Morgunblaðið - 15.02.1981, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 15.02.1981, Qupperneq 32
Síminn á afgreiöslunni er 83033 Jfl*rj)unblabib Síminn á rítstjóm og skrifstofu: 10100 JHoröunblnbib SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1981 Yfir 4 þúsund sjómenn í verkfall á miðnætti Verkfall hefst á bátaflotan- um á miðnætti og stöðvast þá 3—400 vertíðarbátar. Slíkan skóg siglutrjáa verð- ur þvi trúlega að sjá í höfnum víða um land næstu daga- (Liósm. RAX) Mótmælaskeytum frá sjó- mönnum rigndi yfir stjómina — Étum þetta ekki eins og allt annað, segja sjómenn Á MIÐNÆTTI i nótt hefst verkfall á bátaflotanum ok má reikna með. að á milli 3 og 400 vertiðarbátar stöðvist á morgun. Þá eru togararn- ir að koma inn hver af öðrum, en verkfall hófst á öllum togurunum nema í Vestmannaeyjum og á Vest- fjörðum siðastliðinn mánudag. Á þessum skipum eru yfir i þúsund sjómenn. I gær ok í fyrrakvöld sendu sjómenn á hafi úti ríkisstjórn- inni yfir eitt hundrað simskeyti þar sem þeir vara rikisstjórnina alvar- lega við að taka einhliða afstöðu um fiskverðsákvörðun ok hóta róttæk- um aðgerðum. _Við munum ekki éta þetta eins og allt annað,“ sagði einn af forystumönnum sjómanna i gær. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, telja sjómenn að ekki sé lengur um verkfall vegna samninga við útgerðarmenn að ræða, heldur sé hér um að ræða verkfall gegn ríkis- stjórninni vegna afstöðu hennar í fiskverðsmálum. Á fundi ríkisstjórn- arinnar í fyrradag var ákveðið að styðja meirihluta í yfirnefnd verð- lagsráðs sjávarútvegsins með fisk- kaupendum og 19% hækkun fisk- verðs frá 1. janúar og 5% hækkun 1. marz. Áður hafði ríkisstjórnin farið fram á, að sjómenn féllu frá verkfalli ef meirihluti yrði myndaður með þeim og útvegsmönnum um 19% hækkun og 5,5% 1. marz. Steingrím- ur Hermannsson, sjávarútvegsráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins, er í minnihluta í stjórninni ásamt Svavari Gestssyni, félags- málaráðherra og formanni Alþýðu- bandalagsins. í gærmorgun var haldinn fundur í stjórnarráðinu og sátu þann fund Gunnar Thoroddsen, forsætisráð- herra, Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, Ólafur Dav- íðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar og oddamaður í yfirnefnd, Kristján Ragnarsson, fulltrúi útvegsmanna í yfirnefnd, og Ingólfur Ingólfsson, fulltrúi sjómanna í nefndinni. Krist- ján Ragnarsson vildi í gær ekki greina frá niðurstöðum fundarins, en annars staðar á síðunni er haft eftir sjávarútvegsráðherra, að umræðum um fiskverðið sé lokið í ríkisstjórn- inni. Fundur hefur verið boðaður í yfirnefnd verðlagsráðsins á mánu- dagsmorgun klukkan 11. í gær voru boðaðir fundir í félög- um sjómanna og útvegsmanna á Suðurnesjum og víðar. Umræðum um fiskverðið er lokið innan ríkisstjómarinnar - segir Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra _ÉG HEF I sjálfu sér ekki mikið um þetta mál að segja, en að sjálfsögðu leggur ríkisstjórnin áherslu á að vera sem næst þeim markmiðum sem hún setti sér í efnahagsmálum um áramótin. það held ég að menn verði að skilja,“ sagði Steingrimur Her- mannsson sjávarútvegsráðherra og formaður Framsóknarflokks- ins í samtali við biaðamann Nýr KGB njósn- ari á Islandi í BÓK um sovésku njósnastofnunina KGB, sem John Barron, einn af ritstjórum bandariska tímaritsins Reader's Digest skrifaði, er birt skrá yfir útsendara KGB og fleiri sovéska njósnara.^sem vitað er, að hafi starfað utan Sovétríkjanna. Ýmsir starfsmenn í sovéska sendiráðinu við Garðastræti fyrr ok síðar eru á þessum lista. Síðastliðið haust hættist nýr Sovét- bor«ari í þann hóp, en þá kom hingað til lands, sem annar æðsti starfsmaður í sovéska sendiráðinu, Nikolai Arsentevich Shcheklin. í bókinni um KGB seKÍr, að 1953—1957 hafi hann starfað í Danmörku, aftur í sama landi 1960—'fi4 og í NoreKÍ 1968 til 1969. Morgunhlaðsins I gær, er hann var spurður álits á afgreiðslu ríkisstjórnarinnar á fiskverði. En þar var sem kunnugt er farið að óskum fiskkaupenda en ekki seljenda, sjónarmið launþcga urðu undir i ríkisstjórninni. Steingrímur sagði, að engin atkvæðagreiðsla hefði farið fram um málið innan ríkisstjórnarinn- ar. „Ég var að lesa það í Morgun- blaðinu," sagöi Steingrímur, er hann var spurður hvort sjónarmið hans og Svavars Gestssonar hefðu ekki orðið undir í stjórninni, og hvort það væri ekki óeðlilegt þar sem þeir gegndu embættum sjáv- arútvegsráðherra og atvinnu- mála-, „en ég segi ekkert um þetta mál, maður skýrir ekki frá slíku, er gerist innan ríkisstjórnarinn- ar“. Er hann var spurður hvort hann væri ekki óánægður með niðurstöðuna, sagði hann: „Ég ræði þessi mál innan ríkisstjórn- arinnar en ekki við fjölmiðla." Steingrímur var í gær einnig spurður hvort ríkisstjórnin hefði lokið umræðum um fiskverðið. „Ríkisstjórnin lauk umræðum um þessi mál í gær,“ svaraði sjávar- útvegsráðherra, „nema eitthvað alveg nýtt komi upp, og ekki er á dagskrá eins og er að taka málið upp á ný.“ Fargjöld utanlands hækka um 3,8% FLUGFARGJÖLD á utanlandsleiðum Flugleiða hækka um 3,8% næstkomandi mánudag og að sögn Sveins Sæmundssonar stafar hækkunin eingöngu af nýafs*aðinni gengisbreytingu. Sem dæmi um hækkunina má benda á að fargjald fyrir báðar leiðir til New York var 2.964, en verður 3.078 krónur. Til London kostaði venjulegt far báðar leiðir 3.828 en hækkar í 3.976, en sérfargjald var 2.718 og hækkar í 2.823 krónur. Til Kaupmanna- hafnar var venjulegt fargjuld fyrir báðar leiðir 4.442 en verður 4.610 krónur. Sérfargjald var 3.140 en hækkar í 3.259 krónur. Flugleiðir huga að framtíðarflotanum M.a. rætt um kaup á tveimur Boeing 737 Hók John Barrons um KGB vakti mikla athygli, þegar hún kom fyrst út 1974. Sem viðauki við meginmál bókarinnar er birt ofangreind skrá um sovéska út- sendara. Að meginstofni skiptist rijósnastarfsemi Sovétmanna erlendis milli KGB, njósnastofn- unar Kommúnistaflokksins og leynilögreglu, og GRU, sem er leyniþjóunsta sovéska hersins. Þá hefur einnig komið fram, að sérstök úrvalssveit njósnara starfi beint á vegum alþjóða- deildar miðstjórnar Kommún- istaflokksins. Á listanum í bók Barrons eru nöfn Sovétmanna, sem gerðir hafa verið brottrækir úr ýmsum löndum fyrir njósnir. Nöfn ann- arra manna eru þar einnig. Við skrásetningu þeirra fylgdi John Barron þeirri reglu, að tveir ábyrgir aðilar urðu að hafa staðfest leynistörf þeirra í þágu Sovétríkjanna. (Sjá nánar á bls. 17.) FLUGLEIÐIR hafa undanfarið verið að kanna á hvern hátt framtiðarflugfloti félagsins verði bezt samsettur. Sigurður Helga- son, forstjóri, sagði i samtali við Morgunblaðið, að m.a. væri verið að athuga rekstrarmöguleika allra þeirra véla, sem i boði væru. Hann var spurður hvort kaup á þotum af gerðinni Boeing 737- 200 væru ofarlega á blaði og sagði, að þessi gerð væri á ýmsan hátt álitleg. Hún væri m.a. mjög sparneytin, en hins vegar tæki hún ekki nema um 120 farþega. Þessi gerð er tveggja hreyfla og tiltölulega hægfleyg, en Sigurður sagði, að verið væri að kanna hagkvæmni þcssarar flugvéla- gerðar auk annarra möguleika. Sigurður sagði ennfremur, að Flugleiðir hefðu í nokkurn tíma reynt að selja Boeing 727-100-vél- ar fyrirtækisins, en fleiri fyrir- tæki væru að reyna að selja slíkar vélar og því gengi salan erfiðlega. Hann sagði að meðan ekki tækist að selja þessar flugvélar væri ekki hægt að taka endanlegar ákvarð- anir um þessi mál. Hér á landi hafa undanfarið verið starfsmenn frá Boeing- verksmiðjunum og þeirra á meðal Jim Dollens, sölustjóri fyrirtækis- ins fyrir þetta svæði. Hann sagði í samtali við Mbl., að í viðræðunupi við Flugleiðir hefði m.a. verið rætt um kaup fyrirtækisins á tveimur þotum af gerðinni 737-200. Ef Flugleiðir myndu ákveða slík kaup innan 1 'k mánaðar gætu þeir fengið fyrri vélina afhenta sumar- ið 1982.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.