Morgunblaðið - 01.03.1980, Side 19

Morgunblaðið - 01.03.1980, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1980 19 í ályktun um skattamál segir m.a.: Aðalfundur F.Í.S 1980 átelur seinagang sem hefur verið varð- andi breytingu á skattalögum og hvetur til þess að stjórnvöld sjái um að þjóðin búi við skattalegt öryggi og að á hverjum tíma sé vitað hvernig skattalögunum sé háttað og mótmælir aðalfundur- inn afturvirkni skatta, sem hann telur að samræmist ekki landslög- um. Fundurinn vill beina því til yfirvalda að arður af hlutafé njóti sama skattfrelsis og vextir af sparifé. Auk þess ítrekar fundurinnn fyrri yfirlýsingar um að allur atvinnurekstur sé skattlagður á sama hátt burt séð frá rekstrar- formi. í stjórn F.Í.S voru kjörnir þeir Ólafur H. Ólafsson, Richard Hannesson og Sverrir Sigfússon. Fyrir í stjón voru Einar Birnir formaður, Jóhann Ágústsson, Ól- afur Haraldsson og Valdemar Baldvinsson. fóru ekki saman. Ég sagði P.R., að ég væri sjálf ánægð með ritgerð- ina miðað við það efni, sem ég fjallaði um (Skáldsögu eftir A. Bodelsen), og ekki kæmi til greina að breyta henni að hans vilja. Þetta væri mín ritgerð ekki hans. Prófdómari Ásthildur Erlings- dóttir fékk öll prófgögn í hendur fljótlega eftir 18. jan. sl. Það dróst hins vegar á langinn, að einkunnir bærust og það var ekki fyrr en 21. febr. sl., að ég fékk rigerðareink- unn mína ásamt skriflegum rök- stuðningi fyrir henni. Með tilliti til einkunnarinnar 6,5 get ég ekki stillt mig um að birta lokasetn- ingu rökstuðningsins. „Det sprog- lige register er stort og præcist anvendt." Þróunarskáldsögur var eina námskeiðið, sem ég taldi mér vært í á vorönn. Sú varð þó ekki raunin. Eftir að hafa fengið ritgerðarmat í hendur til viðbótar, því sem fyrir var, finnst mér tilgangslaust að halda áfram þessu „námi“. Ég nenni ekki að eyða tíma og kröftum í tímaundirbúning, tímasókn og ritgerðarvinnu til þess eins að gjalda sjálfstæðra skoðana minna og vinnubragða. Frá og með 21. febr. sl. stunda ég því ekki lengur nám við Háskóla Islands. Önnur námskeið sem ég hugðist sækja á vorönn, en hætti við af augljósum ástæðum voru: „Kennslufræði og kennsluaðferð- ir“ (kennarar P.S.K. og Hörður Bergmann) og „Glæpasögur" (kennari L.M.). Próf í „Textafræði" var haldið 10. jan. sl. eins og fyrr segir. Einn aðalþáttur prófsins var túlkun á kvæði. Mér var að sönnu fullljóst, hvers konar túlkunar var vænst, en hafði ekki geð í mér til að túlka mér um hug, auk þess sem ég vildi láta reyna á, hvort gefið væri fyrir kunnáttu eða skoðanir. Mat kenn- ara á prófúrlausn minni eink. 7,0 tekur víst af allan vafa um, að skoðanir vega þar þyngst á métun- um. í 49. gr. reglugerðar um Háskóla íslands segir: „Einkunnir skulu birtar í síðasta lagi þremur vikum eftir hvert próf.“ Prófdómari hef- ur þegar þetta er skrifað (27. febr.), ekki enn skilað einkunn sinni og hefur þó haft prófgögn undir höndum á annan mánuð. Hvað dvelur? Skoðanakúgun Þegar ég hóf nám við Háskóla íslands í haust, var það ætlun mín að ljúka 30 einingum í dönsku og væri hún þá orðin aðalgrein mín samhliða þýsku. Ég bjóst satt að segja við að fara létt með það. Dönsku hef ég talað frá blautu barnsbeini, hef kennt hana í 18 ár og hafði vegna orlofsveitingar nægan tíma til að einbeita mér að námi. En í stað 30 eininga verða þær aðeins 10 og ég held að engum, sem til þekkir, detti í hug, að mat á úrlausnum mínum sé eðlilegt. Sjálf lít ég svo á, að ég hafi verið hindruð í að ná settu marki vegna þess að pólitísk innræting og viðhorf, vanhæfir kennarar og annarlegir kennslu- hættir eru allsráðandi í dönsku- námi heimspekideildar Háskóla íslands. í máli þessu hafa komið fram ótal bréf og skjöl, sem ég mun senda yður í afriti til glöggvunar. Það sem ég hef skýrt yður frá í þessu bréfi eru blákaldar stað- reyndir. Ég tel, að mér hafi verið meinað að stunda nám vegna skoðana minna og nú spyr ég: Er pólitísk innræting og skoðanakúg- un það, sem koma skal í Háskóla íslánds? Reykjavík, 27. febr. 1980 Sigrún Gisladóttir. kennari. Aðalfundur FÍS: Umsvif erlendra heild- sala orðin vandamál hér AÐALFUNDUR Félags islenzkra stórkaupmanna, haldinn í fyrra- dag, bendir í ályktun sinni á, að umsvif erlendra heildsala á ís- landi séu orðin vandamái og bendir jafnframt á veika stöðu islenzkrar heildsöludreifingar og hvetur til þess að innlendri verzl- un verði sköpuð eðlileg starfs- skilyrði þannig að hún geti á jafnréttisgrundvelli keppt við þessa erlendu aðila sem hér borga enga skatta og skyldur og í siauknum mæli sækja inn á islenzka markaðinn. „Heildverzlunin hefur í sumum greinum í allt of miklum mæli flutzt úr landi, þjóðfélaginu til skaða. Nauðsynlegt er að við eflum innlenda verzlun og tryggj- um þannig hag neytenda og höld- um þessari mikilvægu atvinnu- grein innanlands," segir ennfrem- ur í ályktun fundarins. í ályktun um verðlagsmál segir m.a..: Vorið 1978 voru samþykkt lög á Alþingi um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskipta- hætti sem mörkuðu spor fram á veginn til lagfæringar á því úrelta verðlagskerfi sem við höfum búið við frá síðustu heimsstyrjöld. I apríl s.l. var lögunum breytt í veigamiklum atriðum þannig að í raun var við gildistöku þessara breyttu laga í nóvember sl. stigið spor aftur á bak. Aðalfundur Félags íslenzkra stórkaupmanna harmar þessi mistök og skorar á stjórnvöld að breyta verðlagslög- gjöfinni aftur í það horf sem var samþykkt vorið 1978. Aðalfundur F.Í.S. ítrekar fyrri ályktanir um að frelsi í verð- lagsmálum samfara virkri sam- keppni og öflugum neytendasam- tökum tryggi best hag neytenda. Um fimm hundruð erlendir gestir koma til landsins vegna þings Norðurlandaráðs Frá síðasta þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík 1975. Séð yfir þingsalinn í húsakynnum Þjóðleikhússins. til. Einn hádegisverður fyrir þing- fulltrúana verður í boði Alþingis og móttaka verður í sambandi við bókmennta- og tónlistarverð- launaveitingarnar. Þá kvaðst Friðjón gera ráð fyrir að hinir ýmsu stjórnmálaflokkar myndu halda boð fyrir fulltrúa bræðra- flokka sinna á þinginu. Sem fyrr segir munu alls koma hingað til lands um 500 erlendir gestir vegna þingsins, og sagði Friðjón margt af þekktu fólki vera þar á meðal. Til dæmis kæmu forsætisráðherrar allra Norður- landanna til þingsins, þeir Kovi Visto frá Finnlandi, Nordli frá Noregi, Jergensen frá Danmörku og Fálldin frá Svíþjóð Af öðrum kunnum mönnum sagðist hann geta nefnt Oluf Palme fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar og nú- verandi forseta Norðurlandaráðs, K.B. Andersen frá Danmörku, Erlend Patursson frá Færeyjum, Knut Frydenlund frá Noregi og fleiri og fleiri. Það er sem fyrr segir Alþingi sem sér um undirbúning þingsins hér á landi í samvinnu við Ferða- skrifstofu ríkisins. Friðjón Sigurðsson skrifstofustjóri Alþingis. Ljósm: Ólafur K. Mag. Rætt við Friðjón Sigurðsson skrifstofustjóra Alþingis um þingið og undjrbúning þess Þing Norðurlandaráðs hefst í Reykjavík á mánudaginn þann þriðja marz og stendur þar til á föstudaginn. Það er Alþingi sem hefur veg og vanda af undirbún- ingi þingsins, og af því tilefni sneri Morgunblaðið sér til Frið- jóns Sigurðssonar skrifstofu- stjóra Alþingis og spurði hann nánar um þingið og störf þess. Friðjón sagði þingið verða sett í Þjóðleikhúsinu, þar sem allir þingfundir verða haldnir. Auk þess verða ýmsir fundir haldnir í sölum Alþingis, í Hæstarétti og Arnarhvoli og bókmennta- og tón- listaverðlaun verða afhent við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Að sögn Friðjóns eru þingfulltrúarnir á þingum Norðurlandaráðs sam- tals 78 talsins. Alls munu hins vegar koma hingað um það bil 500 erlendir fulltrúar vegna þingsins, þar á meðal um það bil 50 ráðherrar, embættismenn, blaða- menn, fulltrúar ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna, starfslið Norðurlandaráðs og fleiri. Friðjón taldi erfitt að segja fyrir um hver yrðu aðalmál þings- ins, en meðal þeirra væru þó efnahagsmál, orkumál, rannsókn- armálefni og rætt verður um fjármál. Þá verður Nordsat á dagskrá og rætt verður um aðild Grænlendinga að ráðinu, en um þessi tvö síðasttöldu mál verða þó ekki teknar neinar ákvarðanir á þessu þingi. Varðandi það, hvort ekki væri erfiðleikum bundið fyrir íslendinga að halda svo fjölmennt þing, sagði Friðjón það vissulega vera svo, en þó væri öll aðstaða hér vel við unandi. Þjóðleikhúsið væri ef til vill tæplega nægilega rúmgott fyrir þinghaldið, en þó vel við unandi. Aðstaða fyrir blaða- menn væri þar til dæmis ágæt, síst verri en á öðrum þingstöðum Norðurlandaráðs. Friðjón sagði nokkuð verða dregið úr veisluhöldum í tengslum við þinghaldið að þessu sinni; ekki verða til dæmis móttökur í sendi- ráðunum eins og venja hefur verið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.