Morgunblaðið - 15.02.1981, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1981
29
á eftirfarandi hátt: „Með því að
spila af dugnaði á fjölmiðla og
halda umræðum stöðugt vakandi,
með því að mýkja þá sem á móti
eru, og styrkja hina efagjörnu í trú
sinni, dró nefndin hægt og sígandi
almenningsálitið yfir á sitt band.“
Satt er það að nefndin varð mér á
næstu árum notadrjúgt tæki. Að
baki nefndarinnar stóðu — en þeir
stigu ekki fram í sviðsljósið, Jörgen
Bukdahl, Askov, sem ég hafði sér-
staklega nána samvinnu við öll þau
ár, sem baráttan stóð yfir og bjó
ekki aðeins yfir staðgóðri þekkingu
á handritunum, heldur hafði hann
innsæi og hernaðarleg klókindi
meira en almennt gerist, Stefán
Karlsson, magister, ungur íslend-
ingur, sem nam við Kaupmanna-
hafnarháskóla og starfaði í Árna-
safni, þegar hér var komið sögu.
Hann hafði yfirburði umfram flesta
danska starfsbræður sína, hvað
snerti ítarlega vitneskju um hand-
ritið og gat til dæmis útbúið í
hendur mér langan lista yfir stað-
reyndavillur í bók Poul Möllers um
handritin.
Upphaf málsins og starfs nefnd-
arinnar sem miðaði að^)ví að koma
handritunum heim til Islands var í
raun og veru ritgerð eftir Alf Ross í
vikuriti um réttarfar. Af dönskum
vísindamönnum, sem tengdir voru
málvísindum var aðeins einn, sem
studdi okkur og ekki fyrr en í
síðasta áfanganum: Lis Jacobsen.
Ég stýrði beinni og óbeinni skel-
eggri baráttu til að sannfæra hana
og ég leit á skrif hennar í Politiken
þar sem hún á vísindalegan hátt
viðurkenndi hina nýju afstöðu sína
sem meiriháttar atburð. Greinin
birtist — og hún féll eins og
sprengja í búðum andstæðinganna.
Þetta varð raunar síðasta verk
hennar.
Hvað nefndina snerti var verk
hennar í upphafi að veruiegu leyti í
því fólgið að þrýsta á að málið yrði
tekið á dagskrá og sýna með
undirskriftasöfnun, hversu fjöl-
mennur hópurinn var. Seinna fólst
vinnan fyrir formanninn mig, fyrst
og fremst í því að vera óopinber
tengiliður milli ríkisstjórnanna
tveggja, eftir að hún hafði aflað sér
tiltrúar danskra og íslenzkra
stjórnmálamanna.
Á sinn hátt kann það að undra
fólk, að þörf hafi verið fyrir slíkan
tengilið. Málið var milli tveggja
nátengdra vinaþjóða og stjórn-
málamenn landanna þekktust per-
sónulega. Samt sem áður kom oft í
ljós að nauðsynlegt var að hafa
einhvern skuldbindingarlausan
„þreifara", áður en önnur hvor
ríkisstjórnin léki næsta leik. Þetta
verkefni mitt hófst, þegar Jörgen
Jörgensen sendi mig til Islands árið
1959 í samráði við H.C. Hansen til
að „gera vettvangskönnun" og
reyna að átta sig á kröfum íslend-
inganna. Og þessu lauk með því, að
danska stjórnin bað mig síðar —
þegar að undirbúningi afhendingar-
hátíðarinnar kom — að athuga á
hvaða hátt íslendingar vildu helzt,
Þrír dramatískir atburðir
Með myndun þriggja flokka rikis-
stjórnarinnar árið 1957 höfðum við
gert því skóna, að málið væri nú
feti framar að leysast. En við
höfðum ekki tekið Viggo Starcke
með í reikninginn. Hann lagði blátt
bann við því að handritamálið væri
yfirleitt tekið á dagskrá innan
ríkisstjórnarinnar. Það var því ekki
fyrr en með stjórn Jafnaðarmanna
og Radikale 1960 að skriður fór að
komast á, enda þótt Julius Bomholt
tæki lengst af sömu afstöðu og dr.
Starcke.
Af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
mátti þó ráða, að hún var hlynnt
því að leysa málið, þegar hún tók
við. En nú þurfti hraðar hendur,
m.a. sakir þess að pólitískt tímaglas
Jörgens Jörgensens var að tæmast
og enn voru mörg lagaleg atriði
málsins óútkljáð.
Það er ekki tímabært hér að lýsa
starfi handritanefndarinnar í smá-
atriðum á þessum árum, né heldur
samstarfi mínu við danska og
íslenzka stjórnmálamenn, m.a.
vegna þess að enn eru mörg sár
ógróin. Ég ætla að láta duga að
segja, að það er ekki út í bláinn,
sem Dan Larsen skrifaði í Ber-
lingske Aftenavis 5. maí 1966, þar
sem hann fjallaði um alls konar
viðræður sem hvergi komi fram í
opinberum plöggum og fleira í þeim
dúr.
Og ég læt nægja að nefna þrjú
dramatísk atvik frá þessum árum.
Öll tengjast þau aprílmánuði 1961.
Þann 15. apríl kom þáverandi fjár-
málaráðherra íslands, Gunnar
Thoroddsen, Gylfi Þ. Gíslason
menntamálaráðherra ásamt tveim-
ur helztu handritasérfræðingum ís-
lands, þeim Sigurði Nordal og
Einari Olafi Sveinssyni til Kaup-
mannahafnar, til að leiða til lykta
mikilvæga samninga við dönsku
stjórnina um skiptingu og þar með
hversu mörg handrit ættu að vera í
handritagjöf Dana til íslendinga.
Ferðin var gjörð með svo mikilli
leynd, að prófessorarnir tveir, sem
komu með sömu flugvél vissu ekki,
fyrr en þeir voru komnir inn á hótel
sitt í Kaupmannahöfn, að þeir voru
þarna í sömu erindagjörðum.
Samningarnir sprungu í loft upp.
Flateyjarbók og Konungsbók
Eddukvæða stóðu í veginum. Jörgen
Jörgensen lýsti því yfir, undir
miklum þrýstingi frá þáverandi
félagsmálaráðherra Juliusi Bom-
holt sem var stækur andstæðingur
afhendingar þessara gersema, að
bæði Konungsbók Eddukvæða og
Flateyjarbók hlytu að verða áfram í
Danmörku. Og gamli foringinn var
mjög ákveðinn. En án þessara
tveggja rita, sem voru þau sem hinn
almenni Islendingur hafði mestar
taugar til, gat sendinefndin ekki
farið heim — að minnsta kosti ekki
ef hún átti að gera sér einhverjar
vonir um að fá viðurkenndan ár-
angur af viðræðunum.
L|ósm. Iri komu handrltanna Mbl. Ol.K.M.
að handritin yrðu flutt heim — með
m/s GuIIfossi, með flugvél eða með
dönsku herskipi.
Strax í minni fyrstu íslandsferð
tókst mér, m.a. með framúrskar-
andi ráðgjöf þáverandi forseta, hins
klóka og gamalreynda stjórnmála-
manns og guðfræðings, Ásgeirs
Ásgeirssonar, að komast í samband
við forystumenn á sviði íslenzkra
stjórnmála og vísinda. Á næstu
árum kom ég til íslands að minnsta
kosti einu sinni eða tvisvar á ári og
forsætisráðherrar, utanríkisráð-
herrar og menntamálaráðherrar
sem fóru með þau störf urðu
persónulegir vinir mínir. Þar má
nefna Ólaf Thors, Bjarna Bene-
diktsson, Gylfa Þ. Gíslason og
Gunnar Thoroddsen, sem varð síðar
sendiherra í Kaupmannahöfn og er
nú forsætisráðherra íslands. Af
íslenzkum vísindamönnum náði ég
góðum tengslum við þá Sigurð
Nordal, Einar Ólaf Sveinsson, Alex-
ander Jóhannesson og Ármann
Snævarr svo að nokkrir séu nefndir.
I nær allan þann tíma, sem hand-
ritadeilan stóð, var Stefán Jóhann
Stefánsson sendiherra í Kaup-
mannahöfn. Hann var fyrrverandi
forsætisráðherra og formaður Al-
þýðuflokksins og ég átti mikla
samvinnu við hann. Og vegna glæsi-
legra mannlegra eiginleika hans og
mikilsháttar reynslu hans á hinu
pólitíska sviði var hann frábær
fulltrúi lands síns. Sú ágæta sam-
vinna sem ég hafði við sendiráðið
hélt áfram í tíð Gunnars Thorodd-
sens þar og sama máli gegnir um
sendiherratíma Sigurðar Bjarna-
sonar, en þá lauk málinu formlega.
Þeir voru allir stjórnmálamenn, en
einmitt vegna síns mikla pólitíska
innsæis sem þeir höfðu, voru þeir
afburða fulltrúar íslands á þessu
tímabili.
Ámóta náin persónuleg tengsl
tókust málsins vegna við danska
stjórnmálamenn og má nefna H.C.
Hansen, Viggo Kampmann, Jens
Otto Krag, K.B. Andersen, K. Hel-
veg Petersen og síðast en ekki sízt
Jörgen Jörgensen, sem var mér sem
faðir og vinur.
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Ólafur
Thors
Krístinn E.
Andrésson
Ásgeir
Ásgeirsson
Bjarni
Benedikts-
son
GylfiÞ.
Gíslason
Siguröur
Bjarnason
Einar Ól.
Sveinsson
Gunnar
Thoroddsen
Siguröur
Nordal