Morgunblaðið - 15.02.1981, Síða 16

Morgunblaðið - 15.02.1981, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1981 fMtogtt Útgefandi ttltlafrift hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalslræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Jakob Björnsson, orku- málastjóri, ritaði grein hér í blaðið í síðustu viku um horfur í alþjóðlegum orkumálum og 11. alþjóð- legu orkumálaráðstefnuna, sem haldin var í Miinchen á síðasta ári. Orkumálastjóri gerir grein fyrir niðurstöð- um orkusparnaðarnefndar þessarar alþjóðaráðstefnu og segir meðal annars: „Orkuframtíð mannkyns- ins, séð til lengri tíma, er talin björt. En ódýr olía og gas, meginorkulindir dags- ins í dag, eru á þrotum, og framundan eru miklir breytingatímar, þar sem orkukerfi heimsins þarf að laga sig að breyttum að- stæðum. Vandinn er ekki sá að orkulindir skorti, þegar á heildina er litið. Vandinn er fólginn í sjálf- um breytingunum. Orku- kerfi heimsins er tregt, og þegar það byrjar að taka stakkaskiptum er vandi að stýra því. Tregðan er mesti vandinn. Mest hætta er á að aðlögunin að nýjum að- stæðum gangi ekki nægi- lega fljótt fyrir sig og upp komi tímabundið misvægi milli framboðs og eftir- spurnar á orku. Vegna mik- ilvægis orkunnar nú á tím- um geta slíkar truflanir, þótt tímabundnar séu, valdið stórvandræðum; efnahagskreppum, félags- legu umróti og jafnvel stefnt friði og öryggi í voða. Það er meiri skortur á tíma til að koma nauðsynlegum breytingum í kring nægi- lega snemma heldur en á orkulindum." Þessi niðurstaða er markverð og þótt einkenni- legt kunni að virðast við fyrstu sýn er auðvelt að staðfæra hana þannig, að hún lýsi nákvæmlega ástandinu í orkumálum okkar íslendinga. Að vísu stöndum við ekki frammi fyrir því, að orkulindir okkar, fallvötnin og jarð- varminn, séu á þrotum. Við erum hins vegar í þeim sporum, að til lengri tíma litið er orkuframtíð okkar björt. Við þurfum að laga okkur að breyttum aðstæð- um, að því leyti að nauð- synlegt er aö huga að stórvirkjunum utan Þjórs- ársvæðisins. Við vitum hins vegar að sú breyting krefst nákvæms undirbúnings, samkomulags um Blöndu- virkjun og ákvörðunar um stóriðju á Austurlandi eða í Eyjafirði í tengslum við Fljótsdalsvirkjun. Af af- stöðu núverandi iðnaðar- ráðherra er ljóst, að tregð- an er mesti vandinn. Aftur- haldssöm stefna kommún- ista í orkumálum og á öðrum sviðum hefur í för með sér óeðlilega tregðu. Nú lýsir hún sér í því ofurkappi, sem iðnaðarráð- herra leggur á það að skapa alls konar „konsúlentum" atvinnubótavinnu á vegum ráðuneytis síns. Mest hætta er á, að of seint taki ný stórvirkjun til starfa, eftir að Hrauneyja- fossvirkjun hefur raforku- framleiðslu undir lok þessa árs. Tímabundið misvægi milli framboðs og eftir- spurnar hefur á þessum vetri og þeim síðasta valdið hér vandræðum. Almenn- ingur hefur ekki þurft að búa við orkuskömmtun vegna þess, að hér eru starfrækt stóriðjufyrirtæki og þau hafa tekið skellinn á sig. Alverið í Straumsvík og járnblendiverksmiðjan á Grundartanga hafa dregið úr framleiðslu sinni og þess vegna hefur ekki þurft að skammta rafmagn til al- menningsnota. Þar með hefur verið unnt að komast hjá stórvandræðum, efna- hagskreppu og félagslegu umróti hér á landi vegna almenns orkuskorts. Nú þegar raforkukerfið er samtengt um allt land hefði slík skömmtun á orkunotkun almennings hæglega getað leitt til átaka milli einstakra byggðarlaga. Raunar finn- um við smjörþefinn af þeim árekstrum í umræðum um það, hver eigi að bera kostnaðinn af framleiðslu á raforku með olíu. Það er skortur á tíma til að virkja Blöndu eða á Austurlandi en ekki orku- lindum, sem veldur því, að nauðsynlegt er að huga að öðrum kostum, áður en í þær virkjanir verður ráð- ist. Sem betur fer höfum við slíkan kost. Það er svonefnd Sultártangavirkj- un í Þjórsá. Væri á þessu ári tekin ákvörðun um að ráðast í hana, yrði unnt að hefja starfrækslu þar í kringum 1985 og hún mundi brúa bilið, þar til ráðist yrði í Fljótsdals- virkjun og Blönduvirkjun. Nauðsynlegt er, að tregðu- lögmálið sé yfirstigið í orkumálunum. Eins og Jak- ob Björnsson, orkumála- stjóri, bendir á eru miklir umbrotatímar framundan. Stórum fjárfúlgum er og verður varið til að finna nýja orkugjafa, á meðan virðist þurfa heilan her- skara „konsúlenta" til að fjalla um það hér á lajidi, hvort ráðast skuli næst í virkjun á þeim stað, þaðan sem fyrst er unnt að fá orku. Hlálegast er þó, að orkuráðherrann skuli vera dragbíturinn. Tregðan í orkumálunum | Reykj avíkurbréf Laugardagur 14. febrúar Samsæris- kenningar I bókinni Ófriður í aðsigi birtir dr. Þór Whitehead kafla úr grein í Verkalýðsblaðinu, málgagni kommúnista, frá 25. júlí 1931. Þar segir, að styrjaldarundirbúningur erlenda auðvaldsins sé vel á veg kominn hér á landi og til dæmis um það nefnir blaðið olíustöð Shell í Skerjafirði. Annað mann- virki er þó talið enn hættulegra, Sænska frystihúsið á milli Skúla- götu og Sölvhólsgötu í Reykjavík. Telur Verkalýðsblaðið, að með dálitlum breytingum á aðferðum og efnasamblöndun, sé á 24 tímum hægt að breyta frystihúsinu í hina fullkomnustu eiturgasverksmiðju. Síðan segir málgagn kommúnista: „Islenski verkalýðurinn þarf einn- ig að berjast gegn stríðshættunni og leggja fram til þess sína krafta, þó fámennur sé hann, að hindra árásarstríð auðvaldsins á Ráð- stjórnarríkin, föðurland verka- lýðsins." Bók Einars Olgeirssonar, ísland í skugga heimsvaldastefnunnar, einkennist af því samsærishugar- fari, sem fram kemur í Verkalýðs- blaðinu, enda Einar einn af for- ingjum Kommúnistaflokks ís- lands. I bók Einars og Jóns Guðnasonar má finna dæmi um samsæri auðvaldsins á næstum hverri síðu. Eitt þeirra er náskylt eiturgasverksmiðjunni í Sænska frystihúsinu. Einar Olgeirsson fjallar um Áburðar- verksmiðjuna og segir: „Annað þótti og athugunarvert: Vélar verksmiðjunnar möluðu áburðinn svo smátt að ami var að, en okkur grunaði, að það ætti rót sína að rekja til þess, að fyrirhugað væri að breyta verksmiðjunni í púður- verksmiðju, ef þörf gerðist, en þá voru Bandaríkjamenn með stríðs- undirbúning í fullum gangi." Síðan þessar óttalegu kenningar um Sænska frystihúsið og Áburð- arverksmiðjuna voru settar fram, hafa málsvarar varnarleysisstefn- unnar í þeim flokki, sem rekur uppruna sinn til Kommúnista- flokksins, Alþýðubandalaginu, verið iðnir við að halda margvís- legum samsæriskenningum á loft. Kjarnorkukafbátar áttu að fá bækistöð í Hvalfirði ef ekki Njarð- víkunum, kjarnorkusprengjur áttu áð vera á Ke'flavíkurflugvelli, starfsemin hjá varnarliðinu á að miða að því að þaðan verði stjórnað stórkostlegri kjarnorku- árás, í Helguvík á að vera kjarn- orkukafbátalægi og nú hafa hin óttalegu flugskýli bæst á listann. Sprengjan „ekkert stórmár* Með atferli sínu í varnarmálum eru kommúnistar sjálfskipaðir út- lagar í alvarlegum umræðum um íslensk stjórnmál. Hvalablástur einstakra manna í þeirra liði og belgingur í sambandi við aila þætti varnarmálanna, stóra og smáa, er beinlínis • hlægilegur. Hvaða tilgangi þjónar það, þegar menn nota hin sterkustu orð um eittvert málefni og segjast gera það að úrslitaatriði, en fara síðan strax í kaf aftur og aðhafast ekkert frekar? Reynslan frá 1971, þegar AI- þýðubandalagið átti fyrst ráð- herra í ríkisstjórn síðan 1958, sýnir, að ráðherrar kommúnista eru ekki tilbúnir til að fórna völdum sínum vegna aðgerða á Keflavíkurflugvelli. Fyrsta opin- bera dæmið er frá 4. apríl 1972, þegar þeir Lúðvík Jósepsson og Magnús Kjartansson létu bóka andstöðu sína við að þverbraut á Keflavíkurflugvelli væri lengd fyrir fé frá Bandaríkjamönnum. Auðvitað var ráðist í þá fram- kvæmd. Skipting kostnaðar við byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli milli íslend- inga og Bandaríkjamanna stendur í Alþýðubandalagsmönnum að eigin sögn. Ætli þeir naflajónarn- ir Ragnar, Svavar og Hjörleifur verði fastari fyrir en Lúðvík og Magnús, þegar á reynir? Það er ekki einungis mann- virkjagerð í þágu varnarliðsins, sem ráðherrar kommúnista hafa kokgleypt fyrir stólana sína. Tök- um dæmi síöan þrímenningarnir settust í ríkisstjórn 1. september 1978. Hinn 21. mars 1978 hófst endurnýjun á orrustuþotum varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þann dag lentu tvær fyrstu Mc- Donnell Douglas F 4E Phantom- þoturnar á vellinum, en þær á nú að fara að byggja yfir viðunandi flugskýli. Á næstu þremur mánuð- um bættust 10 vélar af sömu gerð í hópinn og endurnýjuninni lauk með komu 13. vélarinnar hinn 14. desember 1978, sem sé þremur og hálfum mánuði eftir að ráðherrar Alþýðubandalagsins settust í rík- isstjórn. 23 dögum eftir að þrímenning- arnir settust við kjötkatla kerfis- ins í fyrra sinn, þ.e. 23. september 1978 lenti fyrsta Boeing E 3A Sentry (AWÁCS), óvopnaða rat- sjárþotan á Keflavíkurflugvelli, og sú síðari kom fjórum dögum síðar. Þessar fullkomnu vélar hafa síðan haft hér bækistöð en voru vegna spennunnar í Póllandi sendar til Vestur-Þýskalands í byrjun des- ember sl. Þá komu fjórar ratsjár- vélar af E-2C gerð til Keflavíkur- flugvallar og hafa þær verið hér síðan og munu vera þar til AW- ACS vélarnar koma aftur. Dagana 23. til 28. febrúar 1979 komu til Keflavíkurflugvallar níu Lockheed P-3C Orion kafbátaleit- arflugvélar af nýjustu gerð, sem nefnd hefur verið „Update II". Allt hefur þetta gerst, á meðan ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa setið -- í ríkisstjórn. Tekur nokkur mark á þeim lengur? Eða hinum, sem hrópa hæst um yfir- vofandi sprengjuárás á ísland? „Sprengjuárásarkenningin" er langlífasta kenning herstöðvaand- stæðinga, en sjálfir eru þeir jafn- vel farnir að efast um hana. Árni Sverrisson félagi í Fylkingunni segir í nýjasta tölublaði af Dag- fara, málgagni herstöðvaandstæð- inga: „Nú byggist andstaða okkar við herinn ekki á því að við séum svo hrædd við að fá einhverjar vítisvélar í hausinn, þó það sé kannski punktur í málinu ... Ann- ars finnst mér áherslan á sprengj- una verst ... þetta er allavega ekkert stórmál fyrir mér á þennan eða hinn veginn, það er alltaf verið að gera feila." Tvískinnungur Hjörleifur Guttormsson, iðnað- arráðherra, stundaði nám í Austur-Þýskalandi og menn geta lesið það í Rauðu bókinni, hve mikill áhrifamaður hann var með- al námsmanna fyrir austan tjald fyrir um það bil tuttugu árum. Þeir höfðu þá með sér samtök til að stuðla að útbreiðslu marxism- ans og voru þrýstihópur innan Alþýðubandalagsins, Sósíalistafé- lagsins og Æskulýðsfylkingarinn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.