Morgunblaðið - 15.02.1981, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1981
7
Steinar Pálsson Hlíð í
Gnúpverjahreppi sendir mér
fróðlegt og elskulegt bréf
sem ég freistast til að birta
óstytt:
„Kæri Gísli Jónsson! Ég
þakka þér fyrir þætti þína
um íslenskt mál, bæði þá
sem ég hef heyrt og séð. Ég
sá nýlega í Morgunblaðinu
þátt þinn um áttirnar. í
mínu ungdæmi voru áttirnar
ekki nefndar öðruvísi en þú
nefndir, t.d. landnyrðingur,
landsynningur, útsynningur
og útnyrðingur. Hér held ég
að þetta lifi allt góðu lífi,
enda stendur sumt af þessu
heima við staðhætti hér suð-
vestanlands. Það er mjög
merkileg lífseigla, að þetta
skuli ekki vera útdautt norð-
anlands þar sem þetta stend-
ur víða illa heima við stað-
hætti. Því miður erum við
hér á Suðurlandi ekki líkleg-
ir til að varðveita þetta
fremur en margt annað. Hér
voru menn seinir fram á
ritvöllinn og finnst jafnvel
að það, sem þeir hafa ekki
séð á prenti, hljóti að vera
lélegt mál. Við erum hér á
Suðurlandsundirlendi og
nágrenni alveg metnaðar-
lausir gagnvart því máli sem
við lærðum af mæðrum og
feðrum. Hér hugsa menn
ekki út í að þeir eru að vinna
tungunni mesta ógagn með
því að láta gömul og góð orð
falla í gleymsku.
Mér datt í hug í morgun,
þegar frostið var 18 stig og
stillilogn, að þetta var það
sem var kallað þeybitra, því
að þetta var oft síðasti frost-
dagur á undan þiðu. Þetta
ágæta orð er alveg að týnast.
Mér sárnar oft meðferðin
á orðinu vertíð, sem merkir
vissa árstíma, svo sem vetr-
arvertíð, vorvertíð og haust-
vertíð. Ekki vantar að vertíð
er ágætt orð. Svo er það
notað til að útrýma öðrum
ágætum orðum sem ég sé eða
heyri enga nota nema helst
öldunga. „Ég var í veri,“
stendur í endurminningum
Tryggva Gunnarssonar. Nú
væri auðvitað sagt: „Ég var á
vertíð."
Það var talað um að fara
til sjávar, eða til sjós, fara í
verið, en aldrei að fara á
vertíð.
Ég var nemandi í skóla
þínum, M.A., fyrir 50 árum
og ber alltaf til hans hlýjan
hug og óska honum alls hins
besta. Ég veit ekki til að enn
séu á lífi nema Steindór og
Brynjólfur af mínum gömlu
kennurum, ef til vill líka
Cyril Jackson.
Að síðustu óska ég að
þættir þínir um málið, sem
ég sé því miður nokkuð
stopult, beri sem mestan
ávöxt.“
Bestu þakkir færi ég Stein-
ari Pálssyni. Mér þykir vænt
um að áttaheitin gömlu lifa
enn góðu lífi á Suðurlandi og
dreg af því þá ályktun að
Sunnlendingar séu orð-
geymnari en Steinar telur af
lítillæti sínu að vera muni.
Orðið þeybitra kannaðist
ég við í sömu merkingu og
Steinar, en í hinni miklu
orðabók Blöndals er það auð-
kennt sem austurskaft-
fellska. Þeyr er reyndar af
sömu rót og þýður. Það
þeyir, sögðu menn líka í
merkingunni það hlánar. Til
er kvenkynsnafnorðið þá =
þíð jörð og sögnin að þá =
þiðna. Heitir þám gegnsæ
skýjaslæða. í Hávamálum
kemur fyrir samsetningin
þáfjall um fja.ll, þar sem
snjór eða svell er tekið að
þiðna. Steinn Steinar tók
þetta sjaldgæfa orð upp í
óvæntu sambandi í Tímanum
og vatninu. Þetta minnir
okkur svo á útlendu frænd-
yrðin tovejr (hláka) á
dönsku og thaw (þiðna) í
ensku.
Þeysöm var tíðin, þegar
hlákur voru oft, og vildu
menn að góa væri þeysöm.
„Þá mun vel vora.“. Asahláka
var nefnd bráðaþeyr og leys-
ing snjánám eða snjónám.
Að líkindum hefur orðið
bráðaþeyr á Sauðárkróki
nýlega, en því er svo lýst í
blaði sem Gunnar Konráðs-
son á Akureyri sendi mér
klippu úr:
„I fyrradag skall á rok og
rigning á Sauðárkróki með
þeim afleiðingum, að asa-
hláka varð og vatn streymdi
niður.“ (auðk. hér). Von er
að Gunnari þyki þetta óþarf-
ar og ófimlegar málaleng-
ingar.
Svo er það vertíðin. Fleir-
um en Steinari Pálssyni þyk-
ir sem níðst sé á því orði. Nú
virðist það notað í tíma og
ótíma í stíl við enska orðið
season, sem reyndar merkir
upphaflega sáðtíð (lat. satio).
Einkum verð ég var við
áníðsluna á vertíð, þegar
sagt er frá íþróttum.
Eins og fram kemur í bréfi
Steinars er vertíð, þegar
farið er í verið, veiðistöðina,
enda reistu vermenn sér
verbúðir og voru stundum
klúrir í tali í kvenmannsleys-
inu. Heitir það verbúðatal
eða verbúðamál.
Nú tala menn um hand-
knattleiksvertíð og körfu-
boltavertíð o.s.frv., og
kannski verður til sláttuver-
tíð og heyskaparvertíð áður
en við vitum af. Séra Jón á
Bægisá lét sér þó nægja að
segja: „Sjá, nú er horfin
sumartíð!"
I þessum svifum heyri ég
þau gleðitíðindi í sjónvarp-
inu að merkur embættismað-
ur vonar að nú fari að sjá
fyrir endann á fiskverðinu.
Það ætti þá ekki að verða
dýrt að fá sér í soðið!
SKEMMTISIGLING
í SUMRI OG SÓL
• 3 dagar í LONDON
• 13 daga sigling meö
m/s Black Watch 300
farþega, 9500 tonna
Lúxus skip
• Viðkomustaðir:
London, Agadir, Af-
ríka — Madeira —
Tenerife — Las Palm-
as — Madeira —
London.
• Innifaliö: Flugför, gist-
ing í London, siglingin
meö fullu fæöi,
skemmtanir um borö.
• íslenskur fararstjóri.
• Verö frá kr. 11.460,-
FERÐASKRIFSTOFAN
URVAL
v/AUSTURVOLL
SÍMI 26900
LOIÍDön
ALLA LAUGARDAGA
Viö bjóöum viöskiptavinum
okkar vikulegar vikuferöir til
heimsborgarinnar London alla
laugardaga 52 sinnum á ári.
Gisting: Hotel Cumberland,
Hotel Clouchester, Regent Pal-
ace Hotel.
Verö frá kr. 3.284.-.
Innifalið: Flug, gisting, enskur
morgunveröur, fararstjórn og
þjónustugjald.
Tekiö á móti farþegum á
Heathrowflugvelli og aöstoöaö
viö brottför.
Athugiö! Aukaferöir um
páska
iUj
* FERDASKR/FSTOFAN
URVAL'=nn=>
v/AUSTURVOLL
SlMI 26900
í SKOTLANDI
Árlega Úrvals-golfferöin
til Skotlands. — Brott-
för 22. maí. Dvaliö verö-
ur á Marine Hotel, í
North Bevich í 10 nntur.
Verö kr. 5.950.-
Innifaliö: Flugferöir —
flutningur af og frá
hóteli — gisting í 10
nætur meö morgun- og
kvöldveröi — akstur á
golfvelli.
FERDASKR/FSTOFAN
URVAL
v/AUSTURVOLL
SlMI 26900
I^KARNABÆR
er a
r r
storutsolu-
markaðnum
með
geysilegt vöruúrval
Herraföt m/vesti frá kr. 955-
Stakir stuttir jakkar frá kr. 450-
Terelyne/ullarbuxur frá kr. 191-
Gallabuxur í stæröum 24-26-27-28-29
í miklu úrvali frákr. 120,-
Dömuullarkápur frá kr. 395-
Herrafrakkar frá kr. 350.-
Herraskyrtur frá kr. 99.-
Dömublússur frákr. 99-
Bofir allskonar frá kr. 69.-
Síöar peysur frá kr. 145,-
Peysur mikiö úrval frá kr. 99,-
Fermingarföt frákr.395.-
Fermingarjakkar trá kr. 250,-
Fermingardömujakkar frá kr. 199,-
Fermingardömubuxur frá kr. 110.-
Fermingardömupils frá kr. 104.-
Bamavesti frá kr. 70.-
Bamaskyrtur frá kr. 61-
Barnapeysur frá kr. 65.-
Bamabuxur frá kr. 99.-
Bamatxóttagallar frá kr. 191-
Indíánamokkasínur frá kr. 150-
Indíánaökklastígvél frá kr. 251-
Dömuskór frá kr. 100-
Herraieöurskór geysilegt úrval frá kr. 199-
Margar geröir af fþróttaksóm á mjög góöu verði.
Og af þessu frábæra veröi gefum
viö
10%
afslátt.
EFNI FYRIR ÞÁ
SEM VILJA SAUMA
Tweed ullarefni þykkt trá kr. 45 per m.
Elnlit fínflauelsefni trá kr. 65 per m.
Ytra byröi í úlpur frá kr. 25 per m.
Allskonar ullarefni frá kr. 35 per m.
Poplín, canvass, twill frá kr. 25 per m.
Terelyne/ullarefni rétt bland 45*4—50% frá kr. 45 per m.
Denim gallabuxnaefni 12—14 oz frá kr. 25 per m.
Wattefni allskonar frá kr. 35 per m.
Og margt margt fleira
0PIÐ FRA KL. 1-6 A M0RGUN
SÝNINGAHÖLLIN
V/ BÍLDSHÖFÐA