Morgunblaðið - 01.03.1980, Síða 20

Morgunblaðið - 01.03.1980, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1980 Stykkishólmur: Bát rak á land Skólahljómsveit Mosfellssveitar. Skólahljómsveit Mosfellssveitar leikur í Hlégarði SKÓLAHLJÓMSVEIT Mosfellssveitar heldur sina árlegu tónleika i Hlégarði laugardaginn 1. mars kl. 16. Hljómsveitin hefur starfað um árabil og taka um 70 börn og ungmenni þátt í starfinu á þessum vetri. Að undanförnu hafa börnin ásamt foreldrafélagi unnið að fjáröflun og ýmsum undirbúningi fyrir ferðalag sem fyrirhugað er i vor til Svíþjóðar og Danmerkur. Skattaleiðbeiningarþjónusta Stykkishólmi. 29. febr. EKKI hefir gefið á sjó nú um skeið og eiga hér allir bátar net sín í sjó. í seinustu viku lögðu þeir netin en gátu aðeins einu sinni vitjað um þau og var þá afli lítill enda ekki komin veruleg ganga á þessi mið. Reynt verður strax og veður leyfir að vitja um netin og má búast við einhverju tjóni eftir þennan mikla veðurofsa ef að líkum lætur. M.b. Þorgeir, sem Út- Leiðrétting FÖÐURNAFN Önnu Maríu Arn- ardóttur misritaðist í blaðinu í gær í texta undir mynd af sjúkra- liðum. Biðst blaðið velvirðingar á þeim mistökum. Vinningsnúmer VINNINGSSKRÁ yfir Lukku- daga í febrúar. 1. 8872 SANYO-litasjónsvarp. 2. 2899 KODAK A.L.-myndavél. 3. 959 Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanum. 4. 18000 KODAK EK 100-mynda- vél. 5. .20707 SHARP-vasatölva. 6. 7088 SHARP-vasatölva. 7. 7068 KODAK EK 100-mynda- vél. 8. KODAK A.L.-myndavél. 9. 18550 Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanum. 10. 23514 KODAK A.L.-myndavél. 11. 6319 SHARP-vasatölva. 12. 4415 KODAK A.L.-myndavél. 13. 25224 KODAK A.L.-myndavél. 14. 593 KODAK EK 100-mynda- vél. 15. 13063 Hljómplötur að eigin vali frá Fáfkanum. 16. 15376 KODAK A.L.-myndavél. 17. 4516 PHILIPS-vekjaraklukka m/útvarpi. 18. 26031 SHARP-vasatölva. 19. 15478 Vöruúttekt að eigin vali frá Liverpool. 20. 3205 TESAI-ferðaútvarp. 21. 29764 Skáldverk Kristmanns Guðmundssonar frá A.B. 22. 2794 SHARP-vasatölva. 23. 19417 SHARP-vasatölva. 24. 16389 BRAUN LS 35-krullu- járn. 25. 20436 KODAK EK 100-mynda- vél. 26. 20228 Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanum. 27. 5259 Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanum. 28. 5260 Reiðhjól að eigin vali frá Fálkanum. 29. 17215 KODAK EK 100-mynda- vél. Ósóttir vinningar í janúar: 4. 980 Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanum. 7. 20440 Hljómplötur að eigin vaii frá Fálkanum. 15. 1646 TESAI-ferðaútvarp. 18. 20853 KODAK Ektra-mynda- vél. 21. 29546 KODAK EK 100-mynda- vél. 23. 21677 Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanum. 29. 24899 TESAI-ferðaútvarp. 30. 14985 TESAI-ferðaútvarp. 31. 1682 Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanum. Kaffisala KVENFÉLAG Breiðholts mun hafa kaffisölu í Breiðholtsskóla að aflokinni messu Breiðholtssafnað- ar þar í skólanum á sunnudaginn kemur. Allan afrakstur kaffisöl- unnar ætla konurnar að gefa í byggingarsjóð Breiðholtskirkju. Byggingarframkvæmdir eru þegar hafnar við kirkjuna, búið er að steypa sökkla og unnið er að því að fylla í grunninn. Að því búnu verður kjallarinn steyptur upp. gerðarfélag Stykkishólms, sem hætt er störfum fyrir nokkru, átti og gerði út, hefir legið úti á legu í nokkur ár, en nú slitnuðu festarnar og rak bátinn í land. Fréttaritari. Norræna æskulýðs- ráðstefnan hefst í dag NORRÆNA æskulýðsráðstefnan, sem haldin er hér í tengslum við Norðurlandaráðsþingið, hefst í dag. Gylfi Kristinsson fram- kvæmdastjóri Æskulýðssam- bands íslands setur ráðstefnuna kl. 9 árdegis og einnig ávarpar væntanlegur forseti Norður- landaráðsþingsins, Matthías Á. Mathiesen alþm., ráðstefnugesti. Á dagskrá í dag eru tveir málaflokkar, þ.e. „Staða íslands í norrænni samvinnu" og mun Frið- jón Þórðarson dómsmálaráðherra flytja framsögu um það mál og „Hlutverk æskunnar í norrænni samvinnu", en þar mun Dagbjört Höskuldsdóttir flytja framsögu. Síðari hluta dagsins heimsækja ráðstefnugestir forseta Islands að Bessastöðum. Ráðstefnunni lýkur á morgun, en hluti hópsins mun sitja sem áheyrnarfulltrúar á þingi Norður- landaráðs í næstu viku. Leiðrétting ÞAU mistök urðu við myndbirt- ingu með ritdómi Erlends Jóns- sonar í Morgunblaðinu í gær um bók Kjartans Ólafssonar hagfræð- ings um Sovétríkin, að birt var mynd af Kjartani Ólafssyni fyrr- um alþingismanni og ritstjóra. Eru viðkomandi aðilar beðnir velvirðingar á þessum mistökum. ORATOR, félag laganema í Háskóla íslands, hefur ákveðið að setja á fót skattaleiðbein- ingarþjónustu fyrir almenn- ing. Verður aðstoð þessi tvíþætt. Fólki gefst kostur á að hringja í sima 21325 og leita þar svara við einstökum spurn- ingum er lúta að gerð skatt- framtala, endurgjaldslaust, á þeim tíma, sem þjónustan starf- ar. Jafnframt því gefst fólki kostur á að leita til laganema, sem verða til viðtals í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskólans, og verður þar veitt aðstoð við útfyllingu skattframtala ein- staklinga gegn vægu gjaldi. Orator hefur um nokkurt skeið kannað möguleika á því að koma á fót lögfræðiaðstoð fyrir almenning og standa vonir til, að unnt verði að hefja þá starfsemi næsta haust. Vegna sérstakra aðstæðna nú, m.a. vegna breyttra laga og fram- talseyðublaðs, er líklegt, að margir eigi í erfiðleikum með gerð skattframtala sinna. Ákvað félagið því að koma á fót þessari skattaleiðbeiningarþjónustu. Þeir, sem óska eftir beinni aðstoð við gerð framtala sinna, þurfa sem fyrr segir að koma til viðtals í Lögbergi. Ekki verður tekið við tímapöntunum, en framteljendur aðstoðaðir í þeirri röð, sem þeir koma. Til að þjónustan komi að fullum not- um, verða þeir, er hyggjast notfæra sér hana, að hafa með- ferðis öll nauðsynleg gögn. Er hér sérstaklega áréttað, að menn hafi með sér fasteigna- matsseðil og fasteignagjalda- seðil ársins 1979, svo og yfirlit yfir innstæður og vexti um síðustu áramót, auk annarra gagna er við eiga. Fyrir þessa beinu framtalsaðstoð verður innheimt vægt gjald og verður það kr. 8.000 fyrir venjulegt skattframtal einstaklings. Þessi skattaþjónusta Orators mun standa yfir í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskólans (sem stendur austanvert í skeifunni við H.í), dagana 29. febrúar til 10. marz sem hér segir: Virka daga frá 19.40 til 22.00, laugar- daga kl. 10 til 18 og sunnudaga kl. 13 til 18. „Ummæli aðalræðismannsins verður að kalla óhróður“ segir Gylfi Þór Magnússon framkvæmdastjóri Sölustofnunar lagmetis „ÞAÐ er óþolandi að aðalræðismaður Islands í Bandaríkjunum sé með slíkar yfirlýsingar, sem fram komu í Morgunblaðinu í gær. Þar er beinlínis farið með rangt mál, eða tæpt þannig á hlutunum að leiðir til neikvæðra ályktana. Aðalræðismaðurinn ívar Guð- mundsson hefur ekki rætt þessa hluti við fulltrúa Sölustofnunar lagmetis né heldur framleiðendur til þess að fá viðkomandi upplýsingar staðfestar, eða til þess að átta sig á hinum raunverulegu vandamálum iðnaðarins varðandi sölumál í Banda- rfkjunum,“ segir Gylfi Þór Magnússon framkvæmdastjóri Sölu- stofnunar lagmetis m.a. í athugasemd sinni við ummæli ívars Guðmundssonar aðalræðismanns í New York i Mbl. í gær þar sem hann fór hörðum orðum um íslenzka lagmetið. „Uppbyggingarstarf það sem hefur á möguleikum íslenzks fram hefur farið í Bandaríkjun- um s.l. fjögur ár á vegum Sölustofnunar með starfrækslu dótturfyrirtækis er tilraun sem skilað hefur gífurlega mikils- verðum upplýsingum fyrir fram- leiðendur um möguleika og sam- keppnishæfni vörutegunda þeirra. Árangur hefur náðst í sölu einstakra vörutegunda þó ekki hafi tekist að ná fullnægj- andi veltu til rekstrar eigin söluskrifstofu. Þess vegna hefur sölustarfið verið endurskipulagt. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Sölustofnunar, sem skilað hefur mjög góðu starfi hefur tekið að sér einkaumboð fyrir vöruteg- undir Sölustofnunar. Stafar það einfaldlega af því áliti sem hann lagmetis. Beztur árangur hefur náðst í sölu Kippers, sem verið hefur meginuppistaða útflutningsins til Bandaríkjanna. Góðar vonir eru bundnar við niðurlagðar síldarafurðir og kavíar. Hefð- bundnar vörutegundir á Evróp- umarkaði, s.s. lifur og þorsk- hrogn, munu ekki ná sölu svo neinu nemi. Vörutegundir eins og sardínur og rækja og jafnvel murta eru það dýrar að mark- aðurinn í Bandaríkjunum er ekki tilbúinn að greiða það verð sem framleiðendur hér heima þurfa nema í óverulegu magni. Birgðir af sardínum og murtu hafa verið til í landinu meira og minna undanfarin þrjú ár. Ymislegt hefur mátt finna að matvælaiðn- aði hér á landi og er lagmetisiðn- aðurinn sem á margan hátt hefur átt við erfiðar rekstrarað- stæður að stríða engin undan- tekning. Unnið er markvisst að auknu gæðaeftirliti í verksmiðj- unum og hjá hinum opinberu matsaðilum í samvinnu fram- leiðenda, rannsóknarstofnana og ráðuneyta. Mistök hafa átt sér stað í útflutningi lagmetis, en að saga útflutnings til Bandaríkjanna sé nær eingöngu sögur um „Mest- megnis vatn í dósum“, „ónothæf- ar dósir sem bólgni við geymslu", „óþverra og ónot- hæft“, „gamlar birgðir" sem skilað hafi verið frá öðrum löndum og framleitt árið 1975 o.s.frv. er framsetning hjá aðal- ræðismanninum sem lýsa verður með orðinu óhróður. Engar kvartanir hafa borizt frá Saudi- Arabíu til Sölustofnunar lag- metis né til söluskrifstofunnar í Bandaríkjunum, enda gefnar allt aðrar og viðskiptalega eðlilegar skýringar á því að af frekari viðskiptum varð ekki. Murtan sem sagt er að hafi verið fram- leidd árið 1975 var raunverulega framleidd 1978 og afgreidd af lager framleiðandans og getgát- ur um endursenda murtu frá Danmörku og Þýzkalandi eru tilbúningur einn. Viðtal við mann í stöðu aðal- ræðismanns, er lesið af við- skiptaaðilum vestan hafs og austan og ef ívar Guðmundsson heldur að með slíkum óhróðri sé rétt eftir honum haft, sé verið að vinna iðnaðinum gagn, er hann á villigötum," sagði Gylfi Þór Magnússon að síðustu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.