Morgunblaðið - 23.08.1981, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.08.1981, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1981 Alls konar undirboð þekkjast á vátryggingamarkaðmim erlendis - segir framkvæmdastjóri Sambands tryggingafélaga - Eimskip gaf ekki kost á innlendum tilboðum „IIÉR ER UM viðamikið mál að ræða, en ef aðeins er stiklað á því helsta, þá er nauðsynlegt að byrja á því að gera sér grein fyrir hvað vátryjfKÍng cr og hvaða hlutverki vátrygginKafélög KeKna.“ sagði Ilafsteinn Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Samhands íslenskra tryKginsafélaga. í samtali við Morgun- blaðið í gær. En Hafsteinn var spurður álits á frétt í Morxunblaðinu á föstudag, um að skipafélagið Hafskip hyggist leita tryKKÍnga erlendis, án milligöngu innlendra trygginKafélasa. „I upphafi bundust menn samtökum um að bæta fjár- hagstjón hvers annars, ef cjónið stafaði af vissum tjóns- atburðum," sagði Hafsteinn ennfremur. „Þannig dreifðu einstaklingarnir áhættunn! á milli sín. Dreifing áhættunnar er grundvöllur vátrygginga. Hlutverk vátryggingafélags er dreifing áhættunnar, uppgjöf tjóna, og að gefa upplýsingar um vátryggingaskilmála og beita sér fyrir tjónavörnum. Islensku vátryggingafélögin hafa á að skipa sérhæfðum mönnum, sem hafa menntað sig sérstaklega á þessu sviði og hafa margra ára starfsreynslu í vátryggingum. í minni áhættum fer dreifingin fram innan félagsins en í stærri áhættum endurtryggir félagið áhættuna innanlands og eða utanlands. Eftir því sem áhættan er stærri er henni dreift víðar. Þetta er ekkert íslenskt fyrir- bæri, þannig er það alls staðar í heiminum, þar sem vátrygg- ingar eru. T.d. Norðmenn vátryggja sín skip í Noregi, en þarlend vátryggingafélög dreifa áhættunni meðal ann- ars til Englands, Bandaríkj- anna og fleiri landa, jafnvel til Japans. Það er ekkert eitt enskt eða franskt vátrygg- ingafélag sem tæki að sér að vátryggja nokkur íslensk kaupskip, þeir hafa alveg sama háttinn á og hérlendis, þeir dreifa áhættunni. Það er einnig rétt að hafa í huga, að það þekkjast alls konar undir- boð á vátryggingamarkaðnum Julie Cristie til landsins LEIKKONAN Julie Cristic var væntanleg til landsins í gær og mun þegar hefjast handa við kvikmyndatökuna á myndinni Guli. en einn fimmti hluti hennar er tekinn hér á landi. Er reiknað með að tökurnar taki níu daga og fara þær fram á Langjökli, en í handriti mun Island gegna hlutverki ónefnds landsvæðis þar sem gullgrafarar hafa aðsetur og eru það bernsku- slóðir persónunnar Ruby, sem Julie leikur. Með Julie Cristie kom hingað til lands leikkonan sem leikur annað aðalhlutverkið í myndinni, Colette Lafond. Loðnuveiði er enn treg ENN gengur loðnuveiðin við Jan Mayen illa og síðasta sólarhring tilkynntu aðeins tvö skip um afla, Gígja með 550 lestir og Sæbjörg 500 lestir. Gigjan mun þó hafa kastað á leið heim af miðunum eftir um þriggja tíma stím og fékk þá 50 lestir til viðbótar. erlendis, og er gert í þeim tilgangi að ná viðskiptum, en svo fer í sama horfið aftur. Að halda því fram, að allar tryggingar á verslunarskipa- flotanum séu hjá erlendum tryggingafyrirtækjum er beinlínis rangt. Eg held ég megi fullyrða, að Eimskipafé- lag íslands sé eina skipafélag- ið sem hefur farið með skipa- tryggingar sínar til erlendra aðila. I því sambandi er rétt að minna á, að íslensk vátryggingafélög hafa ekki fengið tækifæri á að bjóða í skipatryggingar Eimskipafé- lagsins og því ekki reynt á það hvort íslensku vátryggingafé- lögin geti boðið betri kjör en hinn erlendi aðili. Með því að fara með vá- tryggingar beint erlendis er verið að leita út fyrir landið eftir sérkunnáttu sem er fyrir hendi hérlendis. Að auki er einnig rétt að hafa í huga að íslensku vátryggingafélögin greiða hérlendis ýmis opinber gjöld af þjónustu sinni eins og skatta og aðstöðugjald, greiðslur til Tryggingaeftir- litsins, Brunamálastofnunar ríkisins og fleira. Af flestum vátryggingaiðgjöldum hér- lendis er greiddur söluskattur og af flestum vátrygginga- skírteinum stimpilgjald. En það er ekki verið að óska eftir forréttindum á þessu sviði fyrir íslensku vátryggingafél- ögin heldur heiðarlegri sam- keppni. Að lokum er rétt að hafa í huga, að það var sama hugsjón og sömu aðilar sem börðust fyrir því að flytja hinar er- lendu vátryggingar til lands- ins og stofna íslensk vátrygg- ingafélög og sem börðust fyrir því að Islendingar flyttu vörur sínar með eigin skipum og stofnuðu Eimskipafélag Is- lands hf.,“ sagði Hafsteinn að lokum. Austurlandskjördæmi: Almennir stjórnmála- fundir Sverris og Egiis - hinn fyrsti að Karlsstöðum í Berufirði Alþingismennirnir Sverr- Skriðuklaustri nk. föstu- ir Hermannsson og Egill Jónsson efna til átta funda upp til sveita í Austur- landskjördæmi á næstunni og verður hinn fyrsti þeirra að Karlsstöðum í Berufirði nk. þriðjudag kl. 21.00. Næsti fundur verður í Fé- lagsheimilinu Kirkjubæ í Hróarstungu nk. fimmtu- dag kl. 20.30 og þriðji fundurinn verður að dagskvöld kl. 21.00. Þeir fimm fundir, sem á eftir fylgja verða auglýstir síð- ar. Upp úr mánaðamótunum munu þingmennirnir síðan halda aðra fimm fundi á þéttbýlisstöðum í Austur- landskjördæmi. Stjórn- málafundir þessir eru öll- um opnir. „Þetta tekst aðeins með sam- eiginlegu átaki allra um borð“ - segir Þorsteinn Vilhelmsson skipstjóri á Kaldbak, sem kom inn með 348 tonn af góðum þorski í vikunni - verðmæti 1,2 milljónir Akureyri. 21. áxúst. Togarinn Kaldbakur, eign ÚtxeröarfélaKs Akureyrinsa hf.. kom með 348 tonna afla til Akureyrar á mánudagsmorKun eftir 8 sólarhringa útivist. cn þar af voru ta'pir 7 veiðidagar. — Þetta er með því fljótasta sem ég hef verið að fá fullfermi, sagði Þorsteinn Vilhelmsson skipstjóri í stuttu spjalli við fréttamann Mhl. í dag, — en ég hef stundum fengið 350 til 360 tonna túra. Mesta hotnfiskirí, sem ég hef verið með í var á Ilarðhak um jólin 1976. Þá var algert mok, og við fylltum skipið á 9 sólarhringum, feng- um 326 tonn. — Hvert sóttirðu þennan afla núna? — Hann fékkst á Halanum, og á Halasvæðinu, já austur á Kögurgrunni, er búin að vera mokveiði a.m.k. 12 daga, var búin að standa í viku, þegar við héldum til lands. Þar voru ekki nema 10—15 skip, því að nú eru svó margir á skrapi. Svona mok hefur komið á hverju ári í júlí eða ágúst, en er svolítið seint á ferðinni núna. Ástæðan fyrir þessum hrotum er sennilega sú, að í sjónum verða á þessum árstíma viss skilyrði til þess að fiskurinn hnappast saman, sennilega hitaskil, því að hann liggur í torfum hitamegin við skilin, meðan ekki fæst kvikindi kuldamegin. Þessi skil sjást kannski ekki á yfirborði, en eru greinileg niðri í sjónum og sjást á mæli. Þetta er sennilega vegna íssins, sem hefur legið þarna á þessum slóðum í allt sumar. í vetur var óvenjulítil veiði fyrir vestan og nærri dauður sjór út af Norðurlandi, en þá virtist allur fiskur jeita austur fyrir land. Sennilega hafa skilyrði í sjónum valdið því, og við ættum aó hyggja meir að sjávarskilyrð- um, þegar við erum að tala um stærð fiskistofna. Þau geta ráðið miklu um, hvar fiskurinn heldur sig og hvar hann er að finna. — Hvers konar fiskur var þetta, sem þið komuð með núna? — Já, það er nú ekki allt komið undir tonnafjöldanum, heldur er það aflaverðmætið, sem skiptir máli. Þetta var allt saman þorskur, góður, stór og jafn þorskur, svo að verðmæti þessa afla er sennilega mikið. Ég er ekki búinn að fá útreikning- inn á því, en ég held það hljóti að vera nokkuð gott. (Eftir að viðtalið var skrifað kom í ljós, að verðmæti aflans var 1.200.000 nýkrónur.) — Er ekki skipshöfnin glöð, þegar svona aflast? — Jú, jú, menn eru kátir og ánægðir, þegar vel gengur, en þeir standa líka lengi og vinna mikið. Þetta hefst ekki nema með sameiginlegu átaki allra um borð. Það hefðist aldrei með venjulegum vöktum, það verður að segjast eins og er, ég er ekkert að leyna þvi. Við erum svo fáir um borð, aðeins 21, þegar allt er talið, að við mund- Þorsteinn Valdemarsson ásamt dætrum sínum, Brynju Ilrönn, 4 ára, og Hildi Ösp, 5 ára. Aflaskipið Kaldbakur i baksýn. um aldrei afkasta þeirri vinnu, sem þessu fylgir, á þann hátt. I gamla daga voru svo margir á skipi, að þeir komust yfir þetta. En þetta gera allir, taka frívakt- ir og vinna, þegar þess þarf, úti á sjó. Annars væri ekkert upp úr sjómennskunni að hafa. — Ætlarðu á sömu slóðir aftur næst? — Ég vildi gjarna fara þarna vestur aftur, en nú á ég ekki eftir nema fjóra sólarhringa á þorski og fæ ekki löndun fyrr en eftir dúk og disk, svo að nú verð ég að fara á skrap. — Ertu búinn að stunda sjó- inn lengi? — Ég fór fyrst til sjós sem fullgildur háseti sumarið 1968, þá 16 ára, og nú er ég búinn að vera skipstjóri á Kaldbak í bráðum 4 ár, en áður var ég stýrimaður á Harðbak í 2 ár. — Það er kannski leyndarmál, en ertu búinn að ákveða, hvert þú heldur til veiða, áður en þú lætur úr höfn? — Ég hugsa aldrei um það, meðan ég er í landi, þá mundi ég hætta að sofa. En það er oft úr vöndu að ráða, þegar komið er út úr firðinum, hvort heldur á að fara austur fyrir eða vestur fyrir. Maður hefur að vísu ein- hverjar fréttir frá öðrum skip- um, hvar helst er fiskirí, en svo verður lukkan að ráða, hvar maður lendir og hvort maður rambar á fisk hverju sinni. — Finnurðu það á þér eins og sumar aðrar aflaklær? — Ég veit það svo sem ekki. Stundum finn ég kannski eitt- hvað á mér, en ég get ekki lýst því, hvernig það er. Stundum finnst mér líka létt að fara í túrana, stundum þyngra, og oft gengur þessi tilfinning eftir. Ef legið hefur sérstaklega vel á mér, þegar ég er að fara, gengur túrinn oftast vel, og ég kem þá yfirleitt ekki tómhentur að landi. Sv. P.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.