Morgunblaðið - 25.06.1980, Síða 14

Morgunblaðið - 25.06.1980, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ1980 Árni Benediktsson, framkvæmdastjóri um bókun ríkisstjórnar: Minna virði, en ég hafði vonazt eftir nÞAÐ er tvimælalaust, að aðal- vandamál frystiiðnaðarins staf- ar af verðbólgu, þvi að nýjar kostnaðarhækkanir urðu geysi- lega miklar i byrjun þessa mánaðar," sagði Árni Bene- diktsson, framkvæmdastjóri Sambands sambandsfrystihúsa í samtali við Morgunblaðið i gær. „Að sjálfsögðu koma eng- ar verðhækkanir á móti, þannig að á móti þvi varð að koma eitthvað annað. gengissig eða þvi um líkt. Nú boðar Seðla- bankinn slíkar ráðstafanir og geta þær vissulega orðið full- nægjandi. Það þarf væntanlega gengissig upp á 6 til 8% til þess að jafna hallareksturinn." „Hins vegar er það, að þegar er orðið svo slæmt ástand," sagði Árni, „að víða eru launagreiðslur farnar að dragast. Þá auðvitað er farið að kreppa meira að á öðrum sviðum, þegar það er látið koma fyrir. Gengissig er hins vegar ákaflega lengi að bæta úr því, þannig að ég fæ ekki séð, að þetta breyti verulega úr fyrir- ætlunum húsa um að draga úr rekstri á næstunni." Þá spurði Morgunblaðið Árna Benediktsson um bókun ríkis- stjórnarinnar. Hann sagði: „Þar eru ýmis atriði, sem gætu verið til bóta. Hins vegar skil ég ekki, hvernig skráning geymslurýmis og flutningur milli geymslna getur heyrt undir ríkisstjórn og kemur mér á óvart, ef einhver Aðgerðirnar leysa ekki greiðsluvanda frystiiðnaðarins hefur leitað til hennar með þann vanda." Um annað atriðið í bókun ríkisstjórnarinnar sagði Árni, en hann fjallar um ráðstafanir til þess að „kanna alla möguleika á viðbótarmörkuðum: „Já það er hlutur, sem engan veginn er fyrir hendi að gera neitt í. Við höfum notað alla okkar beztu möguleika og það er að sjálf- sögð'i ljóst að það eru möguleik- ar og lakari, en ég sé ekki að þeir séu nothæfir. Það, sem ríkisvald- ið kann að geta gert á þessu sviði, væri, ef hægt væri að fullnýta heimild til samninga við Sovétríkin, en þar virðast vera ýmsir erfiðleikar á að það sé hægt. En sölusamningar við Sovétríkin eru miklu minni en rammasamningar gera ráð fyrir. Um rannsókn á markaðsmálum okkar í heild, eins og segir í bókuninni. Þetta veit ég ekki hvað þýðir og sé ekki að þar geti komið neitt fram, sem er sjávar- útvegi til bóta.“ Þriðja atriði bókunar ríkis- stjórnarinnar fjallar um skuld- breytingar, m.a. til þess að mæta birgðahaldskostnaði. Um hann sagði Árni Benediktsson: „í sam- bandi við skuldbreytingar, er það ljóst, að þær eru í mjög mörgum tilfellum nauðsyniegar og er sjálfsagt að fagna því, að þær verði framkvæmdar, en hvernig það tengist við það að mæta kostnaði birgðahalds sé ég nú ekki og um vandamál Útvegs- bankans hef ég ekkert um að segja." Um framleiðniaðgerðir, sem ríkisstjórnin vill að unnið verði markvisst að og nefndar eru í 5. lið bókunarinnar, sagði Árni: „Það er nú svo að framleiðni í sjávarútvegi og reyndar í ýms- um fleiri útflutningsgreinum er miklu meiri en í greinum fyrir innanlandsneyzlu og er satt að segja orðinn ótrúlega mikill og óeðlilega mikill munur þar á. Það væri miklu brýnna fyrir þjóðfélagið, ef menn sneru sér frekar að þeim atriðum, sem eftir hafa legið. Það eru ákaflega litlir möguleikar í fiskiðnaði til framleiðniaukningar. í frystiðn- aðinum er að mestu lagi unnið i bónus og á afköstum, sem eru mikil og verða ekki aukin. Nýt- ing hefur á undanförnum árum verið pínd upp eins og frekast hefur verið kostur. Nú er það svo, að þegar herðir að á mörk- uðum, verður alltaf fyrst nauð- synlegt, að reyna að bæta gæðin. Það er alveg ljóst að við verðum að leggja höfuðáherzlu á það nú, sem getur orðið til þess að draga úr hráefnisnýtingu að einhverju leyti, þannig að ég held að líkur séu til þess að á þessu ári fari framleiðnin heldur minnkandi. Hins vegar eru hlutir, sem væri unnt að leggja áherzlu á. T.d. eru einna mestar vonir bundnar við það að það verði hægt, að ná betri nýtingu á ýmsum sviðum með betra eftirliti með vinnsl- unni með rafeindatækjum. Það væri vafalítið hægt að hraða eitthvað þeirri þróun, en til þess þyrfti töluvert fjármagn. Bætir það ekki stöðu frystiiðnaðarins í hvelli." Fimmti og síðasti punktur í bókun ríkisstjórnarinnar fjallar um að við ákvörðun fiskveiði- stefnu verði meira tillit tekið til samhæfingar veiða, vinnslu og markaðsmöguleika. Um hann sagði Árni Benediktsson: „Ég held að það beri að fagna þessu, að menn vilji samræma veiðar og vinnslu að markaðshorfum. Um þetta hefur verið talað fyrir algjörlega daufum eyrum nú á undanförnum árum. Hvað, sem um það hefur verið sagt, hefur það bókstaflega ekki heyrzt. Ég segi því bara: Guð láti gott á vita.“ Um bókun ríkisstjórnarinnar í heild sagði Árni Benediktsson: „Það er sumt í henni, sem vissulega gæti verið til bóta, ef því væri fylgt eftir, en í heild finnst mér hún vera minna virði, en ég hafði vonazt eftir." Þorvaldur við eitt verka sinna. Opnar sína fyrstu mynd- listarsýningu ÞORVALDUR Davíð Halldórsson frá Húsavík, opnaði í gær sína fyrstu myndlistarsýningu 24. júní s.l. á Mokka-Kaffi. Á sýningunni eru 20 myndir allar unnar með blýöntum. Myndirnar eru allar unnar á síðasta ári og eru flestar til sölu. Sýningin mun standa í þrjár vikur. Beið löndunar í f jóra sólarhringa LÖNDUN hófst úr skuttogaranum Maí í Hafnarfirði á mánudagsmorg- un, en röskir fjórir sólarhringar voru þá liðnir síðan skipið kom af veiðum. Vegna erfiðleika í frystihús- um tókst ekki að fá önnur frystihús til að taka við afla skipsins eins og oft er gert. Varð því að bíða með að landa úr Maí, en Júní kom fyrr í síðustu viku inn til Hafnarfjarðar með 310 tonn og vegna þess mikla afla annaði Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar ekki báðum skipunum. Fóðurbætisskatturinn: Leiðir ekki til hækkunar búvöruverði til neytenda - nema hugsanlega á svína- og alifuglaafurðum „ÞESSI fóðurbætisskattur mun ekki valda hækkun á búvöruverði og er það í samræmi við gildandi lög um þetta efni, en þar segir að gjöld af þessu tagi skuli „ekki leiða til hækkunar á búvöruverði að svo miklu leyti sem fjármagn- inu er varið til að jafna söluverð búvara milli framleiðenda.“ Sé við það miðað að fóðurbætisinnflutn- ingur dragist saman um 25% miðað við innflutninginn mánuð- ina júlí til desember síðustu 3 ár, gefur fóðurbætisskatturinn um 5 milljarða króna i tekjur til ára- móta,“ sagði Pálmi Jónsson, land- búnaðarráðherra, á blaðamanna- fundi, sem hann efndi til i gær í tilefni af setningu bráðabirgða- laga um fóðurbætisskatt og breyt- inga á svonefndu kvótakerfi. í Morgunblaðinu í gær var greint frá efni bráðabirgðalaganna í aðal- atriðum en við þá frásögn má bæta, að samkvæmt lögunum er heimilt að endurgreiða framleiðendum fóð- urbætisskattinn að hluta eftir regl- um, sem Framleiðsluráð landbún- aðarins ákveður. Er meðal annars heimilt að ákveða mismunandi endurgreiðslu eftir innlögðum af- urðum, eftir bústærð, eftir lands- hlutum og eftir búgreinum í ein- stökum landshlutum. Pálmi sagði, að ekki væri enn ákveðið, hvernig þeim 5 milljörð- um, króna, sem áætlað væri að fóðurbætisskatturinn gæfi yrði varið. Meginhlutinn færi þó til verðjöfnunar, til að tryggja bænd- um fullt verð fyrir framleiðslu sína, þar sem útflutningsbætur hrykkju ekki til. Þá sagðist Pálmi hafa óskað eftir því við Fram- leiðsluráð, sem annaðist ráðstöfun fjárins, að þessu fé verði m.a. varið til þess að gera mögulegar þær breytingar á kvótakerfinu, að fullt verð fáist fyrir fyrstu 300 ærgildis- afurðir hvers bónda á lögbýli. Pálmi, sagði að enn væri óvíst hversu mikið og til hverra fóður- bætisskatturinn yrði endurgreidd- ur. „Það er þó ljóst að alveg á næstu dögum verður að taka ákv- örðun um, hvort endurgreiða eigi framleiðendum eggja, svína og kjúklinga einhvern hluta fóðurbæt- isskattsins. Mín skoðun er sú að ekki eigi að endurgreiða til þessara framleiðenda þann hluta skattsins, sem svarar til erlendu niður- greiðslnanna," sagði Pálmi. Gera má ráð fyrir að hvert kíló af innfluttum fóðurblöndum hækki um 140 til 150 krónur en verð á fóðurblöndum, sem blandaðar eru hér heima, hækki um 100 krónur hvert kíló. Verði svína- og alifugla- bændum endurgreiddur sá hluti fóðurbætisskattsins, sem er um- fram erlendu niðurgreiðslurnar má gera ráð fyrir að fóðurbæti til þessara framleiðslugreina hækki um 40 til 45%, en þess má geta að verðlagning á afurðum þessara búgreina er frjáls og má því allt eins gera ráð fyrir að þessi hækkun leiði til verðhækkunar á eggjum, svínakjöti og kjúklingum. Pálmi sagði, að aðrar ákvarðanir um ráðstöfun þessa fjár biði ákv- örðunar aðalfundar Stéttar- sambands bænda í haust og þar yrði einnig tekin afstaða til til- lagna um frekari breytingar á svonefndu kvótakerfi. Pálma einkum vegna mikillar sumarmjólkur og það væri því óheppilegt að bændur gætu enn aukið hana með ódýru kjarnfóðri. „Verð á innfluttum fóðurbæti er nú hlutfallslega mjög lágt miðað við verð á mjólk, en það hefur lengi verið talið eðlilegt að bændur fengju eitt kíló af fóðurbæti fyrir mjólkurlítirinn. í verðlagsgrund- vellinum nú fá bændur 306 krónur fyrir mjólkurlítirinn en kjarnfóð- urkílóið í grundvellinum kostar 136 krónur. Það sem veldur þessu eru meðal annars niðurgreiðslur Efna- hagsbandalagsins á fóðurbæti og Ljósm. RAX. Pálmi Jónsson, landbúnaðar- ráðherra greinir frá efni bráða- birgðalaganna á fundi með blaða- mönnum i gær. Við hlið hans situr Magnús Torfi ólafsson, blaðafulltrúi rikisstjórnarinn- ar. það er óþolandi að erlendir aðilar geti með þessu haft afdrifarík áhrif á búvöruframleiðslu okkar og jafn- framt kippt rekstrargrundvellinum undan fóðuriðnaði okkar íslend- inga,“ sagði Pálmi. Pálmi sagði á blaðamanna- fundinum, að bráðabirgðalögin væru byggð á tillögum nefndar, sem ríkisstjórnin hefði skipað til að vinna að endurskoðun stefnunn- ar í landbúnaðarmálunum. Um ástæðurnar fyrir setningu Iaganna, sagði Pálmi, að þær væru margar. Fyrst mætti nefna að mjólkur- framleiðslan væri mun meiri held- ur en markaður væri fyrir og væri því ekki um annað að ræða en draga úr mjólkurframleiðslunni um 10 til 15% og laga framleiðsl- una að innanlandsmarki. Vandinn í mjólkurframleiðslunni, er að sögn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.