Morgunblaðið - 25.06.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.06.1980, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1980 Þorgerður Ingólfsdóttir, söng- stjóri. Hljóðvarp kl. 21.30: íslensk þjóðlög Á dagskrá hljóðvarps kl. 21.30 er kórsöngur, — Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Kórinn mun syngja nokkur íslensk þjóð- og alþýðulög. „Þessi þáttur er gott sýnishorn af efnisvali okkar," sagði Þorgerður Ingólfs- dóttir, söngstjóri, „við höfum lagt áherslu á að æfa íslensk þjóðlög og gerum mikið af því að kynna þau erlendis á ferðum okkar. Eitt af lögunum sem við flytjum í kvöld, Móðir mín í kví kví, hefur aldrei áður verið flutt í þeirri raddsetningu sem við notum. Þessi raddsetning er eftir Wilhelm Lanzky-Ottó. Önnur raddsetning í prógramminu var sérstaklega gerð fyrir Hamrahlíðarkórinn, — „Blástjarnan þó skarti skær“, Jón Þórarinsson raddsetti." Kór Menntaskólans við Ilamrahlíð syngur við opnun Listahátiðar 1980. í þættinum verður fjallað um steypuskemmdir i húsum. Sjónvarp kl. 20.45: Ný byggingaraðferð Á dagskrá sjónvarps í kvöld kl. 20.45 er þátturinn Nýjasta tækni og vísindi. „Að þessu sinni erum við með íslenskt efni,“ sagði Örnólfur Thorlacius, umsjónarmaður þáttarins. „Hér á Islandi hefur verið allmikið um sprungur og steypugalla í útveggjum. í þættinum verður rætt við Sturlu Einarsson sem hefur unnið talsvert að tilraunum í byggingariðnaði. Einnig er rætt við Óttar Halldórsson, prófessor, sem hefur fylgst með þessum tilraunum. — Útveggir íslenskra húsa verða að þola miklar hitasveiflur. Þannig er þensla í 30 m vegg hérlendis um 1 cm, — veggurinn er fastskorðaður við gólf og því mjög hætt við að hann spryngi. Hin nýja byggingaraðferð sem Sturla hefur rannsakað felst í því að einangrunin er höfð utar í veggnum, — þannig heldur útveggurinn sama hitastigi og er inni í húsinu. Útveggirnir draga einnig síður í sig raka sé þessi aðferð höfð. Þessari byggingaraðferð fylgja ýmsir kostir s.s. meiri ending og minni hætta á sprungum, lægri hitunarkostnaður og ódýrari mótauppsláttur. Tvö hús, sem byggð eru á þennan hátt, eru til hérlendis." Úlvarp Revkjavík /VIIÐMIKUDKGUR 25. júni MORGUNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) Dagskrá. Tón- leikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Frásagnir af hvutta og kisu“ eftir Josef Capek. Hall- freður örn Eiriksson þýddi. Guðrún Ásmundsdóttir les (6). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Frá tónleikum Drengja- kórs Dómkirkjunnar i Gautaborg í Háteigskirkju i júnímánuði i fyrra. Organ- leikari: Eric Persson; Birg- itta Persson stj. 11.00 Morguntónleikar. Max Lorenz og Kari Schmitt-Walter syngja atriði úr óperunni „Tannháuser“ eftir Wagner / David Oi- strakh og Sinfóníuhljóm- sveit franska útvarpsins leika Fiðlukonsert i D-dúr op. 77 eftir Brahms; Otto Klemperer stj. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. SÍODEGID 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tónleikasyrpa. Tónlist úr ýmsum áttum, þ.á m. létt- klassisk. 14.30 Miðdegissagan: „Söngur hafsins“ eftir A.H. Rasmus- sen. Guðmundur Jakobsson þýddi. Valgerður Bára Guð- mundsdóttir les (7). 15.00 Popp. Dóra Jónsdóttir kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Leon Goossens og Gerald Moore leika á óbó og pianó „RoundeIay“ (Hringdans) eftir Alan Richardson / Strengjakvartett Björns ólafssonar leikur Strengja- kvartett nr. 2 eftir Helga Pálsson / Emelia Moskvitina og félagar í Filharmoniu- sveitinni í Moskvu leika Inn- gang og allegro fyrir hörpu, flautu, klarfnettu og strengjakvartett eftir Maur- ice Ravel / Guy Fallot og Karl Engel leika saman á selló og píanó Sónötu í A-dúr eftir César Frank. 17.20 Litli barnatíminn. Stjórnandinn, Oddfriður Steindórsdóttir, leggur leið sina i skólagarða Hafnar- fjarðar. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDID_____________________ 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Einsöngur i útvarpssal: Þórunn Ólafsdóttir syngur lög eftir Jón Björnsson, Mariu Brynjólfsdóttur og Sigvalda S. Kaldalóns. Ólaf- ur Vignir Albertsson leikur með á pianó. 20.00 „Sök bftur sekan“, smá- saga eftir Vincent Starrett. Ásmundur Jónsson þýddi. 20.25 „Misræmur“ 25. júni 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Kalevala. Myndskreyttar sögur úr Kalevala-þjóðkvæðunum finnsku. Annar þáttur. Þýðandi Kristin Mántylá. Sögumaður Jón Gunnars- son. (Nordvision — Finnska sjónvarpið) 20.45 Nýjasta tækni og vís- indi. Kynntar verða nýjungar i byggingariðnaði og rætt við Sturlu Einarsson og óttar Halldórsson. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.15 Milli vita. ^^SjöundU>áttur^^^^^^^ Efni sjötta þáttar: Karl Martin gerist einrænn og drykkfelldur og Mai fer frá honum. En þau taka saman að nýju og giftast. Hún verður þunguð og nú er ekki minnst á fóstureyð- ingu. Þjóðverjar ráðast inn i Noreg, og Karl Martin slæst í för með norsku stjórninni. Þýðandi Jón Gunnarsson. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 22.25 Fiskur á færi. Kvikmynd, gerð á vegum Sjónvarpsins, um laxveiðar og veiðiár á Islandi. Úmsjónarmaður Magnús Bjarnfreðsson. Áður sýnd 16. september 1973. 22.55 Dagskrárlok. Tónlistarþáttur í umsjá Ástráðs Ilaraldssonar og Þorvarðs Árnasonar. 21.05 „Mjór er mikils vísir“ Þáttur um megrun i umsjá Kristjáns Guðlaugssonar. M.a rætt við Gauta Arnórs- son yfirlækni og Myako Þórðarson frá Japan, útv. 30. f.m. 21.30 Kórsöngur: Kór Mennta- skólans við Hamrahlið syng- ur islenzk þjóðlög og alþýðu- lög. Söngstjóri: Þorgerður Ingólfsdóttir. 21.45 Útvarpssagan: „Fugla- fit“ eftir Kurt Vonnegut. Hlynur Árnason þýddi. Anna Guðmundsdóttir les (11). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 „Öxar við ána“ Arnar Jónsson leikari les kvæði tengd Þingvöllum og sjálfstæðisbaráttunni. 22.50 „Hátíðarijóð 1930. Kantata fyrir blandaðan kór, karlakór, einsöngvara, framsögn og hljómsveit eftir Emil Thoroddsen við ljóð Daviðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Óratóriukórinn, karlakórinn Fóstbræður, Elisabet Erlingsdóttir, Magnús Jónsson, Kristinn Ilalisson, óskar Halldórsson og Sinfónfuhljómsveit ís- lands flytja; Ragnar Björns- son stjórnar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.