Morgunblaðið - 15.02.1981, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1981
Árdegis þann 17. apríl var
hringt heim til mín frá Hotel
d’Angleterre, þar sem íslenzka
sendinefndin bjó og ég var beðinn
að koma tafarlaust. Þar voru fyrir
niðurdregnir íslendingar. Ósjálf-
rátt kom mér í hug eitt af frægum
málverkum Jóns Stefánssonar af
litlum íslenzkum hestum í vetrar-
búningi, sem mæna hugsi fram
fyrir sig í íslenzku auðnarlands-
lagi.
Sendinefndin bað um ráðlegg-
ingar og okkur kom ásamt um, að
ég hringdi til Jörgen Jörgensens
til að reyna að hnýta saman hinn
slitna samningaþráð á ný. Fyrst
spurði ég Jörgensen, hvort neitun
hans gilti í eitt skipti fyrir öll.
Hann dró ögn við sig svarið, en
var engu að síður mjög ákveðinn.
„Þeir geta ekki fengið allt sem
þeir biðja um,“ sagði hann. Þar
sem ég vissi að hann hafði miklar
mætur á Sigurði Nordal frá þeirri
tíð, að Nordal var sendiherra í
Kaupmannahöfn og vegna óvenju-
legra manneskjulegra töfra Sig-
urðar Nordal, stakk ég upp á því
að þeir ræddust við undir fjögur
augu. Jörgen Jörgensen féllst á
það. Og það endaði með því að
Islendingar fengu Flateyjarbók
og Konungsbók gegn því að
Njálssaga fengi að vera kyrr á
sínum stað í Kaupmannahöfn.
Þetta voru ekki slæm býti frá
sjónarhóli íslendinganna. Nordal
trúði mér síðar fyrir því að á
Islandi væri til önnur útgáfa af
Njálu ...
Mér tókst aldrei að fá að vita,
hversu alvarlega Jörgensen
meinti upphaflega neitun sína.
Væntanlega hefur ekki hvarflað
að honum að senda íslendinga
tómhenta í brautu og varpa þar
með sínu hjartansmáli fyrir róða
— því máli sem hann óskaði að
yrði kórónan á stjórnmálaferli
sínum.
Dagarnir voru annasamir, því
að málið hafði eins og venjulega
lent í hnút og það var samið og
talað eins og menn ættu lífið að
leysa til að koma í veg fyrir að allt
endaði með ósköpum. Þegar mér
tókst um síðir að ná sambandi við
Viggo Kampmann var hann bjart-
sýnn á gerólíkan máta. Það var
ekki að merkja á forsætisráð-
herra Danmerkur að vinnumark-
aðurinn væri í uppnámi og sam-
norrænt mál væri í þann veginn
að kollsigla sig. Ég fylgdist einnig
með starfi því sem var innt af
hendi í íslenzka sendiráðinu á
Dantes Plads, þar sem saminn var
bráðabirgða óskalisti. Dan Larsen
talaði síðan um „frægan" fund í
því sambandi, en þegar honum
var komið í kring bjóst enginn við
að hann myndi hafa svo mikið
vægi sem raun varð. Ætlunin var
aðeins að reyna að fá yfirsýn yfir
samkvæmni laganna og afleið-
ingar þeirra. Ég minnist þess að
Jörgen Jörgensen átti í örðugleik-
um með að finna hæfa Dani til að
sitja þennan fund. Hann ákvað að
biðja Palle Birkelund, ríkisbóka-
vörð og Peter Skautrup, prófessor.
Raunverulega átti hann engra
kosta völ, þar sem ekki hefðu
komið til greina þeir Bröndum
Nielsen og Westergaard Nielsen,
sem næstir hefðu staðið — og án
efa reynt að hleypa upp viðræðun-
um. Hvorki Skautrup né Birke-
lund bjuggu yfir viðlíka þekkingu
og þeir Sigurður Nordal og Einar
Ólafur Sveinsson, en Skautrup
var þó fróður um margt og við
Jörgensen vissum, að hann var
Jákvæður" og hafði góðan orðstír
innan lýðháskólahópa. Palle
Birkelund hafði fyrr sýnt skilning
óskum íslendinga og í skriflegu
plaggi til Kennslumálaráðuneyt-
isins talað um skiptingu handrit-
anna með tilvísan af skiptingu
Slesvíkur 1920. Síðar gleymdi
Birkelund skilningi sínum og þótt
það væri freistandi fyrir Jörgen-
sen fékk hann ekki af sér að
standa í frekara eða opinberu
uppgjöri við ríkisbókavörð um
sinn og gera þar með stöðu hans
erfiðari en hún var fyrir í hópi
starfsbræðra sinna.
Fundurinn í sendiráðinu stóð í
fimmtán klukkutíma og upphófst
í heldur drungalegri stemmningu.
Born með fána
Milli þessara tveggja aðila var
Jón Helgason, prófessor. Margir á
íslandi ólu með sér efasemdir í
hans garð — það gerðu ýmsir í
mínum hópi líka. Það verður
vissulega að viðurkenna að staða
hans var erfið. Hann var danskur
prófessor og fannst hann báðum
bundinn — og auk þess var hann
forstöðumaður stofnunar, sem
átti að halaklippa.
Annað atvik gerðist nokkrum
vikum seinna og má rekja til þess
að stjórnarandstaðan á íslandi,
einkum þó kommúnistaflokkurinn
sem var stór og áhrifamikill, taldi
niðurstöður samningaviðræðn-
anna í Kaupmannahöfn ófull-
nægjandi. Með það í huga að fyrri
málamiðlunartillaga — verk
Bomholt og Nordals — hafði fallið
vegna þess að þáverandi stjórnar-
andstaða komst að þeirri niður-
stöðu, að tillagan einkenndist af
svikum, skipti sannarlega miklu,
að ekki yrðu nú ýfðar öldur í
íslenzku stjórnarandstöðunni og
almenningsálitinu gagnvart nýju
tillögunni. Einn helztur áhrifa-
manna í þessu sambandi var
Kristinn E. Andrésson magister,
sem var fulltrúi kommúnista-
flokksins í nefnd sem Alþingi
skipaði árið 1959 til að fylgjast
með viðræðum stjórnarinnar í
Kaupmannahöfn. Hann skipaði og
meiriháttar sess innan flokksins
sem viðurkenndur menningar-
frömuður.
Ég hafði oft rætt þessi mál við
Kristin í heimsóknum mínum á
Islandi og þegar hann var á leið
til Moskvu — en þangað fór hann
oft — og kom þá við í Kaup-
mannahöfn. Hringdi hann þá
jafnan til mín. Það lá þess vegna í
augum uppi, að það.var Kristinn
E. Andrésson sem ég varð að ná
sambandi við til að sá stormur
sem virtist vera í aðsigi skylli
ekki á.
Sem betur fór kom Kristinn E.
Andrésson einmitt um þær mund-
ir til Kaupmannahafnar á heim-
leið frá Moskvu, var það skömmu
áður en miðstjórn kommúnista-
flokksins átti að taka afstöðu til
samningaviðræðnanna í Kaup-
mannahöfn.
Á löngum fundi sem við áttum
með okkur, tveir og einir á Hotel
Codan í Kaupmannahöfn, rædd-
um við Kristinn stöðuna. Hann
gerði sér fulla grein fyrir því, að
Islendingar fengju ekki fleiru
framgengt, en hann var á báðum
áttum, hvernig miðstjórnin
myndi bregðast við. Margir voru
og enn andsnúnir því að veita
handritunum viðtöku sem gjöf og
gefa þar með allar réttarkröfur
upp á bátinn. Og hann vissi ekki,
hvort hann kæmist heim áður en
fjallað hefði verið til hlítar um
málið.
Nokkur andartök ásakaði ég
hann í huga mér fyrir, að hann
vildi ekki fara heim og láta rödd
sína heyrast í miðstjórninni og
mæla með samningunum, en rétt
á eftir lýsti hann sig fúsan til þess
að hringja i Einar Olgeirsson,
formann flokksins, svo að hann
mætti halda andstöðunni í skefj-
um. Og reyndar var beðið með að
ræða málið í réttum hópum fyrr
en Kristinn var kominn heim.
Orð Ingiríðar
drottningar
Það er óhætt að segja að
viðstöðulaust skutu upp kollinum
hindranir, sem varð að ryðja úr
vegi og helzt án þess hátt færi.
Langar og miklar umræður voru í
þinginu, innan ýmissa samtaka,
sífelld skrif í blöðum, mótmæla-
göngur voru farnar að Kristjáns-
borg með kröfu um að afhenda
Islendingum Jörgen Jörgensen í
staðinn fyrir handritin o.s.frv.
Hótun um þjóðaratkvæði vofði
stöðugt yfir, og þar hefði málið án
efa beðið lægri hlut.
Tímaleysið vandaði málið enn.
Varla aðrir en Jörgensen gætu
leyst það og hann var í þann
veginn að hverfa af hinu pólitíska
sviði. Með sinni miklu bjartsýni
vanmat hann andstöðuna og þann
tíma sem málið tók af eðlilegum
ástæðum — enda iðulega á það
bent að ekki væri nein fyrirmynd
að því. Að hún myndi svo líka
skapa fordæmi var svo óspart
notað af andstæðingum.
Jörgen Jörgensen til málsbóta
verður líka að segja, að það voru
ekki margir sem hann gat treyst
heils hugar. Allir sérfræðingar
voru í megindráttum á móti
afhendingu og allmargir þeirra
voru mjög ofstækisfullir í afstöðu
sinni. Blöðin voru á móti eða
hálfvolg. Fólk eins og Starcke,
Bröndum Nielsen, Louis Hjelms-
lev, Palle Lauring og Westergaard
Nielsen voru stöðugt að velgja
Jörgensen undir uggum. Nefnd
sem barðist gegn afhendingu var
sett á laggirnar. Og Bröndum
Nielsen barðist með kjafti og
klóm og á sinn sjarmerandi máta
og einn færasti lögmaður Dan-
merkur C.L. Christrup flutti mál-
ið gegn afhendingu fyrir lands-
rétti og hæstarétti, í þjóðþinginu
sló Poul Möller um sig með
mælskusnilld sinni gegn kennslu-
málaráðherra landsins. Jörgen
Jörgensen hafði ágæta samvinnu
við Erik Eriksen og hina ýmsu
forystumenn Jafnaðarmanna en
innan ríkisstjórnarinnar fór Bom-
holt ekki í launkofa með uppreisn
sína. Bomholt gat ekki gleymt því
að hann hafði beðið ósigur árið
1954, þegar hann hafði reynt að
leiða málið til lykta. Það var kalt
milli hans og Jörgensens svo að
vægilega sé til orða tekið. Þegar
Jörgensen fór úr kennslumálaráð-
herraembættinu árið 1%1 og um
tíma leit út fyrir að Bomholt
myndi taka aftur við sínu fyrra
starfi, þorði Jörgensen ekki að
skilja eftir í hans umsjá skjala-
safnið um handritamálið og tók
það með sér til Lejre. Það var ekki
fyrr en K.B. Nadersen kom til
þess starfa, að það var aftur sett á
sinn stað.
Það kom fram í mörgu hve
skapsmunirnir ólguðu og allt var
á suðupunkti. Eitt dæmi er að
þekktur maður úr atvinnulífinu
C.V. Jernert, formaður dönsku
kaupmannasamtakanna hafði
skrifað undir áskorun sem var
hliðholl Islendingum. Við kon-
unglegt samkvæmi uppskar hann
sætbeizka athugasemd frá Ingi-
ríði drottningu fyrir ósvífnina.
Afskipti mín og sú þróun að ég
gerði Kristeligt dagblad að helzta
málsvara íslendinga, leiddi til
umræðna í útgáfunefnd blaðsins
og Westergaard Nielsen beindi
því til stjórnarformannsins H.P.
Honoré prófasts, að ég yrði rek-
inn! Viðbörgð Honoré prófasts
voru svipuð og margra annarra
sem urðu fyrir því að Wester-
gaard Nielsen jós úr skálum reiði
sinnar yfir hann, að hrista höfuð-
ið brosandi. Hann þekkti föður
Westergaard Nielsen, Marius Th.
Nielsen prest og einstrengislega
skapsmuni fjölskyldunnar.
Mjög óviðfelldið dæmi um það
ofstæki sem málið kallaði fram
hjá fólki voru mótmæli Palle
Birkelunds, ríkisbókavarðar dag-
inn sem Konunglega danska bóka-
safnið varð að afhenda þaðan
nokkra dýrgripi. Hann lét draga
fánann fyrir utan safnahúsið í
hálfa stöng.
Væri sorg og beizkja ríkjandi
meðal vissra hópa í Danmörku
var gleði og þakklæti í fyrirrúmi
hjá öllum á íslandi.
Sá atburður þegar handritin
komu heim mun lifa í minningu
allra.
Danmörk hafði skipað sendi-
nefnd sem í voru meðal annarra
Poul Hartling utanríkisráðherra
og Helge Larsen, kennslumála-
ráðherra og meðal annarra
stjórnmálaforingja Jens Otto
Krag, Aksel Larsen, Knud Thest-
rup og Karl Skytte. íslendingar
sýndu starfi þeirra Jörgensens og
Erik Eriksens viðurkenningu sína
og þökk með því að bjóða þeim og
sem fulltrúum sem utan þings
höfðu unnið að málinu var mér og
J.Th. Arnfred boðið.
Þetta voru óvenjulegir dagar.
Ibúar Reykjavíkur risu snemma
úr rekkju og höfnin var eitt iðandi
haf af fólki og fánum, dönskum og
íslenzkum.
Loks kom eftirlitsskipið Vædd-
eren í ljós á ytri höfninni og
nokkru síðar gekk Ejler Mogen-
sen, deildarstjóri kennslumála-
ráðuneytisins í fararbroddi fyrir
nokkrum sjóliðum með litla
böggla vafða í brúnan pappír og
voru þeir lagðir gætilega inn í
sjúkrabíl.
Um kvöldið var hátiðarsam-
koma á Hótel Borg og væntanlega
mætti Aksel Larsen þar í kjól og
hvítt í fyrsta og síðasta skipti, en
án þess að bera íslenzku fálkaorð-
una, sem honum hafði verið boðin
og hann hafði fyrst sagt já við —
fáir kunnu eins og hann íslend-
ingasögurnar upp á tíu fingur.
Miðpunktur hátíðahaldanna
þessa daga var Jörgen Jörgensen.
Þegar hann fékk sér göngu, gam-
all og lasburða og studdist við
staf, í grennd við Hótel Sögu
komu íslendingar til hans og
þrýstu hönd hans í einlægni.
Sigur gamla höfðingjans var í
höfn. Rólegur í sinni gat hann
snúið heim til Lejre.
Það kom fram og meira en það
þessa daga sem Stephan Hurwitz
hafði skrifað í Politiken árið 1950
„að hlý vináttualda í garð Dan-
merkur verður niðurstaðan af
slikum vinsemdarvotti af okkar
hálfu“.
Nú eftir á kann það að koma
spánskt fyrir hve þessi vináttu-
vottur skóp mikla ólgu, kallaði á
mörg réttarhöld, mörg þjóðþing
þurfti til að staðfesta samning-
inn, fjölskyldur riðluðust í af-
stöðu sinni. Aðeins afstaða Dan-
merkur til NATO og EBE (og
kannski ísrael) hefur markað jafn
djúp spor.
Paul Hammerich tók undir lýs-
ingu Jörgen Bukdahl af andstöð-
unni: „Þjóðernisstefna klædd í
vísindaflíkur." Og hann heldur
áfram, „það var um að ræða
alþjóðahyggjuna gegn sjálfbirg-
ingshættinum. Það fyrrnefnda
bar sigur af hólmi, hið síðar-
nefnda var seigt eins og perga-
ment.“ Það er meira að segja þess
virði að leggja eyru við því. sem
dálkahöfundurinn skrifar sem
söguritari.
(h.k. þýddi lauslega og stytti örlitið)
Haukur Hafstað, framkvæmda-
stjóri Landverndar. með nýjustu
bók Landverndar, „Villt spen-
dýr“. Ljösmynd Mbl. RAX.
Landvernd:
Gefur út
ritið „Villt
spendýr“
- rannsóknum á villtum
spendýrum mjög ábóta-
vant, segir Árni Einars-
son líffræðingur
ÚT ER komið 7. rit Landverndar
og nefnist „Villt spendýr“. Þessi
bók er liður i kynningarátaki um
villt dýr, plöntur og heimkynni
þeirra, en árin 1979 og 1980 voru
af Evrópuráðinu tiieinkuð þessu
efni. Á árinu 1979 var efnt til
samstarfs Landverndar og Nátt-
úruverndarráðs um undirbúning
og fengnir sérfróðir fyrirlesarar
til að flytja útvarpserindi um
villt spendýr á íslandi. Þessi bók
er byggð á þeim útvarpserindum.
Árni Einarsson. liffræðingur
skipulagði útvarpsþættina og rit-
stýrði útgáfu bókarinnar og eru
eftir hann kaflarnir um hvali og
einnig um mýs og rottur. Aðrir
sem í bókina rita eru Árni Reyn-
isson, um sambúð manna og
villtra dýra, Erlingur Hauksson.
um seli, Páll Ilersteinsson, um
refinn, Kari Skirisson og Ævar
Petersen, um mink og Skarphéð-
inn Þórisson, um hreindýr.
í bókinni er fjöldi mynda, teikn-
inga og uppdrátta. ítarlegar heim-
ildaskrár fylgja hverju erindi og
úrdráttur á ensku. Ætla má að í
þessu riti sé saman kominn fróð-
leikur um hinar villtu íslensku
dýrategundir, sem hvergi er að
finna í einu lagi og að bókin verði
mikill fengur náttúruskoðurum og
öllum áhugamönnum um íslenskt
dýralíf.
Auk þessa hefur Landvernd nú í
fyrsta skipti gefið út póstkort til
fjáröflunar. Þessi kort eru með
myndum af íslenzkum spendýrum,
hagamýs, hreindýrum, ref og sel.
Að sögn Hauks Hafstað fram-
kvæmdastjóra Landverndar er
vonast til að þau muni skila
hagnaði og tók hann það fram, að
með því að hafa dýramyndir á
þeim, væri ekki farið inn á svið
annarra og auk þess væru mynd-
irnar fræðandi og fallegar.
Ritstjóri „Villtra spendýra" er
Árni Éinarsson líffræðingur og
sagði hann að í bókinni væri
nokkuð drepið á dýraverndunar-
mál og útrýmingu.
„Það eru ótrúlegar eyður í
rannsóknum á villtum spendýrum
á Islandi og það er fyrst nú með
útgáfu þessarar bókar, sem nátt-
úrufræðingar fjalla um þessi mál
þó Iítið sé,“ sagði Árni.
Þrátt fyrir þessar eyður hefur
verið gripið til kostnaðarsamra
aðgerða til útrýmingar dýra, án
þess að vitað sé hvort það beri
árangur og hvort tjónið af völdum
viðkomandi dýra sé það mikið að
það réttlæti útrýminguna. Segja
má að með þessu riti sé verið að
benda á þessa staðreynd, þó það sé
fyrst og fremst hugsað sem
fræðslurit," sagði Árni að lokum.