Morgunblaðið - 25.06.1980, Síða 31

Morgunblaðið - 25.06.1980, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1980 31 Pétur Pétursson verður í fremstu víglínu að vanda, vonandi tekst honum að skora langþráð mark fyrir ísland. Finnar mæta án atvinnumanna sinna íslendingar mæta Finnum í landsleik i knattspyrnu á Laug- ardalsveilinum i kvöld. Er hann fyrsti dagskrárliður iþrótta- hátiðar ÍSL sem reyndar verður sett formlega á morgun. Sigur- möguleikar eiga að vera fyrir hendi, a.m.k. telur formaður landsliðsnefndar það, en hann spáði að ísland myndi vinna 3—1 i íþróttaþættinum hjá Bjarna Fel á laugardaginn. Þegar litið er yfir landsliðshóp Finna, er ekki hægt annað en að fallast á að sigurmöguleikar eru fyrir hendi. Þó svo að menn veigri sér orðið við að gera sér vonir. Þá fyrst nær landsliðið kannski árangri, a.m.k. ef marka má skoð- anir Janusar Guðlaugssonar, en hann kom fram með forvitnilegar skýringar á gengi landsliðsins í viðtali í Dagblaðinu eigi alls fyrir löngu. Þar spurði blaðamaður Janus hvort að almenningur mætti vænta þess að íslenska landsliðið næði betri árangri í þeim verkefnum sem framundan væru, heldur en gegn Wales. Svar Janusar var á þá leið, að ef þetta væri hugarfar almennings og íþróttafréttaritara, þá næði lands- Alfreð og Árni liðið aldrei betri árangri. Hvernig ber að skilja þessi ummæli skal ósagt látið, því ekki er annað að sjá en að spurningin sé sanngjörn. En Finnarnir tefla fram at- vinnumannalausu liði. Þeir koma hingað til lands með Olympíulið sitt og sóttu ekki leikmenn sína frá erlendum liðum. Leikmenn liðsins eru nær allir ungir að árum og reynslulitlir. Sá þeirra sem flesta hefur leikið landsleikina er Juha Helin, með aðeins 17 leiki að baki. Kari Virtalen hefur leikið 10 A-landsleiki, en aðrir færri. ís- land á því vissulega möguleika með flesta sterkustu leikmenn sína innanborðs. Hvernig íslenska liðið verður skipað skal ekki fullyrt. En Mbl. ætlar sér að tippa á það. Við spáum því að Bjarni Sigurðsson leiki sinn fyrsta leik í markinu. Bakverðir verði Trausti Har- aldsson og hugsanlega Óskar Fær- set, sem þá myndi leika sinn fyrsta landsleik. Miðverðirnir virðast vera nokkuð sjálfkjörnir, Marteinn Geirsson og Sigurður Halldórsson. Miðjuna skipa lík- lega Janus Guðlaugsson, Guð- mundur Þorbjörnsson og Karl Þórðarson og er það von okkar að Guðni tefli fram þriggja manna framlínu með þeim Pétri Péturs- syni, Arnóri Guðjohnsen og Teiti Þórðarsyni. Sá möguleiki er einnig opinn að leika 4—4—2 og stilla Arnóri upp sem tengilið. Það virðist einnig koma til greina að tefla Janusi fram sem hægri bakverði, en þeirri stöðu gerði hann góð skil með landslið- inu á síðasta keppnistímabili. Yrði þá að bæta inn miðvallarleik- manni. Hvernig svo sem stillt verður upp, má bóka það, að áhorfendur hrannast á völlinn að venju, óskandi þess innilega að það rofi til. Það væri sannarlega glæsilegt ef spá landsliðsnefndar- formannsins myndi rætast... Páll Pálma frá í þrjár vikur! gengu i KR Handknattleikskapparnir sterku frá KA á Akureyri, þeir Alfreð Gíslason og Árni Stefáns- son, gengu nýverið frá félaga- skiptum sínum yfir í KR. Segja má, að KR-ingum sé mestur fengur í Alfreð, sem er eitthvert mesta stórskyttuefni sem komið hefur fram hérlendis í háa herr- ans tíð. Árni er þó enginn smákappi, hann þykir ákaflega sterkur linumaður og má því segja að KR-ingar komi mun sterkari til leiks en áður á komandi keppnistímabili, a.m.k. á pappirnum. ÍBV HEFUR orðið fyrir mikilli blóðtöku, en a.m.k. sjö leikmanna liðsins léku meira og minna meiddir gegn Víkingi um siðustu helgi. Einn þeirra, Páll Pálma- son, markvörðurinn sterki, fer undir hnifinn á næstunni. Páll hefur átt við meiðsl í hné að stríða að undanförnu og verður hann að gangast undir uppskurð. Er sýnt að hann verður frá keppni í a.m.k. 3 vikur ef ekki meira. Sveinn Sveinsson, miðvallarleik- maðurinn duglegi mun einnig missa af 3 næstu leikjum ÍBV. Hann er unglingaþjálfari hjá ÍBV og verður með yngri flokkum Stórsigur Tindastóls UM HELGINA voru fyrirhugaðir fjórir leikir i D og E riðli í 3. deild en leik Árroðans og Leift- urs í D riðli var frestað vegna þess að völlur þeirra ólafsfirð- inga var ekki i leikhæfu ástandi eftir miklar rigningar. Hinn leik- urinn í D riðli var leikur Dags- brúnar og USAH, þeim leik lauk með sigri USAII 2—1; mörk þeirra gerðu þeir Ilafliði Krist- mundsson og Ingvar Jónsson en mark Dagsbrúnar gerði Bragi Ingimarsson. í E riðli sigraði KS IISÞ 3—0, mörk KS gerðu Björn Sveinsson 1, Björn Ingimarsson 1 og Tómas Kárason 1. bá var einnig leikur Tindastóls og Efl- ingar og TindastóII vann mjög sannfærandi sigur 5—0, mörk þeirra gerðu Birgir Rafn Rafns- son 2, Órn Ragnarsson 1, Árni Jón Geirsson 1 og Þórhallur Ásmundsson 1. — sor. félagsins á keppnisferðalagi um Danmörk og Svíþjóð. Missir ÍBV er mikill, en stöðu Páls tekur þó efnilegur ungur maður. Það er unglingalands- liðsmarkvörðurinn Hreggviður Ágústsson. Er sá piltur á fyrsta ári í 2. aldursflokki og verður því meðal yngstu leikmanna 1. deild- ar. Létt hjá Fylki FYLKIR vann ákaflega auðveld- an sigur á Austra í 2. deild Islandsmótsins 1 knattspyrnu á Laugardalsvellinum i gærkvöldi. Lokatölur urðu 6—0 og var það með minnsta móti miðað við gang leiksins, en staðan í hálfleik var 2—0. Það sem var kannski merkilegast við leik þennan. var að Hilmar Sighvatsson skoraði þrennu úr vítaspyrnum, en slikt gerist ekki á hverjum degi. Bjarni Kristjánsson hjá Austra átti tvö góð markskot í leiknum og einu sinni komst Austramaður einn inn fyrir, en sendi síðan á rangstæðan félaga sinn. Er þar með upptalin afrekaskrá liðsins uppi við mark Fylkis. Fylkismenn syntu hins vegar bókstaflega í dauðafærum, einkum er leið á leikinn og draga tók sjáanlega af Austramönnum. Fyrsta markið kom strax á 1. mínútu. Þá var réttilega dæmd vítaspyrna á hrindingu innan Fylkir: C,n Austri DbU teigs. Hilmar skoraði. A 20. mín- útu skoraði Hilmar enn úr víti, eftir að brotið hafði verið á Guðmundi Baldurssyni. Á 50. mín- útu sendi Guðmundur síðan lag- lega stungusendingu til Antons Jakobssonar sem skoraði gott mark. Miðvörðurinn Einar Eln- arsson bætti fjórða markinu við á 57. mínútu, Hilmar þriðja vítinu á 78. mínútu, eftir að Sigurði Helga- syni hafði verið brugðið innan teigs. Lokaorðið átti síðan vara- maðurinn Ásgeir Ólafsson með fallegu langskoti á 85. mínútu. Virtist tapið fara mjög í skapið á sumum Austramönnum. Fékk einn fyrir vikið rautt spjald ... — gg. Staðaní 1. deild NOKKURT hlé verður nú á 1. deildar keppninni í knattspyrnu. Na'stu leikir fara fram laugar- daginn 5. júlí. Þá leika Valur— ÍBK, ÍA-UBK, ÍBV-FH, Þróttur—Víkingur leika svo 6. júli. Og 7. júlí leika Fram og KR: Eins og sjá má á stöðunni í deildinni eru næstu leikir mjög þýðingamiklir fyrir liðin. Tekst Fram að auka við forskot sitt eða jafnast staða liðanna enn frekar. Úrslit leikja í 1. deild um helgina urðu sem hér segir: Valur—ÍA 0—3 FH—Fram 1—3 ÍBK—Þróttur 1—1 Víkingur—ÍBV 1-1 KR—Breiðablik 1—0 Og staðan að þessum leikjum í loknum er þessi: Fram 7 5 2 0 9-2 12 h Valur 7 5 0 2 20- 9 10 J lA 7 3 2 2 8-7 8 ■ iBV 7 3 13 10-11 7 k KR 7313 5-7 7 5 tBK 7 2 3 2 7-10 7 ■ UBK 7 3 0 4 12-10 6 Vlkinuur 7 1 4 2 7-8 6 ■ Þróttur 7 1 2 4 5-8 4 ■ FH 7 1 1 5 8—18 3 ^ Markhæstir eftir 7 umferðir eru ^ eftirfarandi leikmenn: Matthías Hallgrímsson Val 9 Ingólfur Ingólfsson UBK 5 Sigþór Ómarsson ÍA 3 Magnús Teitsson FH 3 Sigþór ómarsson ÍA 3 Lárus Guðmundsson Vík. 3 Skrifstofur * i Reykjavík Aöalakritatofan: Brautarholt 2, (áöur Húsgagnaversl. Reykjavíkur). Opin 9.00—22.00. Símar: 22900, 39830, 39831. Utankjörataöaskrifatolan: Brautarholti 2. Símar: 29962, 29963. Skrifstolan Vsaturba: Sörlaskjóli 3. Opin virka daga 18.00—22.30. 28 júní 13.30—22.00. Kjördag Irá 10.00—22.30. Símar 25635 og 10975. Skrifstotan Breiöholti: J.C.-húsiö, Geröubergi 3—5. Sími 77240. Opin 18.00—22.00 Skráning sjálfboöaliöa á öllum skrifstofum. Gerið skil á happdrættinu. Stuöningsmenn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.