Morgunblaðið - 01.03.1980, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1980
25
óbeinna skatta. Hvaða skattform
verður fyrir valinu skiptir í þessu
sambandi ekki máli.
En miðað við hefðbundin vinnu-
brögð Alþýðubandalagsins í efna-
hagsmálum, sem má treysta á með
næstum jafnöruggri vissu og á
svörun tilraunadýranna við ytri
áreitni í rannsóknum Pavlovs,
mætti vel segja mér að slík aðgerð
væri nú í skoðun. Trúlegt er, að
hún verði ekki boðuð í væntanlegu
fjárlagafrumvarpi heldur tekin sú
ákvörðun að bíða með hana eitt-
hvað lengur fram á vorið.
Erlendar
lántökur
stórhækka
Þegar minnihlutastjórn Al-
þýðuflokksins tók við völdum lágu
eftirfarandi upplýsingar m.a.
frammi í fjármálaráðuneytinu um
lántökur og lántökuáform:
1. Erlendar lántökur voru áætlað-
ar í lánsfjáráætlun 1979 38.9
milljarðar kr. Lántökurnar fóru á
árinu 11.6 milljörðum fram úr
þessari áætlun og reyndust verða
50.6 milljarðar kr.
2. Framreiknuð lánsfjáráætlun
1979 til verðlags 1980 (þ.e.a.s.
sama „magn“ erlends gjaldeyris
að láni 1980 og 1979) nam 58
milljörðum og framreiknaðar
raunverulegar lántökur 1979
samkv. verðlagi ársins 1980 námu
69 milljörðum.
3. Gjaldeyrisleg lántökuþörf að
mati Seðlabankans nam 65 millj-
örðum kr.
4. Lántökuáform erlendis sam-
kvæmt mati Seðlabankans máttu
ekki fara fram úr 70 milljörðum
kr. ef ekki ætti að taka ófyrisjáan-
lega áhættu um skuldabyrði og
greiðslubyrði af erlendum lánum.
5. Erlend lántökuáform ríkis-
stjórnar Ólafs Jóhannessonar
stefnu í að minnsta kosti 85
milljarða kr.
Minnihlutastjórn Alþýðuflokks-
ins tók þessar upplýsingar sem og
lántöku- og framkvæmdaáform
fyrri ríkisstjórnar til meðferðar.
Ríkisstjórnin samþykkti, að láns-
fjár- og framkvæmdaáætlun
skyldi miðuð við, að erlendar
lántökur færu ekki fram úr ca. 70
milljörðum kr. og yrðu erlend
lántökuáform þannig lækkuð um
15 milljarða kr. frá fyrstu áform-
um ríkisstjórnar Ólafs Jóhannes-
sonar þannig að ekki væri farið
fram úr þeirri erlendu lántöku-
fjárhæð, sem Seðlabankinn taldi
verjandi.
Var öll framhaldsvinna, sem
unnin var til undirbúnings láns-
fjáráætlunar í tíð minnihluta-
stjórnar Alþýðuflokks, við þetta
miðuð.
Lokaúrræðið til þess að ná
saman endum í framkvæmda- og
útgjaldaáformum ríkisstjórnar
Gunnars Thoroddsens getur hins
vegar vart annað orðið en til
viðbótar við skattahækkanirnar
að hverfa frá þessari stefnu í
erlendum lántökum og fara á ný
upp fyrir það lántökumark, sem
Seðlabanki íslands telur óhætt.
Landbúnaðarráðherra hefur raun-
ar nú þegar boðað um 10 milljarða
króna nýjar lántökur vegna út-
flutningsbótavanda landbúnaðar-
ins — 3 milljarðar vegna vanda
ársins 1979 og 6.8 milljarðar vegna
vanda ársins 1980. Mér virðist því
líklegt að niðurstöðutala erlendra
lána á árinu 1980 stefni fyrr en
varir í 100 milljarða.
Fjárlagakálfar
Þriðja „Pavlovska viðbragð" Al-
þýðubandalagsins við „ytri
áreitni" í efnahagsmálum — þ.e.
a.s. hefðbundið úrræði Alþýðu-
bandalagsins við þessar aðstæður
— er mjög einfalt. Sem sé að
leggja fram og láta afgreiða ófull-
burða Uárlagafrumvarp, eins kon-
ar „Ófullgerða ríkisfjármála-
hljómkviðu Ragnars Arnalds".
Hvernig þá? Með þeim hætti að
taka út úr fjárlögum tiltekin
fjárlagaviðfangsefni — láta eins
og þau séu ekki til — en leysa þau
eftir á með sérstökum lögum; eins
konar fjárlagakálfum.
Dæmi um þetta hefur þegar
verið gefið. Skömmu fyrir þinghlé
lagði Ragnar Arnalds fram frum-
varp til laga um heimild til þess
að veita Framleiðsluráði landbún-
aðarins ríkisábyrgð fyrir láni að
upphæð 3 milljarðar kr. sem
notast skyldi í viðbótarútflutn-
ingsbætur. En í 2. gr. frumvarps-
ins var sagt, að ríkissjóður ætti að
annast unj greiðslur á öllum
kostnaði, vöxtum og afborgunum
vegna lánsins.
Slíkt frumvarp hefur aldrei fyrr
verið flutt á Alþingi. Auðvitað er
hér ekki um að ræða venjulegt
ábyrgðarheimildarfrumvarp um
ríkisábyrgð vegna lántöku þriðja
aðila. Hér er einfaldlega um að
raæð viðbótarútflutningsbætur úr
ríkissjóði að upphæð 3 milljarðar,
sem fjár er aflað til með lántöku,
sem ríkissjóður greiðir. M.ö.o.
dæmigert fjárlagamál, en sem
leyst er utan fjárlaga með eins
konar fjárlagakálfi.
Þessi nýju vinnubrögð eru svo
lúðvízk, að það bókstaflega getur
ekki gerzt, að Alþýðubandalagið
láti þar við sitja. Fyrir „Pavlovsk
viðbrögð" þeirra í efnahagsmálum
er þessi nýja hugdetta um
fjárlagakálfana hrein himnasend-
ing. Annar eins happadráttur hef-
ur ekki hlaupið á færi Alþýðu-
bandalagsmanna síðan þeim
hugkvæmdist 1972 að breyta bara
gengi íslensku krónunnar með
gengissigi í stað opinberrar geng-
islækkunar þannig að þótt gengi
íslenzku krónunnar hafi aldrei
sigið eins hratt og á meðan Svavar
Gestsson var bankamálaráðherra
þá er Alþýðubandalagið auðvitað
algerlega á móti gengislækkun.
Hvaða fjárlagamál mumi svo
stjórnarsinnar leysa með útgáfu
fjárlagakálfa? Auðvitað mál eins
og jöfnun kyndikostnaðar. Senni-
lega viðbótarútflutningsbætur
vegna verðlagsársins 1979—1980.
Að öllum líkindum fjáröflunar-
vandamál vegna félagsmálapakka,
niðurgreiðslna og jafnvel að ein-
hverju leyti heilbrigðis-, húsnæð-
is- og tryggingamál. Af nógu er að
taka.
Lausatök á
efnahags-
málum
Það sem ég hef rakið hér að
framan er að mestu leyti byggt á
áformum og tillögum, sem ríkis-
stjórnin hefur þegar boðað. Þótt
gerð sé bæði í gamni og alvöru
tilraun til þess að spá um það, sem
enn er óvitað, eru staðreyndirnar í
framangreindum upplýsingum
miklu fleiri og stærri en spádóm-
arnir.
Fólk sem endist til þess að lesa
þessa grein til loka kemur fljót-
lega auga á hvað hér er á ferðinni.
Hér er aðeins um að ræða beint
áframhald af þeirri óstjórn í
efnahagsmálum, sem ríkt hefur
þann tíma, sem nefndur hefur
verið Framsóknaráratugurinn —
og Alþýðubandalagið ruglar sam-
an við vinstri stefnu.
Sjálfsagt er þessi lesning ekkert
ánægjuefni fyrir þá, sem talið
hafa stofnun ríkisstjórnar Gunn-
ars Thoroddsens vera sérstakt
afrek á stjórnmálasviðinu. Þeirra
vegna ber að vona að þeir spádóm-
ar, sem hér eru uppi hafðir,
reynist ekki réttir; þær tillögur
sem ríkisstjórnin hefur flutt og
lýst hefur verið hér að framan
verði dregnar til baka; og þau
áform, sem ríkisstjórnin og ein-
stakir ráðherrar hafa boðað og
vitnað hefur verið í, verði lögð á
hilluna; — að ekkert af því, sem
hér hefur verið sagt frá, muni
fram koma.
En því meiri vonir, sem menn
hafa bundið við ríkisstjórnir
Framsóknaráratugsins, þeim mun
meiri vonbrigðum hafa þær víst
valdið.
Margir góðir gestir gista
Norræna húsið n.k. mánuð
ÝMISLEGT verður á döfinni í
Norræna húsinu í mars. Dagskrá
fyrstu vikunnar lítur svona út:
Laugardaginn 1. mars kl. 16:00
verður norræn bókakynning. Er
það fyrri kynningin af tveimur, en
viku síðar verður sú síðari haldin.
Þessar norrænu bókakynningar
hafa verið haldnar mörg undan-
farin ár og eru í umsjá norrænu
sendikennaranna við Háskóla
íslands og bókasafns Norræna
hússins. Jafnan eru kynntar nýjar
bækur hins norræna bókamarkað-
ar, og eru þær flestar til útlána í
bókasafni Norræna hússins. Að
þessu sinni annast Ros-Mari Ros-
enberg frá Finnlandi og Lennart
Áberg frá Svíþjóð fyrri kynning-
una og sýndar verða sænskar og
finnskar bækur. Auk nýrra bóka
frá Finnlandi verður í bókasafni
allumfangsmikil finnsk bókasýn-
ing, sem sett hefur verið upp í
tilefni Kalevala-dagsins hinn 28.
febrúar. Sá dagur er almennur
tyllidagur í Finnlandi vegna þess,
að 28.2 1835 dagsetti Elias Lönn-
rot formálann að eldri útgáfu
sinni af Kalevala-kvæðabálknum,
þjóðkvæði Finna, og meðal bóka á
sýningunni verða Kalevala og
bækur um Elias Lönnrot, lista-
verkabækur, uppslagsverk hvers
konar, ásamt íslenskum þýðingum
á finnskum bókmenntum. Laugar-
daginn 8. mars kl. 16:00 kynna
svo Bent Chr. Jacobsen frá Dan-
mörku og Ingeborg Donali frá
Noregi danskar og norskar bæk-
ur. Bókakynningarnar eru öllum
opnar.
Mánudaginn 3. mars verða svo
tónleikar í Norræna húsinu. Det
Fynske Trio frá Odense leikur þá
verk eftir m.a. Beethoven, Hart-
mann, Holmboe og Schumann.
Þriðjudaginn 4. mars flytur
Ole Breitensten fyrirlestur um
áhrif kvikmynda og sjónvarps til
góðs og ills. Ole Breitenstein er
boðinn til Norræna hússins fyrir
frumkvæði Myndlistakennarafé-
lags Islands, og hann ætlar að
halda námskeið fyrir félagsmenn.
Fyrirlesturinn í Norræna húsinu
er opinn fyrir almenning.
Miðvikudaginn 5. mars heldur
Reykjavíkurdeild Norræna félags-
SUNNUDAGINN 24. þ.m. rann
út frestur til að skila listum til
kjörstjórnar Lögreglufélags
Reykjavíkur.
Einn listi barst, listi uppstill-
ingarnefndar. og er hann því
sjálfkjörinn til næstu tveggja
ára.
Stjórn og varastjórn skipa eftir-
taldir menn: Björn Sigurðsson,
formaður, Þorgrímur Guðmunds-
son, varaformaður, Gísli M. Garð-
arsson, ritari, Jón A. Guðmunds-
son, gjaldkeri.
Meðstjórnendur: Eiríkur Beck,
Ólafur Guðmundsson, Eiríkur
Helgason.
ins hátíðafund í Norræna húsinu,
og verður Sara Lidman, handhafi
bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs 1980 heiðursgestur á
þeim fundi. Þar verða einnig
afhent verðlaun fyrir besta merki
fyrir norræna málaárið 1980, en
efnt var til hugmyndasamkeppni
um öll Norðurlönd um gerð þess. í
tilefni þessa er sýning á ýmsum
tillögum, sem fram komu um
þetta merki, og verður hún í
bókasafninu.
Fimmtudaginn 6. mars verður
Sara Lidman svo gestur Rithöf-
undasambands íslands, en sam-
bandið heldur fund i Norræna
húsinu kl. 20:30.
Varastjórn: Ragnheiður Davíðs-
dóttir, Hákon Sigurjónsson, Sig-
urður Kr. Sigurðsson.
MYNDAMÓT HF.
PRENTMYNDAGERÐ
AÐALSTRÆTI • - SlMAR: 17152-17355
Sjálfkjörið í Lögreglu-
félagi Reykjavíkur
nýtt útibú
í Borgarnesi
Við opnum með sýningu
í dag kl. 2—6
Fyrst um sinn seijum við raftæki, húsgögn og teppi á sama verði og
í JL husinu í Reykjavík, þ.e. án flutningsgjald og annars kostnaðar.
JÓn Loftsson hf. Borgarnesi S.93-7325