Morgunblaðið - 25.06.1980, Síða 10

Morgunblaðið - 25.06.1980, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1980 Jón Aðalsteinn Jónsson, kaupmaður: Er forsetaembættið fyrir útvalinn hóp menntamanna? Nú stendur yfir síðari hálfleikur kosningabaráttunnar og fjórir frambjóðendur eru í kjöri, hafa aflað sér meðmælenda og fengið staðfest að þeir séu kjörgengir í þetta embætti. Sem eðlilegt er, hefur ákveðin umræða farið fram, bæði opinber- lega og eins milli manna, og segja má að sú umræða hafi leitt það í ljós, að allir frambjóðendur eru á sinn hátt færir um að gegna embættinu með líku sniði og gert hefur verið. Tvennt er þó öðruvísi nú en áður. í fyrsta lagi þá er kona í framboði og í öðru lagi alþýðu- maður, eða maður sem ekki hefur hlotið háskólamenntun í fram- boði, en það er Albert Guð- mundsson. 28611 Mosfellssveit einbýli Glæsilegt einbýlishús á einni hæð að grunnfleti 180 ferm. ásamt 70 ferm. bílskúr. Tjarnargata Einbýllshús á fegursta stað við tjörnina. í húsinu eru í dag 3 íbúöir ásamt geymslurisi. Stór lóð. Allar uppl. á skrifstofunni. Bjarnarstígur 120 ferm. 4ra—5 herb. íbúð á 1. hæð í steinhúsi. Barónstígur 4ra herb. íbúð á 3. hæð. Hólabraut Hafj. 96 ferm. 4ra herb. góð íbúö á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Stór lóö. írabakki 4ra herb. ca 105 ferm. t'búð. Mávahlíð 140 ferm. 4ra—5 herb. t'búö á 2. hæö, ásamt eign í kjallara. Suöur svalir. Skeljanes 110 ferm. 4ra—5 herb. íbúð á 2. hæð í timburhúsi. Skeljanes ca 100 ferm. 4ra herb. risíbúö í timburhúsi. Bi'lskúrsréttur. Hverfisgata Tvær íbúðir í sama húsi. Á 1. hæð 80 ferm. 2ja herb. íbúö. Allar innréttingar nýjar. Á 2. hæö 3ja herb. íbúö, mikiö endurbætt. Grettisgata 3ja herb. 90 ferm. íbúð á 2. hæö í steinhúsi. Grettisgata 3ja herb. íbúð á 1. hæð í timburhúsi. Hjallabraut Hafj. 3ja herb. íbúö á 1. hæö í steinhúsi. Hrísateigur 3ja herb. íbúö á efstu hæö í timburhúsi ásamt geymslurisi og hálfum bílskúr. Bergstaðastræti 2ja herb. íbúö í steinkálfi. Mikið endurbætt. Lokastígur 2ja herb. 55 ferm. risíbúö í timburhúsi. Spítalastígur 2ja herb. ca 60 ferm. góð risíbúö. Eignarlóö, suöur svalir. Húsavík Tvær 2ja herb. íbúöir í nýlegum blokkum. Báöar fullfrágengnar. Bolungavík 160 ferm. 6 herb. einbýlishús, full sala. Fasteignasalan Hús og eignir Bankastræti 6 Lúðvík Gizurarson hrl Kvöldsimi 17677 Ég ætla þó ekkí að gera nema einn frambjóðanda að umræðu- efni hér, en það er Albert Guð- mundsson. Ekki þó vegna þess eins að ég styð hann og mun kjósa hann í þessum kosningum, heldur vegna hins, að ég vil vekja athygli á því að ég hefi heyrt raddir um það, að þessi frambjóðandi hafi ekki næga menntun til þess að gegna embættinu. Menntun er góð Um það efast fáir. En hitt er örðugra að meta hvort háskólamenntun er sú eina er kemur forseta að gagni. Albert Guðmundsson er alinn upp við sára fátækt, því hann missti föður sinn ungur. Þá voru erfiðir tímar á Islandi og sú jafna aðstaða til langskólanáms sem núna er á íslzndi var einfaldlega ekki fyrir hendi. Hann fór því ekki í latínuskóla, heldur til vinnu og síðar í Samvinnuskólann og til náms í verslunarfræðum í Eng- landi. Svipaða leiðæ hafa margir merkir íslendingar farið, t.d. Er- lendur Einarsson, forstjóri SÍS og fleiri af merkustu mönnum okkar, og efast þó enginn um að þetta eru vel menntaðir og færir menn. Albert Guðmundsson hefur dvalið meðal erlendra þjóða og kann mörg tungumál, og er því alþjóðlega fær í flestan sjó. Én þetta er þó ekki málið. Mér hefur verið sagt að um það bil 15% manna á íslandi hafi háskólapróf í einhverjum fræðum, og þá eru 85% þjóðarinnar án slíkra prófa. í lögum eru allir kjörgengir í forsetaembættið, er náð hafa tilteknum aldri og hafa óflekkað mannorð, og hafa tilskil- inn fjölda meðmælenda. Og þá vaknar sú spurning, hvort verið sé á lævsían hátt að útiloka stóran meirihluta þjóðarinnar frá þessu embætti með þeim tilbún- ingi að háskólapróf sé algjör forsenda þess að geta gegnt for- setaembættinu. Þetta þarf þjóðin að athuga, áður en hún afsalar sér þessu embætti til háskólans, endanlega. Við upprifjun koma mörg nöfn í hugann. Nöfn alþýðumanna, sem gegnt hafa háum embættum við mikinn orðstýr, án háskólaprófa. Get ég nefnt þar menn eins og Jón Aðalsteinn Jónsson. Eystein Jónsson, Steingrím Stein- þórsson, Ingólf Jónsson á Hellu, Þorstein frá Vatnsleysu, Jónas frá Hriflu og Jón Baldvinsson. Ég gæti talið svona upp lengi, og leitt að því gild rök, að prófin ein segja oft fjarska lítið um mann- inn, hvað sem síðar verður. Ég hefi fylgst mikið með störf- um Alberts Guðmundssonar bæði í stjórnmálum og félagsmálastörf- um. Hann er djarfur og hrein- skiptinn maður til sóknar og varnar. Hann er hertur í lífsins skóla og mótaður þar. Hans tæki- færi hafa komið, ekki með ætt og auði, heldur með vinnu og þreki. Samborgarar hans hafa ávalt sýnt honum traust og það á einnig viðnúna. Ég vil ekki útiloka svokallaða menntamenn frá forsetaembætt- inu. Öðru nær, en uni ekki þeim skýringum, að sjálfmenntaðir og traustir menn komi síður til greina í forsetaembættið. Við búum um þessar mundir við örðugleika í stjórnmálum. Það þarf enginn að segja mér að þeir sem aldrei hafa komið nærri stjórnmálum, eða þjóðmálum, séu hæfari til þess að takast á við þann stjórnmálavanda er nú ríkir, en sá sem þekkir til á alþingi og í æðstu stofnunum þjóðarinnar, Með þessu er ég ekki að halda því fram, að allir stjórnmálamenn væru heppilegir í forsetaembætt- ið. En þeir stjórnmálamenn sem sjálfstæðir hafa verið í flokka- veldinu og hafa komist ómeiddir frá, þeir geta komið að miklu gagni við lausn á aðsteðjandi vanda. Þar fyrir utan hefur Albert Guðmundsson sett fram þá kenn- ingu, að forseti íslands geti komið atvinnuvegunum að miklu gagni, með því að kynna íslenskar vörur erlendis, en það gera erlendir þjóðhöfðingjar, með góðum ár- angri, og með virðulegum hætti. Þeir opna vörusýningar erlendis og hafa í föruneyti sínu á ferðum, forsvarsmenn í iðnaði og útflutn- ingsgreinum. Þetta þykir sjálfsagt mál og að mínu mati hafa æðstu menn stjórnkerfisins ekki sinnt þessu mikilvæga hlutverki, sem skyldi. Þetta er brýnna nú en oft áður, þar sem alvarleg sölutregða er nú á íslenskum afurðum erlendis og það mun hafa áhrif á lífskjörin. Ég tel því að Albert Guð- mundsson sé heppilegasti fram- bjóðandinn að þessu sinni. Um hina má margt gott segja og þetta er ekki ritað þeim til lasts á nokkurn hátt. Jón A. Jónsson. Kaupmaður. Jón Óskar: Hvern kallar þjóðin? Hugleiðingar vegna forsetakosninga Það var einhverju sinni um kvöld, að ég fór inn í veitingahús hér í borginni að fá mér hress- ingu. Um leið og ég settist, heilsaði mér maður sem sat þar mér á hægri hönd, en ég hafði ekki tekið eftir. Þetta var prófessor í Háskóla íslands, við vorum gamlir skólabræður úr gagnfræðaskóla, en þekktumst annars lítið. Ég veitti því undireins athygli, að hægra megin við prófessorinn sat maður sem hann hafði verið að tala við. Prófessorinn kynnti mig fyrir honum. Það var sjómaður úr Grindavík, mig minnir að hann væri formaður á vélbáti sem hann átti sjálfur eða átti hlut í. Þá var Vestmannaeyjagosið á hvers 29555 Seltjarnarnes Mjög vönduö 5 herb. íbúö, 138 ferm. á 2. hæð. Góöur bílskúr fylgir. J Eignanaust NM v/Stjörnubíó. 1 A sími 29555. fiK Vantar sérhæð í vesturbænum Bílskúr þarf ekki að fylgja. Útborgun fyrir rétta eign. Allar upplýsingar á skrifstofunni. Húsamiðlun fasteignasala Templarasundi 3, símar 11614 og 11616. Þorvaldur Lúövíksson hrl., heimasími 16844. Jón óskar manns vörum og giftusamleg björgun fólksins frá Heimaey. Sjómaðurinn hafði farið á báti sínum að veita aðstoð. Hann hafði í þeirri för orðið fyrir miklum skaða sem hann hafði litla von um að fá bættan. Sá skaði kom aldrei í fréttunum. Við töluðum þrír saman um þetta og ýmislegt fleira áður en ég kvaddi og gekk mína leið, en þeir héldu áfram að ræða landsins gagn og nauðsynjar. Þegar ég kom út úr veitingahús- inu sá ég í huganum einkennilega sterka mynd (sem ég var ekki viss um að sést gæti annarsstaðar í veröldinni); prófessor, sjómaður og skáld í innilegum samræðum á fjölsóttum veitingastað. Um leið sá ég fyrir hugarsjónum mér Kristján Eldjárn fara úr kjallara- íbúð Þjóðminjasafnsins og halda með konu sinni að Bessastöðum til að þjóna æðsta embætti íslands. Hann var ekki stjórnmálamaður, en þó kallaði þjóðin hann til Bessastaða. Hún vissi að hann var gagnkunnugur alþýðu landsins, fróður um sögu þjóðarinnar, óháð- ur nokkrum stjórnmálaflokki, samviskusamur í starfi, prúð- mannlegur í framgöngu og vel máli farinn. Þessi mynd af forsetanum tengdist í huga mér myndinni af prófessornum sem sat á tali við sjómanninn í veitingahúsinu að baki mér, þar sem við höfðum setið þrír fyrir stundu og ræðst við í bróðerni, þrír menn af ólíkum þjóðfélagsstigum, allir jafningjar. Og um leið og þessar tvær myndir tengdust og urðu að einni, spurði ég sjálfan mig, hvort þetta mundi geta gerst nokkursstaðar annars- staðar í heiminum og hvort við íslendingar hefðum ef til vill í sumum grundvallarefnum sér- stöðu sem væri til fyrirmyndar og við mættum ekki glata. A þeirri stundu sem ég tengdi þannig saman þessar tvær myndir sem urðu að einni, forsetakjör Kristjáns Eldjárns og prófessor- inn á tali við sjómanninn og skáldmennið, datt mér ekki í hug að sá prófessor mundi nokkurn- tíma verða í kjöri til forsetaemb- ættis, enda enginn farinn að huga að slíku á þeim tíma. En þegar ég frétti, að Guðlaugur Þorvaldsson ætlaði að gefa kost á sér til forsetakjörs, lifnaði myndin aftur í huga mér, því þarna var kominn prófessorinn úr myndinni. Guð- laugur Þorvaldsson hét hann. Þarna var hann kominn, maður- inn sem ég hafði eins og af hugboði tengt forsetaembættinu löngu áður en slíkt kom til greina og án þess ég gerði ráð fyrir því að hann yrði nokkurntíma í kjöri til þess embættis. Þarna er maðurinn sem gæti verið arftaki Kristjáns Eldjárns í forsetaembætti rétt eins og ég tengdi þá saman í mynd minni, annar kominn af bændum, hinn af sjómönnum, þarna er maður sem er vel kunnugur hög- um þjóðarinnar og þekkir sögu hennar í nútíð og fortíð, er óháður nokkrum stjórnmálaflokki, lærður vel, hefur gegnt mikilvægum störfum af prýði, er vel máli farinn, en hógvær og lítillátur og mundi eins og Kristján Eldjárn i forsetaembætti telja sig æðstan meðal jafningja. Ég hugleiði nú, hvort myndin sem ég sá fyrir svo mörgum árum hafi verið hugboð, því ég veit ekki hvern þjóðin ætlar nú að kalla til Bessastaða. En myndin er lifandi og sterk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.