Alþýðublaðið - 04.05.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.05.1931, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Óðinsleiðangarinn. Rasinséksa strax- Þegar fréttist um Grænlands- leiðangur Óðins með Veiðibjöll- una innanborðs, þá vakti það al- menna ánægju þjóðarinnar, og mun langt vera síðan að menn hafa verið jafn einhuga um nokk- urt imál sem för þessa. Það þarf því ekki að lýsa þeim óhug, er sló á rnenn, er fréttin kom um að hætt væri við leið- angurinn, og er óhætt að segja, að svo mikið sem menn töluðu um þingrofið, vakti þetta þó enn mieiri athygli. Hér var líka um einstakt tæki- jfæri að ræða fyrir íslenzku þjóð- ina til þess að láta sjá að hún væri til, og náttúran lagði lið með því að láta einstaka veður- blíðu vera alla leið héðan frá íslandi til Grænlands. Hefði alt verið með feldu hefði verið flog- ið á jökulinn árla laugardags- morgun og þrekvirki verið unnið, sem hefði glatt hjarta hvers hugsandi íbúa þessa lands. Það var einu sinni að menn höfðu enga trú á því að það væri gagn að því að almenningur kynni að lesa, og það kunna að vera margir, sem álíta, að ekkert gagn sé að þrekvirkjum svo sem norðurförum, en slíkt er hinn roesti misskilningur, því allar karlmenskuþrautir auka æðaslög þjóðarinnar ,— herða hug þeirra, er heyra frá. . En för þessi fór á þann sorg- lega hátt, sem kunnugt er. Ef einhver heldur að bezt hefði verið að þegja um þetta, þá er hann á skakkri skoðun. Hér þarf þvert á móti opinbera rannsókn og það nú þegar, svo almenn- ingur fái að vita hið sanna í þessu máli. Almenningur krefst 'að vita hvort hégómagirnd eins manns, ósamlyndi e ða svo fá- heyrt fum og léleg stjórn að far- ið sé af stað með rangt benzín, hafi valdið að svona leiðinlega fór. Rannsókn, rannsókn þegar í stað. Ferðas»ga> Erlends Vilhjálmssonar byrjar ao koma í blaðinu á morgun. Verður þar nákvæm frásögn af ferðinni og þar sagt hlutlaust en jafnframt Inspurslaust frá öllu þessu ferðalagi. Óðinn kom í morgun ki. 8V2 og lagðist sem snöggvast upp að skipi, er var hér við gamla hafnarbakkann, en fór bráðlega inn undir Vatna- garða til þess að láta af sér flug- vélina þar. Erlendur Vilhjálmsson kom í land hér, en dr. Alexander fór með skipinu inn í Vatnagarða og fór í land þar og með bif- reið til Reykjavíkur. Ekkert einkasamtal Þar eð dr. Alexander Jóhannes- son í skeyti sem birt er í Morg- unblaðinu í gær, segir að ég hafi hiustað á einkasamtal milli sín og flugmannanna, vil ég taka fram, að ég hefi á ekkert einka- samtal hlustað, því ekki get ég hugsað mér að dr. Alexander kalli einkasamtal það, er hann mælir svo hátt, að allir, sem ná- lægir eru,, hljóta að heyra. Erlendur Vilhjálmsson. Skgprelkamenn hafast við á stalíi f Krísivfkui'b|aFni f 14 kiukkustundir. Vélbáturinn „Islendingur“ frá Stokkseyri strandaði síðast liðið Laugardagskvöld kl. IU/2 við svo- nefnda Hælsvík á Krísuvíkur- bergi. Mennirnir komust úr bátri- um Id. 12 á miðnætti og höfð- ust við á stalli í berginu þar til vélbáturinn „Muninn" úr Vogum bjargaði þeim Id. 2 á sunnudag. Höfðu mennirnir þá hafst við á stallinum í 14 klst. Ómögulegt hafði verið að bjarga mönnunum úr berginu úr landi. „Muninn“ flutti mennina til Stokkseyrar. Ókunnugt er umorsakir strands- ins. Ahrenberg fór vestoE*. Ahrenberg fór héðan í gær kl. liðlega 10. Stóð hann í stöðugu loftskeytasambandi við Óðinn og Hvidbjömen, sem leiðbeindu hon- um. Kl. hálf eitt flaug hann yfir Óðinn, sem var á 64. gr. 58. m. n. og 28. gr. 40. m. v. FLaug hann einn hring í kringum skipið og fékk nákvæmlega að vita stefnuna til Tasiusak, en þar lenti Ahrenberg heilu og höldnu kl. 31/2. Sýndi sig nú, hvert gagn má hafa af loftskeytum. 34 fœreyskar skútur komu hing- .að í gær fullar af fiski. Skipafréttir. „Alexandrina drotning“ kom í morgun úr Ak- ureyrarför. Ennig komu þrjú' fisktökuskip, tvö til „Allianoe", annað portúgalskt. Þriðja skipið kom með kolafanm. Atlenzliafsflus. Las Palmas, 1/5. U. P. FB. Þýzka risaflugvélin „Do X“ lagði af stað héðan kl. 2,27 f. h. áleið- is til Brazilíu. (Las Palmas er á Kanarisku eyjunum.) Edendar 1, maí fregnir. í Madrid, á Spáni gengu 150 þúsundir manna kröfugöngu — I Lissabon í Portúgal lét ríkis- stjórnin herdeild, vopnaða vél- byssum, flækjast fyrir kröfu- göngu vérkalýðsins, og voru nokkrir verkamenn særðir. — I Mettmann, nálægt Dússeldorff, lenti kommúnistum og þjóöernis- sinnum saman, og særðust 7 rnenn skotsárum. (Samikvæmt fregnum til FB.) Að gefou tiiefni vil ég hér með geta þess, að bæði „stórblöðin“ Vísir og Morg- un.blaðið hafa harðneitað að flytja eitt orð fyrir mig um mál- efni það, sem ég hefi undanfarið skrifað um. — Það er öldungis ó- þarft fyrir blöð þessi að nota slíkan rembing við mig. Það vita allir, að greinar, er þau. blöð flytja að jafnaði, eru svo sem ekkert fram úr skarandi að efni eða stílshætti. — Annars ættu blöðin að flytja heldur minna '<d stjórnmálarifrildi, því þá gæti skeð, að einhver tæki fremur mark á þvi, en í stað þess ættu þau að flytja meira af uppbyggi- legum ritgerðum. — Ég get t. d. ekki séð, að það hafi neina þýð- ingu, hvaða nafni hver stjórn- málaflökkur nefnist. Ég álít það eins og hvert annað vörumerki. Mér dettur ekki í hug að haida, að það veljist betri menn í einn flokkinn fremur öðrum, hvort sem hann nefnist Framsóknar- eða Sjálfstæðis-flokkur. Það er sannarlega nauðsynlegt, að hæf- ustu mennirnir séu við stjórnar- taumana. En það hefst að eins með því, að þeir hinir sömu hæfu menn séu kosnir á þing. Pétur Jóhannsson. Nœtwlœknir er í nótt Halldór Stefánsson, Laugavégi 49, sími 2234. Laus prestaköll. Hruna-presta- kall í Ámessýslu og Grundar- þinga-prestakall í Eyjafjarðar- sýslu eru auglýst laus til umsókn- ar. Knattspijrnufélagid „Fram“ hélt aðalfund sinn í gær. í stjórn voru kosnir: Ólafur K. Þorvarðs- son, formaður, Guðmundur Hall- dórsson gjaldkeri, Kjartan Þor- varðsson ritari, Lúðvík Þorgeirs- son varaformaður, Harry Fred- riksen bréfritari. — Æfingatafla félagsins er í blaðinu í dag, og eru félagsmenn ámintir um að mæta nú vel á æfingum. Útvarplð ogg A&stfiz’ðingar. Fáir munu hafa beðið útvarps- stöðvarinnar nýju með eins mik- illi eftirvæntingu og Austfirðing- ar. Veldur því margt. Austurland liggur fjærst hérlendum menn- ingarstraumum, er fólksfærra en aðrir landshlutar, samgöngur verri hér en alls staðar annars staðar og svo slæmar nú, að fullkomið samgönguleysi má kalla bæði milli höfuðstaðarins og eins innbyrðis í fjórðungn- um. Með útvarpinu töldu Aust- firðingar mikla bót ráðna á sum- um þessara vandkvæða. Nú er útvarpsstöðin tekin til starfa og hefir starfað reglulega um nokk- urt skeið. Að því er ráða má af ummælum annars staðar af landinu heyrist vel til liennar alls staðar — nema á Austfjörðum. Sífelt ólag má kalla að verið hafi á stöðinni síðan hún tók tií starfa og varla verður sagt að hún heyrist nokkurn tíma vel, samanborið við ýmsar erlendar stöðvar, t. d. þýzkar, franskar, enskar og sænskar, er hér heyr- ast ágætlega oftast nær. Hvað þessu veldur skal ekki reynt að segja neitt um hér, til þess brest- ur þekkingu. En staðreyndin'er sú sama fyrir því, hvort hér er um viðráðanlega eða óviðrá'ðan- lega örðugleika að ræða. Aust- firðingar hafa ekki hálf not stöðvarinnar. Mjög oft heyrast ekki einu sinni fréttirnar, hvað þá að menn hafi nokkurt gagn af fyrirlestrum, söng eða kenslu útvarpsins. Það er næsta ömurlegt að hugsa til þesis, að ekki skyldi. vera reynt í upphafi að tryggja það að stöðin gæti komið öllúm landsmönnum að gagni, því vafa- laust er þekkingin í þessum efn- um orðin það mikil, að slíkt hefði værið hægt. En það er með þetta líkt og annað, sem stofnað er til hér á landi, bæði af því opinbera, fé- lögum og einstaklingum, að um Austurland og sérstöðu þess er aldrei hugsað. Eimskipafélagið hefir nú sýnt velvild sína í garð þess. Flug- félagið hefir farið svipað að það sem áf er, og hið sama má segja um rikið. Þegar ógrynni fjár er varið til hvers konar fram- kvæmda annars staðar á land- inu, er Austurland með öllu af- skift. Hvorki hjá þingmönnum Austfirðinga, stjóm ríkisins eða framkvæmdastjómum hinnaýmsu félaga og stofnana, sem á hendi hafa sameiginleg velferðar- og hagsmuna-mál þjóðarinnar, ber á neinni viðleitni til þess að hlynna að Austurlandi eða hefja það upp. Og nú síðast bætist ríkisútvarþ- ið í hópinn. Flestir munu hafa vænst þess, að þar myndu þó Austfirðingar hafa af jafnt gagn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.