Morgunblaðið - 02.07.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.07.1982, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1982 Mendlngar ð iaraidslacli úr leiguflugi en bæst viö áætlunar- flugið og þaö gæfi til kynna aö fólk færi meira til aö skoöa sig um en áöur. Sólarlandaferöirnar væru alltaf jafn vinsælar meöal annars vegna þess aö minnst væri fyrir þeim haft. Steinn Lárusson hjá Úrval kvaöst telja aö fólk færi minna til sólarlanda nú en til dæmis á árun- um 1978—'79, því meö auknum utanferöum Islendinga heföi þró- uinin orðiö sú aö fólk færi nú meira til aö skoöa sig um en liggja í sól- baöi. Þaö hefur aukist aö islendingar fari meira á eigin vegum, þeir eru líka farnir aö fara meira í lengri feröir, eins og til Brasilíu, Mexíkó og Thailands, en þessar feröir hafa selst upp á augabragöi hjá feröa- skrifstofunni Útsýn aö sögn Arnar Steinsen. Kvaö Örn þó sólarlanda- feröir ennþá standa fyrir sínu en straumurinn á sólarstrendurnar væri svipaöar og í fyrra. Helgi Jóhannsson hjá Sam- vinnuferöum-Landsýn sagöi að tvímælalaust heföu feröavenjur ís- lendinga breyst. Ásóknin í dvöl í sumarbústööum bæöi til Dan- merkur, en þangaö fara 3 þúsund íslendingar í sumar, og til Sviss og Austurríkis á vegum ferðaskrifstof- unnar, bæri glöggan vott um aö þaö væri hægt aö bjóöa islending- um annað en pakkaferðir í sól. Örn Steinsen var á sömu skoö- un og sagöi að hegöun íslend- inganna væri yfirleitt mjög góö og þaö væri hending að þaö kæmi kvörtun frá fararstjórunum. íslend- ingar væru orönir veraldarvanari. Þeir reyndu að fá eins mikiö út úr hverri ferö og nytu þess aö skoöa land og þjóð. Steinn Lárusson sagöi að hegö- un íslendinga er þeir væru í leyfi utanlands, heföl skánaö mikiö, eins og hann oröaöi þaö og aöeins örfáir svartir sauöir í hverri hjörö, en því miöur væru þeir oft of áber- andi. Feröaskrifstofurnar hafa aldrei verið fleiri Eins og getiö var hér í upphafi hefur oröið töluverð fjölgun á ferðaskrifstofum, sem hafa leyfi til aö skipuleggja ferðir utanlands sem innan. Hvaö finnst forráöa- mönnum feröaskrifstofanna um þessa þróun? „Feröaskrifstofurnar hafa aldrei veriö fleiri hér á landi en nú er og orsökina má rekja til þess að margir halda aö þaö séu fljótteknir peningar í þessari starfsemi," sagöi Steinn Lárusson. „Oft geta peningarnir veriö auöunnir í at- vinnugreininni, en þeir eru fljótir aö fara ef eitthvað bregöur út af,“ sagöi Steinn ennfremur. Böövar Valgeirsson hjó í sama knérunn og kvaöst telja aö sú aukning sem oröið hefði á tölu feröaskrifstofa hér á landi væri ekki í hlutfalli viö aukningu á farþegafjölda. Sagöi hann þaö til- tölulega auðvelt aö setja upp feröaskrifstofu og margir héldu það arövænlegt, en svo yrði bara annaö aö koma í Ijós, ef svo bæri undir. islaug Aöalsteinsdóttir sagöist telja þetta óæskilega þróun og ekki til hagsbóta fyrir viöskiþtavin- ina. Þetta þýddi aö feröaskrifstof- urnar, sem væru fyrir heföu minna. Helgi Jóhannsson sagöi aö fjölgun feröaskrifstofanna ætti aö geta virkaö sem hvati á feröir ís- lendinga til útlanda. Aukin sam- keppni leiddi til betri, fjölbreyttari og hagstæöari feröa, sem síðan heföi i för meö sér aukinn fjölda þeirra, sem til útlanda færu. Heföi þaö sýnt sig í gegnum árin, aö aukin samkeppni heföi alltaf já- kvæð áhrif á þá veru aö auka möguleika fólks til utanfara. Jón Guðnason var á sama máli og Helgi og sagöi samkeppnina af hinu góöa, svo lengi sem hún færi ekki út í öfgar. Aukin samkeppni hef- ur leitt til undirboöa Ætli samkeppnin sé nú þegar komin úr böndunum eða þrífast allar þessar 28 ferðaskrifstofur, sem nú eru starfandi? Feröaskrifstofurnar plokka mest hver af annarri og á tímabili voru nokkrar feröaskrifstofur meö und- irboö á feröum, sem farnar voru meö leiguflugi, aö sögn Steins Lár- ussonar. Þaö þekkist víöa í heiminum, aö feröaskrifstofur freistist til undir- boöa, þegar stutt er til brottfara, þar eö sætin bíöa tóm og þegar er greitt fyrir gistinguna á endastöö, sagöi Steinn Lárusson. Helgi Jóhannsson sagöist vita að eitthvaö væri um undirboö á markaönum, en fólk treysti ekki undirboöum. Sagöi Samvinnu- feröir-Landsýn ekki þurfa aö grípa til slíkra ráða einfaldlega vegna þess að þeir væru búnir að selja upp í sínar ferðir. „Ég hef ekki oröiö var viö aö undirboð væru í gangi og hef ekki trú á aö svo sé,“ sagöi Böðvar Valgeirsson. Samkeppni eins og hún er nú orðin leiðir alltaf af sér einhver undirboö, sagöi Friöjón Sæ- mundsson, en við stöndum ekki í sfíku, sagöi hann ennfremur. Þaö hefur veriö áberandi hve feröaskrifstofurnar hafa auglýst mikið í fjölmiölum aö undanförnu og hafa lýsingar stundum veriö há- stemmdar. Viö spurðum forráöa- menn feröaskrifstofanna hvort þeim fyndist auglýsingastafsemin oröin óhófleg? Hegðun íslendinga erlendis yfirleitt góö Nú hefur þaö lengi veriö haft á oröi aö Islendingar hagi sér ekki sem best, þegar þeir eru komnir út fyrir landsteinana, ætli þetta hafi breyst með auknum utanferöum landans? Helgi Jóhannsson hjá Sam- vinnuferöum-Landsýn, sagöi aö stórkostleg breyting heföi oröiö þar á. Hér áöur, þegar utanlands- feröir töldust til munaðar og fólk fór ekki nema á nokkurra ára fresti til útlanda, þá heföi tilbreytingin þótt svo mikil aö menn gleymdu sér viö neyslu áfengis. Með aukn- um utanlandsferöum heföi oröiö mikil breyting hvaö þetta varöar, sagöi Helgi. Helmilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Eplaábætir I 8—8 epli, Vh dl smjörlíki, Vh dl sykur, 1 'h dl hveiti, 1 dl rjómi. Eplin afhýdd, skorin í bita og sett í smurt ofnfast fat. Smjörlíkiö brætt og kælt, síðan hrært meö sykrinum þar til þaó er létt og Ijóst, hveitlnu bætt út í og síóast stífþeyttum rjóm- anum. Þessu er síðan hellt yfir eplin í forminu og bakaö í ofni, 200C° í ca. 30 mín. Kakan borin fram volg meö rjóma eóa vanillukreml. Eplaábætir II 900 gr epli, 1 peli rjómi, 25 gr hveiti, 2 egg 1—2 msk. sykur. Rjóminn hitaöur og hveitinu hrært saman viö. Eggjarauður og sykur þeytt vel saman og bætt út í og aö síóustu er stífþeyttum hvítunum blandaö saman viö. Eplin afhýdd og skorin i þunnar sneiöar, lagöar i ofnfast fat, deiginu hellt yfir og bakaö í ca. 20 mín. í 200C° ofni. Borln fram köld, skreytt meö þeyttum rjóma. Léttur sumarréttur Tómatar fylltir meö túnfisksalati. Getur veriö ágætis kvöldréttur eftir heitan dag. þegar ekki er mikill áhugi fyrir að standa yfir heitum pottum. Soðinn, kaldur fiskur af annarri gerö er nothæfur og einnig kjöt. Skoriö lok af tómötunum, kjarninn tekinn úr, en hvort tveggja er hægt aó brytja út í salatiö. Túnfiskurinn er brytjaður, saman við er blandaö soönum köldum hrísgrjónum, grænni papriku í sneiðum og agúrkubitum. Venjuleg salatsósa úr olíu-ediki sett yfir, kryddaö eftir smekk. Salatiö sett í tómatana, skreytt með sítrónubát- um sem er þá hægt aö kreista yfir matinn ef vill. Gott brauð og smjör boriö meö. Á eftir er tilvaliö aö hafa súrmjólk meö ferskum ávöxtum út í ásamt sveskjum og rúsínum. Alessandra Mussolini

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.