Morgunblaðið - 14.09.1980, Síða 4
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980
Frásögn
Leifs Miiller
af dvöl
hans í
fangabúð-
um
nazista
og rætt við
hann um
reynslu
hans þar
Leifur Muller, verslunar-
maður, með heimilistíkina
Týru.
LjÓHin. Kristján
í FANGABÚÐUM NAZISTA:
„Veldi nazista
byggðist
á fengabúðum44
Fallinn félagi
Að undanförnu hefur íslenzka sjónvarpið sýnt myndaflokkinn „Helför-
ina“ þar sem rifjuð er upp ógnarstjórn nazista í Þýzkalandi undir
stjórn Hitlers. Þessi mynd hefur vakið miklar umræður hvarvetna þar
scm hún hefur verið sýnd og svo hefur einnig orðið hér á landi. Leifur Muller,
verzlunarmaður. er eini núlifandi íslendingurinn sem gist hefur hinar
illræmdu fangabúðir nazista. Ilann var handtekinn í Noregi haustið 1942 og
var þar í fangahúðum fram á mitt sumar 1943. Þá var hann fluttur til
Þýzkalands og settur í hinar illræmdu fangabúðir Sachsenhausen við
Oranienburg þar sem hann dvaldist til stríðsloka. Leifur Muller er sonur
hjónanna L.II. Múller. kaupmanns í Reykjavík, og Marie Múller. Hann er
fæddur og uppalinn hér á landi og hefur verið búsettur hér nær samfleytt
siðan stríðinu lauk. Eiginkona Leifs heitir Birna Muller og eiga þau fimm
börn. þrjár dætur og tvo syni. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Leif á
heimili hans að Laugalæk 42 og byrjaði hann á því að rifja upp
endurminningar sínar frá dvöl sinni í fangabúðum nazista á árunum 1942 til
1945. „Ég lenti í þessu fyrir hálfgerða slysni og var í fangahúðum Þjóðverja í
tæplega þrjú ár. án þess að hafa neitt til sakar unnið,“ sagði Leifur. „Ég var
við verzlunarnám í Noregi þegar stríðið hófst og þegar sýnt var að styrjöldin
myndi dragast á langinn, ákvað ég að reyna að komast heim til íslands. Ég
sótti því um fararleyfi til Svíþjóðar, undir því yfirskyni að ég ætlaði á skóla
þar. en þaðan ætlaði ég að fara heim um England. En það fór á annan veg.
Handtekinn
Dag nokkurn sumarið 1942
komu tveir óeinkennisklaeddir
menn heim til mín. Þeir sögðust
vera frá útlendingaeftirlitinu og
óskuðu eftir að ég kæmi með þeim
niður á skrifstofu til að ganga
endanlea frá fararleyfi mínu til
Svíþjóðar. En ferðinni var alls
ekki heitið þangað heldur fóru
þeir með mig rakleiðs til Victoria
Terrasse, — aðalstöðva Gestapo,
hinnar illræmdu leynilögreglu
nazista. Gestapo hafði greinilega
kynnt sér öll mín mál og áleit að
áformuð skólavist mín í Svíþjóð
væri fyrirsláttur einn og hefði ég
raunverulega í hyggju að komast
til íslands um England eins og
margir höfðu gert fram að þessu.
Þó að ég hefði ýmis plögg, sem
sönnuðu að ég hefði sótt um
skólavist í Svþíþjóð, var ekki
hlustað á andmæli mín, — nazist-
ar þurftu ekki sannana við til að
fangelsa fólk.
í fangelsi
Það var farið með mig til
Möllergaten 19 sem þá var aðal-
gæzlufangelsi nazista í Noregi.
Þar lenti ég í klefa með þrem
öðrum og vorum við þar í einangr-
un í þrjá mánuði. Það var séð til
þess að við gætum ekkert haft
okkur til dægrastyttingar og
reyndar allt gert til að vistin yrði
hin versta. í þessari ömurlegu
vistarveru lærði ég þó að tefla.
Taflborðið var gert á salernis-
pappír með tannkremi og tafl-
mennirnir á sama hátt. Slik iðja
var auðvitað brot á fangelsisregl-
unum, — þó við færum mjög
laumulega með þennan dýrgrip
okkar var taflið að lokum gert
upptækt og lá við að við yrðum
látnir sæta refsingu fyrir svo
glæpsamlegt athæfi. En þrátt
fyrir nagandi óvissu og hungur
var það kuldinn sem verst fór með
okkur, því þótt það væri hávetur
var enginn upphitun í fangelsinu.