ana á sl. ári, þegar ég vegna biðar
eftir flugvél í Luxemburg brá mér
með bók í gjána, sem liggur
gegnum miðja borgina. Luxem-
burgarmenn hafa leyst málið með
brúm yfir þetta útivistarsvæði þar
sem umferðin fer hátt yfir. Ég
undi mér vel við bókarlestur þarna
í grasinu og umferðin truflaði mig
ekkert.
• Umferð nú svipuð
og á Tjarnarbrú
Ég skil vel að borgarminjavörð-
ur og þjóðminjavörður kjósi helst
að sem minnst sé komið nálægt
Árbæjarsafni. Það er yndislegt að
vera þar með útsýni yfir borgina,
en jafnframt í ró eins og langt
uppi í sveit. En ég er að velta því
fyrir mér nú, hvers vegna þau
lögðu á sínum tíma til við okkur að
staðsetning Vopnafjarðarskemm-
anna yrði færð af holtinu ofan við
safnið og niður, undir þennan
fyrirhugaða veg, og þá i \mestu
nálægð við hann. Sjálf held ég að
fyrir safngesti kunni það að vera
til bóta og auka aðsókn að safninu
að fá í nánd góðar samgöngur og
strætisvagnaferðir á staðinn. Nú
hefur verið komið til móts við
óskir borgarminjavarðar og þjóð-
minjavarðar og vegurinn færður
fjær safninu, en þá nær byggðinni.
Húsin verða í svipaðri fjarlægð frá
veginum og Sogavegarhúsin eru
frá Miklubrautinni. En umferð um
veginn yrði nú svipuð og er á
Tjarnarbrúnni. En á árinu 1995 er
reiknað með að hún verði orðin
svijiuð og nú er á Grensásvegi.
I áætlun um umhverfi og útivist
var Ártúnsholtið skoðað sem ein
heild frá Höfðabakka og niður á
Rafstöðvarveg. Var þannig hug-
myndin að steypa saman í eina
heild svæði Árbæjarsafns og al-
mennu útivistarsvæði. Á undan-
förnum árum hefur verið unnið
eftir því, sléttaðar gamlar gryfjur
til að fá skjólgóðan dal og plantað
9000 stálpuðum trjáplöntum í holt-
ið. Mér finnst því skjóta skökku við
að vilja heldur skera þetta svæði í
tvennt með vegi að Kermóafossi
heldur en að fá veg utan við
svæðið. Nú hefi ég líka séð birtar í
blöðum frá ekki-brúarmönnum
mynd sem sýnir að verði Höfða-
bakkavegi sleppt, þá verði svæðið
milli safnsins og byggðarinnar í
Árbæ tekið undir íbúðarhús. Og
jafnframt að af útvistar- og safn-
svæðinu verði skorið holtið norðan
við undir byggð. Væri það dálítið
meinlegt á ári trésins að byrja á
því að höggva niður „skóginn
okkar". Þetta skyldi þó ekki allt
vera einn liðurinn í örvæntingar-
fullri leit að lóðum á fráteknum
útivistarsvæðum, vegna þess að
aðalskipulagið hefur verið látið
liggja í skúffu og brátt eru engar
byggingalóðir til? En það er annað
mál, sem sjálfsagt á eftir að
skýrast.
Það er mikið vandamerk að
samræma mannlíf í borg og nátt-
úruvernd. Það er eins og að ganga
á streng og auðvelt að detta öðru
hvorum megin út af línunni. í
borg, þar sem fjöldi fólks þarf að
lifa og starfa, er það enn meiri
vandi. Hverfin beggja vegna Ell-
iðaáa sækja ýmislegt hvert til
annars. Fólk mun í æ ríkara mæli
sækja vinnu handan árinnar úr
Breiðholti. Þörfin fyrir þá umferð
mun aukast, þegar Reykjanesbraut
kemur neðan Breiðholtanna og við
bætist umferðin sunnan úr ná-
grannabæjunum. Utreikningar á
umferðinni um sl. áramót segja
ekki mikla sögu, enda byggir
enginn dýra brú og vegatengingu
fyrir eitt ár. Ég get ekki séð með
því að skoða hin nýju gögn, að
forsendur hafi breyst frá 1977. Tel
enn að tenging yfir Elliðaárdalinn
sé og verði óhjákvæmileg og sé þá
farsælast frá umhverfissjónarmiði
að sú tenging verði í einni brú yfir
hjá stíflunni sem fyrir er, hátt yfir
ánum og aðalæð hitaveitunnar
felist þar í. Jafnframt því sem að
sjálfsögðu sé við vegar- og brúar-
gerðina lögð áhersla á að það valdi
sem minnstri röskun á Elliðaár-
dal. - E. Pá.
Þórður Jónsson.
saman og allt fór út af geymun-
um, svo sambandið var farið við
umheiminn. Ég kom ekki veðr-
inu, en sendi það því í Moggann.
Það kemst til veðurstofunnar
næstu daga ef betur viðrar, en
það voru 10—11 vindstig kl. 18.
Fyrr um daginn mun það hafa
farið töluvert yfir 12 vindstig
með aftaka hafróti, snjóéljum og
frosti.
Sprengdi upp
kirkjuna
Kl. 21.00. Rafmagnið komið
aftur, náði í síma til Breiða-
víkur, þar hafði verið ofsalegt
rok, reif nokkuð af járni í
íbúðarbyggingunni, sprengdi
upp kirkjuna og gerði á henni
nokkrar skemmdir. Þá reif rokið
hurðir frá hlöðu í Breiðavík,
heyvagn fauk einnig og varð
alónýtur, og fleiri skemmdir.
Ekki kom ég veðrinu kl. 21.00, og
sendi það því einnig í Moggann,
þar sem ég er með tilskrif til
hans. Þá var veðrið hér komið
niður í átta vindstig með hafróti
og fimm stiga frosti og kominn
alveg hátt vestan.
Kl. 24.00 allt við það sama, fer
að hátta.
26. 2., kl. 9.00. Veðrið hefir
aðeins gengið niður, eru nú sjö
vindstig, en hvassara í éljunum,
þó er ennþá hafrót.
Á ekki von á að frétta meira í
bili, þar sem símalaust er nema
við Breiðavík. Á von á póstinum
um hádegið og læt því þessu
sérstæða fréttabréfi lokið.
Þórður.
Erik Söderholm:
Kemst þótt hægt fari
Opið bréf til Magnúsar Kjartanssonar
Kæri Magnús Kjartansson!
í grein þinni í Mbl. 23. febr.
spyr þú þess, hvort fatlaðir séu
ekki norrænir. Þú vitnar þar í
bréf mitt til Gísla Sigurbjörns-
sonar, forstjórá Elliheimilisins
Grundar, en í því kemur fram,
að við álítum fatlaða vera alveg
jafnnorræna og aðra Islendinga
og viljum því byggja varanlega
uppakstursskábraut við Nor-
ræna húsið.
Þessu til áréttingar ætla ég
rétt að geta þess hér, að 31. 10.
1979 sendi ég sundurliðaða og
vandlega rökstudda umsókn til
Menningarmálaskrifstofunnar í
Kaupmannahöfn um aukafjár-
veitingu til að láta gera við
tröppurnar upp að húsinu og til
að byggja skábrautina. Steinteg-
und sú, er nota skal, kostar um
10 millj. ísl. krónur og þegar þar
ofan á hefur verið lagður tollur
og önnnur aðflutningsgjöld,
verður sú upphæð orðin talsvert
hærri en nemur fjárveitingu
þeirri, sem ætluð er til viðhalds
hússins á þessu ári. Ofan á verð
steinsins bætast svo vinnulaun,
leiga á vélum og margt annað, og
viðgerðin ásamt skábraut er
talin munu kosta a.m.k. 18 millj.
ísl. krónur. Þannig er ekki nokk-
ur leið að leysa vandann, nema
til komi aukafjárveiting frá
Norðurlandaráði.
í bréfi dags. 7. 2. 1980 svaraði
Klas Olofsson, forstjóri Menn-
ingarmálaskrifstofunnar því til,
að Norræna húsið gæti ekki
vænst neinnar aukafjárveitingar
vegna þessa verks, og hann
stingur upp á því að vandinn
verði leystur með því að fram-
kvæma verkið í þremur áföng-
um. Leggi Norræna húsið sjálft
fram 6 millj. árið 1980 og 1981 og
síðan muni Menningarmála-
skrifstofan reyna að leggja fram
þær 6 millj., sem á vantar, árið
1982. Áætlað er, að reynt verði
að kaupa steininn á þessu ári —
jafnvel þótt vitað sé, að hann
kosti meira en 6 millj. — og láta
síðan hefja verkið sumarið 1981.
Það er Norræna húsinu ekki
síður hryggðarefni en þér, að
Norðurlandaráð hafi ekki efni á
að greiða fyrir það viðhald og
viðbyggingar, sem til þarf, vegna
húsa, sem það rekur á Norður-
löndum. Sem stjórnmálamanni
er þér ljóst að hér er um að ræða
pólitíska ákvörðun, sem við í
Norræna húsinu fáum engu um
ráðið. En af því, sem hér að ofan
hefur verið sagt, sem og af
bréfinu, sem þú vitnar í, ætti að
vera ljóst, að af hálfu Norræna
hússins er unnið af fullri alvöru
að því að leysa vandann.
Vinsamlegast
Erik Sönderholm,
forstjóri Norræna hússins.
ALLAR STÆRÐIR a<
PHILIPSog
PHILCO
KÆLISKÁPUM
heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚN 8 - 15655