Morgunblaðið - 27.08.1980, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1980
13
Sr. Sverrir Haraldsson:
Hver orkti hvað?
Þann 7. ágúst sl. birtist í
Morgunblaðinu ritdómur eftir
Ragnar Fjaiar Lárusson um ný-
útkomna ljóðabók — Gengin spor
— eftir Þorstein Sveinsson.
Fer ritdómarinn lofsamlegum
orðum um bókina og tekur t.d. upp
ljóð úr henni, máli sínu til sönn-
unar. Ljóðið heitir Borgin mín og
er svohljóðandi:
„Þú borg, sem Keymir KÍeymdu sporin min
ok Krófst í strætið KÍeói mina ok sorK.
Þitt barn er ók, já, barn sem leitar þín
þótt baði re^n ok hóí þin slitnu torK-“
Eitthvað fannst mér ég kannast
við þetta erindi, er ég las það og
ósjálfrátt gekk ég að bókaskápn-
um og greip ljóðasafn Steins vinar
míns og fór að fletta því. Og þarna
fann ég það, sem ég var að leita að
og mér skildist um leið hve
seinheppinn sr. Ragnar Fjalar
hafði verið, er hann valdi einmitt
fyrrnefnt erindi úr þessari nýút-
komnu ljóðabók sem sýnishorn.
Ljóð Steins heitir Borg og fyrsta
erindi þess hljóðar svo:
,Ó þú Hom geymir ðll mln gleymdu spor
ok xrofsi I duftið þjáning mina og sorg.
£g er þltt barn, þitt barn. Og nú er vor,
sem baðar regni og súl þin stræti og torg.“
Ég sé ekki betur en að þarna sé
sama erindið á ferðinni, aðeins
misjafnlega raðað orðum og ég
spyr: er þetta hægt?
Ég fagna hverri nýrri ljóðabók
og vil gengi nýrra skálda sem
mest, en þess verður maður að
krefjast af þeim, að þau yrki
kvæðin sjálf, en taki ekki ljóð
annarra skálda og breyti aðeins
um orðaröð.
Sverrir Haraldsson.
Jón Sturlaugsson:
Þá vitum við
það (eða hvað?)
„Þjóðviljinn" rembist nú við að
sanna, að varnarstöðin á Miðnes-
heiði sé í rauninni „Atómstöð".
Röksemd: Öryggisráðstafanir og
-gæzla dugi slíkri stöð.
Ekki nægja mér nú þessi rökin,
en í samræmi við þau má þá ráða
og telja fullvíst, að:
1. Herstöðvaandstæðingar stefni
að vopnaðri valdatöku á Is-
landi.
Röksemd:
1: Flestir þeirra eru líkamlega
vopnfærir.
2: Margir þeirra hafa æfingu í
beitingu skotvopna, jafnvel
byssuleyfi.
2. Rússar undirbúa kjarnorkuárás
á ísland.
Röksemd:
1: Þeir hafa allan útbúnað og getu
til þess.
2: Þjóðvilja-byggingin nýja er
miklu sterklegri en svo, að
eingöngu þurfi til þess að bera
uppi vélar og starfsfólk.
3: „Þjóðviljinn" hefur stundum
„lekið" ábendingum um, að við
mættum búast við slíkri árás.
Þetta sannar einnig þau upp-
lýsinga-tengsl milli Sovétsins og
ÁUaballanna, sem Mogginn o.fl.
hafa verið að brigsla þeim um.
Þótt ofangreindar röksemdir
séu ekki alls kostar eftir mínu
höfði, verður að taka það skilyrð-
islaust til greina, að Allaballarnir
telja sig rökföstustu menn hérl-
enda, og er þá bezt að segja eins og
karlinn, þegar allar hans fullyrð-
ingar höfðu verið reknar ofan í
hann, „þetta hefði nú getað verið
satt“.
Þarna er þá komið til viðbótar
bráðnauðsynlegt verkefni fyrir at-
hafnamanninn Ólaf Ragnar, sem
sé: að afla fullgildra sannana
fyrir því, að fullyrðingar mínar
séu á misskilningi byggðar.
Virðingarfyllst,
Jón Sturlaugsson.
í nógu að snú-
ast á Siglufirði
SÍKÍufirói, 25. ágúst.
STALVÍK landaði hér 115 tonn-
um í dag og einnig kom Siglfirð-
ingur inn i dag með 135 tonn.
Siðarnefnda skipið hélt þó fljót-
lega út aftur eftir að hafa fengið
is, en skipið á siðan að koma inn
til löndunar um hádegi á morg-
un. Hraðfrystihúsið ísafold byrj-
aði aftur rekstur í dag eftir langt
sumarleyfi.
Forystumenn Þormóðs ramma
eru tilbúnir að taka á móti síld og
salta og frysta. Einhverjir bátar
munu byrjaðir reknetaveiðar fyrir
Norðurlandi og í fyrrinótt reyndi
Gissur hvíti frá Hornafirði fyrir
sér á Skjálfanda. í gær fréttist af
vaðandi síld á Skagafirði og mun
hún hafa mælzt 19.5—21% feit.
- mj.
— Hinn almenni launþegi
er farinn að hlægja að sínum
forystumönnum i þessum
skrípaleik, sem verið er að
leika í samningamálunum,
sagði Sigurður óskarsson,
formaður Verkalýðsráðs
Sjálfstæðisflokksins og fram-
kvæmdastjóri Verkalýðsfé-
lagsins Rangæings í viðtali
við blaðið nú í gær. bað
virðist ekki vera sama hvort
ráðherrarnir heita Jón eða
séra Jón. Og það er komið í
ljós, að viljinn til þess að ná
fram raunverulegum kjara-
bótum virðist takmarkaður.
— Sem daemi getum við
tekið, að Kristján Thorlacius
samningamakki, og það hlýtur
að koma að því, að okkar
verkalýðsfélög eins og önnur
gefist upp á því að gefa ASÍ
óskorað umboð til þess að fara
með sín samningamál. Það
þótti í frásögur færandi, þegar
ekki átti að tengja hús í
Reykjavík við hitaveituna. Þá
stóð ekki á því, að fjölmiðlar
auglýstu það rækilega, að
kyndingarkostnaðurinn með
olíu væri sjöfaldur miðað við
hitaveituna. En hitt gleymd-
ist, að með því að neita
Hitaveitu Reykjavíkur um
eðlilegar hækkanir og halda
vísitolunni þannig niðri, er
raunverulega verið að stela
Viljinn til að ná fram
raunverulegum kjarabót-
um virðist takmarkaður
formaður BSRB segir það
neyðarsamninga, sem hann er
að skrifa undir. Hvað mega þá
menn segja á hinum almenna
vinnumarkaði, þar sem þeir
komast ekki með tærnar, þar
sem hinir hafa hælana í fé-
lagslegum efnum. Og maður
sér, að verkamaðurinn sækir
seint rétt sinn til lífvænlegra
kjara, ef það á að halda áfram
að sitja svona og bulla við
framkvæmdastjórn Vinnu-
veitendasambandsins. Mér
virðist þeir hafast ólíkt að
verkalýðsleiðtogarnir hér og í
Póllandi, — jafnvel þótt þeir
pólsku eigi ýmislegt á hættu.
Skyldu það ekki vera næstu
félagslegu umbæturnar, sem
þessi „vinstri verkalýðshreyf-
ing“ semur um, að verkamenn-
irnir hér skuli hafa það svipað
og í Póllandi? Þetta skeður á
sama tíma og ráðherrar rauðu
flokkanna telja 86 þús. kr.
lágmark þess, sem þeir þurfa
að skemmta sér fyrir í reisum
erlendis til þess að halda
virðingu sinni, eftir að uppi-
segir Sigurður
Óskarsson
formaður Verka-
lýðsráðs Sjálf-
stæðisflokksins
haldskostnaðurinn hefur verið
greiddur. 86 þús. kr. eru meira
en vikulaun verkamanns, —
en þær nægja ekki Ragnari
Arnalds & co./ í vasapeninga
erlendis á einum einasta degi.
— Við í Verkalýðsfélaginu
Rangæingi settum það fram,
að hár raforkukostnaður og
upphitunarkostnaður húsa
yrði tekinn sérstaklega til
greina enda kemur rafmagnið
héðan. Þessar kröfur eins og
aðrar hafa kafnað í þessu
peningum frá okkur úti á
landsbyggðinni, sem verðum
að bera hækkaðan hitunar-
kostnað bótalaust fyrir vikið.
Það væri fróðlegt að láta
reyna á þetta fyrir dómstólun-
um.
— Félagsmálapakkar eru
góðir, svo langt sem þeir ná.
En upp úr félagsmálapakka
éta ekki aðrir en þeir, sem fá
einhvern pakka. Sem dæmi
má nefna, að félagslegar íbúð-
ir ná ekki nema til fárra
verkalýðsfélaga, þótt það gæti
horft til bóta með nýjum
lögum, ef þeim verður þá
framfylgt. Og svo hefur annað
sem lofað var ekki komið til
framkvæmda, eins og skatta-
lækkanirnar, nema síður sé.
Nei, sannleikurinn er sá, að
við borgum ekki matarreikn-
inginn okkar né hitunarkostn-
aðinn, þótt Alþýðusambandið
fái meiri völd innan stjórn-
málakerfisins, nema það nýti
sín áhrif betur fyrir launafólk
almennt og beiti völdunum af
meiri skynsemi.
Fyrir 60 mínútum
var hún glerhart deig
í frystÍKÍstunni
Núskaí hún etin upp tiagna
5 tegundir. Fást í flestum verzlunum.
Brauögerö Gtsla M. Jóhannssonar,
Laugavegi 32.
Símar 30693 og 22025.