Morgunblaðið - 27.08.1980, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1980
Stöðvast Nord-
sat-áætlunin?
^ FrA (réttaritara Mbl. 1 Finnlandi. 26. áiníat.
ÁLITSGERÐ um Nordsat og
fleiri menningarmál var lögð
fyrir norrænu mennin>?armála-
nefnd Norðurlandaráðs og menn-
injíarráðherra Norðurlanda á
fundi Ekenes sl. fimmtudag.
Álitsgerðin er í þremur höfuð-
atriðum:
1. Að auka beri menningarleg
tengsl milli Norðurlandanna.
2. Áð þörf sé á því að Norðurlönd-
in sendi sjónvarpsefni milli sín
meira en nú er gert.
3. Að ekki verði veitt meiri
peningum til Nordsat.
Nordsat-málið er nú til athug-
unar hjá menningarmálaskrifstof-
unni í Kaupmannahöfn. Ekki síð-
ar en 10. desember nk. eiga
menningarmálaráðherrarnir að
skila áliti sínu. Þar á eftir fer
málið fyrir fund Norðurlandaráðs
í Kaupmannahöfn í mars á næsta
ári.
Menntamálaráðherra Finna,
Pær Stenbæck sagði eftir fundinn
á fimmtudag að líklegt væri að
Nordsat-áætlunin kæmist ekki í
framkvæmd á næstunni.
Menningarmálaráðherrarnir
héldu fund sl. miðvikudag þar sem
Ann Sandelin, ritari við menning-
armiðstöðina í Hanaholmens, var
formlega valin forstjóri Norræna
hússins í Reykjavík.
Þetta gerðist «.</«
1979 — Mountbatten lávarður
ráðinn af dögum. Skæruliðar
IRA lýsa ábyrgð á hendur sér.
1975 — Haile Selassie, fyrrum
Eþíópíukeisari andast.
1966 — Komið upp um samsæri
til að steypa stjórn Chad.
1961 — Ben Khedda myndar
bráðabirgðastjórn í Alsír.
1945 — Bandarískar hersveitir
hefja landgöngu í Japan.
1891 — Frakkar og Rússar
skrifa undir vinskaparsamning.
1862 — Giuseppe Garibaldi, ít-
alskur þjóðernissinni, handtek-
inn.
1828 — Uruguay lýst sjálfstætt
ríki.
1789 — Franska þingið birtir
yfirlýsingu um mannréttindi.
Afmæli: Georg Wilhelm Hegei,
þýzkur heimspekingur (1770—
1831), Theodore Dreiser, banda-
rískur höfundur (1872—1945),
Samuel Goldwyn, bandarískur
kvikmyndafrömuður (1882—
1974), L.B. Johnson, bandarískur
forseti (1906-1973).
Andlát: 1516 Titian, listmálari
— 1635 Lope de Vega, skáld —
1879 Sir Rowland Hill, faðir
frímerkisins — 1919 Louis
Botha, hermaður — 1965 Le
Corbusier, arkitekt — 1975
Haile Selassie, Eþíópíukeisari.
Innlent: 1867 Eldgos í Skaftár-
jökli hefst — 1781 f. Finnur
Magnússon — 1877 íslenzkur
söfnuður stofnaður í Manitoba
— 1896 Harður landskjálfta-
kippur í Vestmannaeyjum —
1914 „Skúli fógeti" rekst á tund-
urdufl við England og sekkur —
1925 Grænlenzkur prestur vígð-
ur í ísafjarðarkirkju — 1862 f.
Klemenz Jónsson — 1893 f.
Gunnlaugur Blöndal — 1951
Listasafn íslands opnað — 1971
Friðrik Ólafsson Norðurlanda-
meistari í Reykjavík — 1974
Geir Hallgrímsson myndar rík-
isstjórn.
Orð dagsins: Tilfinningarnar
eru takmarkalausar. Því meira
sem við tjáum þær, því meira
höfum við af tilfinningum. —
E.M. Forster, brezkur höfundur
(1879-1970).
írar vilja Breta á
brott frá N-írlandi
London, 26. ágúat. AP.
BRESKA blaðið The Daily Tele-
graph hefur það í dag eftir
heimildum i Dyflinni, að „telja
megi víst“ að írar leggi til við
Allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna, að Bretar dragi herlið sitt
frá Norður-írlandi í áföngum.
I blaðinu segir, að Charles
Haughey forsætisráðherra ír-
lands og stjórn hans séu óánægð
með hve hægt miði í rétta átt á
N-írlandi þar sem 2052 menn hafa
fallið í átökum og ofbeldisverkum
sl. 11 ár. „Haughey forsætisráð-
herra hefur gert það lýðum ljóst,
að hann muni ekki fallast á þá
skoðun Humprey Atkins, sem fer
með málefni N-írlands í bresku
stjórninni, að stjórnin í Dyflinni
eigi ekki að skipta sér af vanda-
málunum á N-Írlandi,“ segir í
blaðinu. írar búast við því að
tillagan verði samþykkt með yfir-
gnæfandi meirihluta á allsherjar-
þinginu og þá einkum með stuðn-
ingi þjóða þriðja heimsins.
Hollendingar flytja sendi-
herra sinn frá Jerúsalem
HaaK. 26. álíúst. AP.
STJORN Ilollands hefur tekið þá
ákvörðun að flytja sendiráð sitt i
ísrael frá Jerúsalem til Tel Aviv,
að því er segir í tilkynningu sem
gefin var út í Ilaag í morgun.
Ákvörðun þessi er tekin með
tilliti til ákvörðunar öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna að beina því
til aðildarþjóða SÞ að þær flytji
sendiráð sín frá Jerúsalem. í
tilkynningunni segir einnig að
stjórn Hollands hafi verið beitt
þrýstingi til þessarar ákvörðunar.
Arabaþjóðir hafa að undan-
förnu hótað að beita þvingunum
þær þjóðir sem hafi sendiráð sín í
Israel í Jerúsalem. Meðal annars
hafa þær hótað olíusölubanni.
Samkvæmt fréttum hafa arabar
skýrt yfirvöldum í Hollandi frá
þessum hótunum sínum. Fyrir 5
vikum sagði utanríkisráðherra
Hollands að sendiráð Hollands
yrði ekki flutt frá Jerúsalem.
Eftir að ísraelska þingið ákvað
að austurhluti Jerúsalem skyldi
formlega innlimaður í Jerúsalem
og hún gerrð að höfuðborg lands-
ins hafa arabar lagt hart að
Hollendingum og þjóðum Mið-
Ameríku að flytja sendiherra sína
frá Jerúsalem. Þegar hafa 5 þjóðir
Mið-Ameríku flutt sendiherra
sína frá borginni.
LöGREGLAN REKUR FLÓTTANN. Hópur 3000 lögreglumanna, sem slegið höfðu vörð um fund hjá
Franz-Josef Strauss, keppinauts Helmut Schmidts um kanslaraembættið, sést hér fást við hóp manna sem
efndi til ócirða fyrir utan fundarsalinn sl. mánudagskvöld. Grjóti og logandi bröndum rigndi yfir
lögregluna og slösuðust um 100 lögreglumenn.
Róstusamt í Hamborg
vegna fundar Strauss
Hamborg, 26. áifúst. AP.
AÐ SÖGN lögreglunnar í Ham-
borg slösuðust a.m.k. 100 lög-
reglumenn og fjórir mótmælend-
ur i miklum mótmælum sem urðu
við kosningafund hjá Franz-Josef
Strauss í gær. Sex vatnsbílar, 27
farartæki lögreglunnar og fjöldi
einkabila skemmdist.
Óeirðirnar hófust þegar 15.000
manns gengu fylktu liði til sam-
komusalar þar sem Franz-Josef
Strauss, keppinautur Helmut
Schmidts um kanslaraembættið,
hélt fund með 5000 stuðnings-
mönnum sínum. Um 3—4000
göngumanna reyndu að brjótast í
gegnum raðir lögreglunnar, sem
gætti hússins. Lögreglan beitti
táragasi gegn mótmælendum, sem
létu rigna yfir hana grjóti, eldi-
bröndum og öðru lauslegu. Að
sögn lögreglunnar voru 12 manns
teknir höndum, þar af einn sem
hafði í fórum sínum hlaðna
skammbyssu.
Bandaríkjamenn með
aðstöðu í Egyptalandi
Washinffton, 26. áRÚNt. AP.
BANDARÍKJAMENN hafa nú í
huga að nota egypskan flugvöll
sem bækistöð ef til tiðinda skyldi
draga i löndunum sem liggja að
Persaflóa, að því er haft var eftir
heimildum i Pentagon i gær.
Flugstöðin í Ras Banas við
Rauðahafið er ein af þeim sem til
greina koma en nauðsynlegar
endurbætur á stöðinni munu kosta
hundruð milljóna dollara. Banda-
ríkjamenn hafa að undanförnu
verið að styrkja stöðu sína í
þessum heimshluta og fengið
fyrirheit um aðstöðu í Sómalíu,
Oman og Kenýa ef til einhverra
stórtíðinda drægi. Á eyjunni Di-
ego Garcia í Indlandshafi hefur
Bandaríkjaher komið fyrir mikl-
um birgðum.
Ætlað er að umsvif Bandaríkja-
manna verði mjög lítil á friðar-
tímum en að þeir geti aukið þau
með litlum fyrirvara. Anwar Sad-
at, Egyptalandsforseti, hefur sagt
að Bandaríkjamenn muni fá að
nota egypskar herbækistöðvar
þegar og ef þörf krefur.
Fréttastjóri danska útvarpsins:
Sakar fjölmiðlana um
sósíalskan heilaþvott
í DANSKA hlaðinu B.T., föstu-
daginn 22. ágúst s!„ segir. að
fréttastjóri danska ríkisút-
varpsins, jafnaðarmaðurinn
Jörgen Schleimann, hafi skorif
upp herör gegn „vinstrisinnuð
um tíðaranda", sem hann segir,
að með hjáip fjölmiðlanna heila
þvoi bæði unga og aldna með
frumstæðum, marxiskum
þankagangi. í grein, sem
Schleimann ritar i blaðið
„Danskur iðnaður", hvetur
hann forystumenn I dönsku
atvinnulífi til að láta til skarar
skriða gegn vinstri áróðrinum.
„Tíðarandinn setur óhjá-
kvæmilega svip sinn á fjölmiðl-
ana. Hann endurspeglast í
dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi,
sem eru yfirfull af vinstrisinn-
uðum skoðunum, sem a.m.k. á
kjördegi hafa aldrei verið ein-
kennandi fyrir viðhorf danskrar
alþýðu," segi Schleimann í grein-
inni, sem nefnist „Þess vegna
hata þeir“.
Jörgen Schleimann, fréttastjóri
danska rikisútvarpsins.
Jörgen Schleimann segir, að
atvinnurekendur í Danmörku og
reyndar víðar hafi verið gerðir
grunsamlegir í augum fólks og
að með því sé verið að grafa
undan efnahagslegum framför-
um. Vinstrisinnuðu áróðurs-
mennirnir þurfi ekki að vera
fulltrúar eins eða neins, síst af
öllu fólksins sjálfs, þeim nægi að
hafa góðan aðgang að fjölmiðl-
unum.
Hvers vegna er svona komið?
spyr Jörgen Schleimann og svar-
ar sér sjálfur: Ástæðunnar er að
leita í þeim hugmyndum sósíal-
ista á síðustu öld, einkum
frönsku útópistanna, að „eign sé
þjófnaður" og einkaeignarrétt-
urinn einnig. Schleimann hvetur
frammámenn í atvinnulífinu til
að reka af sér slyðruorðið og láta
til sín heyra. „Nú sem stendur
eru það aðeins alls kyns komm-
únískir harðstjórar sem hafa
hag af allri þessari yfirþyrmandi
vinstri-umræðu," segir Schlei-
mann að lokum.