Morgunblaðið - 27.08.1980, Síða 12
X 2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. AGUST 1980
Hilmar Biering: _____
Erlendar bækur:
Videre, trods alt
eftir Christian Kampmann
Christian Kampmann hefur
fyrir stuttu sent frá sér nýja
bók, Videre, trods alt“ og er eins
konar framhald af bók hans
„Fornemmelser" sem kom út
fyrir tveimur árum. I þessari
bók heldur Kampmann áfram
þar sem frá var horfið í „For-
nemmelser"; hann er að gera
úttekt á sjálfum sér og umfram
allt að gera sjálfum sér og
öðrum það ljóst að hann er
hommi. I „Fornemmelser" segir
frá bernskuárum Kampmanns
og því þegar hann tekur að
kenna þess að hann sé ekki
öldungis bara náttúreraður til
kvenna, hann hefur öllu meiri
áhuga á eigin kyni. En þetta
veldur sársauka og hann berst
gegn þessu af oddi og egg, hann
er utanveltu og fellur ekki inn í
munstrið og uppeldi hans sem er
fjarska borgaralegt, býður ekki
upp á að viðurkenna langanir af
þessu tagi. Þetta er feimnismál í
meira lagi. Bók þeirri lýkur á því
að hann gengur að eiga Helen og
það er svo sem full ástæða til að
búast við því að hann reyni að
hemja kynvillingshvöt sína.
í Videre, trods alt eru þau
Helen búin að eiga tvö indælis
börn og hjónabandið er í sjálfu
sér ágætt og þeim þykir fjarska
vænt um hvort annað. En við
náttúruna verður ekki svo glatt
ráðið og Kampmann hefur einn-
ig hjámanninn Börge, sem hann
fellir hug til. Þau hjónin koma
sér saman um að slíta samvist-
um, en búa þó áfram undir sama
þaki „barnanna vegna", en séu
að öðru leyti frjáls til að gera
svona næstum hvað sem þeim
dettur í hug. Þar með getur
samband Börge og hans orðið
auðveldara, en leysir engan veg-
inn málið, alls konar afbrýði-
semi og erfiðleikar koma upp og
í raun gerir Börge miklu meiri
kröfur til hans en hann kærir sig
um.
Bókin er skrifuð af leikni og
lipurð eins og Kampmanns er
von og vísa. Þó er hún býsna
þröng — það er eiginlega ekkert
Videre
trodsalt
x'Á ‘
ftOMAN - GYLD6NOAL
Skyldu allir
hommar hafa
svona mikla
náttúru?
í þessari bók nema eilíft homm-
erí. Og fleiri hugsanir vakna hjá
lesanda: eru hommar þeirrar
gjörðar að þeir bindist aldrei
tilfinninga- og vináttuböndum?
Börge og Kampmann virðast
ekkert eiga sameiginlegt nema
þessa dæmalausu girnd til hvors
annars. Þeir tala aldrei saman
að því er virðist og allt snýst um
samskipti Kampmanns við aðra
homma: náttúra hans virðist
með ólíkindum, hann getur varla
séð svo annan homma — en þeir
virðast hafa fullkomið og óskeik-
ult næmi á því hver er hommi,
þótt engir aðrir verði þess varir
— það er stöðugt verið að klifa á
þessu eina og þegar hann fer til
New York eða Amsterdam, m.a.
til að reyna að losa sig frá Börge
og gefið í skyn að hann sé að
vinna að bók, er hugurinn einnig
í meira lagi bundinn við þessa
hlið lífsins. Þetta verður ögn
þreytandi. En lesandinn getur
hæglega gert sér grein fyrir því,
hvað mikið átak það hefur
kostað Chr. Kampmann að við-
urkenna opinberlega þessar sín-
ar ónáttúrur — ef það er þá
svona nauðsynlegt að veifa lifr-
um og lungum og öðrum líffær-
um framan í hvern sem er.
Bókinni lýkur á því að Kamp-
mann hefur sigrast á blygðan
sinni: hann ætlar að halda ræðu
á útifundi homma í Fælledpark-
en í Kaupmannahöfn.
Mér finnst ég geta saknað
margs úr þessari bók, glímu
Kampmanns við skriftir eru
engin skil gerð, en um þessar
mundir er hann að skrifa fjór-
bókina, Visse Hensyn, Faste
Forhold og Rene Linjer og And-
re Maader en þær urðu til að
festa Kampmann í sessi sem
einn merkasta rithöfund Dana
af yngri kynslóðinni. Þar var
fjallað um fjölskyldu, hjón og
fimm börn, og fylgst með lífs-
hlaupi þeirra frá því börnin eru
kornung upp úr 1950 og fram
yfir 1970 og gerð ágæt skil þeim
miklu breytingum sem þessi ár
ollu fyrir fjölskylduna sem
slíka. Mér fannst ákaflega gam-
an að lesa þessa fjórbók Kamp-
manns, Fornemmelser vakti með
mér doltinn viðbjóð og aðdáun
þó. Videre, trods alt, vekur
vorkunnsemi og aðdáun og um-
fram allt létti: skyldi Kamp-
mann nú ekki vera búinn að
skrifa sig frá þessu og geta snúið
sér að því að nálgast viðfangs-
efnin á afslappaðri hátt.
Jóhanna Kristjónsdóttir.
í anda friðarhug-
sjónar á blóðvelli
Pólitískir hrægrammar hafa
svifið yfir Sjálfstæðisflokknum
síðan núverandi ríkisstjórn var
mynduð. Aðdragandi stjórnar-
myndunarinnar var á þann veg að
nú sáu andstæðingar flokksins að
ætis væri von. Síðdegisblöðin sem
Gunnar
fyrst og fremst eru að selja eintök
með öllum tiltækum ráðum gerðu
sér auðvitað einnig mat úr hinum
„djúpstæða ágreiningi innan
Sjálfstæðisflokksins".
Vissulega eru það alvarleg tíð-
indi þegar leiðir formanns og
varaformanns Sjálfstæðisflokks-
ins liggja ekki saman en að segja
að annar aðilinn, Geir eða Gunn-
ar, sé alvondur en hinn algóður er
alrangt. Báðir eru þeir Geir Hall-
grímsson og Gunnar Thoroddsen
ágætis menn sem unnið hafa sér
traust og virðingu flokksmanna
sinna, enda báðir verið valdir til
forystu vegna hæfileika sinna og
reynslu, en ekki af einhverjum
Geirs- eða Gunnars-mönnum.
En það sem í raun eru alvar-
legustu tíðindin, ef þau eru rétt, er
að Sjálfstæðisflokksmenn séu
farnir að telja sjálfum sér trú um
að þeir séu annað hvort Gunnars-
eða Geirs-menn, því hvorutveggja
elur aðeins á ætisvon þeirra sem
sjá vilja Sjálfstæðisflokkinn
sundraðan og aldrei hafa áður
eygt annað eins tækifæri. Flokks-
bundnir menn í Sjálfstæðisflokkn-
um eru miklu færri en kjósendur
flokksins og sundrungin sem um
er talað er til þess eins fallin að
hrekja frá flokknum stuðnings-
menn sem greitt hafa flokknum
atkvæði sitt, Með öðrum orðum
má einnig segja að þeir sem ef til
vil eru að draga sjálfa sig í dilka
eru að skemmta andstæðingum
Ámundi Loftsson:
Frá því að byrjað var að rífast
og jagast um það hvort við
íslendingar ættum að taka þátt í
Ólympíuleikunum hafa hlutirnir
fengið að ganga á þann veg einan,
sem sízt skyldi. í mínum huga ber
þar hæst það næði, sem Sovét-
menn hafa haft til landvinninga
bæði með leikunum beint og á bak
við allt fjaðrafokið út af þeim.
Hafa fræðin hlotið slíka útreið að
forkostulegt má heita.
Einn segist hlynntur þátttöku
íslands vegna Ólympíuhugsjónar-
innar og til verndar hinum frjálsa
iþróttaanda og kallar þá sem
skynjuðu hvers konar framlag við
vorum að leggja til ófriðar- og
yfirdrottnunarstefnu Sovétmanna
„Ólympíuandstæðinga", sem láti
stríðsmenn eins og Jimmy Carter
segja sér fyrir verkum. Annar er á
öðru máli og segir að við höfum
ekkert að gera til Sovétríkjanna
vegna þess að þar sé engan
sósíalisma að finna, með öðrum
orðum að mótmæla skorti á sósíal-
Sjálfstæðisflokksins og jafnvel að
skammta honum lífdaga.
Það er rétt að hafa það í huga að
ekkert er líklegra en að skemmra
verði til næstu kosninga en næsta
landsfundar Sjálfstæðisflokksins
og ábyrgir menn eins og Geir
Hallgrímsson og Gunnar Thor-
oddsen hljóta að sjá að sundraðir
mega sjálfstæðismenn ekki ganga.
A næsta landsfundi verður að
venju gengið til kosninga um
formann og varaformann Sjálf-
stæðisflokksins, því að þótt að því
hafi verið látið liggja að einhverj-
ir séu til þeirra starfa æviráðnir
þá er það ekki rétt. Sjálfstæðis-
flokkurinn hafnar engum en velur
sér forystulið og það væri illa
farið ef einhverjir héldu að það
leysti umrætt vandamál að leita
að einhverjum sérstökum þriðja
aðila. Allir fulltrúar á landsfundi
hafa kosningarétt og eru kjör-
gengir til hverra þeirra starfa sem
þeir eru kjörnir til. Það er hins
vegar ekki tímabært að gera upp
hug sinn nú um hverja skal kjósa
á landsfundi því kjósendurnir
sjálfir hafa enn ekki verið kosnir.
Sjálfstæðisflokkurinn er stór
flokkur og hann styðja menn úr
öllum stéttum, en af því leiðir að
enn brýnna er að forystumenn
flokksins séu þess ávallt minnugir
að sætta verður mismunandi sjón-
armið og sameina þá krafta sem
sameinaðir geta gert Sjálfstæðis-
flokkinn enn stærri.
isma í Sovétríkjunum. Aðrir vilja
velta sér upp úr dæmum sem þeir
telja hliðstæð svo sem Berlín ’36.
En verum þess minnug hvers
konar glæpalýður forvígismenn
nazismans voru og hvernig þeir
gengu af sjálfum sér og hugsjón-
um sínum dauðum með verkum
sínum. Vissi heimurinn jafn vel
hvað var að gerast þá og hann veit
það nú? Eigum við aftur vegna
þessa fordæmis að veita heims-
valdasinnuðum glæpalýð móralsk-
-an stuðning í mestu ögrun við
heimsfriðinn síðan heimsstyrjöld-
inni síðari lauk? Aðrir hafa reynt
að leggja að jöfnu Víetnam-stríðið
og innrásina í Afganistan. Ekki
skal hér farið út í þá hluti nú að
öðru leyti en því, hvað varð helzt
til að Bandaríkjamenn hættu
stríðsrekstri sínum þar. Það var
áróður vestrænna ríkja og þó mest
í þeirra eigin heimalandi. Nú er
mér spurn: Hvenær getur sovézk
alþýða náð þeim árangri að and-
æfa svo gegn sovézkum stjórn-
völdum að hætt verði stríðsrekstri
„eins og“ í Afganistan? Ég sagði
„eins og“ vegna þess að þeir halda
örugglega áfram þegar ætlunar-
verkinu þar er lokið.
Hernám á sjálfstæðri þjóð,
morð á tugum þúsunda saklausra
borgara í algeru varnarleysi, land-
flótti hundruð þúsunda fólks frá
ættjörð sinni undan ofurefli sov-
ézka hersins er einungis kallað
innanríkismál Sovétmanna og ein-
staka sinnum mannúðarleysi. Sem
sagt, það er mannúðarleysi að
drepa náungann. í mínum huga er
það glæpur sem kallaður er morð.
Ég varð fyrir vonbrigðum með
framlag andófsnefndarmannsins í
sjónvarpinu nú nýlega til umræð-
unnar um málið. Það var eins og
hann vissi ekki alveg greinilega
hvert markmiðið með mótmælum
við þátttöku okkar íslendinga í
Ólympíuleikunum væri.
En úr því að orðið „stríðsmenn"
er með í ferðinni, þá er rétt að
gera því skil hverjir eru í stríði og
hafa verið allan þann tíma, sem
við höfum þrasað um hluti, sem
koma sjaldnast í sjónmál við
kjarna málsins. Það eru Afganir
einir. Það er afgönsk alþýða, sem
á í stríði við landráðaklíku og
blóð- og valdaþyrsta morðingja
frá Kreml. Þetta eru staðreyndir
sem allir vita um. Þessu hélt ég að
ætti að mótmæla fyrst og fremst,
svo og landvinningum þeim sem
þessir þorparar standa í með
leikunum beint. Þetta tókst því
miður ekki. Það er þjóðarskömm.
Það hefði lagt sannri friðarhug-
sjón lið.
Lítil þjóð þarf að hafa mikinn
kjark til að taka ákvörðun sem þá
að taka ekki þátt í Ólympíuleikun-
um í mótmælaskyni við framferði
stórveldis. Þennan kjark hafði
hún ekki, því miður. Hún kaus
undirlægjuháttinn fremur.
Sjálfstæði okkar sem þjóðar er
það dýrmætasta sem við eigum.
Samt höfum við fundið okkur
knúna með sjálfstæðistákn okkar,
íslenzka fánann, í hendi til þátt-
töku í mestu jáyrðaatkvæða-
greiðslu við yfirdrottnunar- og
landvinningastefnu Sovétmanna
gagnvart öðrum sjálfstæðum
þjóðum, sem fram hefur farið,
sem rétt eins og við eiga sjálfstæð-
ið og frelsið dýrmætast. Þetta er í
mínum huga glæpur sem ekki
verður aftur tekinn.
Ekki lét fréttamaður útvarpsins
sitt eftir liggja í lýsingu sinni af
þessari vægast sagt ógeðslegu
skrautsýningu. Hann varð svo yfir
sig hrifinn af tilstandinu að
íþróttirnar fengu varla nokkuð
rúm í fréttaflutningi hans, nema
ef hægt væri að koma lofsorði á
gestgjafann í leiðinni. Hann
reyndar viðurkenndi í umræðu-
þætti i sjónvarpinu eftir að heim
var komið að hann hefði lítið vit á
íþróttum. Hvers vegna er valinn
maður í íþróttafréttamennsku,
sem viðurkennir að hann hafi
ekkert vit á íþróttum, (íþróttir og
pólitik, ha)? Allt um það er
maðurinn bersýnilega hrifinn af
afreksverkum, ekki sízt ef Sovét-
menn eiga í hlut. Hvernig væri að
senda hann til Afganistan og fá
lýsingar af frábærum afrekum
Sovétmanna þar? Þar sitja þeir
einir að öllum verðlaunum.