Morgunblaðið - 14.09.1980, Side 7

Morgunblaðið - 14.09.1980, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 47 Þessi mynd er tekin af Þorgerði við stjórn Hamrahlíðarkórsins, cn hún er líklega þekktust hérlendis fyrir þann árangur sem hún hefur náð með kórnum. Þessi mynd birtist i Arbeider-Avisa af Þorgerði þegar hún kom fram á Stikklastöðum. Hún ræðir hér við Erik Bye og er hann að biðja hana að syngja lagið „Sofðu unga ástin mín“, sem hann sagði vera uppáhaldslag sitt. „Lilja“ kynnt á listahátíð Ólafsdaga í Noregi: „Gaf okkur lífsreynslu, sem við nauðug vildum vera án“ Hinir árlegu Ólafsdagar voru haldnir hátiðlegir í Nor- egi i júlimánuði. Voru þeir óvenju viðamiklir þetta árið í tilefni af 950 ára ártið Ólafs helga, en hann féll eins og alþjóð veit i Stikklastaðaorr- ustu árið 1030. Mikið var um dýrðir og m.a. var Lilja Eysteins munks Ásgrímsson- ar gefin út i fyrsta sinn á nýnorsku i vönduðu bandi með sérstökum grafikmynd- um. Verkið var kynnt i Erki- biskupsgarðinum i Þrándheimi á hátiðinni og ásamt þekktum norskum listamönnum kom þar fram Þorgerður Ingólfs- dóttir og söng valda kafla úr Lilju á frummálinu. Þorgerð- ur fékk frábæra dóma í norskum blöðum og má m.a. lesa i þeim, að hápunktur kvöldsins á þessum sögufræga stað — þar sem Eysteinn stóð sjálfur fyrir 600 árum og las upp úr Lilju — hafi verið flutningur Þorgerðar, — að hún hafi töfrabundið áheyr- endur svo eitthvað sé nefnt. segir m.a. í mjög góðum dómum norskra blaða um söng Þorgerðar Ingólfsdóttur Þorgerður kom fram nokkrum sinnum á hátíðinni, en hápunkt- urinn í ferðinni, að hennar sögn, var þegar hún stóð í Erkibiskupsgarðinum þar sem Eysteinn stóð sjálfur forðum og söng Lilju. Þýðandi Lilju, Knut Ödegárd, rakti þar í upphafi lífshlaup Eysteins, en leikhús- stjórinn Ola B. Johannessen las Lilju á nýnorsku. Þá söng Þor- gerður valda kafla á frummálinu og kammerhljómsveit lék mið- aldatónlist á hljóðfæri frá sama tíma. Þá var grafikmyndum, sem Björn Björneboes gerði sér- staklega við Lilju, varpað á stóran hvítkalkaðan vegg. í Af- tenposten miðvikudaginn 23. júlí segir m.a.: „Andi miðaldanna náði tökum á bergnumdum hópnum, sem fyllti salinn þetta kvöld og það var sem við sæjum munka í brúnum kuflum við sálmasöng, er við yfirgáfum Erkibiskupsgarðinn. Islending- urinn Þorgerður Ingólfsdóttir söng valda þætti úr Lilju á frummálinu og með einstökum tónum og flutningi varð þáttur hennar hápunktur kvöldsins." Svipaða dóma getur að líta í öðrum norskum blöðum næstu daga á eftir. „Voguðum okkur næst- um því ekki að anda“ Þá kom Þorgerður einnig fram í Niðarósdómkirkju á konsert ásamt þarlendum listamönnum. Flutti hún erindi um íslenzka þjóðlagatónlist og söng einnig nokkur lög og vakti framlag hennar þar einnig mikla athygli. Segir m.a. i Arbeider-Avisa: „Vonandi verður enginn móðgað- ur, þegar við segjum, að það hafi verið íslenzku þjóðlögin, sem höfðu mest áhrif á konsertinum í Niðarósdómkirkju. Þorgerður Ingólfsdóttir sagði í stuttu máli frá íslenzkri þjóðlagatónlist — á frábærri norsku — og upplýsti okkur um, að íslenzk þjóðlög eru oft tregablandin og þung og mörkuð af því að hafa orðið til meðal lítillar þjóðar sem í gegn- um árhundruð hefur barist fyrir sjálfstæði sínu.“ Þá lýsa þeir flutningnum nokkrum orðum og segja síðan: „Þorgerður Ingólfs- dóttir gaf okkur lífsreynslu, sem við nauðug vildum vera án.“ Listagagnrýnandinn Hans Faare skrifar um konsertinn í Adresse-avisen og segir þar um þátt Þorgerðar: „Því skal ekki leyna að það voru tveir kvenkyns listamenn sem áttu þarna hvað stærstan hluta: Þorgerður Ing- ólfsdóttir stóð í dómkirkjunni og söng Lilju frá fjórtándu öldinni á íslenzku. íslenzku þjóðlögin með rótum frá gömlu kirkjutónl- istinni hljómuðu án undirleiks. Við voguðum okkur næstum því ekki að anda, svo djúp var kyrrðin og athyglin mikil.“ A. Krokstad segir m.a. í sama blaði: „Þjóðlögin frá íslandi sungin af Þorgerði Ingólfsdóttur (án und- irleiks) höfðu varanleg áhrif. Valið og samsetningin sýndu auðlegð í tónmáli, sem við að hluta höfum tapað. Einsöngvar- inn gaf einstaka túlkun, sem hæfir þjóðlagatónlist, ásamt því að raddsviðið sýndi góða þjálfum og tæknilega stjórn." „Batt áheyrendur töfraböndum“ Einnig kom Þorgerður nokkr- um sinnum fram í norska út- varpinu á meðan á hátíðinni stóð og vann einnig að nokkrum stórum þáttum í útvarpinu, sem útvarpað verður síðar. Þá kom hún fram á tónleikum í safn- byggingu við - Háskólann í Þrándheimi og á hátíðinni, sem haldin var aðfararnótt Olafs- dags í Þrándheimi og einnig á hátíð að Stikklastöðum ásamt þekktustu listamönnum Norð- manna og má þar nefna Erik Bye og Birgitte Grimstad og segir í Arbeider-Avisa, að flutn- ingur hennar þar hafi haft mikil áhrif á áheyrendur og undir mynd af Þorgerði: „Þorgerður Ingólfsdóttir batt áheyrendur töfraböndum „trollbandt" með flutningi gamalla íslenzkra þjóð- laga.“ „Tengslin sterk“ Má af ofangreindu sjá, að framlag Þorgerðar fyrir Islands hönd hefur vakið þar mikla og verðskuldaða athygli. Hún hefur enda fengið tilboð um að ferðast um Þrándarlög og víðar í Noregi til kynningar á gömlu þjóðar- verðmætunum okkar, þjóðlögun- um í töluðu máli og sungnu. Mbl. hafði samband við Þor- gerði í tilefni þess og spurðum við hana fyrst hver hefðu verið tildrög þess að hún tók þátt í hátíðarhöldunum. Hún sagði, að sér hefði áður borizt boð um að koma fram á Ólafsdögunum, en ekki haft tækifæri til þess fyrr en nú. Þá sagði hún: „Mér fannst stórkostlegt hversu fólkið hreyfst og virtist skilja vel forna menningararfleifð okkar. Tengsl okkar við Norðmenn eru sterk og ég skynjaði djúpstæða virðingu og áhuga á því sem við vorum að gera. Tengsl listahátíðarinnar við kirkjuna og sá stóri sess sem Niðarósdómkirkja skipaði á há- tíðinni átti afskaplega vel við. Sambland listar og kirkjulegrar menningar á vel við og gerir tjáningu auðvelda og eðlilega“ sagði hún í lokin. hSg" »;nA HEIMS MÆLIKVAR Nr.4 Á Alþjóðlegu söngvakeppninni íPóllandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.