Morgunblaðið - 27.08.1980, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1980
29
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
I0100KL 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
staðatúni stóð dívangrind upp á
endann, og mun sú staða grindar-
innar hafa átt að auka á listgildi
hennar.
• Almenningur
hefur trú á
listfræðingum
Leyfum hverjum sem er að
útbúa hvað sem er og setja það
einhversstaðar upp til sýnis, en
ábyrgir menn ættu ekki endilega
að veita til þess styrki, og list-
fræðingar ættu ekki að telja fólki
trú um listgildi einhverra verka,
nema þar sé um einhverja raun-
verulega list að ræða. Því hinn
almenni maður hefur trú á list-
fræðingum og krefst þess, að
orðum þeirra megi treysta í list-
rænu tilliti. En sem betur fer,
hefur hinn venjulegi maður yfir-
leitt óbrenglaða dómgreind og
skynjar í sálu sinni hvað er
listrænt og hvað er ljótt og hvað
er fagurt.
Er það ekki svo, með þessa „list"
á Korpúlfsstöðum, að henni megi
líkja við „nýju fötin keisarans“,
sem engin voru.
• Fullmikil
útvíkkun
á hugtakinu list
Ég mun ekki gera mér lengri
upptalningu, en „listaverkin" eru
auðvitað miklu fleiri.
Skemmtilegt er að ganga þarna
um fjörur og grundir utanhúss og
sé ég ekki að þessi nýlistarverk
geti aukið neitt á þá ánægju sem
hafa má af slíkri útiveru og
náttúruskoðun.
Listunnandi fólki hlýtur að
koma ýmislegt í hug, þegar skoðuð
er þessi nýlistarsýning á Korp-
úlfsstöðum og ýmsar spurningar
vakna:
1. Hverjir geta notið verka sem
þessara?
2. Er það ekki fullmikil útvíkk-
un á hugtakinu list, að kenna
þesskonar verk til lista?
3. Ef þetta er list, má þá ekki
eins kalla alla hluti listaverk,
hvort sem þeir eru gerðir af
mannahöndum eða af náttúrunni
sjálfri?
4. Taka þessir „listamenn"
þetta alvarlega, eða eru þeir með
þessu aðeins að afla sér tekna úr
sjóðum?
5. Eða eru þeir að hæðast að
dómgreind almennings? Halda
þeir, að bjóða megi fólki hvaða
vitleysu sem er, ef það er gert í
nafni listar?
Aðalfundur
Körfuknattleiksdeildar Vals veröur haldinn í Félags-
heimilinu aö Hlíöarenda í kvöld 27. ágúst kl. 20.00.
Stjórnin.
Utankjörstaða-
bsrb atkvæðagreiðsla
um aöalkjarasamning BSRB stendur yfir á skrifstofu
BSRB Grettisgötu 89, alla virka daga milli kl. 9.00 og
17.00 fram aö kjördegi 4. september.
Yfirkjörstjórn BSRB.
Þessir hringdu . . .
• Manni kemur
allt við
Kona i Þingholtunumhringdi
og kvartaði undan sóðaskap okkar
ísiendinga, hirðuleysi og afskipta-
leysi. — Ég hef horft á fína
herramenn fá sér vindling meðan
þeir bíða eftir græna ljósinu,
skrúfa síðan niður rúðuna og
henda samanvöðluðum umbúðun-
um út um bílgluggann — á götuna.
Og fólk sér þetta, en því er sama,
það er eins og þetta komi því ekki
við. En manni kemur allt við, það
finnst mér að minnsta kosti. Ég
beygi mig niður, tek sendinguna
og fleygi í næstu ruslakörfu.
• Opinn brunnur
á Spítalastíg
— Ég sé sérstaka ástæðu til
að benda gatnamálastjóra á þá
hættu sem stafar af því að það er
opinn og óbyrgður brunnur á
SKÁK
Umsjón: Margeir Pétursson
Á alþjóðlegu skákmóti í Ham-
borg í Vestur-Þýzkalandi í maí
kom þessi staða upp í skák
Schellhorn, V-Þýzkalandi, sem
hafði hvítt og átti leik, og Reicher,
Rúmeníu.
25. Dxd6! - Dxd6, 26. Rhf5+ -
gxf5, 27. Rxf5+ - Kg8, 28. Rxd6
- He6, 29. Rxf7 - Kxf7, 30. Bf5
og með peð yfir og betri stöðu
vann hvítur auðveldlega. Finnski
stórmeistarinn Westerinen sigr-
aði á mótinu, hlaut 8'/fe vinning af
11 mögulegum. Næstir komu þeir
Chandler, Nýja-Sjálandi, og Cu-
horni Spítalastígs og Ingólfs-
strætis. Svona er þetta búið að
vera allt of lengi, og er stórhættu-
legt.
• Hvar er
handriðið?
— Þá vil ég minnast á hand-
riðið sem var utan á Guðspekifé-
lagshúsinu, Spítalastígsmegin.
Það var tekið niður þegar húsið
var klætt að utan í sumar, en ég sé
ekki bóla á því að það fái aftur
sinn sess. Handriðið er bráðnauð-
synlegt og ekki hægt að vera án
þess þarna í minnstu hálku. En
mig langar til að spyrja: Hver á að
sjá svo um að það verði sett upp að
nýju?
• Naglar úti um allt
— Og ekki get ég stillt mig
um að minnast á slæma umgengni
þeirra sem standa að endurbygg-
ingum á húsum. Ég held að ég
megi segja það það sé undantekn-
ing, að þessir aðilar gangi þrifa-
lega frá eftir sig, þegr vinnu er
hætt á kvöldin. Naglar og hvers
kyns spýtnabrak liggur eins og
hráviði út um allt og valda bæði
leiðindum og hættu. Þarna þarf
hugarfarsbreyting að koma tíl.
• Bílþeysurnar
fráleitar
Gunnar Sveinsson hringdi og
kvað sér með öllu óskiljanlegt
hvernig það gæti átt sér stað á
tímum orkukreppu, og þar af
leiðandi orkusparnaðar, að stofn-
að væri til svo fráleitra uppátækja
sem bílþeysur eru — og svo er
verið að hvetja fólk til að spara
orku jafnvel á hinum smæstu
sviðum og yfirvöld reka mikinn
áróður í því skyni. Hvernig kemur
þetta heim og saman? Og hvernig
gat forsetinn okkar fengið af sér
að leggja blessun sína yfir þessa
vitleysu?
HÖGNI HREKKVISI
, * RóGní ! Þú e?t þjhrónot? wondoc !
>»
„ . . . Oft þAP PA8a'l *>>MN l'»ka » *
G3P SlGGA v/öGá t íilvzMU
\IL MÁ15 6/£hjW I'
^0^Á\iA LWOú^L^ (jW
^vih/Ms/.o-
^TÖWMM
ertas, Kólumbíu-ineð.8 vi<» <r.u l~^~77T7 *.».■ a, i. —
Auglýsing
um aöalskoðun bifreiða í iögsagnar-
umdæmi Reykjavíkur í september 1980.
Mánudagurinn 1. sept. R-52801 til R-53500
Þríöjudagur 2. sept. R-53501 til R-54200
Miövikudagur 3. sept. R-54201 til R-54900
Fimmtudagur 4. sept. R-54901 til R-55600
Föstudagur 5. sept. R-55601 til R-57300
Mánudagur 8. sept. R-57301 til R-58000
Þriöjudagur 9. sept. R-58001 til R-58700
Miövikudagur 10. sept. R-58701 til R-59400
Fimmtudagur 11. sept. R-59401 til R-60100
Föstudagur 12. sept. R-60101 til R-60800
Mánudagur 15. sept. R-60801 til R-61500
Þriöjudagur 16. sept. R-61501 til R-62200
Miövikudagur 17. sept. R-62201 til R-62900
Fimmtudagur 18. sept. R-62901 til R-63600
Föstudagur 19. sept. R-63601 til R-64300
Mánudagur 22. aept. R-64301 til R-65000
Þriðjudagur 23. sept. R-65001 til R-65700
Miövikudagur 24. sept. R-65701 til R-66400
Fimmtudagur 25. sept. R-66401 til R-67100
Föstudagur 26. sept. R-67101 til R-67800
Mánudagur 29. sept. R-67801 til R-68500
Þriðjudagur 30. sept. R-68501 til R-69200
Bifreiöaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til
bifeiöeftirlits ríkisins, Bíldshöfða 8 og veröur skoöun fram-
kvæmd þar alla virka daga kl. 08.00 til 16.00.
Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiö-
um til skoðunar.
Viö skoðun skulu ökumenn bifreiöanna leggja fram fullgild
ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því aö birfeiöaskattur sé
greiddur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi.
Athygli skal vakin á því aö skráningarmnúmer skulu vera vel
læsileg.
Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjaldmælir í leigubifreiö-
um sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tíma. Á leigubifreiöum til
mannflutninga, allt að 8 farþegum, skal vera sérstakt merki
meö bókstanum L.
Vanræki einhver aö koma bifreiö sinni til skoöunar á
auglýstum tíma veröur hann látinn sæta sektum samkvæmt
umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferö hvar sem til
hennar næst.
Bifreiöareftirlitið er lokaö á laugardögum.
Lögreglustjórinn í Reykjavík.
21. ágúst 1980.
Sigurjón Sigurösson.