Morgunblaðið - 01.03.1980, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1980
Stykkishólmur:
Landkrabbar —
nýtt íslenzkt leikrit frumsýnt
Stykkishólmi. 28. febrúar.
LEIKFELAGIÐ Grímnir í
Stykkishólmi frumsýnir
um næstu helgi nýtt ís-
lenzkt leikrit eftir Hilmar
Hauksson sjávarlíffræðing,
og nefnist leikritið Land-
krabbar.
Þetta er í fyrsta skipti sem
verkið er sett á svið. Leik-
urinn gerist í frystihúsi úti
á landi. Sextán leikarar
flytja hlutverkin átján, auk
hljóðfæraleikara, en marg-
ir söngvar eru í sýningunni.
Leikstjóri er Þórunn
Pálsdóttir leikari.
Fyrsta sýning verður í
Félagsheimilinu í Stykk-
ishólmi sunnudaginn 2.
marz n.k. kl. 20.
Önnur sýning er ákveðin
þriðjudaginn 4. marz á
sama stað.
Fréttaritari
HAfundurinn . Ililmar Ilauks-
son og leikstjórinn, Þórunn
Pálsdóttir.
Frá lögreglunni:
Vitni vantar
að ákeyrslum
SLYSARANNSÓKNADEILD
lögreglunnar í Reykjavík hefur
beðið Morgunblaðið að auglýsa
eftir vitnum að cftirtöldum
ákeyrslum í borginni. Þeir, sem
geta veitt upplýsinKar um þessi
mál eru bcðnir að hafa samband
við deildina sem alira fyrst.
Mánudaginn 18. febr. sl. var
ekið á bifreiðina R-48, sem er
Peugeot fólksbifr., græn að lit á
bifreiðastæði við Fossberg á
Skúlagötu 63. Átti sér stað frá kl.
9.00 til 12.00. Bifreiðin er skemmd
á hægra framaurbretti og er grár
litur í skemmdinni.
Miðvikudaginn 20. febr. sl. var
ekið á bifr. R-187, sem er Fiat
fólksbifreið rauð að lit. Átti sér
stað iim kl. 21.00 við biðskýli
S.V.R. við Háaleitisbraut, að norð-
an verðu við biðskýlið. Tjónvaldur
er brún og hvít bifreið og var kona
ökumaður á bifreiðinni. Er öku-
maður þessi vinsamlega beðin að
hafa samband við lögregluna.
Skemmd á R-187 er á vinstra
afturhorni.
Föstúdaginn 22.2 sl. var ekið á
bifreiðina R-29441 sem er Sun-
beam fólksbifreið brún að lit. Átti
sér stað er bifreiðinni R-29441 var
ekið á hægri akrein á Skúlagötu er
Skoda bifreið var ekið framúr á
vinstri akrein og árekstur varð.
Var á milli Barónsstígs og Vita-
stígs á vesturleið. Skemmd á
R-29441 er á vinstra framaur-
bretti svo og framhöggvari
skemmt. Er Ijósblá eða hvít máln-
ing í skemmdinni.
Föstudaginn 22.2. sl. var ekið á
bifreiðina G-11339 sem er Austin
Mini fólksbifreið, vínrauður á
móts við Stjörnuskóbúðina við
Stjörnubíó. Átti sér stað frá kl.
9.30 til kl.10.00. Skemmd á G-
11339, er á hægra framaurbretti.
Laugardaginn 23.2. sl. var ekið á
bifreiðina G-7900, sem er Volvo,
fólksbifreið gul að lit. Átti sér stað
eftir kl. 20.00 og á bifreiðastæði
við Kirkjutorg 6. Skemmd á bif-
reiðinni er á vinstri framhurð og
er svart í skemmdinni eins og eftir
gúmmí.
Sunnudaginn 24. febr. var til-
kynnt að ekið hefði verið á bifreið-
ina R-57669, sem er Volkswagen
Passat gulur að lit á bifreiðastæði
við Eskihlíð 22. Skemmd á bifr. er
á hægra framaurbretti.
Fimmtudaginn 28. febr. var
tilkynnt að ekið hefði verið á
bifreiðina G-2388, sem er Ford
Fíesta rauð að lit. Átti sér stað á
Amtmannsstíg við 4. eða 5.
stöðumæli neðanfrá talið frá
Lækjargötu milli kl. 11.00 til 13.00.
Skemmd á bifreiðinni er á vinstri
hurð og er skemmdin í höggvara-
hæð.
Veður
Akureyri 4 alskýjað
Amsterdam 8 C0 f o>
Aþena 8 skýjaó
Barcelona 14 mistur
Berlín 4 skýjaó
BrUssel 10 skýjaó
Chicago -2 skýjaö
Feneyjar 8 þokumóöa
Frankfurt 3 skýjaö
Gent 4 skýjaó
Helsinki 2 skýjaö
Jerúsalem 10 skýjaó
Kaupmannahöfn 0 heióskírt
Las Palmas 18 léttskýjaó
Líssabon 16 heiöskírt
London 11 heióskírt
Los Angeles 22 skýjaö
Madríd 10 heíóskirt
Malaga 16 léttskýjaö
Mallorca 14 léttskýjaó
Miami 24 heiöskírt
Moskva -2 heióskírt
New York 0 heiðskírt
Osló 2 heióskírt
París 7 skýjaó
Reykjavík 2 haglól
Rio de JaneirO 38 skýjaó
Róm 13 heióskírt
Stokkhólmur 2 skýjað
Tel Aviv 16 skýjaó
Tókýó 33 heióskírt
Vancouver 13 skýjaó
Vínarborg 0 skýjaó
Stórsekta kraf izt
af landhelgisbrjót
Frá fréttaritara-Morgunblaðsins.
Góðvon. Grænlandi. í gær.
LANDSRÉTTURINN á Græn-
landi tók til dóms í dag mál
vestur-þýzka verksmiðjutogar-
ans „Heidelberg“ sem var tekinn
að meintum ólöglegum veiðum
íslandsmegin miðlínunnar milli
íslands og Grænlands aðfaranótt
19. febrúar.
Skipstjórinn neitaði því í rétt-
arhöldum í dag að hann hefði flúið
undan eftirlitsskipinu „Ingólfi" og
hélt því fram að þar sem hann
hefði fengið mótsagnakenndar
fyrirskipanir hefði hann ákveðið
að sigla til Suðureyja þar sem
hann hefði heyrt um góða veiði.
Ákæruvaldið segir að flóttinn
muni þyngja refsinguna sem skip-
stjórinn eigi að fá fyrir ólöglega
veiði.
Þess er krafizt að afli og
veiðarfæri verði gerð upptæk og
að skipstjórinn qg útgerðin verði
dæmd í 1,2 milljón danskra króna
refsingu eða kr. 600.000 hvor aðili.
Talið er að dómur verði kveðinn
upp á mánudag.
Allon látinn
Tel Aviv, 29. febrúar. AP.
YIGAL Allon, fyrrverandi utan-
ríkisráðherra ísraels, sem með
friðaráætlun sinni á vesturbakka
Jórdan mótaði israelska utan-
rikisstefnu um níu ára skeið, lézt
i dag, 61 árs að aldri. Banamein
hans var hjartaslag.
Utför Allons verður gerð á
sunnudag í Ginossar á vegum
ísraelska hersins sem hann átti
þátt í að stofna. Menachem Begin
forsætisráðherra kallaði hann
„hetju, einn af frábærustu yfir-
mönnunum í sjálfstæðisstríðinu."
Allon var varaforsætisráðherra
Goldu Meir og utanríkisráðherra
Yitzhak Rabin og átti sæti í fyrstu
ísraelsku nefndunum sem sömdu
við Araba um bráðabirgðafyrir-
komulag er leiddi til friðarsamn-
ings Israelsmanna og Egypta.
Fréttir hermdu að Allon hefði átt
leynifundi með Arabaleiðtogum
og Rússum til að koma á friði, en
tilraunir hans mistókust.
Stjórn Begins hafnaði friðsam-
legri áætlun Allons um samkomu-
lag við Araba, en Allon-áætlunin
hefur haft varanleg áhrif á hug-
myndir um lausn mála á vestur-
bakkanum og er undirstaða stefnu
Verkamannaflokksins.
Kriangsak
boðar afsögn
Bangkok, 29. marz. AP.
KRIANGSAK Chomanan. forsæt-
isráðherra Thailands. sagði af
sér i dag vegna vaxandi þrýst-
ings í kjölfar óvinsællar olíu-
verðshækkunar.
Talið er að annað hvort myndi
hann nýja stjórn eða að Prem
Tinsulanonda landvarnarráðherra
verði falin stjórnarmyndun.
Stjórnarskiptin munu ekki hafa
áhrif á stuðning Thailendinga við
Bandaríkjamenn í utanríkismál-
um eða hlutleysi þeirra í deilu
Víetnama og Kínverja. Kriangsak
hefur verið forsætisráðherra
síðan bylting var gerð í nóvember
1977.
Þetta gerðist
1974 — Sjö embættismenn
ákærðir vegna Watergate-máls-
ins.
1970 — Rhódesía rýfur síðasta
sambandið við Breta.
1966 — Sovézk geimflaug lendir
á reikistjörnunni Venusi.
1961 — John F. Kennedy forseti
stofnar Friðarsveitirnar.
1959 — Makarios erkibiskup
snýr aftur til Kýpur úr útlegð.
1954 — Fyrsta ráðstefna Sam-
taka Ameríkuríkja (OAS) í
Caracas = Fimm þingmenn sær-
ast í skotárás í bandaríska
þinginu.
1952 — Fyrstu þingkosningarn-
ar haldnar á Indlandi.
1950 — Klaus Fuchs fundinn
sekur um að afhenda Rússum
kj arnorkuleyndarmál.
1935 — Saar skilað Þjóðverjum.
1932 — Syni Charles Lind-
berghs flugkappa rænt.
1918 — Þjóðverjar taka Kiev.
1905 — Orrusta Rússa og Jap-
ana við Mukden hefst.
1896 — Italir bíða ósigur fyrir
Eþíópíumönnum við Adowa.
1870 — Stfið Paraguay við
Brazilíu, Argentíu og Uruguay
hefst.
1815 — Napoleon gengur á land
í Frakklandi og Loðvík XVIII
flýr.
1811 — Fjöldamorð Mehmet Ali
á Manelúkum í Egyptalandi.
1767 — Karl konungur II rekur
Jesúíta frá Spáni.
1562 — Fjöldamorðin á Húgen-
l.marz
ottum í Vassy og fyrsta
trúarstríðið í Frakklandi hefst.
1553 — Heidelberg-bandalagið
stofnað.
1498 — Floti Vasco da Gama
finnur Mósambík.
Afmæli — Theophile Declassé,
franskur stjórnmálaleiðtogi
(1852—1923) = Oskar Kokoschka,
austurrískur listmálari (1886—
1980) = Leo páfi XIII (1810-
1903).
Andlát — 1643 Girolamo
Frescobaldi, tónskáld = 1883
Gorchakov fursti, stjórnmála-
leiðtogi = 1938 Gabriele d’Ann-
unzio, rithöfundur.
Innlent - 1970 Aðild að EFTA
hefst = 1964 d. Davíð Stefánsson
skáld = 1721 d. Lauritz Gottrup
lögmaður = 1301 d. herra Oddur
Þorvarðarson = 1639 d. síra
Ólafur Egilsson = 1834 Boðsbréf
til íslendinga um útgáfu „Fjöln-
is“ = 1850 „Prótest" síra Svein-
björns Hallgrímssonar við banni
við útkomu „Þjóðólfs" = 1924
Landsbankahúsið nýja tekið í
notkun = 1940 Vb. „Kristján"
kemur að landi eftir 12 daga
hrakninga = 1950 Vantraust á
ríkisstjórn Ólafs Thors sam-
þykkt = 1968 Flóð á Selfossi =
1978 Mótmælaverkfall = 1913 f.
Ólafur Jóhannesson.
Orð dagsins — Friður, í alþjóða-
málum: tími til að hafa rangt við
milli stríða — Ambrose Bierce,
bandarískur rithöfundur
(1842-1914?).
Fimleikar
Fimleikar
Meistaramót 17—20 ára veröur haldiö ííþróttahúsi Kennaraháskóla íslands viö Stakkahlíö
sunnudaginn 2. marz 1980 kl. 14.30. Komið og sjáiö spennandi keppni.
__________________ Fimleikasamband íslands