Morgunblaðið - 01.03.1980, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1980
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230
kr. eintakið.
Skattstiginn
er kjaraatriði
Mótun skattastefnu er stjórnvaldsákvörðun, sem hefur
afgerandi áhrif á ráðstöfunartekjur almennings og
kaupmátt þeirra. Eftir því sem ríkisvaldið tekur stærri
hluta af þjóðartekjum og vinnutekjum almennings til
opinberrar ráöstöfunar — þeim mun minna verður eftir í
höndum fólks til frjálsrar ráðstöfunar og framfærslu
heimila og einstaklinga. Það er því veigamikið kjaraatriði,
hver skattastefna ríkir í landinu.
Ríkisstjórn Olafs Jóhannessonar, sem sat í 13 mánuði, jók
skattflóru Islands um 19 tegundir, eða nálægt þrjú afbrigði
á hverjum tveimur mánuðum sem henni entist aldur. Þessir
skattaukar náðu bæði til tekjusköttunar, sem dróst frá
launatekjum, og hækkunar vörugjalds og söluskatts, sem
rýrði kaupmátt ráðstöfunartekna. Jafnvel margföldun
olíuverðs á heimsmarkaði fjölgaði skattkrónum ríkisins í
benzínverði til almennings.
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokks í síöustu þingkosning-
um hétu því að afnema þessa skattauka fengju þeir til þess
stjórnunaraðstöðu. Fróðlegt verður að sjá, hvern veg ný
ríkisstjórn sinnir skattflórunni og fyrirheitum hana varð-
andi.
Þjóðartekjur hafa skroppið saman á liðnu og líðandi ári.
Sú efnahagslega staðreynd og stefnumörkun þess efnis, að
afnema skuli í áföngum tekjuskatt af launatekjum, leiddi til
tillöguflutnings Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks um
skattstiga, sem fól í sér 16% meðaltalslækkun tekjuskatts
1980. Stjórnarliðið felldi þessa tillögu. Það var hins vegar
ekki í stakk búið sjálft til að ákveða skattstigann.
Framtalsfrestur rennur því senn út, án þess að skatthlutfall
af tekjum framteljenda sé ljóst, sem er fátítt, ef ekki
einsdæmi. En heimilin í landinu bíða skattstiga nýrrar
ríkisstjórnar með mikilli eftirvæntingu, enda fá pólitísk
ákvörðunaratriði, sem hafa jafn afgerandi áhrif á kjara-
stöðu fólks.
Markaðshorf-
ur lagmetis
Morgunblaðið birtir í gær athyglisvert viðtal við ívar
Guðmundsson, aðalræðismann í New York, m.a. um
markaðshorfur fyrir lagmeti í Bandaríkjunum. Hann taldi
markað fyrir alla okkar framleiðslu í Bandaríkjunum. Hún
væri hins vegar of dýr og færi yfir heimsmarkaðsverð. Hér á
vandinn rætur íslenzkri dýrtíðarþróun, sem fært hefur
framleiðslukostnað langt yfir verðþróun á sölumörkuðum.
Þessum vanda hefur verið mætt með tíðum gengislækkun-
um eða gengissigi, sem reynzt hefur óhjákvæmilegt — en
hefur fylgikvilla, vægt sagt.
Ræðismaðurinn rekur og fjölmörg dæmi um gallað
lagmeti á Bandaríkjamarkaði, sem valdið hafi fjaðrafoki
hjá matvælaeftirliti. Nefnir hann m.a. 6000 kassa sendingu
af niðurlögðum hörpudiski, sem reynzt hafi „mestmegnis
vatn“, og hafi nær komið á innflutningsbanni á .þessa
íslenzku vöru í Pennsylvaníu. Keðja hliðstæðra dæma af
íslenzku lagmeti á mörkuðum í Evrópu og Ameríku kallar á
röskleg viðbrögð og skjótar úrbætur.
Ivar Guðmundsson telur að með ströngu gæðaeftirliti, vel
merktum umbúðum, með upplýsingum um innihald, mál og
vog sem treysta megi, eigum við nú einstakt tækifæri til að
koma íslenzku lagmeti á Bandaríkjamarkað. Hann nefnir
léttreykt síldarflök, sem hafi reynzt ágætis vara; kavíar,
sem mikil eftirspurn sé eftir, og smásíld, sem er kjörið
hráefni í sardínuframleiðslu, en þá vöru skortir vestra.
Bendir hann á að smásíld megi veiða í nokkru magni fyrir
Norðurlandi að sumri til.
I ljósi dýrkeyptrar reynslu og markaðsmöguleika, sem
þrátt fyrir allt eru fyrir hendi, þarf að byggja upp íslenzkan
lagmetisiðnað. Þar þurfa gæðakröfur að skipa öndvegið.
Ivar Guðmundsson bendir á að ríkiseinokun á norskum
lagmetisiðnaði hafi veikt samkeppnisstöðu hans vestra og
að Islendingar eigi nú leik á borði, ef þeir aðeins fylgi þeim
markaðskröfum, sem fyrir hendi eru þar í landi.
Sigrún Gísladóttir:
Háttvirtur menntamálaráð-
herra
Árið 1965 lauk ég B.A. prófi frá
Háskóla íslands með þýsku sem
aðalgrein og dönsku sem auka-
grein. Kennslu hef ég stundað á
öllum skólastigum til stúdents-
prófs frá árinu 1961. Síðastliðinn
vetur sótti ég um orlof til ráðu-
neytis yðar fyrir skólaárið 1979—
’80 til að stunda framhaldsnám í
dönsku við Háskóla íslands. Leyf-
ið var veitt og í haust hóf ég nám
við skólann.
Kært til
háskólaráðs
Þann 14. nóv. sl. sendi ég
háskólaráði bréf, þar sem ég lýsti
því yfir að varla væri um kennslu
í danskri tungu að ræða í deildinni
heldur fyrst og fremst kennslu í
hugmyndafræði. Allt kapp væri
lagt á það af hálfu kennara
deildarinnar að innræta nemend-
um pólitísk viðhorf og hugmynda-
fræðileg sjónarmið við úrlausn
verkefna. Eg taldi, að það væri
hlutverk háskólaráðs að fjalla um
það, hvort slíkir kennsluhættir
ættu rétt á sér í dönskukennslu
við Háskóla íslands.
Áður hafði það gerst, að ég fór á
fund kennara deildarinnar og
tjáði þeim, að ég teldi 2 skyldu-
námskeið sem ég sótti, — svo-
nefnd „Málnotkunargreining 11“
(kennarar Peter Rasmussen [P.R.],
Bent Jacobsen [B.J.], Knud E.H.
Pedersen [K.P.], og Lis Pálsson
[L.P.]) og „Færni 11“ (kennarar
Peter Söby Kristensen [P.S.K.],
og L.P.) — þess eðlis, að ekki
væri hægt að skylda nemendur til
að taka þátt í þeim vegna innræt-
ingar í báðum tilfellum og lágkúru
í öðru (þ.e. „Færni II“.) Jafnframt
fundarins lægi á skrifstofu kenn-
ara í Norræna húsinu. I plaggi
þessu var flest ranghermt að því
er mig og málflutning minn varð-
aði. Þetta tjáði ég námsnefnd
bréflega og kvaðst reiðubúin að
hrekja ósannindi „referats"
munnlega, hvenær sem óskað yrði.
Afrit þessa bréfs míns sendi ég
háskólaráði og heimspekideild, en
„Málefni er varða námsefni og
kennsluhætti eru á verksviði
deilda háskólans. Hver einstakur
kennari nýtur akademisks frelsis í
rannsóknum sínum og kennslu.
Því frelsi fylgir m.a. sú ábyrgð að
fara í kennslu ekki út fyrir eðlileg
mörk námsgreinar.
í tilefni af kvörtun Sigrúnar
Gísladóttur um nokkur atriði
dönskukennslu beinir háskólaráð
því til deilda, að þær fylgist
jafnan náið með vali námsefnis,
svo sem fyrir er mælt í 29. gr.
reglugerðar háskólans. Jafnframt
er brýnt að vanda sem best
lýsingu á námskeiðum í kennslu-
skrá.“ Tillagan var samþykkt með
þeirri breytingu, að upphaf 2. mgr.
orðaðist svo: „Að gefnu tilefni
beinir háskólaráð því til
deilda...“
Dönsk
„einokunarstefna44
Þann 5. des. sl. skrifaði ég
háskólaráði bréf vegna bréfs
P.S.K. dags. 21. nóv. sl. til ráðsins,
þar sem ég m.a. skýri frá því að ég
eigi ekki annars úrkosta en hætta
við nám og próf í námskeiðinu
„Andóf gegn ríkjandi hugmynda-
fræði í Danmörku" þar eð hug-
myndafræði P.S.K., sem allt skuli
grundvallast á geti aldrei orðið
grundvöllur að niðurstöðum
mínum, auk þess sem ég treysti
honum ekki til að gæta óhlut-
drægni við mat á prófúrlausnum
mínum. Jafnframt harmaði ég þá
vinnu og þann tíma, sem ég hafði
eytt til einskis.
0PIÐ BREF
TIL MENNTAMA
tilkynnti ég þeim, að ég myndi
láta reyna á það fyrir háskólaráði,
hvort slíkt væri verjandi. Eftir
klukkustundar þóf um málið kom-
ust kennarar að þeirri furðulegu
niðurstöðu, að mér væri ekki skylt
að taka þátt í námskeiðum þess-
um, — héldu víst, að þar með
myndi málið falla niður. Ég skipti
um námskeið, tók í staðinn „Texta-
fræði" (kennarar Lotte Maybom
[L.M.] og K.P.) og „Andóf gegn
ríkjandi hugmyndafræði í Dan-
mörku" (kennarar P.S.K. og B.J.)
og kærði til háskólaráðs eins og
fyrr segir.
Málsmeðferð
Háskólaráð vísaði málinu til
umsagnar heimspekideildar, sem
framsendi það til umsagnar náms-
nefndar í dönsku. Þann 13. des. sl.
var ég boðuð á fund námsnefndar
til þess að gera nánari grein fyrir
kærunni. Á fund þennan mættu
auk námsnefndar (4 kennarar + 4
nemendur) og mín, P.S.K., sem
hafði tekið sérstaklega til kærur
mínar á hendur kennurum, auk
3ja nemenda og eins kennara, sem
ekki áttu sæti í nefndinni.
Af hálfu námsnefndar var mál-
inu snúið við og ég meðhöndluð
sem sakborningur. Til marks um
málsmeðferð má geta þess, að
fundarstjóri var L.M., kona nefnds
P.S.K., en hann dreifði og las á
miðjum fundi bréf, sem var mest-
megnis dylgjur og lygar um mig.
Til gamans má geta þess, að kona
hans L.M. kvað mig vaða í villu,
því marxismi væri vísindi en ekki
hugmyndafræði (— og „vísindin
efla alla dáð“, ekki satt.). —
Fundur þessi stóð í 2 klst. og fór
að mestu fram á dönsku. Fundar-
gerð var ekki lesin í lok fundar og
það var ekki fyrr en mánuði síðar
(16. jan. sl.), að einn kennara í
námsnefnd (B.J.) hringdi til mín
og sagði, að svonefnt „referat"
RAÐHERRA
enginn þessara 3ja aðila hefur
haft áhuga á að komast að hinu
sanna í þessu efni. Námsnefnd
sendi síðan heimspekideild sér-
staka greinargerð sína um málið
m.a. byggðu á nefndu „referati".
Þar víkur námsnefnd ábyrgð á
námsefni og kennsluháttum af sér
yfir á heimspekideild sem ákvörð-
unaraðila og samþykkjanda þess.
Fundur deildarráðs heimspeki-
deildar var haldinn 18. jan. sl. og
var ég boðuð á hann ásamt P.S.K.
og fulltrúa námsnefndar (K.P.).
Málsmeðferð deildarráðs á þess-
um fundi var hneyksli og óþolandi,
að slík vinnubrögð skuli líðast í
æðstu menntastofnun landsins.
Það tók deildarráð innan við 30
mínútur að vísa málinu frá án
þess að minnsta tilraun væri gerð
til að fjalla um það efnislega, enda
enginn áhugi á slíku hjá deilar-
ráðsmönnum.
í bréfi heimspekideildarráðs til
háskólaráðs dags. 25. jan. sl. segir:
1) Að ráðið telji, að engin vit-
neskja hafi komið fram, sem sýni
að kæra Sigrúnar Gísladóttur hafi
við nokkur rök að styðjast" 2) Að
ámælisvert sé, að ég skyldi kæra
beint til „háskólarektors" 3) að
það samþykki, að prófdómari skuli
skipaður til að dæma próf mín
4)„Að vegna neikvæðra áhrifa,
sem blaðaskrif um þetta mál
kunna að hafa fyrir greinina og
kennara hennar, mælir deildarráð
með því að háskólarektor sendi
tilkynningu um það til blaðanna."
Á fundi háskólaráðs 7. febr. sl.
kom fram gagnrýni í málsmeðferð
heimspekideildar.
Ályktunartillaga háskólarekt-
ors um málið var svohljóðandi:
í hinum tveimur námskeiðun-
um, sem ég sótti, þreytti ég hins
vegar próf. Þann 10. jan. sl. var
skriflegt próf í „Textafræði" og þ.
18. jan. sl. skilaði ég prófritgerð í
„Tímabilið ’55 — “. (kennari P.R.)
(Skilafrestur 20. jan.) Vegna þess,
sem á undan var gengið, datt mér
ekki í hug, að prófúrlausnir mínar
fengju heiðarlega umfjöllun, svo
að ég óskaði skriflega eftir próf-
dómara, enda hélt ég að nemendur
ættu kröfu á slíku við aðstæður
sem þessar. Þann rétt reyndust
kennarar einir hafa, en þar sem
aðstaða mín þótti sérstaks eðlis
var farið að óskum mínum. Á
sama tíma gerðist það, að P.R.
óskaði skriflega eftir prófdómara
vegna sín og fór fram á það við
kennara í „Textafræði" (L.M. og
K.P.), að þau skrifuðu undir beiðn-
ina með sér. Að sögn P.R. neituðu
þau að óska eftir prófdómara í
sínu fagi vitandi það, að nemandi
sjálfur hefði ekki rétt til að fara
fram á slíkt. — Finnst yður
ráðherra, að þetta séu eðlileg og
heiðarleg viðbrögð? — Þegar leyfi
fyrir prófdómara var veitt kom
það þeim því í opna skjöldu, enda
þá búin að ákveða sínar einkunnir
og færa í skýrslur.
Þann 28. jan. sl. hringdi P.R. til
mín til að segja mér, að hann væri
mjög óánægður með ritgerð mína
og myndi meta hana lágt. Hann
sagðist hins vegar vilja bjóða mér ,
að taka aftur ritgerðina og myndi
hann aðstoða mig við að lagfæra
hana, þar sem ég hefði ekki eins
og aðrir nemendur í faginu leitað
aðstoðar hans. Þegar á samtalið
leið varð ljóst, að skoðanir okkar
um vinnubrögð og ritgerðarefni