Alþýðublaðið - 18.06.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.06.1931, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIB Vðrabílastððin í Reykjavík. Sfmar: 970, 97Í og 1971. íþróttamótið 17. júní Ármenningar seta tvö ný met. Daguririn í gær rann upp bjart- lur og fagur til gleði fyrir alla íþróttamenn og iþróttavini, [)vv 17. júní er kjörinn dagur íþrótta- imannanna. Þann dag koma í- þróttamiennirnir saman suður á Vielli til að reyna með sér og verða frægir. Hátíðin hófst með hijómleikum við Austurvöll, sem stóðu til kl. 2, en þá gengu íþróttamenn í skrúðgöngu suður á Iþróttavöll. Á leiðinni var staðnæmst við leiði Jóns Sigurðssonar og lagður á það blómsveigur. Þar flutti Benedikt G. Waage ræðu, en síðan var haldið áfram,. — Kl. 3 var imótið sett af Erlendi Péturs- syni og Bjarni M. Gíslason flutti 2 kvæði. íþróttirnar hófust með íslenzkri glímu. Þar keptu tvö félög, „Ár- mann“ og „K. R.“ Hlutskarpastur varð Björgvin Jónsson („K. R.“) með 4 vinninga, næstur varð Ól- afur Þorleifsson („K. R.“) með 3 vinninga og þriðji Hallgrímur Oddsson („K. R.“) með 2 vinn- inga. Þá hófst 100 metra hlaup. Fyrstur að marki varð Stefán Bjarnason (,,Árm.“), rann hann sikeiðið á 11,9 sek„ næstur varð Garðar Gíslason („K. R.“) 12,1 sek. og 3. Grímur Grímsson (?,Á.“) 12,3 sek. Gamla metið var 11,3 sek., sett af Garðari Gíslasyni árið 1926. Meðan á hlaupinu stóð fór fram kúluvarp og varð þar hlutskarpastur Marinó Kristinsson (,,Á.“); hann kastaði kúlunni 12,07 m„ og er það nýtt met, næstur varð Ásgeir Einarsson (,,Á.“), hann kastaði 9,66 m„ og þriðji Trausti Haraldisson („K. R.“), sem kastaði henni 9,65 m. Gamla metið var 11,85 m„ sett af Þorsteini Einarssyni í fyrra. Þá hófst 800 m. hlaup. Þar varð fyrstur að marki Stefán Gíslason („K. R.“), 2 mín. 10,5 sek„ næstur Ólafur Guðmundsson („K. R.“), 2 mín. 10,5 sek„ og þriðji Jóhann Jóhannesson (,,Á.“), 2 mín. 11 sek. Meðan á hlaupinu stóð fór fram Hafmarfjiirðifii’. Bœjariogarinn „Mai“ kom af yeiðum i gær með 50 tn. lifrar. Til Slysavarnai félagsdeildar- innar „Fiskakietts" í Hafnarfirði frá skipverjum á E/s ,Ver‘ 425 kr. frá skipverjum áE/s,Sæbjörg‘ 129 kr Samtals kr. 554 kr. Meðtekió með þakklæti. Stigur Sæland, gjaldkeri. spjótkast, og kastaði Ásgeir Ein- arsson (,,Á.“) lengst, 52,41 m„ og er það nýtt met. Næstur varð Ingvar Ólafsson („K. R.“), 46,4 m., og þriðji Trausti Haraldsson („K. R.“), 41,51 m. Gamla metið var 47,13 m„ sett af Friðriki Jessyni. Þá fór fram boðhlaup kvenna og keptu þar „K. R.“ og „Ármann“. „t. R.“ hafði lát'ið skrá sig, en gat ekki sent sveit. Hlaupið vann „K. R.“ á 1,05 mín„ og var það ef til viLl nokkuð fyrir klaufa- skap hjá einni stúlkunni úr „Ár- manni“, því hún rnisti kefiið, og tafði það mikið. Þá fór fram stangarstökk. Keppendur voru að eins tveir, því einn gekk úr. Hlutskarpari varð Grímur Gríms- son, hljóp hann 2,60 m„ en hinn hljóp 2,50 m. Næst var 5000 m. hlaup. Þátttakendur voru 6. Hlaupið var mjög skemLiiegt og fjörugt. Fyrstur varð Magnús Guðbjörnsson („K. R.“), 17 mín. 19,4 sek„ næstur varö Oddgeir Sveinsson („K. R.“), 17 mín. 23,9 sek., og þriðji Ingimar Magnús- spn („K. R.“), 17,57 mín. Það bar við í þessari keppni, er Magnús var að komást fram fyrir Odd- geir, að hann stökk fyrir fætur Oddgeiri, og var eins og hann ætlaði að hrinda honum. Þetta kom þó ekki Oddgeiri að sök. Slíkt og þetta hefir eitt isinn komið fyrir áður og það er o/ oft. Þá fór frarn þrístökk. Lengsí stökk Reidar Sörensen, 12,57 m„ næstur Sig. Ólafsson, 12,43 m„ og þriðji Grímiur Grímsson, 12,29 m. Mótinu í gær lauk ki. 6V2' Var miki 11 fjöldi áhorfeuda, enda hefði annað verið Reykvíkingum til lítils heiðurs. Veitingatjöld voru á vellinum, róiur og skemti- tæki, litlir sælgætissalar hrópuðu af ölLum kröftum og börðust um viðskiftamennina eins og vera ber í frjáisri samkeppni. Danzinn mun hafa byrjað kl. 8 um kvöldið. KE 8 í kvöld hefst mótið á ný. E. Danir um íslenðinga. Khöfn, 17. júní. (Frá fréttaritara FB.) Biaðið „Politiken“ segir, að líkurnar fyrir samningsumleitun- um við Dani um afnám sam- bandslaganna fyrir 1943 tmuni hverfa eða áð minsta kosti minka, ef stjórnarflokkurinn fái meiri hluta í þinginu, eins og útlit sé fyrir. Annars býst „Politiken“ við, að áhuginn fyrir sambandsslitum fyrir 1943 minki, þegar kosninga- æsingarnar hjaðni og menn íhugi rólega hagnaðinn af núverandi sambandi við Danmörku. H Beztu tyrknesku cigaretturnar í 20 stk. pökkum sem kosta ks*. 1,25» eru: Statesman. Teopkisli Westaniifistep €igapettifip. A. ¥. I íiverjsim pakka eru samskonar fallegar landslagsmyndir 09 idomniander.ei{(aretlupðkkum Fást fi iillsfiKfii vepzlunMiBi. austur í .Fljótshlíð, — í Vík, — á Eyrarbakka — á Stokkseyri, — að ölfusá. Beztar ferðir með beztum biíreiðum frá beztu bifreiðastöðinni Suður til Kefiavíkur, — — Garðs, — — Leiru, — Sandgerðis, — — Grindavikur, — — Hafnarfjarðar, — — Vífiisstaða. Bifjreiðastöð Steindórs Þjóðfrægar bifreiðar. öm Æagglœ® Vélstjórafélag ísiands. Aðaifundur þess verður á morgun í Kaupþingsísalnum í Eimskipafélagshúsinu og hefst ki. 3. Áfenglseitrunin Það skal tekið fram, að enn er ekki upplýst um það, hvor loft- skeytamannanna það var, er náði í það áfengi, er þeir drukku. Af gefnu tilefni skal það upplýst, að Björns- bakarí og G. Ólafsison & Sandhoit greiða afgreiðslustúlkum sín- um 100 kr. á mánuði eins og Alþýðubrg., en önnur bakarí greiöa 80 kr. eða minna. MvíiH er fpétta f Konur í Landsspítalasjóðs- nefndinni eru beðnar að senda ungiinga til að selja merkin á morgun kl. 9 árd. í aiþýðuhúsið Iðnó (suðurdyr). Vedrid. Kl. 8 í morgun var 10 stiga hiti í Reykjavík. Útlit hér um sióðir: Hæg norðaustanátt. Úrkomuiaust og víðast iéttskýjað. Ungar stúlkur og stálþaðar telpur, sem vilja hjálpa til við sölu merkja Landsspítalans á morgun, eru vinsamiegast beðnar að koma- í alþýðuhúsið Iðnó (suöurdyr) á morgun eftir kl. 9 árd. Útvarpid í dag: Kl. 19,30: Veð- urfregnir. Kl. 20,30: Hljómleikar (söngvéi). Kl. 21: Veðurspá. Fréttir. Kl. 21,25: Hljómleikar (Þ. G„ E. Th.). Hljódfœrahús Reijkjavikur heit- ir þrennum verðlaunum fyrir beztu auglýsingateikningu af búð þess i Braunsverzlun. Nœturlœknir er í nótt Hannes Guðmundsson, Hverfisgötu 12, sími 105. Vid kosninguna í Vestur-ísa- fjarðarsýsiu urðu 34 atkvæði ó- giid. Ritstjóri óg ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.