Alþýðublaðið - 07.09.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.09.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Greíið tit af Alþýðuflokknum. 1920 Þriðjudaginn 7. september. 204. tölubl. Tvent að gera. Ekki ber ennþá á því, að lands- stjórnin sé tii, í hinu svonefnda fulivalda fslenzka ríki. Væri hér Sandsstjórn, mundi hún tafarlaust setja nefnd til þess að stjórna sölu fslenzku afurðanna, til þess að við kæmumst sem fyrst úr peninga- kreppunni, sem nú ríkir, og sem skaðar landsmenn á marga vegu, meðal annars með því, að hún skapar hér óeðlilega dýrtíð, sem almenningur verður að þola um- Iram dýrtíð þá, sem skapast af ástandinu í umheiminum. Aliir vita, að það eru í raun ®g veru fiskispekúlantar þeir, sem í fiskhringnum eru, sem nú, sökum óheyrðs ræfilsháttar landsstjórnar- innar, ráða stefnunni í brýnasta aauðsynjamáli þjóðarinnar, sem er það, að ráða fram úr peninga- kreppunni. En sú stefna, , sem fiskspekúlantarnir helst kjósa, er það, að þeir séu látnir vera í friði, «g þurfi ekki að selja fyr en þeim þykir gott verðið, sem býðst fyrir fiskinn. Sú stefna, sem almenningi er fyrir beztu í þessu máli, er aftur á móti, að fiskurinn sé seld. ur sem fyrst, eða jafn snemma og hægt er að fá fyrir hann það verð, sem svarar til framleiðslukostnaðar hans, eins og hann er nú, en það verður vitanlega ekki gert nema ráðin séu tekin af fiskhringnum. Alt skraf um »gengi* íslenzkrar krónu er þýðingarlaust til þess að bæta úr peningakreppunni, enda algerlega aukaatriði. Orsök pen- ingakreppunnar er það, að íslands- banki hefir lánað fiskhringnum of mikið af veltufé sínu ti! þess að braska með, og úr því þarf að bæta með því, að taka völdin um söluna á fiskinum af fiskhringnum og setja þau í hendur manna, sem eru óháðir hringnum og ó- báðir íslandsbanka. Þetta er það sem fyrst og fremst >Þ»rf að gera. Það, sem í öðru lagi þarf að gera, er að taka seðlaútgáfurétt- inn at fslandsbanka og láta landið taka við viðskiftum hans, svo sem áður hefir verið sýnt fram á hér í blaðinu, en hlutafé bankans má borga eigendum út að nokkrúm árum liðnum, ef það sýnir sig þá að hlutaféð sé eftir, þegar búið er að borga eigendum sparisjóðs- fjár inneignir sínar, og bankinn er búinn að innleysa alla pappírs- bankaseðla sína. í gær í Danmörku. Dagurinn í gær var í sambands- ríki voru allmerkur dagur, því þá fór þar fram þjóðáratkvæðagreiðsla um grundvallarlögin nýju, er sam- þykt voru í sumar, en mjög er óvíst hvernig farið hefir um at- kvæðagreiðslu þessa, því samkv. grundvallarlögum þeim, er gilda nú, öðlast hin nýju lög ekki gildi fyr en farið hefir fram um þau þjóðaratkvæðagreiðsla, enda taki þátt í atkvæðagreiðslunni minst 45 af hverjum 100 kjósendum. Síðast þegar breyting var gerð á dönsku grundvallarlögunum komu afturhaidsmenn þessu á- kvæði inn í lögin, og hugðust með því að setja þverslá fyrir það, að jafnaðarmenn gætu fengið breytt Iögum í frjálslyndari átt fyrst um sinn. En nú virðist sem ákvæði þetta ætli að koma þeim sjálfum i koll. Þessi síðustu árin hefir skeð svo margt, og breyzt svo margt, að jafnaðarmenn álitu nauðsynlegt að gera ýmsar breytingar á grund- vallarlögunum, um leið og breyt- ing sú var gerð á þeim, sem fram þurfti að fara, vegna sameiningar Suður-Jótlands við Danmörku. En hinir ráðandi auðvaldsflokkar, hægrimenn og vinstrimenn, tóku því afar /jarri, og höfðu enga samvinnu við jafnaðarmenn, en neyttu algerlega aflsmunar við at- kvæðagreiðsluna, þó jafnaðarmeno lýstu þvf yfir, að þeir tækju eng- an þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni, ef svoa ætti að fara með þá. En það er samkvæmt þeirri yfirlýs- ingu að dönsku jafnaðarmanna- blöðin minnast engu orði á at- kvæðagreiðslu þá, sem fram fór f gær, hvorki með eða móti, og verður gaman að sjá hvort at- kvæðin hafa orðið nógu mörg án aðstoðar þeirra, en til þess þarf að greiða 581,286 atkvæði, þar eð kjósendur eru alls í Danmörku 1.291,745. Fáist ekki hinn tiltekni atkvæða- fjöldi, eru hin nýsamþyktu grund- vallarlög fallin úr gildi, og hinir ráðandi auðvaldsflokkar verða neyddir til þess að leyta sam- komulags við jafnaðarmenn. Rússnesk-pólska stríðið. Khöfn, 5. sept. Símað er frá Varsjá, að Pól- verjar stöðvi framsóknina 10—15 km. austan við þjóðernislanda- mæri þau, er bandamenn voru búnir að ákveða þeim. Símað er frá Krakau, að eftir þriggja daga orustu, hafi Rússar beðið ósigur hjá Lemberg, og sé nú suðurher þeirra lamaður alt tíl Karpatafjalla. »STOna ðiga sýsiumenn a* vera!« Lfklega er hvergi á Is- landi jafn röggsamleg lögregla og í Snæfellsnessýslu. Morgunblaðið 4 sept. segir, að þar hafi tveir álftarungar >komisí undir man?ia- htnduri í sumar, og hafa þeir þá varla gert mikið ilt af sér litiur greiin. (Aðsent).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.