Morgunblaðið - 27.08.1980, Síða 30

Morgunblaðið - 27.08.1980, Síða 30
30 Næstved er efst NÆSTVED er í eísta sæti dönsku knattspyrnunnar aö loknum 20 umíerðum. Hefur liðið 27 stig. í öðru sæti er KB með einu stigi minna, en síðan koma fjögur lið með 24 stig, B-1903, AGF, Ikast og Köge. Úrslit leikja í dönsku knatt- spyrnunni um síðustu helgi urðu sem hér segir: Næstved — Fremad 0:0 B-1903 - OB óðinsvé 2:2 AGF - KB 0:1 Frem — Vejle 0:2 Kastrup — Köge 3:0 Esbjerg — Hvidovre 0:0 AAB — Lyngby 0:3 Þrír leikir ÞRlR leikir fara fram i 1. deild íslandsmótsins i knattspyrnu i kvöld. Á Kópavogsvelli eigast við UBK og KR, á Laugardals- velli mætast Fram og FH og i Vestmannaeyjum leika ÍBV og Vikingur. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.00. Við skulum lita á stöðuna i fyrstu og annarri deild. 1. deild: Valur 15 10 2 3 36-13 22 Fram 15 9 2 4 19-18 20 Akranes 15 7 4 4 25-16 18 Víkingur 15 6 3 3 20-17 18 UBK 15 7 1 7 23-19 15 ÍBV 15 4 5 5 21-25 13 KR 15 5 3 7 14-23 13 ÍBK 15 3 6 6 14-20 12 FH 15 4 3 8 19-30 11 Þróttur 15 2 4 9 10-20 8 2. deild. KA 14 11 1 2 47-11 23 Þór 14 9 2 3 28-12 20 Þróttur 14 6 4 4 20-20 16 ÍBÍ 14 4 6 4 28-30 14 Haukar 14 5 4 5 24-28 14 Selfoss 15 5 4 6 23-29 14 Fylkir 14 5 3 6 25-20 13 Ármann 14 3 5 6 21-28 11 Völsungur 14 3 4 7 14-24 10 Austri 15 1 4 10 1644 6 Hörö bar- átta í Noregi START og Bryne hafa foryst- una i norsku deildarkeppninni i knattspyrnu. en fimmtán um- ferðum er nú lokið. Umrædd lið hafa hlotið 19 stig hvort. Lille- ström hefur 18 stig, en Moss og Víkingur hafa 17 stig hvort félag. Úrslit leikja um helgina urðu sem hér segir: Fredrikstad — Lynn 0—2 Lilleström — Moss 1 — 1 Skeid — Bryne 3—2 Start - Molde 0-1 Viking — Bodö 3—0 Vaalerengen — Roseborg 3—0 3. deildin á fullu Úrslitakeppnin i 3. deild ts- iandsmótsins i knattspyrnu er hafin og hafa tveir leikir farið fram. TindastóII og Skallagrim- ur skildu jafnir, 0—0, á Borg- arnesvelli. og Reynir sigraði Einheria 1—0 á Sandgerðis- veili. Omar Björnsson skoraði eina mark Reynis, sem var til muna betra liðið og hefði átt að vinria enn stærri sigur. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1980 Bikarkeppni FRI 16 ára og yngri LIÐ ÍR sem sigraði í stigakeppninni. Aftari röð frá vinstri: Agnar Steinarsson. Hafliði Maggason. Hermundur Sigmundsson, Gunnar Birgisson og Jóhann Jóhannsson. Fremri röð: Lucia Lund. Elínborg Aðils, Tinna Gunnarsdóttir, Bryndís Hólm, Sigríður Valgeirsdóttir og Guðrún Ilarðardóttir. Á myndina vantar Aðalheiði Ásmundsdóttur. Ljósm. Mbl. J.E. annað árið í röð 2. Bryndís Hólm ÍR 34,92 3. Unnur Sigurðard. ÍBK 28,43 Kringlukast 1. Helga Björnsd. UMSB 30,87 2. Anna Sveinsd. UÍA 30,31 3. Jóna B. Grétarsd. Á 30,03 Kúluvarp 1. Helga Björnsd. UMSB 9,06 2. Anna Sveinsd. UÍA 8,93 3. Thelma Björnsd. UBK 8,12 ÍR-INGAR sigruðu með nokkrum yfirburðum í annari bikarkeppni FRÍ 16 ára og yngri. sem haldin var í Vík í Mýrdal sl. laugardag. ÍR-liðiö sigraði líka í fyrra. þá með 93 stigum. en nú með 91. í öðru sæti var lið UÍA, hlaut 71 stig, UMSB 64. IISK 62, UBK 57. Ármann 29, USVS 26, og Umf. Keflavíkur hlaut 17 stig. Þá báru ÍR-ingar sigur úr býtum i átta sveinagreinum af tiu og alls komust ÍR-ingar 14 sinnum á verðlaunapall í tuttugu greinum. Sveit UBK setti nýtt íslandsmet í 4x200m hlaupi kvenna, hljóp vegalengdina á 1.51,7 mín. Gamla ÍR-ingar metið átti UBK einnig en það var 1.54,1 og er því um að ræða tæplega þriggja sekúndna bæt- ingu. Auk þessa íslandsmets voru sett nokkur héraðs- og aidurs- flokkamet. í sveit UBK voru þær Hrönn Guðmundsdóttir, Linda Bentsdóttir, Helga D. Árnadóttir pg Ragna Olafsdóttir. í karla-liði ÍR bar mest á þeim Hafliða Maggasyni, Jóhanni M. Jóhanns- syni og Hermundi Hermundssyni, sem allir unnu til þriggja gull- verðlauna á mótinu. lOOm sek. 1. Jóhann Jóhannsson ÍR 12,2 2. Sigurjón Ingibergsson UÍA 12,6 3. Jón Kristóferss. UMSB 13,1 400m 1. Jóhann Jóhannsson ÍR 58,1 2. Hjörtur Davíðsson UÍA 59,4 3. Þorsteinn Sigurðsson UBK 60,5 1500m min. 1. Gunnar Birgisson ÍR 4.33,0 2. Sigurður Ingibergss. UÍA 4.34,1 3. Sigþór Haraldsson HSK 4.38,0 100 m grind sek. 1. Hafliði Maggason ÍR 16,8 2. Sigurjón Valsson UBK 18,0 4x200m mín. 1. Sv. ÍR íslm. í sveinafl. 1.44,1 2. Sv. UÍA 1.46,0 3. Sv. HSK 1.47,5 Langstökk m 1. Þorsteinn Pálsson HSK 5,79 2. Ármann Einarsson UÍ A 5,76 3. Agnar Steinarsson ÍR 5,54 sigruðu Hástökk m 1. Hafliði Maggason ÍR 1,80 2. Hafsteinn Þórisson UMSB 1,70 3. Ármann Einarsson UIA 1,70 Spjótkast 1. Pétur Sörensen UÍA 53,60 2. Lúðvík Tómasson HSK 43,11 3. Hafsteinn Þórisson UMSB 40,75 4. Agnar Steinarsson ÍR 40,46 Kringlukast 1. Hermundur Sigmundss. ÍR 39,33 2. Þorbjörn Guðjónss. UMSB 31,09 Kúluvarp 1. Hermundur Sigmundss. ÍR 12,26 2. Pétur Sörensen Úí A 11,61 lOOm sek. 1. Geirlaug Geirlaugsd. Á 13,1 2. Helga D. Árnad. UBK 13,1 3. Svava Grönfeld UMSB 13,6 100m 1. Hrönn Guðmundsd. UBK 61,9 2. Guðrún Harðard. ÍR 62,3 3. Ingveldur Ingibergsd. UMSB 63,9 1500m stúlkur min. 1. Guðrún Karlsdóttir UBK 5.14,1 2. Birgitta Guðjónsd. HSK 5.22,2 3. Anna Bjarnad. UMSB 5.32,1 lOOm grind sek. 1. Arney Magnúsd. UIA 17,4 2. Guðrún Harðard. ÍR 17,8 3. Ingveldur Ingibergsd. UMSB 17,9 4x200m boðhlaup mín. 1. Sv. UBK nýtt Islm. 1.51,7 2. Sv. Árm. 1.53,9 3. Sv. HSK 1.54,1 IA-Valur er á föstudag • Leikur ÍA og Vals i 1. deild íslandsmótsins i knattspyrnu er á föstudaginn klukkan 18.00. en ekki annað kvöld. Leikið verður á Akranesi. Langstökk m 1. Bryndís Hólm ÍR 5,40 2. Svava Grönfeld UMSB 5,24 3. Jóna B. Grétarsd. Á 5,19 Hástökk 1. Sigríður Valgeirsd. ÍR 1,60 2. Nanna Sif Gíslad. HSK 1,60 3. Þórdís Hrafnkelsd. UÍA 1,55 Spjótkast 1. Birgitta Guðjónsd. HSK 37,39 Einar og Vésteinn sigruðu norræna stallbræður sína í unglingakeppninni EINAR Vilhjálmsson úr UMSB og Vésteinn Hafsteinsson, KA, stóðu sig með miklum ágætum i norrænni unglingalandskeppni i frjálsíþróttum i Malmö i Sviþjóð um siðustu helgi. Þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu örugglega í sinum greinum, og það sem meira var, Einar setti nýtt ís- landsmet i spjótkastinu og Vé- steinn setti nýtt unglingamet i kringlukastinu. Árangur ann- arra liðsmanna var dræmari en búist hafði verið við, ef undan er skilinn ágætur árangur Egils Eiðssonar, KA, í 400 metra hlaupi, en Egill setti drengjamet, hljóp á 49,84 sekúndum. Einar bætti ísiandsmet Óskars Jakobssonar, IR, í spjótkasti um 44 sentimetra og unglingametið um 96 sentimetra, en hann kastaði hvorki meira né minna en 76,76 metra og bætti sinn fyrri árangur um 2,20 metra. Vésteinn náði langþráðu marki og bætti unglingamet Óskars Jak- obssonar í kringlukastinu um 16 sentimetra með því að kasta kringlunni 54,60 metra, en hann hafði oft hoggið nálægt meti Óskars fyrr í sumar. Vésteinn varð svo sjöundi í kúluvarpi með 14.87 metra. Drengur, er varpað hefur 19,37 metra í ár, sigraði með 17.88 metra varpi. Egill Eiðsson, KA, varð áttundi í 200 metra hlaupi á 22,98 sekúnd- um. Hlaupið vannst á 21,35 sek. Egill varð sjöundi í 400 m, en það hlaup vannst á 48,29 sek. Stefán Þ. Stefánsson, ÍR, varð áttundi bæði í 110 metra og 400 metra grindahlaupum, hljóp 110 m grind á 15,65 sekúndum og 400 m grind á 59,63 sekúndum. Styttra hlaupið vannst á 14,56 sek og það lengra á 53,93 sek. Unnar Vilhjálmsson, UÍA, bróð- ir Einars, varð áttundi í hástökki, stökk 1,95 metra. Allir aðrir stukku 2,00 metra eða hærra, en greinin vannst á 2,14. Kári Jónsson, HSK, varð átt- undi í þrístökki með 13,67 metra og sá eini sem stökk skemur en 14 metra, en greinin vannst á 15,82 metra, og stukku þrír vel yfir 15 metra. Erlingur Jóhannsson, HSH, varð áttundi í 100 m hlaupi á 11,39 sekúndum, næsti maður á undan honum hljóp á 11,19 sekúndum og sigurvegarinn hlaut 10,56 sekúnd- ur. Sex fyrstu hlupu undir 11,00 og nægðu 10,85 sekúndur t.d. aðeins í fimmta sæti. Magnús Haraldsson, FH, varð áttundi bæði í 2.000 metra hindr- unarhlaupi og í 5.000 metra hlaupi. Hljóp hann hindrunina á 7:05,1 mínútu og fimm kílómetra á 17:23,0 mínútum. Hindrunin vannst á 5:43,5 mínútum og 5.000 metrarnir á 14:34,8 mín. Brynjólfur Hilmarsson, UÍA, varð áttundi í 800 metra hlaupi á 1:55,8 mínútum, en hlaupið vannst á 1:52,1 mínútu og varð sjöundi maður á 1:53,7 mín. Kristján Harðarson, HSH, varð sjöundi í langstökki með 6,78 metra stökki, en sigurvegarinn stökk 7,48 metra og fimm stukku yfir sjö metra. Guðmundur Sigurðsson, UMSE, var langt frá sínu besta í 1.500 metra hlaupi, sem hann hljóp á 4:23,9 mínútum. Hlaupið vannst á 3:48,8 mínútum, og nægðu 3:52,9 mín. aðeins í sjötta sætið. Sigurður Magnússon, IR, varð fyrir því óláni að týna stöng sinni á leiðinni tii mótsins, og tókst honum ekki að útvega sér láns- stöng og varð því af keppni. Sigurvegarinn í stangarstökkinu stökk 5,20 metra og annar maður 5,10 metra, báðir Finnar. Ekki hefur Mbl. fengið fregnir af úrslitum stigakeppninnar, en íslendingar og Danir sendu sam- eiginlegt lið gegn liðum Svíþjóðar, Noregs og Finniands. Hvert lið teflir fram tveimur keppendum í hverri grein. Svíar hlutu flesta einstaklingssigurvegara, eða sex, Finnar hlutu fimm, og Norðmenn, Isiendingar og Danir sína tvo sigurvegarana hver. Svíar unnu styttra boðhlaupið og Finnar það lengra, en sveit íslands og Dan- merkur rak lestina í báðum boð- hlaupunum, hljóp 4x100 metra á 44,08 sekúndum og 4x400 á 3:21,27 mín. ágás • Einar Vilhjálmsson setti íslandsmet i spjótkasti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.