Morgunblaðið - 01.03.1980, Síða 26

Morgunblaðið - 01.03.1980, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1980 Þorlákur Þorkelsson skipstjóri frá Siglu firði — Minning Fæddur 14. desember 1897. Dáinn 24. janúar 1980. Hinn 24. janúar síðastliðinn lést að Hrafnistu, dvalarheimili aldr- aðra sjómanna í Reykjavík, Þor- lákur Þorkelsson skipstjóri frá Landamótum á Siglufirði, við þann bæ var hann oftast kenndur. Útför hans fór fram frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 31. jan- úar sl. Hann hafði átt við veikindi að stnða hin síðari ár. Veikindum sínum tók hann með æðruleysi og þeirri karlmennsku sem honum var í blóð borin. Þorlákur var fæddur 14. desember árið 1897, að Húnstöðum Fljótum í Skagafirði. Foreldrar hans voru hjónin Anna Sigríður Jónsdóttir fædd 1869 á Miðmói Jónssonar bónda Móskóg- um í Barðsókn í Fljótum og Þorkell Sigurðsson bónda Hall- dórssonar frá Skröflustöðum í Svarfaðardal, Þorkell fæddist að Skröflustöðum árið 1866. Anna og Þorkell voru orðlagðar dugnað- armanneskjur, gestrisin og góð- viljuð, sem allt vildu fyrir alla gera. Þorkell var sagður afburða góður sjómaður, hann stundaði mikið hákarlaveiðar bæði úr Fljótum og síðar frá Siglufirði. Anna og Þorkell hófu sinn búskap í Fljótum að Helgustöðum þar sem þeirra fyrsta barn, Ólöf, fæddist árið 1889. Þá bjuggu þau einnig á Stóra Grindli, og Hún- stöðum í Stíflu í AusturFljótum. 1907 eru þau búandi á Engidal vestan Siglufjarðar, þaðan fara þau að Landamótum á Siglufirði árið 1909 og búa þar til dauðadags. Börn þeirra Önnu og Þorkels urðu ellefu að tölu, og í þessari röð, Ólöf sem áður er getið, Sólveig fædd 1891 á Stóra Grindli, Þorláksína Halldóra fædd 1894 á Stóra Grindli (lést sama ár.( Jón skip- stjóri fæddur að Húnstöðum árið 1896, Þorlákur fæddur að Hún- stöðum 1897, Sigurður fæddur 1900 að Húnstöðum (lést ungur), Jóhann læknir fæddur 1903 að Húnstöðum, Nikódemus Valgarð- ur skipstjóri, fæddur 1905 að Húnstöðum, Oddur sjómaður fæddur að Engidal við Siglufjörð árið 1907, Ágústa fædd 1909 í Leyningi á Siglufirði. Sigurlaug einnig fædd í Leyningi. Þorlákur ólst að mestu upp hjá frænku sinni Önnu Þorláksdóttur og manni hennar Gísla Bjarnasyni bónda í Skarðdal á Siglufirði. Þoriákur mun ekki hafa verið nema 6—7 ára þegar hann kemur til þeirra hjóna. Þorlákur er hjá þeim fram til 18 ára aldurs. Gísli fóstri hans var lærður húsasmiður, og vann Þor- lákur mikið með honum að smíðum framan af. Hjá þeim hjónum mun Þorlákur hafa átt gott atlæti. Síðar fer hann til Noregs, ásamt bróður sínum Jóni og frænda þeirra bræðra Krist- mundi Einarssyni, þar dvelst hann í 2 ár. Seinna árið sem hann er í Noregi, fer hann til síldveiða á norsku skipi er Breisund hét og mun hafa verið 150 tonna skip, en Jón og Kristmundur fórum með + Eiginmaöur minn og faðir minn STEFÁN STURLA STEFÁNSSON er látinn. Katrín Thors Sofía Erla Stefánsdóttir. t Eiginkona mín og móöir okkar ANNA KARLSDÓTTIR, Hvammsgeröi 8, andaöist þann 28. febrúar. Ólafur Sigurðsson, Brynjar Ólafsson, Guðbjörg Ólafsdóttir, Katrín Ólafsdóttir, Björg Ólafsdóttir. + Móðir okkar LJÓSUNN JÓNASDÓTTIR, Sörlaskjóli SO, andaöist á Landakotsspítala 28. febrúar. Auður Valdimarsdóttir Heiðar Valdímarsson + Eíginkona mín og móöir okkar GUÐBJÖRG EINARSDÓTTIR, Hátúni 45, verður jarösett frá Fríkirkjunni mánudaginn 3. marz kl. 10.30 f.h. Þeir sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd vandamanna, Einar Einarsson og börn. Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför ’iginmanns og fööur SVAVARS DALMANN ÞORVALDSSONAR Dagrún Halldórsdóttir Kolbrún Svavarsdóttir. Norðmönnum til selveiða í Norður Ishafið. Af þessari dvöl sinni í Noregi munu þeir hafa margt lært, sem síðar hefur komið þeim vel. Er heim til Íslands kom, vann Þorlákur ýmsa vinnu í landi, aðallega við losun og lestun skipa. Stofnaði ásamt frænda sínum Kristmundi, og tveim öðrum fé- lagsskap sem sá um alla losun og lestun í Siglufjarðarhöfn. Þetta mun hafa verið vísir að Stúarafé- lagi Siglufjarðar. í þessu mun Þorlákur hafa verið í 4—5 ár. Eftir það fer hann til sjós um tíma, fer síðan í land og tekur skipstjórnarpróf á Akureyri árið 1927. Er eftir það skipstjóri og stýrimaður í 35 ár, með ýmsa báta. Þá eignaðist Þorlákur og gerði út bát, er Sindri hét, var með hann sjálfur. Þorlákur var farsæll skipstjóri sem oft aflaði vel. Ætíð kom hann með heila áhöfn og skip að landi. Hann var hinn glæsi- legasti maður, eins og hann átti kyn til, alveg einstakt prúðmenni, ágætlega gefinn, mjög fróðleiks- fús, og las ætíð mikið um dagana. Þorlákur var sagður mjög verk- laginn maður og góður stjórnandi. Skipshafnir hans litu á hann með virðingu og þótti afar vænt um hann, því hann var þannig gerður, að hann vildi allra vanda leysa. Það fer ekki hjá því, að í sjávar- plássum fylgjast allir mikið með sjósókninni, og öllu því er varðar sjóinn. Ég minnist þess frá því er ég var að alast upp norður á Siglufirði, hvað okkur drengjun- um þótti mikill ævintýraljómi kringum sjómennina, og hvað okk- ur langaði mikið til að líkjast þessum hetjum hafsins. Þorlákur Þorkelsson var óneitanlega einn þeirra manna, sem við vildum taka okkur til fyrirmyndar. Oft var horft út fjörðinn á góðviðris dögum, er bátar voru að sigla til hafnar, hlaðnir silfri hafsins. Ég minnist þess að í eitt skipti af mörgum, að við erum saman komnir nokkrir drengir, vorum við að fylgjast með síldarbátum sigla til hafnar, þetta var á lognkyrrum og sólríkum sumardegi. Við vorum að vona að brátt sæist til báts Þorláks frá Landamótum, jú þarna sjáum við hvar hann kemur, báturinn er hlaðinn og það glitrar á síldina á dekkinu. Nú var ekki til setunnar boðið, heldur er tekið á sprett niður á bryggjur, á ör- skammri stundu hefur hópur drengja umkringt Þorlák, um leið og hann hefir stigið upp á bryggj- una. Hvaða voða asi er þetta á ykkur drengir mínir? segir hann og er eitt bros. Við tölum allir í einu og erindið við hann var að biðja um að fá að fara með honum, þegar hann færði bátinn að ann- arri bryggju, eftir að löndun væri lokið. Þorlákur sér eftivæntinguna skína úr hverju andliti þessara ungu drengja, og segir eftir smá íhugun: Jæja, drengir mínir, ég sé að þið eruð allir svo ákveðinir að mér er bara lífsins ómögulegt að neita ykkur um þetta lítilræði, en eitt verðið þið að gera fyrir mig í staðinn, og það er að þið farið alltaf varlega þegar þið eruð niðri Þýzkur maður. Ilans Rau, verk- fræðingur og rithöfundur, sem fyrir nokkrum árum gaf út bók um nýtingu sólarorkunnar og reynslu um 40 landa af tilraun- um í þá átt, heíur einnig gefið út bók um nýtingu jarðvarma. Efni- við i þá bók sótti hann til íslands. Bandaríkjanna, Japans, Ítalíu, Mexikó og fleri landa. Bók Hans Rau um sólarorkuna, sem á frummálinu heitir „Helio- technik-Sonnenenergie in Prakt- icher Anwendung" eða „Sólar- tækni-hagnýting sólarorkunnar“ vakti mikla athygli á síijum tíma á bryggjum, þessu lofuðum við honum hátíðlega. Er lagt var frá bryggju, hafði Þorlákur tekið all- an hópinn inn í stýrishús til sín, og ekki nóg með það, heldur segir hann: Jæja, drengir mínir, nú er bezt að þið hjálpið mér við að stjórna skipinu og stýrið því með mér til skiptis, því þið eruð ekki neinir venjulegir farþegar, heldur eruð þið komnir í skipstjórnarnám hjá mér. Ég minnist þess ætíð hve glaðir við vorum yfir þessari ábyrgð og því trausti sem okkur þótti Þorlákur sýna okkur með þessu, að lofa okkur að halda um stýrið með sér. Þetta var stórt ævintýri fyrir okkur, sem ekki vorum orðnir háir í loftinu. Þetta atvik frá æskudögum norður á Siglufirði er í sjálfu sér ekki merkilegt í augum fullorðins manns, en í lífi ungra og ævin- týragjarnra drengja er þetta stór viðburður. Þetta segir sína sögu um Þorlák, að hann var maður með stórt og gott hjarta, maður barngóður, þarna veitti hann okk- ur smá innsýn í heim þeirra kappa sem við dáðum mest. Þetta atvik hefur skipað sér sinn sess í æskuminningum okkar. Síðar fékk ég að fara með Þorláki í róður en þá var faðir minn með honum á bátnum, þá minnist ég þess að eitt sinn var Þorlákur að sækja land- göngupramma inn til Haganesvík- ur og fara með þá til Siglufjarðar, þá bauðst mér ásamt syni hans Sigurði að fara með honum, þetta þótti okkur afar skemmtileg ferð. Ég á margar góðar minningar um Þorlák, því þegar ég var að alast upp, þá bjó hann í næsta húsi, það hús áttu þeir Þorlákur og Finn- bogi Halldórsson skipstjóri, en hann er látinn fyrir allmörgum árum. Þrjú systkini Þorláks eru á lífi, en það eru þau Valgarður skipstjóri, landþekktu aflamaður og farsæll í starfi, hann stundaði sjóinn í 52 ár, en er nú kominn í land, eftir þetta langa og farsæla starf á sjónum. Valgarður var síðast skipstjóri og stýrimaður hjá Hafrannsóknastofnun ríkis- ins, á skipunum Hafþóri og Árna Friðrikssyni. Valgarður er búsett- ur í Reykjavík. Oddur hann er búsettur í Keflavík, hann gerði einnig sjómannastarfið að lífsstarfi, og þótti vel skipað rúm, þar sem hann var, því hann var talinn með dugmestu sjómönnum okkar, en er nú kominn í land fyrir allnokkru síðan. Ágústa systir þeirra er yngst, hún er gift og búsett í Kaupmannahöfn. Ég minnist þess frá fyrri árum, að faðir minn, Kristmundur Einars- son, sagði mér oft frá ýmsum ævintýrum, sem Landamótabræð- ur og hann lentu í, þegar þeir voru ungir drengir, en þeir voru sem beztu bræður, og hefi ég það einnig frá Valgarði, að þeim frændum hafi komið afar vel saman og verið nær óskiljanlegir vinir, er þeir voru að alast upp og ætíð verið mjög kært með þeim síðar. Þorlákur var giftur Ástu Júlíusdóttur, ættaðri af Snæ- fellsnesi, en hún ólst upp að Hvammi í Dölum. Ásta var mynd- og hefur verið þýdd á fjölda tungumála, m.a. á sænsku. Bók hans um nýtingu jarðvarmans sem á frummálinu ber nafnið „Geothermische Energie" hefur verið þýdd á ítölsku og spænsku en útgefandi hennar í Þýzkalandi er forlagið Udo Pfriemer-Verlag í Munchen. Bókin er með mörgum myndum og með ítarlegum lýsing- um á jarðhitastöðvum víða um heim og upplýsingum um undir- búning slíkra orkuvera. Báðar þessar bækur þykja mikilsvert innlegg í umræður um nýtingu náttúruauðlinda í heiminum. arleg kona og mikil húsmóðir, dugleg til allra verka, þá var hún alveg snillingur í höndunum. Ásta lést í maí árið 1970, þá farin að heilsu, en hún vann meðan stætt var, og kunni ekki að hlífa sér, hvað þá að gefast upp, það var alls ekki hennar eðli. Ásta og Þorlákur bjuggu lengst af á Siglufirði, þar eru öll börn þeirra fædd. Þau hjón urðu fyrir því mikla áfalli, að dóttir þeirra Hanna slasaðist mik- ið í bílslysi, er hún var barn að aldri, og varð upp frá því lömuð. Þetta tók mikið á þau hjónin, þótt ekki flíkuðu þeu tilfinningum sínum, þau báru þann harm í hljóði. Frá Siglufirði fluttust þau hjónin árið 1950 til Suðurnesja, settust fyrst að í Garði en fluttust síðar til Keflavíkur. Sjómennsku hætti Þorlákur 1967, vann þó eftir það við sjávarútveginn meðan heilsan entist honum. Þegar heils- an brást, þá fer hann á Hrafnistu dvalarheimili aldraðra sjómanna í Reykjavík, þar dvaldi einnig með honum Jón bróðir hans síðustu æviár sín, þá orðinn mikill sjúkl- ingur. Á Hrafnistu hafði Þorlákur það eftir atvikum gott, hafði oftast fótavist framundir síðasta dag. Börn þeirra Ástu og Þorláks eru sex, auk stjúpsonar Þorláks, Reinharðs Sigurðssonar, sem var sonur Ástu frá fyrra hónabandi hennar. Honum reyndist Þorlákur sem sínum eigin börnum. Rein- harð sýndi Þorláki þakklæti sitt með því að vera honum sem bezti sonur í hvívetna, og ekki síst þegar ellin færðist yfir og heilsu hrakaði, þá reyndust þau hjónin Reinharð og kona hans Kristín honum mikil stoð síðustu æviár hans, og ófá voru þau skipti, sem Reinharð notaði matarhlé sín til að fara til Þorláks og rabba við hann og stytta honum stundir. Börn Þorláks og Ástu eru Sigurð- ur Þorkell listmálari, búsettur í Kaupmannahöfn; Stella, gift Helga Ólafssyni rafvirkja, búsett á Raufarhöfn; Valbjörn Júlíus íþróttaþjálfari, búsettur í Reykjavík; Hanna, búsett í húsi Sjálfsbjargar við Hátún í Reykjavík; Anna búsett í Banda- ríkjunum; Róbert sjómaður, bú- settur í Reykjavík; Reinharð sem áður er getið, verkstjóri, giftur Kristínu Helgadóttur frá Siglu- firði og eru þau búsett í Reykjavík. Ég og fjölskylda mín, sendum börnum, stjúpsyni og systkinum Þorláks okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Þorlákur er horfinn okkur, en eftir lifir fögur minning um góðan föður, bróður og vin, sem öllum vildi gott gera í þessu lífi. Guð blessi minningu Þorláks. Við kveðjum hann með erindi úr ljóði eftir Pál Jónsson: Sólin hylst í hafsins djúpi, hennar dýrð nú hverfur mér, jörðin sveipast sortahjúpi, samt er Drottinn, bjart hjá þér. Eilíft ljós, nær birtan flýr. Þegar dimmt er úti og inni, æ það Ijómi í sálu minni. Karl Einarsson. Hans Rau. Ilann kom til íslands sumarið 1977 og saínaði eíni í bók sina um jarðvarmanýtingu. Bók um nýtingu jarðvarma eftir þýzkan höf und

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.