Morgunblaðið - 27.08.1980, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1980
11
Eggert Ásgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Rauða kross ts-
lands.
dæmi um það að ríki þarf ekki að
vera neitt stórveldi til að muni um
framlag þess. Fulltrúar Rauða
kross íslands, sem eru við hjálpar-
störf erlendis, hafa vakið aðdáun
fyrir dugnað og góða framkomu.
Þetta starf er mikils metið og
hefur skapað Islandi virðingu á
alþjóðavettvangi.
Á fundinum verður einnig rætt
um sjálfboðastarf innan Rauða
krossfélaganna en það er framiag
slíks starfs sem öll virkni Rauða
krossins hvílir á. Meginstyrkur
Rauða krossins í heiminum felst í
einni milljón sjálfboðinna starfs-
manna sem valdir hafa verið úr
230 milljónum félaga í 126 lands-
félögum. Þrátt fyrir mjög mis-
munandi þjóðfélagsskipan í heim-
inum viðurkenna ríkisstjórnir
allra landa mikilvægi þessarar
sjálfboðavinnu og þátttöku Rauða
krossins í framfaramálum sem að
þeim snúa.
Alþjóðlegt þing Rauða krossins,
sem haldið er fjórða hvert ár,
verður í Manila á Filippseyjum á
næsta ári. Þar koma fulltrúar
ýmissa landa til fundar með
Rauða krossfélögum heimsins og
vinna að sáttmálum og reglum um
framkvæmd hjálparstarfa. Á
þessum fundi munum við vinna að
undirbúningi fyrir þetta þing af
hálfu Norðurlandanna. Þegar hafa
komið fram margar góðar tillögur,
sem ræddar verða frekar á fundin-
um, og flestar væntanlega lagðar
fyrir þingið í Manila að ári.“
bó.
Einar B. Pálsson:
Flugbjörgunarsveitar-
menn á faraldsfæti
Ferðir yfir hálendi íslands og
jökla að vetrarlagi eru enn tor-
veldar og fátíðar þrátt fyrir fram-
farir í tækni. En slíkar ferðir eru
mikiivægar vegna aukinnar þekk-
ingar á náttúrufari lands okkar.
Reynsla af þeim og ferðalýsingar
í grein framkvæmdastjóra
Náttúruverndarráðs í Morgun-
blaðinu 6. ágúst sl. er rætt um
verndarstörf í þjóðgarðinum og
m.a. gefið í skyn að margir hafi
haft tilmæli Skógræktar ríkisins
um góða umgengni í Ásbyrgi að
engu. Um leið er fólki tilkynnt að
nú séu komnir landverðir sem
leiðbeini fólki og líti eftir því að
land sé ekki mengað af rusli.
I Ásbyrgi hafa verið eftirlits-
menn á vegum Skógræktar ríkis-
ins síðustu þrjá áratugina og
daglegt eftirlit, og umhirðu komið
á í Ásbyrgi löngu áður en Nátt-
úruverndarráð kom þar nokkuð
nærri.
Það er ekki hægt að taka skrif
framkvæmdastjórans á annan
hátt en að hann sé að gera lítið úr
því starfi, sem unnið hefur verið í
Ásbyrgi áður en Náttúruverndar-
ráð kom þar til, og er það frekleg
móðgun við það fólk sem þar á
hlut að máli og vann störf sín af
samviskusemi og þeirri lipurð að
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
U U.YSIM, \
SIMIW l'.K:
22480
sýna oft, hve óvíst það er, að unnt
sé að ná settu marki á þeim tíma,
sem til umráða er, þrátt fyrir
knálega framgöngu.
Dæmi um þetta er ferðalýsing í
Morgunblaðinu 17. og 21. ágúst sl.
Sex félagar úr Flugbjörgunar-
aldrei komu fram kvartanir eða
gaf tilefni til blaðaskrifa.
Ég vil vekja athygli á því að það
var fyrir ítrekaðar óskir Náttúru-
verndarráðs og að því er talið var
til að samræma mætti móttöku
ferðafólks í þjóðgarðinum að
Skógrækt ríkisins eftirlét Nátt-
úruverndarráði umsjón með mót-
töku ferðafólks í Ásbyrgi. Að öðru
leyti verður Ásbyrgi áfram í
umsjá Skógræktar ríkisins.
sveitinni í Reykjavík fóru á skíð-
um þvert yfir hálendið í marz-
mánuði á síðastliðnum vetri. Þeir
gengu frá Svartárkoti í Bárðardal
suður Ódáðahraun til Kverkfjalla.
Þaðan ætluðu þeir suður yfir
Vatnajökul. Frá því urðu þeir þó
Framkvæmdastjóranum virðist
heldur í nöp við þá sem með
hjólhýsi ferðast. Af reynslu okkar
hér í skóginum af því fólki, get ég
sagt að það eru einhverjir beztu
gestir sem við fáum og leggja sitt
af mörkum til þess að samstarfið
megi verða öllum til ánægju.
Ísleifur Sumarliðason,
skógarvörður,
Vöglum i Fnjóskadal.
að hverfa og gengu þá vestur með
Vatnajökli að norðan og svo suður
Sprengisand að Sigöldu. Engu að
síður er þetta frækileg för, sem
krefst kunnáttu og þols í miklu
ríkari mæli en þegar ferðast er um
óbyggðir íslands að sumarlagi.
Mér þykir vera tilefni til að gera
athugasemdir við tvö atriði í
frásögn þeirra ferðalanga.
Eigi er greint rétt frá nöfnum
þeirra manna, er fóru fyrstu
vetrarferðina yfir hálendið á skíð-
um undir forystu L.H. Múllers
kaupmanns í Reykjavík í marz
1925. Auk L.H. Múllers voru það
Reidar Sörensen skrifstofustjóri,
Axel Grímsson trésmiður, síðar
brunavörður, og Tryggvi Einars-
son, síðar bóndi í Miðdal í Mos-
fellssveit. L.H. Múller og Reidar
Sörensen voru báðir af norskum
ættum. L.H. Múlier ritaði frásögu
um förina í Skírni 1926 og var hún
endurprentuð í Lesbók Morgun-
blaðsins 1964. Ferð þessi vakti
mikla athygli hér á landi á sínum
tíma, og ekki er vafi að frásögnin
af henni varð lyftistöng fyrir
skíðaíþróttina, sem þá var lítið
iðkuð hér.
Hitt atriðið, sem ég vil benda á,
er varðandi leiðina, sem sexmenn-
ingarnir úr Flugbjörgunarsveit-
inni gengu frá Svartárkoti að
Holuhrauni norðan Vatnajökuls.
Leið þeirra hlýtur að hafa legið
um dal þann, sem greinir fjall-
garðinn Dyngjufjöll ytri frá
Dyngjufjöllum. Dalurinn, sem er
opinn í báða enda, heitir Dyngju-
fjalladalur en ekki Dyngjudalur,
en þannig er hann nefndur í
frásögn þeirra.
En hvað um það; ferð þeirra var
jafngóð fyrir því. Og hafi þeir
þökk fyrir frásögnina.
NÍIA OMIC REIKNIVÉUN ER HELMiNGI
FVRIRFERÐARMINNIOG TÖLUVERT ÓBVRARI
Nú hefur ný reiknivél bæst í Omic fjöl-
skylduna, - Omic 410 PD. Þessi nýja
Omic vél er lítil og lipur. Hún gengur
fyrir rafhlöðum jafnt sem rafmagni.
Omic 410 PD skilar útkomu bæði á
strimli og með Ijósatölum. Hún vinnur
að öllu leiti verk stærri véla bæði fljótt
og vel.
Við byggjum upp
framtið fyrirtækis þins.
Þegar Omic reiknivélarnar komu fyrst
á markaðinn voru þær sérhannaðar
samkvæmt óskum' viðskiptavina Skrif-
stofuvéla h.f. Á örfáum vikum urðu
Omic 312 PD, Omic 210 PDog Omic 210
P, sannkallaðar metsöluvélar.
Komið og kynnist kostum Omic.
Verðið og gæðin tala sínu máli.
£
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
+ ~ ~ Hverfisgötu 33
^ELK^ Simi 20560
Isleifur Sumarliðason skógarvörður:
Ásbyrgi og framkvæmda-
stjóri Náttúruverndarráðs
- Stutt athugasemd