Morgunblaðið - 02.07.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.07.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1982 51 í fólki sem borðar mjög fituríka fæöu. Einnig kom fram aö í tilraun- um, þar sem fæöa innihélt litla fitu, voru mun minni líkur á aö æxli finndust í tilraunadýrum. Banda- ríkjamenn ættu því aö minnka fitu- neyslu sína úr 40% hitaeiningum niöur í 30% eöa jafnvel enn minna. Til þess þyrfti aö minnka át á feitu kjöti, osti og mjólkurafuröum sem og öllu djúpsteiktu. Bent er á aö krabbamein í maga og vélinda er algengara hér á landi, í Japan og Kína þar sem mikið er um aö kjöt sé reykt og látiö liggja i saltpækli. Því er talið aö reyking og söltun á þennan hátt verði til aö auka krabbameinsvald- andi þætti eins og kolvatnsefni og nítröt. Því er fólki ráölagt aö boröa ekki of mikiö af hinum ýmsu pyls- um, skinku, reyktum fiski, og svínsfleski. Bæði karótín, sem breytist í A-vitamín í likamanum, og C-víta- mín viröist veita einhverja vörn viö sumum tegundum krabbameins. í skýrslu sem nýlega var birt kemur fram að þeir sem neyta gulróta og annarra fæóutegunda sem inni- halda karótín í miklum mæli, eiga síöur á hættu að fá lungnakrabba jafnvel þó aö þeir reyki. Einnig eru sannanir fyrir því aö karótín minnki líkur á krabbameini í barka og blöðru. Því er ráölagt aö boröa mikiö af grænmeti og ávöxtum sem innihalda C-vítamín, t.d. app- elsínum, tómötum og broccolí og einnig er bent á gildi þess að boröa karótín-ríka fæöu, svo sem melónur, gulrætur og flest græn- meti. Hins vegar er sterklega var- aö viö sterkum vítamíntöflum og tekið fram í því sambandi á A-v(ta- mín í of stórum skömmtum geti verið stórhættulegt. Mjög kom á óvart hógværö nefndarinnar í garð alls kyns auka- efna í matvælum, en samkvæmt skýrslu hennar er ekki um neinar sannanir aö ræöa varðandi þaö aö þessi efni hafi áhrif á eóa auki líkur á krabbameini, en tekiö var fram að ekkert væri hægt aö fullyröa um þessi efni fyrr en aö frekari rannsóknum loknum. Sömu sögu var aö segja um skordýraeitur og aðra mengunarþætti sem eru til- komnir úr umhverfinu. Nefndin ráölagöi Bandaríkja- mönnum aö stilla drykkju sinni i hóf, en tók ekki nánar fram hversu mikil hófsemi væri æskileg í þeim efnum. Áfengisneysla, sérlega ef hún er í beinu sambandi viö reyk- ingar, hefur veriö nefnd varöandi krabbamein í munni, barka, lifur og lungum, en engar beinar staö- festingar komu fram varðandi þessar kenningar. Nokkrar fyrri rannsóknir höföu valdió sérfræöingum áhyggjum vegna fylgni sem virtist vera milli blöörukrabba og sykurlausra drykkja s.s. kaffis og einnig var talað um sakkarin ( því sambandi, en úrskurður þessarar nefndar tekur alveg fyrir þaö aö um sam- band sé aó ræóa þarna á milli. Nefndinni tókst ekki aö finna nægilega sterkar sannanir fyrir því sem áöur var álitiö, að trefjarík fæöa minnki likur á krabbameini í þörmum. Skýrsla þessi vakti ekki mikinn fögnuö í matvælaiönaöinum og talsmenn hans hafa látiö hafa eftir sér aö þeim finnist hún byggö á „ónógum sönnunurrT. Nefndar- menn standa hins vegar fast á sínu og Grobstein svaraöi aö bragöi: „Eg tel ekki aö viö séum aö breiöa út ósannaöar kenningar." En þó aö menn greini á um kenningar þessar, má eitt víst um þær segja, aö boöskapur þeirra varðandi næringu og hollustu er trúveröugur. Þrjár milljónir manna ganga nú atvinnulausar í landinu, sem er hæsta hlutfall síöan á fjóröa áratug aldarinnar. Ákvöröun járnbrautarstarfs- manna nú um aó taka upp störf sín aö nýju er mikill sigur fyrir hinar ríkisreknu bresku járnbrautir, sem höföu boöiö 5% kauphækkun meö þeim skilyröum, aö afköstin myndu aukast, en verkalýösleiötogarnir höföu hafnaö. Hinar ríkisreknu járnbrautir höföu áöur varaö starfsmerin sína viö verkföllum og bent þeim á aö afleiöingar þess yröu helstar þær, aö fjölda starfsmanna yröi sagt upp. Þrátt fyrir aó tekist hafi aö koma í veg fyrir langvarandi verkföll hjá starfsmönnum járnbrauta er langt því frá aó allur baráttuhugur sé úr verkalýösfélögum innan Bretlands. Starfsmenn í heilbrigöisþjónustu, rúmlega ein milljón talsins, er á leið í víötæk verkföll, þar sem þeir fara fram á 12% kauphækkun og svo er um fleiri verkalýösfélög. Kínverji sækir um hæli í USA Jackson, Missíssippi, 30. júní, AP. Kinverskur ballettdansari, sem staddur er í Bandaríkjunum vegna alþjóölegrar ballettkeppni, skyldi eftir hafurtask sitt { leikhúsi þar sem æfingar fóru fram og slapp óséóur til aó sækja um pólitískt hæli í Bandaríkjunum, samkvæmt heimildum frá því í gær. Lin Jianvei, 24 ára aö aldri, yflrgaf leikhúsió eftir aö hafa dansaó til þeirrar einkunnar sem kom honum í úrslit í keppninni en hann mun vera í gæslu yfirvalda enn sem komiö er. Aörir dansarar hópsins, sem kom frá Kína, voru yfirheyröir af lögregl- unni í gær, en ekkert hefur heyrst frá kínverskum stjórnvöldum sem bendir til þess aö þeir muni veröa kallaöir heim áöur en keppninni lýkur. Við erum í sumarskapi og bjóðum glænýjar og eldri vörur á stórlækkuðu verði næstu daga með /Ulfc afr 67% afislaefcfcf. Hér býðst óvenjulegt tækifæri til að kaupa splunkunýjar vörur; fatnað, búsáhöld, húsgögn, myndavélar, sportvörur, leikföng og margt margt fleira af hinu fjölbreytta vöruúrvali okkar á HWKflutxra jáðu WsJ KIM kynnir kóreanska smárétti og allir fá ókeypis TAB-COLA. Verió velkomin í MAGASÍN — og nú er líf í tuskunum! ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? M \l (il.YSIR l'M AI.LT LAND ÞE(iAR M U (.I.YSIR I MORíil NBLADIM Graetz myndsegulband i iiiiiii crxjrsrt" Mts** P n ■ i r C U- i D Graetz 4913 VHS tœkninýjungar á einum staö LLIRt Skipholti 7 símar 20080 — 26800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.