Alþýðublaðið - 15.07.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.07.1931, Blaðsíða 3
ABÞSÐÖBfcAÐIÐ 3 með háum útsvörum!.. Að dýr- tíðin í landinu vasri fyrir háa kaupið, ( siem verkalýðurinn í Reykjavík heimtaði. Að Reykvík- ingar hefðu sóað fé bankanne o. fl. o. fl. Og síðast en ekki sízt væri fivi fr.am haldið, að rikisstjórnin hefði orðið að neyð- asit til að rjúfa þiingið viegna þess, að nú hefðu Reykvíkingar ætlað að kóróna aliar sínar ávirðingar imieð þvi að fara að heimta að hafa sama rétt í Iandsmálum og aðrir Islendingar, og svo freklega átti að byrja, að það átti 'að bæta ‘ einum þingmanni við Reykjavík, og því varð að rjúfa þingið. Svo var það Sogsmálið. Það var talið að eins fyrir Reykjavik, þennan vesala bæ, þar sem ibúarnir væru skríll, og að ríkið mætti ekki takast á hend- ur að ábyrgjasit lán til þess. Þetta er það, isem' Reykjavík snertir aliment, en að eins litið ágrip. Svo var .skilgreiningin „lágskríH“ og „háskríir alþekt. Sú lýsing, er snerti verkalýðinn sérstaklega, var eins og áður er sagt: háa kaupið, heimtufrakjan, handaflið, samanber garnaflækj- una, siem var mjög átakanlega lýst sem eyðileggingu á fram- leiðsiu bænda, að verkalýðuriinn í Reykjavík vildi „komast á land- ið“, heimtaði 1 atvinnubætur, at- vinnu af ríkinu o. fl. o. fl. Það, sem var svo þungamiðjan í öllu þesisu, var, að bjarga þjóðinni frá tortímingu með því að kjósa þá, sem litu þessum augum á Reykjavík, annars fengi „skríll- inn í henni Reykjavík“ sama kosningarrétt og aðrir landsmenn, mienningin liði undif lok og bliesisiaðir bændurnir fengju aldrei framar að kjósa þingmenn. Heilræðið var því að kjósa „Framsóknar“-mennina tii þass að halda „skri!num“ í skefjium og „vernda þjóðskipulagi!ð“. Þá yrði kaupið lækkað og það væri gott fyrir sveitírnar, og þá lækkaði auðvitað dýrtíðin. III. Fyrir utan þetta góðgæti, er lýst hefir verið, voru ekki flokks- liegar og persónulegar árásir s paraðar. Alþýðuf 1 okk s ful ltrúarn- ir á þingi og í bæjarstjóm höfðu aldrei gert neití að liði', en nóg ógagn, æst fólkið, hækkað kaupið, stitt vinnutímúnn, en þó ekkert gert til að hjálpa alþýð- unni! Ósvdknar íhaldsupptuggur! Skoðanakúgun og atvinnukúgun var jimiskunnarlaust bedtt, að minsta kosti sums staðar. Á fundi á Eyrarbakka talaði f ormaður verkamanmaf éliagsins, siem líka er skólastjóri barnaskól- ans. Hann skýrði imieðal aninars frá afskiftum sýsluinannsins og flokks hans af vegavinn ukaupinu austanfjalls; það þótti frambjóð- endum „Framsóknar" ög fyrver- andi þingmönnum hin mesta ó- svinna, og var vedzt mjög harka- lega að skólastjóranum þegar á þessum fundi og daginn eftir á fundi á Stokkseyri, þar sem skóla- stjórinn var ekki við. Og þessi ( bersögli formanns verkamanna- félagsins virðist ekki gieymd. Það verður tæplega séð að' það sé tilviljun, að nú nýlega, þegar skip Kaupfélagsins var afgreitt, þá fékk skólastjórinn ekki vinnu við það,' þótt rnargir menn væru -teknir í vinnu eftir að honurn var sinjað. Sent var í húsin og bæ- ina á isíðustu stundu fyrir kjör- dag og fjölskylduógæfa notuð frambjóðendum til níðs, væri ekki annað fyrir hendi. Og þar, sem eitthvað var veikt fyrir, voru hót- anir ekki sparaðar. IV. Eins og áður er sagt, átti þetta að eins að vera sýntshorn af því, hverjum vopnum var beitt gagnvart Reykjavik við síðustu kosningar, enda er það ekki meir, því mörgu er slept, sem ástæða væri til að benda á, og skyldi einhverjum fljúga það í hug, að þessi frásögn sé í hita sögð, þá er svo langt frá því, því hér er slept stórvægilegum atriðmn, sem notuð voru, ,sem kosningarógur um Alþýðuflokkinn, t. d. ekki simávægiliegra atriði en því, að foringjar hanis hefðu algerlega gengið gamla íhaldinu á vald o. s. frv. En aðrir kynnu að haldia, að þetta væri skrifað ti! að æsa upp Reykvíkinga nú, þeg- ar þing kemur saman, en svo er ekki heldur. Skýringin er þessi: Þegar maður hafði á elleíu funduim orðið að verja miklu af sínum ræðutíma til að reka tii baka ógeðslegan upploginn ó- hróður um íbúa höfuðstaðarins, og þegar imaður vissi, að svo ógeðslegur rógur var rekinn um þvert og endilangt landið, þegar svo þar við bætíist, að á kjördegi sýndi það sig, að á þrettánda hundrað kjósendur í sjálfri Reykjavík voru svo lítillátir að þakka flokknum og fulltrúum hans fyrir rógburðinn með því að greiða flokknum atkvæði, þar á meðal sjömenn og verkamenn, setn kauplækkunarinnar oiga að njóta, sem er eitt af aðalmálum „Framsóknar“-flakksins. Þá hét ég því, að ég skyldi sikýra irá vitnisburðinum, sem þessir herr- ar befðu gefið þeilm í staðinn. Fleira bar til. Ég vissi, að menn höfðu verið reknir úr vinnu og teknir í vinnu vegna skoðana. Og enn er eitt. Bg \dldi gera mitt til að Reykvíkingar litu ekkd á þessa herra sem einhvers kon- ar annarlegar stærðir, sem alt ætti að lúta, heldur horfðu á þá með opnum augum, vitandi hvað þeir hefðu gert, og einmitt vegna þess, hvernig þeir 1-eyfðu sér að lýsa Reykvíkingum við sína kjósendur, þá yrði þeirn gefnar sérstakar gætur 'Sem mönnum, er vísir væru til matgs. Þeim skal verða sýnd alvara. Þeim skal verða sýnd fijrírlitmng. Framferði , þeirra verðskuldar hvort tveggja. 12. júlí. Felix Gudmundsson. Kappsnndið á saandip- inn. Sjómaðnr vann stakbasundið. Kl. 2 á sunnudaginn hófst kapp- sundið við Örfirisey. Var margt manna þar saman komið og veð- ur hið bezta. Fyrst var kept í 100 stikna kvensundi, og varð Lár-a Gríms- dóttir fyrst. Svamm hún vega- lengdina á 1 mín. 51,3 sek. Önn- ur varð Þórunn Sveinsdóttir, 1 mín. 52,2 sek. Þá var kept í 50 stikna frjálsri aðferð fullorðinina. Fyrstur varð Jónas Halldórsson sundkóngur: 33,4 sek., annar Sig- urjón Jónsson sundskálavörður: 33,7 sek. og þriðji Úlfar Þórðar- son: 35,1 sek. Næst var 50 stikna frjáls aðferð kvenna. Fyrst varð Arnheiður Sveinsdóttir: 47,1 sek., önnur Klara Jónasdóttix: 50,2 sek., og er hún að eins 12 ára gömul, þrið-ja varð Lára Grímsdóttir: 50,8 sek. Þá fór fram 100 stikna bringusund karla. Fyrstur varð Þórður Guð- mundsson og setti nýtt met: 1 mín. 33,5 -sek.; gamla metið átti Magnús Pálsson: 1 imín. 34,6 sek.; annar varð Mag'nús Pálsson: 1 mín. 34,4 sek., og þriðji Þorsteinn Hjálmarsson: j'l mín. 35,6 sek. Þá hófs-t stakkasundið. Vann það sjómaður, félagi úr Sjó- mannafélaginu, Geir Jón Helga- son. Svamim hann vegalengdina •a 3 min. 2 sek. Ann-ar varð Hauk- ur (maraþonhlauparinn), 3 min. 2,4 sek., og þriðji Úlfar Þórðiar- son, 3 mín. 11,5 sek. Fögnuður áhorfenda var geysi- mikill, er sjómaðurinn, sem enga æfingu hafði haft, vann þessa þolraun, og átti hann þó við mikla sundkappa 'að etja. — Erlingur Pálsson hfhenti bikar- inn, sem Sjómannafélagið gaf 1926, og mintist hann þess, hve gleðilegt þ-að væri, að áhugi virtist fara vaxiandi um sund- íþróttina, og gott taldi hann það vera, lað maður, sem hefði sjó- mensku .að lífsstarfi, skyldi hafa unnið þetta þolsund. Kvað hann það mundu verða hvatningu fyrir stéttarbræður hans. Banaslys. Guðmundur Þorsteinsson í Sel- kirk í Manitoba lézt 8. júní af slysförum. Var hann við vinnu uppi á lofi í frystihúsi Manitoba Transport Co„ er fjalir, sem hann stóð á brotnuðu. Datt hann niður á gólf um 20 fet. Meiddist hann á höfðinu i fallinu og lézt tveimur stundum siðar. Guðmundur var57 ára gamall og iætur eftir sig konu og fimm börn, öll uppkomin. (FB. eftir ,,Hkr“). Grammófónn op ðtvarp. Vegna þess að raddir hafa um það heyrst við og við, að gram- mófónn sé óhæfilega mikið not-< aðgr við útvarpið, vil ég leyfa mér að fara nokkrum orðum um þ-að efni. Mér vitanlega hefir þö þessi starfsemi útvarpsáns ekki sætt miklum aðfmslium opinbem lega eða yfirleitt tónverk þau, er útvarpið hefir flutt á þennan hátt. Þó hefir nýlega í grein í Alþbl. verið minst á bað, að mönnum væri engin „þægð £ þessu gra:mmófónurgi“ o. s. frv. Nú er það flestum mönnum vit- anlegt, ,að grammófónninn, eigi síður en mörg önnur hljóðfæri, hefir nú á síðari tímum tekið svo miklum umbótum að undr- uim sætír, svo að þeir eru uot- aðir við margskonar kenslu viðs vegar um heim • allan, og sé um verulega góðan grammófón að ræða, njóta jafnvel hin sígildu meistaraverk tónlistarinnar sín mijög vel. Það á því ekki saman nema nafnið, þegar talað er um grammófóna nú, eins og þeir eruf eða ein-s og þeir voru fyrir nokkr- um ánum. Þ-að hlýtur þvi að vera jafnvel nafnið eitt, sem kemur svo óþægilega við taugar manna, en ekki hljómar þeir, er grammö- fónninn flytur, séu góð verk flutt, og er þá naumast um annað að ræða hjá þeim, sem því h-alda fram og nefna þennan tónflutning hinu virðulega(!) nafni „urg“, en að þekkingarleysi eða jafnvel hót- fyndni ráði dómgreind þeirra ura þetta. Það er vitanlegt, að útvarps- sitöðvar víðs vegar um heim hafa tekið grammófóninn í þjónustu sína og nota hann mikið. Hins er síður gætt, að aðstaðan í .slik- um efnum er alt önnur og betri alls staðar erlendis en hér. Við íslendingar höfum ekki edins mörgum góðum listamönnum á að skipa eins og stærri þjóð- irnar. Okkur vantar einn-ig til- finnanlega fullkomna symhoni- hljómsveit, en hér er að eins til vísir til slíkrar hljómsveitar. Þegar nú svo er ástatt hjá Oss, sem kunnugt er, að við höfum fáu;m mönnuim á að skipia, er tekið gætu að sér að flytja stórar tónsmíðar í ,fjölmennri hljóm- sveit, en þurfum hins vegar að hafa nægilegt verkefni fyrir út- v-arpið á hverju kvöldi í 365 daga ársins og helzt ;við sem- flesitra hæfi, má öllum Vera það ljóst, að við verðum að nota grammófóninn að miklu leyti. Hins veg-ar. má fyllileg-a,gera ráð fyrir þvi, að innlendir ’kraftar verði notaðir svo sem völ er á! og liklegt er að leysi hlutvei'k } ®ín vel af hendi. Síðast liðinn vetur v-ar Hljómsveit Reykjavík- ur útvarpinu hin mes.ta stoð; hún flutti oft ágætar tónsmíðar, og voru þær að jafnaði vel fluttar, enda gengu allir þeir, er þar áttu hlut að máli, mjög vel fram,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.