Morgunblaðið - 15.02.1981, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1981
17
Úrvalsnjósnari send-
ur til íslands 1975
ÞAÐ ER ekki nýmæli, að Sovét-
menn á skrá yfir njósnara í bók
John Barrons um njósnastofnun-
ina KGB starfi í sendiráði Sovét-
ríkjanna á íslandi. Nöfn þriggja
fyrirrennara Nikolai A. Shchekl-
ins, sem þar starfar núna sem
annar æðsti yfirmaður, skulu
nefnd: Vladimir A. Bubnov, Yev-
genni I. Gergel og Georgi N.
Farafonov.
I febrúar 1963 var tveimur
sovéskum sendiráðsstarfs-
mönnum, Lev V. Dmitriev og Lev
S. Kiselev, vísað úr landi af
íslenskum yfirvöldum fyrir að
hafa falast eftir því við íslenskan
mann, að hann aflaði upplýsinga
fyrir þá, einkum á Keflavíkur-
flugvelli.
Fréttir af njósnastarfsemi sov-
éskra sendiráðsstarfsmanna og
starfsmanna við alþjóðastofnanir
berast frá öllum löndum. Hér í
blaðinu birtist á síðasta sumri
greinaflokkur úr breska blaðinu
The Times, þar sem landflótta
KGB-maður lýsti njósnahlutverki
sínu við stofnanir Sameinuðu
þjóðanna í Genf og í gervi frétta-
ritara TASS.
Háttsettasti sovéski leyniþjón-
ustumaðurinn, sem vitað er, að
hafi starfað á íslandi er Georgi N.
Farafonov, sem var sendiherra
Sovétmanna hér á landi frá 1975
til 1979, næstur á undan þeim
sendiherra sem nú situr. Fara-
fonov er nú einn af yfirmönnum
Norðurlandadeildarinnar í sov-
éska utanríkisráðuneytinu og
kom hingað sem slíkur til við-
Forsíða Morgunblaðsins 27. febrúar 1963, þegar skýrt var frá
njósnastarfsemi sovésku sendiráðsmannanna tveggja, sem siðan voru
reknir úr landi.
ræðna við íslenska ráðamenn á Cyrus L. Sulzberger, sem á
síðasta ári. sínum tíma var helsti utanríkis-
málasérfræðingur bandaríska
blaðsins New York Times, skrif-
aði síðsumars 1967 grein, þar sem
hann hélt því fram, að Sovét-
stjórnin hefði komið sér upp sveit
„super-spions“ — úrvalsnjósnara,
sem hvorki störfuðu á vegum
KGB eða GRU, njósnastofnunar
hersins, heldur fengju fyrirmæli
beint frá alþjóðadeild miðstjórn-
ar Kommúnistaflokks Sovétríkj-
anna, sem gegnir meðal annars
því hlutverki að rækta sambandið
við kommúnísku bræðraflokkana
utan Sovétríkjanna. C.L. Sulz-
berger nafngreindi fjóra slíka
úrvalsnjósnara og voru tveir
þeirra þá starfandi í sovéska
sendiráðinu í Finnlandi og var
Georgi N. Farafonov annar
þeirra.
Grein C.L. Sulzbergers vakti
mikla athygli og var meðal ann-
ars sagt frá henni í finnskum
blöðum, án þess að nöfn væru
nefnd. I umsögn danska blaðsins
Berlingske Aftenavis um grein
Sulzbergers kemur fram, að lík-
lega hafi blaðamaðurinn fengið
upplýsingar sínar frá sovéskum
njósnara, að nafni Kuri Loginov,
sem þá hafði nýlega verið hand-
tekinn í Suður-Afríku. Þegar
Georgi Farafonov var skipaður
sendiherra Sovétríkjanna á ís-
landi rifjaði Morgunblaðið upp
ummæli Sulzbergers og er vitað,
að háttsettir sovéskir stjórnarer-
indrekar kvörtuðu undan ámælis-
verðum óhróðri um Sovétríkin og
sendiráð þeirra í samtölum við
íslenska ráðamenn af því tilefni.
Georgi N. Farafonov
Á árinu 1967 hafði C.L. Sulz-
berger það eftir sérfræðingum, að
allt að 50% af starfsmönnum í
öllum sovéskum sendiráðum
störfuðu annaðhvort fyrir KGB
eða GRU og í sumum þeirra væru
njósnararnir allt að 80% starfs-
liðsins.
Síðan 1967 hafa miklu ítarlegri
upplýsingar um njósnastarfsemi
sovéskra sendiráðsstarfsmanna
komið fram. 1971 rak breska
ríkisstjórnin til dæmis 105 sov-
éska embættismenn frá Bretlandi
en þeir störfuðu bæði í sendiráði
lands síns í London og við opinber
sovésk fyrirtæki þar í landi. Fyrir
rúmu ári voru 200 af 600 sovésk-
um sendiráðsstarfsmönnum og
starfsmönnum alþjóðastofnana í
Sviss afhjúpaðir sem starfsmenn
KGB.
Snemma árs 1980 varð KGB
fyrir miklu áfalli í Frakklandi. Þá
var sovéski aðalræðismaðurinn í
Marseilles handtekinn með gögn
frá útsendara sínum í franska
flugiðnaðinum. Ræðismaðurinn
var strax rekinn úr landi og í
byrjun mars var sá, sem sendur
var í hans stað, einnig gerður
brottrækur vegna njósna.
ar. Þessir menntamenn litu á sig
sem boðbera hinnar einu réttu
línu, enda bjuggu þeir allir við þá
marxísku innrætingu í námi sínu,
sem pólskir stúdentar mótmæla
nú í óþökk vinstrisinna við Há-
skóla íslands.
í blaðið Austurland, sem er
málgagn Alþýðubandalagsins í
kjördæmi Hjörleifs, Austurlandi,
og gefið út af kjördæmisráði
flokks hans þar, ritar iðnaðarráð-
herra grein 5. febrúar og kemst
svo að orði: „En mér þykir meira
en lítið athugavert við að sjá
Austurland (þ.e. kjördæmisblaðið,
innsk.) lagt undir áróðursherferð
fyrir Sovétríkin með tilheyrandi
vinarhótum. Alþýðubandalagið
hefur frá því það var stofnað
hafnað öllum samskiptum við
Kommúnistaflokka Austur-Evr-
ópu, enda á það ekkert skilt við þá
hugmyndalega." Og síðar segir
Hjörleifur Guttormsson: „Það
væri til lítils fyrir okkur íslenska
sósíalista að fordæma óhæfuverk í
öðrum heimshlutum og standa
uppi í hárinu á herveldinu í vestri
ef við gleymdum þeim dimma
skugga sem hvílir yfir Austur-
Evrópu."
Tilefni þessara orða hins gam-
alreynda baráttumanns frá
Austur-Þýskalandi innan flokks-
banda Alþýðubandalagsins, er
spurningakeppni um Sovétríkin í
blaðinu Austurland, fyrir 12 til 15
ára ungmenni, sem hlaðið stofnar
til í samvinnu við MÍR, Samband
sovéskra félaga vináttu og menn-
ingartengsla við útlönd, Félagið
Sovétríkin-Ísland og sovésku
ferðaskrifstofuna Spútnik. Spurn-
ingarnar snúast um þjóðhetjur og
afreksverk kommúnismans og
verðlaunin eru ferð fyrir tvo til
Sovétríkjanna.
Vissulega ber að fagna því, að
Hjörleifur Guttormsson skuli eft-
ir öll þessi ár nota spurninga-
keppni til að lýsa yfir andstöðu
sinni við Sovétdekrið í flokki
sínum. En flokksfélagar hans í
kjördæminu hans hafa greinilega
ekki tekið ráðherra sinn alvarlega,
því að 10 fyrstu spurningarnar um
Sovétríkin eru birtar í sama blaði
og ráðherraávarpið. Hjörleifur
segist „standa uppi í hárinu á
herveldinu í vestri", hér að fram-
an er þeirri „baráttu" lýst. Ætli
sami tvískinnungurinn ríki ekki í
afstöðunni til Sovétríkjanna og
jafnvel meiri, því af herstöðva-
andstæðingum er nú viðurkennt,
að innan vébanda þeirra sé stór
hópúr Sovétsinna?
Ósamræmid
og ordin
Undir þessari yfirskrift birtir
Guðbergur Bergsson, rithöfundur,
grein í nýjasta Dagfara, svo að
enn sé vitnað til þess rits her-
stöðvaandstæðinga. Guðbergur
segir, að hann hafi ætlað að flytja
greinina sem erindi á samkomu
herstöðvaandstæðinga í Félags-
stofnun stúdenta. Og síðan segir
hann: „En hið stríða rokk rak mig
frá. Þrátt fyrir yfirlýsta „sam-
stöðu með verkafólki í Guate-
mala“ og bann á sölu Coca Cola,
þömbuðu flestir á samkomunni
þann drykk, og virtust bragðlauk-
arnir ekki vera í neinum tengslum
við baráttuhugsjónir eða orð og
yfirlýsingar. Svo virðist sem brátt
verði höfuðið í engum tengslum
við búk þorra islendinga."
Guðbergur Bergsson kemst svo
að orði: „Einhverju sinni leiddi
andúð á herstöðvum mig á heimili
í Keflavík í fylgd herstöðvaand-
stæðinga. Nokkrir skoðanabræður
á staðnum biðu okkar þar í sófa,
meðan unglingar sveimuðu milli
herbergja með poppkorn, kók og
brugg og hörmuðu það eitt að eiga
ekkert hass. Funheitt var í stof-
unni, þrátt fyrir olíuhækkanir á
hinum fræga Rotterdamsmarkaði,
sem vinstri stjórnir nota sem
sams konar blóraböggul og smá-
kaupmenn notuðu áður kaffi-
markaðinn í Brasilíu. Þó er notk-
unin hrikalegri hjá vinstristjórn-
unum. Og hefur þess vegna hrotið
af vörum jafnvel vinstrimanna:
Sæl var sú tíð þegar Sjálfstæð-
isflokkurinn sat við völd. Næst
neyðist ég til að kjósa íhaldið til
að koma gagnslausum skoðana-
bræðrum mínuni frá völdum.“
Vinstrisinnaðir stúdentar við
Háskóla íslands eru ekki lengi að
grípa til pennans og senda Morg-
unblaðinu skeyti, þegar þeim þyk-
ir blaðið ganga of nærri sér og
gerir það þó ekki annað en segja
fréttir af þeim uppákomum, sem
þeir standa fyrir. Hvað skyldu
þeir segja, þegar þeir lesa eftirfar-
andi eftir Guðberg Bergsson, þeg-
ar hann hefur sagt, að „hið
innlenda lið valdastéttanna“ sé
miklu hættulegra almenningi en
herlið Kanans. Guðbergur segir:
„Almenningur veit að embættis-
mannavaldið íslenska er hálfu
verra en hið útlenda. Og Háskól-
inn er Völlur valdsins og herstöð
þess. Hann er sú herstöð, sem elur
upp hina ráðríku, rostafullu,
ómannlegu, drykkfelldu og fyrir-
litlegu valdastétt hinna íslensku
ónytjunga. Samtök herstöðvaand-
stæðinga ættu því fremur að
berjast gegn honum en herstöð-
inni á Keflavíkurflugvelli.
Um leið og sigur er unninn á
hinu tvíeina íslenska afturhaldi,
því hægra og vinstra, sem virðast
jafnan vígjast saman á völlum
Háskólans, þá fer herinn á brott
til sinna Bandaríkja."