Morgunblaðið - 27.08.1980, Side 28

Morgunblaðið - 27.08.1980, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1980 b í\' þ - |í .'J_ tó- -P ást er. IZ'íí ... að muna. TM Reg U S P«t Off -«lt rtð^* r' • 1978 Los Angetm TtmM Syndtcsts HaíiÖ þið til fyrir byrjendur? „Nýju fötin keisarans"? COSPER Korri skrifar: Á Korpúlfsstöðum var haldin sýning, sem bar nafnið Experi- mental Environment 1980, og gengið hefur undir heitinu Um- hverfislistasýning á íslensku. „Listaverkin" stóðu dreifð um tún og fjörur, auk þess, sem sum þeirra voru innanhúss. Erfitt var að sjá nokkuð list- rænt við þessi verk. í fljótu bragði mætti ætla, að hér hefðu að verki verið eintómir vitleysingar, en ekki aivörulistamenn, en vonandi er það hæpin ályktun, því opinber- ir listfræðingar hafa haft hér hönd í bagga og sýningin var styrkt af opinberum sjóðum. Hvað var þá helst að sjá á sýningu þessari? Ég mun taka nokkur atriði sem dæmi: Uppblásnir plastpokar Þú gleymdir lika siifurbrúðkaupsdeginum og gullbrúðkaups- deginum Ifka! 1. Innanhúss var á einum stað skreiðarhjallur einskonar, með upphengdum fiski og framan við hann lágu hrúgur af hveiti á gólfinu. í hverju skyldi listin vera fólgin í þessu verki? 2. Úti á túni lágu margir upp- blásnir stórir plastpokar á einum stað. Dálítið skrýtið listaverk það. 3. Meðfram vegi, sem liggur í átt til sjávar, stóðu þrjár bognar spírur eða pípur upp á endann. Hvert skyldi vera listgildi þessa verks? 4. Á sléttum bala, niðri við sjó, var litlum fjörusteinum og leir- bornum lækjarsteinum raðað í beinar línur, langsum og þversum, svo að þarna mynduðust margir jafnstórir ferhyrndir reitir. Þetta er ekki ólíkt því, að þarna hefðu verið smábörn að leik og vissulega er margt skemmtilegt, sem þau gera sér til ánægju. 5. Mikið hefur þarna rekið á land af kúskeljum og liggja þær víða um fjörur. Á einum stað höfðu „listamennirnir" safnað þeim saman, borað á þær göt og dregið upp á snæri, sem síðan lá út í lítinn hólma neðst í fjörunni. En í hólmanum sjálfum lá svo hring- laga dreif af brotnum skeljum. E.t.v. er þetta eitt af skemmtileg- ustu „listaverkunum". Og þeir, sem alist hafa upp við sjó, þar sem mikið rak af allskonar skeljum, munu minnast hliðstæðra bernskuleikja með ánægju, þótt engum hafi þá dottið í hug, að kenna það til listar. 6. Á einum stað á Korpúlfs- MYNDAMÓT HF. AOAlSTftJETI S — RCYKJAVHC PKINTMYNOAGCAO OCFSCT FILMUR OG W.ÖTUK SlMI 171S2 AUGLÝSINGATEIKN'STOFA Samvizkufangar ágústmánaðar: Fyrrum ráðherra í Eþíópíu, bræður í Suður-Kóreu og sósíalisti í Chile BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi tilkynning frá íslandsdeild Amnesty International um „sam- vizkufanga ágústmánaðar 1980“. Þeir eru Kassa Wolde Mariam fyrrum landbúnaðarráðherra i Eþiópiu. bræðurnir Soh Joon-shik og Soh Sung í Suður-Kóreu og Hcctor E. F. Yancz i Chile. Kassa Wolde Mariam var land- búnaðarráðherra Eþíópíu tvö síð- ustu valdaár Hailes Selassies, fyrr- um keisara þar. Hann var hand- tekinn 1974, en „hvarf“ í júlí 1979 einn af níu háttsettum embættis- mönnum síðustu stjórnar keisar- ans. Ekkert hefur síðan til hans spurzt og yfirvöld hafa engu svar- að fyrirspurnum um örlög hans. Haft hefur þó verið eftir einhverj- um embættismðnnum, að menn þessir hafi verið fluttir milli fang- elsa, en ekki hafa þeir fengizt til að segja hvar þeir séu nú staddir. Fjölskyldu hans, sem hafði jafnan fengið að færa honum mat í fangelsið þar til hann hvarf, var ráðlagt að hætta því og gleyma honum. Hefur slíkt oft verið talið vísbending um að viðkomandi fangi hafi verið ttkinn af lífi. Kassa Wolde Mariam var kvæntur Seble Desta, prinsessu, barnabarni Hailes Selassies og áttu þau fimm börn. Þau eru öll í útlegð en móðir þeirra hefur verið í fangelsi í Addis Ababa frá 1975, án þess að koma fyrir dómstól. Engin ákæra hefur verið borin fram á hendur henni, né á hendur manni hennar. Handtaka hans stóð á sínum tíma í sambandi við rannsókn á ábyrgð ráðamanna á hungursneyðinni í landinu 1973— 74, er 100.000 manns dóu hungur- dauða. Niðurstöður rannsóknar- nefndarinnar, sem kannaði málið, voru aldrei birtar en haft fyrir satt, að hún hefði ekki talið Kassa Wolde Mariam bera neina per- sónulega ábyrgð þar á. Vinsamleg- ast skrifið og farið fram á upplýs- ingar um Kassa Wolde Mariam. Skrifa ber til: Lieutenant-Colonel Mengistu Haile Mariam, Ilead of the Provisional Military Govern- ment of Socialist Ethihopia, P.O. Box 5717, Addis Abaha, Ethiopia. Soh Joon-shik og Soh Sung eru kóreanskir bræður, fæddir í Japan. Þeir voru við nám í ríkisháskólan- um í Seoul í Suður Kóreu, þegar þeir voru handteknir eftir stúd- entaóeirðir í sambandi við forseta- kosningarnar 1971. Báðir voru sak- aðir um njósnir. Soh Sung var dæmdur til dauða, en dóminum breytt í lífstíðarfangelsi. Soh Jung-shik hlaut 15 ára fangelsis- dóm, sem breytt var í 7 ár. Þann tíma hafði hann afplánað í maí 1978 en var þó ekki sleppt og í vor var fangavist hans framlengd um tvö ár á grundvelli laga um öryggi ríkisins, sem veita stjórnvöldum víðtækar heimildir til frelsissvipt- ingar manna. Amnesty International telur, að bræðurnir hafi verið handteknir til þess að hræða stúdenta frá því að gagnrýna stjórnvöld landsins og telur ástæður til að ætla að þeir hafi verið pyntaðir til að játa á sig njósnir. Vinsamlegast farið þess á leit, að bræðurnir verði þegar í stað látnir lausir. Skrifið til: His Excel- lency President Choi Kyu-hah, The Blue House, Chongno-gu, Seoul, Korea. Hector Enrique Figueroa Yan- ez var við nám, þegar hann var handtekinn rétt eftir valdatöku hersins í Chile 1973, þá 21 árs að aldri og félagi í sósíalistaflokki landsins. Hann hafði, ásamt öðrum ungum manni, Rafael Merino Mercado, sem er í útlegð, verið sakaður um að hafa, í ágúst 1972, hleypt af skotum, sém urðu lög- reglumanni að bana úti fyrir aðalstöðvum sósialistaflokksins í Concepcion. Frumrannsókn máls- ins þá leiddi í Ijós, að skotið sem banaði lögregluþjóninum hefði ekki komið frá flokksbyggingunni, þar sem hann hafði verið staddur, en í september 1973, rétt eftir herforingjabyltinguna var hann handtekinn og kærður fyrir morðið á lögreglumanninum. Fimm árum síðar, 1978, féll loks dómur í málinu, 20 ára fangelsi. í október 1979 strauk hann úr fangelsinu í Concepcion en náðist 10 dögum síðar og var eftir það í einangrun í fjóra mánuði. Am- nesty International telur Hector Figueroa saklausan af morði lög- reglumannsins og telur fangelsun hans til komna vegna starfa hans fyrir sósialistaflokkinn. Vinsamlegast farið þess á leit, að Hector Figueroa verði náðaður eða að refsingu hans verði breytt í útlegð (sem lög gera ráð fyrir að sé hægt). Skrifa ber til: Senor Sergio Fernandez, Ministro del Interior, Ministerio del Interior, Edificio Diego Portalez. Santiago, Chile.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.