Morgunblaðið - 27.08.1980, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1980
23
Minning:
Ólafur Jónsson
frá Brekku
Fæddur 21. febrúar 1894
Dáinn 21. júní 1980
Mánudaginn þ. 7. ágúst fór fram
minningarathöfn í Þingeyrakirkju
um Ólaf Jónsson frá Brekku í
Þingi, A-Húnavatnssýslu, er jarð-
neskar leifar hans voru jarðsettar
í Þingeyrakirkjugarði.
Ólafur Jónsson var fæddur að
Brekku þ. 21. febr. 1894. Foreldrar
hans voru hjónin Þórkatla Guð-
mundsdóttir og Jón Jóhannsson
bóndi í Brekku um langt árabil.
Voru þau hjón mikils metin í sinni
sveit fyrir dugnað og mannkosti.
Áttu þau fimm syni og eina
dóttur. Öll voru þessi systkini vel
gefin og höfðu hug á að afla sér
menntunar, en þá var erfiðara um
vik en nú gerist. Allflestum var þá
skammtað naumt úr hnefa og
aðeins örfáir nutu þeirra fríðinda
að ganga í skóla og læra. Kvöld-
vakan á bæjunum varð að duga nú
sem fyrr, þessi háskóli íslendinga,
sem nefndur hefur verið. En
Brekkusystkinin voru námfús og
þráðu frekari frama. Ólafur fór í
Gagnfræðaskólann á Akureyri,
sem nú er M.A., haustið 1912 og
útskrifaðist þaðan vorið 1915. Þar
kynntist ég honum fyrst, ungum
pilti, sem stundaði nám sitt af
mikilli kostgæfni og var sér og
sínum til sóma.
Eftir að hafa lokið prófi fyrir
norðan, réðist hann farkennari
suður í Lundareykja- og Skorra-
dal. Á þeim árum áttu sveitabörn
aðeins kost á farkennslu, sem
venjulega stóð í þrjá mánuði að
vetrinum og skólinn var á sífelld-
um flutningi milli bæja yfir vetur-
inn.
Oft hef ég hugsað til gömlu
farkennaranna, hve íslendingar
mega vera þeim þakklátir fyrir
störfin. Kennarinn kom þegar
dagar fóru að styttast og ömur-
leiki skammdegisins lagðist sem
farg á afskekkt sveitabýli, þá var
óvíða sími, útvarp og sjónvarp
óþekkt fyrirbæri. Það lifnaði yfir
bæjunum þegar kennarinn kom,
hann bar með sér birtu og gleði í
bæinn og vann störf sín með
stakri Ijúfmennsku og samvisku-
semi langan vinnudag, án þess að
þiggja nema fátækleg laun, en
auðvitað var vinátta barnanna og
Fæddur 20. desember 1944.
Dáinn 10. júlí 1980.
Deyr fé.
deyja frændur.
deyr sjálfr et sama
en orftstírr
deyr aldrifd.
hveíms sér KÓðan Ketr.
(I r Hávamálum.)
Það var hrjúf og köld hönd
örlaganna, sem greip um kverkar
mér, föstudagsmorguninn 11. júlí
sl., er mér barst til eyrna sú
harmafrétt, að systursonur minn,
Gísli Leifur, hefði farist, þegar
bátur, sem hann keypti ásamt
félögum sínum, sl. vor, sökk á
Selvogsbanka. Það er svo stutt
bilið milli lífs og dauða og van-
máttur okkar, sem eftir erum svo
yfirþyrmandi, þegar ungt fólk
hverfur okkur sýnum á auga-
bragði.
Gísli Leifur var fæddur í Lamb-
haga á Rangárvöllum 20. des.
1944, sonur Helgu Gísladóttur og
Skúla Jónssonar. Hann ólst upp
hjá móður sinni og stjúpföður,
Sveini Sigurðssyni, fyrstu árin í
Lambhaga og síðan í Vestmanna-
eyjum. En sumur æsku sinnar og
unglingsára dvaldi hann í Lamb-
fólksins í sveitinni þeim mikils
virði. Það var þeirra líf.
Þannig hafa farkennararnir
komið mér fyrir sjónir. Eftir að
Ólafur réðist til farkennslu í
þessum sveitum settist hann að í
Arnþórsholti og fékk Júlíus bróð-
ur sinn til að stofna þar með sér
félagsbú, og var Kristín systir
þeirra ráðskona hjá þeim bræð-
runum, en þó Ólafur stofnaði til
búskapar, hélt hann áfram að
kenna og var vinsæll kennari.
Vorið 1920 ákveður Ólafur að
breyta til og halda til Vestur-
heims. Sennilega hefur Jósef bróð-
ir hans hvatt hann til þeirrar
farar, en hann hafði farið vestur
árinu áður.
I Brekku var Magnús bróðir
þeirra tekinn við búi. Á þessum
árum var ekki úr mörgu að velja
fyrir unga athafnamenn, allt virt-
ist hjakka í sama farinu. „Blessað
stríðið", eins og gamla konan í
Hamborg sagði á sínum tíma, var
um garð gengið, allt verðlag var á
niðurleið, úrræðaleysi og basl
blasti við.
Það var síður en svo glæsilegt
að horfa fram á veginn fyrir vel
gefna og áhugasama unga menn,
sem áttu glæsta drauma. Heima í
Brekku var tveggja góðra drengja
saknað, en bót var í máli, að þeir
sögðust koma fljótt heim aftur, þó
raunin yrði önnur.
Jósef hafði sest að í Minnesota-
ríki og þangað fór Ólafur. Leið
ekki á löngu þar til þeir bræður
stofnuðu þar byggingarfyrirtæki.
Þarna virtust næg verkefni, ef
vilji og þrek var fyrir hendi, en oft
þurfti að vinna hörðum höndum.
Bræðrunum vegnaði vel og
nokkru síðar fluttust þeir til San
Francisco í Californiu og stofnuðu
þar ásamt fleiri löndum, sem
þangað voru komnir, nýtt bygg-
ingarfyrirtæki, sem efldist með
tímanum. Varð fyrirtæki þeirra
þekkt þar um slóðir og þeir nutu
mikilla vinsælda. Ávallt voru þeir
bræður mjög samrýndir og er mér
sagt, að á milli þeirra hafi aldrei
hlaupið snurða á þráðinn.
Árin liðu, og eftir nær þrjá
áratugi kom Ólafur heim. Margt
hafði breytst á þeim árum.
Reykjavík hafði tekið á sig borg-
arbrag, mörg reisuleg hús voru
haga og þar átti hann djúpar
rætur, enda verið meira og minna
í fæðingarsveit okkar hvert ein-
asta ár þar til nú, þetta örlagaríka
sumar. Hér verða ekki rakin nein
æviatriði, enda ævin ekki löng,
ekki hálfur mannsaldur. Minn-
ingarnar eru svo undramargar og
áleitnar, þegar skilnaðarstundin
er runnin upp. Bjartur, síkvikur
ungur drengur, lifandi og opinn
fyrir öllu í umhverfinu, dulur,
alvörugefinn unglingur, trygg-
lyndur og traustur vinur vina
sinna sem uppkominn maður.
Seinast bar fundum okkar saman
sl. vor, þegr hann kom í skyndi-
heimsókn til okkar mæðgna. Þá
var bjart yfir honum, hann glaður
og reyfur yfir væntanlegum kaup-
um og útgerð á bátnum, sem varð
hans seinasta hvílurúm.
Milli Leifs og móður hans voru
alla tíð sterk og traust vináttu-
bönd. Þau sterku bönd, sem mynd-
ast milli móður og sonar, sem
bæði eiga til að bera trygglyndi og
heitar tilfinningar.
Ég bið þess að systir mín fái
styrk til að bera þá sáru sorg, sem
býr henni nú í hjarta og við öll,
risin þar, fólkið vel klætt á götum
úti og mikil breyting orðin þar á
gróðri. Og þegar hann kom heim í
sveitina sína, rak hann í roga-
stans, allir gömlu torfbæirnir
voru horfnir og ný hús komin í
þeirra stað, túnin, sem áður voru
þýfðir kragar umhverfis bæina,
breiddu nú úr sér rennislétt í allar
áttir. Nú var ekki lengur tekinn
upp eldur í hlóðum, rafmagnið
veitti fólkinu birtu og yl. Það var
gaman að koma aftur heim og sjá
allar framfarirnar. v
Þó var margs að sakna, gamla
fólkið var farið sína leið, fólkið,
sem hann unni frá því hann mundi
fyrst eftir sér. En nýir ættingjar
voru komnir til sögunnar sem
ánægjulegt var að sjá og kynnast.
Þó dvöl Ólafs í Ameríku yrði
lengri en búist var við í fyrstu,
fylgdist hann að nokkru með því
sem gerðist hér heima. Margir
landar hans heimsóttu hann í San
Francisco. Tók hann þeim öllum
með mikilli rausn, leiðbeindi þeim
og lagði þeim lið á marga lund.
Ólafur var mikill Islendingur
þrátt fyrir langa dvöl erlendis,
ákaflega ættrækinn og unni mjög
sinni æskubyggð.
Þegar hann kom heim eftir
langa útivist, heimsótti hann
okkur hjónin og gamla kirkjustað-
inn sinn að Þingeyrum. Þá barst í
tal, að vöntun væri á nýrri girð-
ingu í kringum kirkjugarðinn á
Þingeyrum og sömuleiðis væri
þörf á að gera við þak kirkjunnar,
sem var koparklætt, en það hafði
raskast í ofviðri um veturinn.
Ólafur sá með eigin augum hvað
gera þurfti og var ekki seinn á sér
að leggja á borðið stóra fjárhæð
til að flýta fyrir þessum fram-
kvæmdum. Og ekki nóg með það,
hann lét þess einnig getið við vin
sinn, Jón S. Pábnason, sem þá var
sem syrgjum hann, skulum láta
minninguna lifa um góðan dreng.
Far þú í friði, frændi minn. Þökk
fyrir allt.
Þóra Gisladóttir.
Sviplegt var fráfall Gísla Leifs
Skúlasonar og félaga hans Sigur-
vins Þorsteinssonar, sem fórust
með mótórbátnum Skuld frá Vest-
mannaeyjum, á Selvogsbanka 10.
júlí sl. og mikill harmur kunnug-
um.
Gísli Leifur fæddist 20. des.
1944 að Lambhaga á Rangárvöll-
í sóknarnefnd, að ef vantaði fé til
að ljúka verkinu, þá væri ekki
annað en kalla til sín, þá vildi
hann greiða það sem á vantaði.
Geri aðrir betur. Þannig var
Ólafur, höfðingi í lund, ræktar-
samur með afbrigðum við land
sitt, ættingja og vini — mikill
sómamaður í hvívetna.
Þegar ég hitti Ólaf aftur á
Þingeyrum eftir áratugi, virtist
hann engu hafa gleymt. Hann var
sami góði drengurinn eins og
þegar ég kvaddi hann á skóla-
tröppunum heima á Akureyri vor-
ið 1915. Hann rifjaði upp skólaár-
in og ljúfar æskuminningar.
Ólafur var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans, Doris, var amerísk,
eignuðust þau þrjú börn. Eldri
dóttirin er látin fyrir fjórum
árum, hin lifa, gjörfulegt fólk.
Seinni kona hans, Marion, er
skotskrar ættar, lifir hún mann
sinn.
Ólafur kom nokkrum sinnum
heim til íslands eftir fyrstu heim-
sóknina, sem varð honum til
mikillar gleði. Þráði hann að sjá
land sitt á ný. Síðustu árin hefur
hann kennt vanheilsu og ekki
treyst sér í langferð. Hann andað-
ist í San Francisco þ. 21. júní sl.
Hann hafði eindregið óskað
þess, að jarðneskar leifar hans
yrðu lagðar í íslenska mold, helst í
Brekku eða þá í kirkjugarðinum á
Þingeyrum sem næst foreldrum
Sigurvin var fæddur að Vestur-
húsum 5. janúar 1950. Foreldrar
Þorsteinn Ólafsson frá Dufþaks-
holti, Hvolhrepp. (Dáinn í apríl
1967.) Gíslný Jóhannsdóttir frá
Efri Vatnahjáleigu, A-Landeyj-
um. Sigurvin var 14. af 16 börnum
þeirra hjóna.
Mér fór eins og Njáli forðum, ég
lét segja mér tíðindin 3svar áður
en trúði, þá ég frétti lát vinar
míns Sigurvins.
Skuld VE 263 var á lúðuveiðum
með haukalóð. Á fimmtudags-
morgun 10. júlí sl. fór að hvessa af
suðvestri og hættu menn veiðum
og héldu sjó. Var báturinn þá
14—15 mílur SV. af Geitahlíð. Kl.
13.15 fengu þeir brotsjó á sig. Þar
fóru þeir niður með bátnum,
Sigurvin og Gísli Leifur Skúlason.
Tveir komust af og var bjargað
eftir hrakninga.
Sigurvin, Leifur, Kiddi í
um, en fluttist til Vestmannaeyja
með móður sinni fjögurra ára.
Samt dvaldist hann á hverju
sumri hjá ömmu sinni og afa
Valgerði Sigurþórsdóttur og Gísla
Nikulássyni í Lambhaga.
Þar kynntumst við honum, ljós-
hærðum fallegum dreng, fyrir
mörgum árum. Og alla tíð hélt
hann vináttu við okkur. Þegar svo
bar við að hann fór til Reykjavík-
ur, kom hann ávallt í heimsókn til
okkar hjóna og gisti þá stundum
eina eða tvær nætur eftir því hve
lengi hann staldraði við í höfuð-
borginni.
Það var notalegt að vera í návist
hans. Hann var vægur maður og
prúður og einstaklega tryggur
vinur.
Síðast kom hann til okkar
síðastliðið vor. Þá ætlaði hann
ekki heim í sveitina, aldrei þessu
vant, og í fyrsta skipti sem ég man
til. Hann ætlaði á sjóinn, var að
kaupa bát og ætlaði að vera á
honum yfir sumarið. En skamm-
vinn varð sú útgerð.
Nú er Gísli Leifur ekki lengur á
meðal okkar hér og ekkert eftir
annað en minningar um góðan vin.
Þær minningar falla ekki í
gleymsku.
Við biðjum guð að styrkja
aldraða ömmu hans, foreldra og
systkini á raunastund, og fjöl-
skyldu vinar hans sem með honum
fórst.
Hafðu þökk fyrir allt.
Erla og Gústi.
sínum og bróður, Magnúsi, sem
látinn er fyrir allmörgum árum.
Jósef, bróðir Ólafs, kom heim til
íslands fyrir fáum árum síðan,
eftir um það bil 60 ár, og áhrifin
voru svipuð eins og hjá Ólafi,
þegar hann kom fyrst heim. Hann
gerði það ekki endasleppt við
bróður sinn, nú var hann aftur
kominn allt frá Kyrrahafsströndu
og norður að Dumbshafi með ösku
bróður síns, svo hún yrði lögð í
íslenska mold og bar hana þar til
grafar, eftir að hafa flutt í kirkj-
unni kveðjur og þakkarorð frá
tryggum sveitunga. Sonarsonur
Jósefs var þarna kominn, mikill
myndarmaður. Þessi minningar-
athöfn fór vel fram, yndislegt var
að koma í Þingeyrakirkju, hlýja
og bjarta. Hópur ættingja og vina
voru þarna saman komnir til að
kveðja látinn heiðursmann. Sókn-
arpresturinn, sr. Árni Sigurðsson,
flutti ræðu í kirkjunni og jarð-
söng. Kirkjukór Þingeyrakirkju
söng undir stjórn Gerðar Aðal-
björnsdóttur frá Hólabæ. Sólar-
laust var á Þingeyrum þennan
dag, en hlýr blær lék um vanga, þá
gengið var úr kirkju. Mér fannst
sem það væri síðasta kveðja Ólafs
til sveitarinnar, ættingja og vina.
Með þessum fáu línum langar
mig til að færa hinum látna
heiðursmanni kveðjur og þakkir
fyrir góða vínáttu við mig og
mína.
Hulda Á. Stefánsdóttir
A
Brekkuhúsi og Óli á Hvoli skip-
stjóri voru nýlega búnir að kaupa
bátinn og varð sú útgerðarsaga
þar með öll. Þeir félagar höfðu
bundið miklar vonir við þessi
bátakaup.
Sigurvin var búinn að vera á
mörgum bátum hér í Eyjum auk
togara. Hann gjörþekkti öll veið-
arfæri sem í sjó fara. Alltaf fyigdi
Sigurvin fiskur á hvaða fleyi sem
hann var. Hann var að dómi
félaga sinna einhver sá allra
duglegasti og ósérhlifnasti maður
sem á sætrjám hefur flotið. Sá
bátur sem Sigurvin var síðast á,
áður en þeir keyptu Skuldina var
Bylgja VE, skipstjóri Matthías
Óskarsson. Haft var eftir honum,
að þar þyrfti tvo sem Sigurvin
stóð einn við að ísa niður í lestina.
Hann keypti húsið Hásteinsveg
33 fyrir 4 árum. Lét hann lyfta
risinu og breyta á sinn hátt
skemmtilega mjög. Var hann bú-
inn að tala mikið um hversu hann
ætlaði að gleðja félaga sína með
heimboðum og risnu mikilli. Hon-
um entist ekki aldur til þess. Einn
af þessum sonum Islands sem
falla fyrir Ægi konungi á besta
aldri.
Ég veit að ég mæli fyrir sjó-
menn og alla vini hans hér í
Eyjum er ég sendi aldraðri móður
hans kveðju héðan og segi: Þar
áttir þú góðan dreng. Almættið
mildi sorg móður, bræðra og
systra. Blessuð sé minning Sigur-
vins. Fari hann i friði.
Sigurður Sigurðsson
frá Vatnsdal.
Gísli Leifur Skúla-
son — Minning
Minning:
Sigurvin Þorsteins-
son frá Vesturhúsum