Morgunblaðið - 01.03.1980, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 01.03.1980, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1980 27 Aðalskoðun bifreiða i Reykjavik hófst hjá bifreiðaeftirlitinu hinn 12. febrúar siðastliðinn og samkvæmt auglýstri áætlun á nú að vera búið að skoða um 5.600 bila. Gert er ráð fyrir að skoðaðir séu 400 bílar á dag, og miðað við bilaeignina má þá gera ráð fyrir að skoðun ljúki ekki fyrr en siðsumars eða i haust. Þá eru ávallt einhverjir.sem fá ekki hvitan miða á framrúðuna og verða þeir að koma aftur. Á myndinni er bifreiðaeftirlitsmaður að skoða bil og lima skoðunarmiða 1980 i neðra framhorn rúðunnar. Rotary-hreyfingin: Sex manns til Bandaríkjanna til gagnkvæmrar landkynningar N.K. MÁNUDAG leggja upp frá íslandi sex aðilar á vegum Rot- ary-hreyfingarinnar. Er förinni heitið til umdæmis 583 í Texas i Bandarikjunum þar sem þeir munu dvelja í sex vikur og kynn- ast bandarisku mannlifi i leik og starfi. Þetta er liður i starfi alheimshreyfingar Rotary og eru ferðirnar kostaðar af Rotary- sjóðnum, „Rotary-Foundation“ Þetta er í þriðja sinn sem slík för er farin frá íslandi. Farið var til Ohio 1968 og til Ástralíu 1978. í ferðina fara fimm ungir menn á aldrinum 29—35 ára, víðs vegar að af landinu og með þeim fer Jón R. Hjálmarsson sem fararstjóri, en hann er Rotary-maður. Skilyrði þau sem sett eru við val á mönnum í slíka ferð eru að þeir séu á aldrinum 25—35 ára, séu í góðu starfi eða stöðu og þeir mega ekki vera Rotary-menn sjálfir né í of liðnu tökum við síðan við sams konar hópi frá Bandaríkjunum í staðinn. Uppihald og gisting er greidd af gestgjöfunum úti og verður sá háttur á hafður að hópurinn skiptir sér niður á heimili Rotary-félaganna og dvelja þeir í u.þ.b. fjóra sólarhringa á hverjum stað.“ Jón R. Hjálmarsson sagðist hlakka til að kynna þessa ungu menn á erlendri grund. „Mér líst vel á þá, þeir eru hressir og klárir, og verða áreiðanlega mjög góð landkynning. Við munum ferðast á milli klúbbanna á svæðinu, mæta þar á fundum með kvikmyndir o. fl. og kynna landið. Einnig sækjum við heim stofnanir, vinnustaði, skóla og verksmiðjur, þeir koma fram í fjölmiðlum, útvarpi og blöðum og einnig gefst tækifæri til að kynnast mörgu fólki og efla samskipti og kynningu þjóða í milli tsienzki hópurinn, ásamt formanni námshópaskiptanefndar, Guð- mundi Guðmundssyni, sem er lengst til vinstri á myndinni. Næstur honum er Ilaraldur Friðriksson, þá Jón R. Hjálmarsson fararstjóri, Hafsteinn Eiriksson og Kjartan Rafnsson. Á myndina vantar þá Jón Hálfdánarson og Gest Sæmundsson, sem ekki komust í bæinn vegna samgönguerfiðlcika. Ljósm. Mbl. Emilia. nánum skyldleika við Rotarymenn. Klúbbarnir tilnefna menn til farar- innar og sérstök nefnd velur síðan úr tilnefningunum hæfustu aðil- ana. Þeir sem fara utan að þessu sinni eru Jón Hálfdánarson frá Akranesi, Hafsteinn Eiríksson Hafnarfirði, Kjartan Rafnsson Keflavík, Haraldur Friðriksson Kópavogi og Gestur Sæmundsson Ólafsfirði. Mbl. hitti að máli fararstjórann, Jón R. Hjálmarsson, Guðmund Guðmundsson formann námshópa- skiptanefndar Rotary og einnig þrjá af þeim fimm ungu mönnum, sem fara í förina. Guðmundur sagði þetta þriðju ferðina af þessu tagi héðan að heiman, eins og fram kom hér að framan, og að þetta væru gagnkvæm skipti. „Að ári á þann hátt. Eftir heimkomuna mun þeir síðan mæta á fundum hjá íslenzku Rotary-klúbbunum óg segja frá reynslu sinni í ferðinni." Við spurðum ungu mennina í lokin, hvernig ferðin legðist í þá. Þeir sögðust hlakka mjög til farar- innar og að geta á þennan hátt kynnst svo náið landi og þjóð og væru þeir fullvissir um að þeir myndu læra margt. „Við höfum meðferðis bæklinga, merki, minja- gripi, íslenzkar landkynningar- kvikmyndir og ljósmyndir og erum ákveðnir í að gera allt sem í okkar valdi stendur til að kynna land okkar og þjóð,“ sögðu þeir. Þeir báðu í lokin fyrir þakklæti til Rotary-hreyfingarinnar og félaga hennar fyrir að gera þeim þessa för mögulega. Bridgefélag Kópavogs Tveggja kvölda tvímenningi lauk sl. fimmtudag með sigri Ármanns J. Lárussonar og Jóns Hilmarssonar sem hlutu 407 stig samanlagt fyrir bæði kvöldin. Röð annarra efstu para varð: Vilhjálmur Sigurðsson — Stig Sigríður Rögnvaldsd. 376 Þórir Sveinsson — Jón Kr. Jónsson 371 Alfreð Erlingsson — Jóhann Bogason 371 Barometerkeppni félagsins hefst næsta fimmtudag kl. 20.00 stundvíslega. Þátttaka er bundin við þrjátíu pör og 3—4 pör vantar nú til að fylla þá tölu. Bridgefélag Vestmannaeyja Hraðsveitakeppni félagsins lauk fyrir skömmu. Var keppnin mjög jöfn og skemmtileg allan tímann og mun minni sveiflur en venjulega. Úrslit réðust ekki fyrr en í síðustu umferð og áttu þrjár sveitir áf fimm þá mögu- leika á efsta sætinu. En úrslit urðu þessi: Stig Sv.Richards Þorgeirss. 1808 Sv.Gunnars Kristinss. 1786 Sv.Sveins Magnúss. 1717 Sv.Helga Bergvins 1691 Sv.Hauks Guðjónss. 1638 Næsta keppni er Vetrartví- menningur félagsins og er hún ekki hafin þegar þetta er skrifað. Bridgefélag Breiðholts Sl. þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenningur með þátt- töku 10 para. Er það slök mæting og eru spilarar hvattir til að mæta betur framvegis. Röð efstu para: Guðmundur Auðunsson — Svavar Björnsson 133 Guðmundur Aronsson — Jóhann Jóelsson 124 Sigríður Rögnvaldsdóttir — Sveinn Sigurgeirsson 124 Á þriðjudaginn verður spilað- ur eins kvölds tvímenningur og hefst keppnin kl. 19.30 stundvís- lega. Spilað er í húsi Kjöts og fisks í Seljahverfi. Keppnisstjóri er Vilhjálmur Vilhjálmsson. Bridgeklúbbur hjóna Fjórum umferðum er lokið af fimm í barómeterkeppninni og sl. þriðjudag fengu eftirtalin pör flest stig: Guðmundur — Ester 94 Gróa — Júlíus 70 Hilmar — Ólöf 64 Sigríður — Jóhann 56 Sveinn — Guðríður 54 Staða efstu para er nú þessi: Ester — Guðmundur 337 Guðríður — Sveinn 203 Erla — Gunnar 165 Dröfn — Einar 137 Ólöf — Hilmar 120 Keppninni lýkur 10. marz. Bridgedeild Víkings Sjötta • umferð aðalsveita- keppninnar var spiluð sl. mánu- dag og urðu úrslit þessi: Sveitir Agnar Einarsson — Hjörleifur Þórðarson 20—0 Magnús Thejll — Viðar Óskarsson 16—4 Björn Friðþjófsson — Geoffrey Brabin 18—2 Vilbergur Skarphéðinss. — Ingibjörg Björnsdóttir 18—2 Jón Isaksson — Jón Ólafsson 20—0 Ásgeir Ármannsson — Olafur Friðriksson 20—0 Staða efstu sveita er nú þessi: Björns Friðþjófss. 104 Vilbergs Skarphéðinss. 90 Agnars Einarssonar 81 Geoffreys Brabins 71 Ásgeirs Ármannss. 62 Ingibjargar Björnsd. 57 Bridgefélagið Ásarnir, Kópavogi Aðalsveitakeppni Bridgefé- lagsins Ásanna í Kópavogi lauk sl. mánudag, með sigri sveitar Brldge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Rúnars Lárussonar, svonefndri „feðgasveit". ' Að þessu sinni skipuðu eftir- taldir sveitina: Rúnar Lárusson fyrirl., Hannes R. Jónsson, Her- mann Lárusson, Lárus Her- mannsson og Ólafur Lárusson. Sveitin tók forystu um miðbik mótsins, og hélt henni út mótið. Vinningshlutfall sveitarinnar er með því hæsta sem tekið hefur verið, eða 108 stig af 200 mögu- legum (90%). Annars varð röð efstu sveita þessi: Sveit stig Rúnars Láruss. 180 Þórarins Sigþórss. 132 Helga Jóhanness. 124 Guðbrands Sigurbergss. 109 Sigurðar Sigurjónss. 104 Erlu Sigurjónsd. 96 Þetta er í 4. skiptið sl. 6 ár, sem feðgasveitin vinnur þetta mót. Á mánudaginn kemur hefst BARÓMETER-tvímennings- keppni Ásanna, sem verður tölvugefið. Keppnisstjórar verða Hermann Lárusson og Ólafur Lárusson. Félagar eru eindregið hvattir til að vera með, svo og eru nýir spilarar hjartanlega velkomnir. Keppni hefst kl. 19.30, og spilað er í Félagsheim. Kópa- vogs, efri sal. Skráning stendur yfir hjá: Ólafi Lár. (41507), Jóni Páli (81013) og Jóni Bald. (77223). Hreyfill - BSR - Bæjarleiðir Ellefu sveitir taka þátt í hraðsveitakeppni félagsins sem er nýhafin. Staða efstu sveita: Þórðar Elíassonar 633 Daniels Halldórssonar 624 Gísla Sigurtryggvasonar 587 Kára Sigurjónssonar 564 Guðjóns Hansens 558 Arnars Ingólfssonar 538 Næsta umferð verður spiluð mánudag kl. 20 í Hreyfilshúsinu. Bridgefélag Hafnarfjarðar Siðastliðna tvo mánudaga hef- ur firmakeppni BH staðið yfir, með þátttöku 73 firma. Mjög almennur áhugi fyrirtækja á þátttöku vekur athygli sem er vel. Annars var röð efstu firm- anna sem hér fer á eftir: Ólafur Valgeirsson (Ólafur Valgeirsson) 111 Vélsmiðjan Klettur hf. (Bjarni Jóhannsson) 109 Jóhann Bergþórsson (Ólafur Torfason) 109 Verkfræðistofa Lýsis og mjöls hf. 107 Rafmagnsveitur ríkisins 106 Prentsmiðja Hafnarfjarðar hf. 106 Músik og sport 105 Firmakeppnin var með ein- menningssniði, og ákvarðaðist röð efstu manna af samanlagðri skor bæði kvöldin. Einmenn- ingsmeistari varð Ólafur Torfa- son. Annars varð röð og skor efstu manna sem hér segir: Ólafur Torfason 209 Jón Pálmason 205 Ólafur Valgeirsson 203 Sigurður Lárusson 200 Haraldur Ólafsson 197 Bjarni Jóhannsson 196 Ari Kristjánsson 196 Björn Eysteinsson 192 Næstkomandi mánudag hefst barómeter-tvímenningur með tölvugefnum spilum. Öll spil eru ljósrituð og þeim dreift reglu- lega eftir því sem líður á keppn- ina. Spiluð verða fimm spil milli para og fimm umferðir á hverju kvöldi. Lengd keppninnar ætti að verða fimm eða sex kvöld eftir þátttöku. Keppnisstjóri verður hinn víðkunni Vilhjálmur Sigurðsson. Spilamennska hefst klukkan hálfátta í Gaflinum við Reykj anesbraut. Við kynnum ný húsgagnaáklæði frá Gefjun epol hf. Siðumúla 20 sími 36677

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.