Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983
33
förnu, og hefur fyrirtækið verið
rekið með halla síðastliðin fimm
ár. Hafa ástæður þessara erfið-
leika m.a. verið hækkandi vextir á
erlendum fjármagnsmörkuðum og
meiri framleiðslukostnaður orku
frá nýjum virkjunum. Við þessu
hefði þurft að bregðast fyrr, bæði
með hækkunum á gjaldskrám til
almenningsrafveitna og með
endurskoðun á raforkuverði til
stóriðju. Um fyrra atriðið, hækk-
anir á gjaldskrá til almennings-
rafveitna, hafði stjórn Lands-
virkjunar náð samkomulagi við
iðnaðarráðherra, eins og áður hef-
ur verið gerð grein fyrir, en nú
virðist því stefnt í tvísýnu. Um
endurskoðun samninga um orku-
frekan iðnað hefur iðnaðarráðu-
neytið eitt fjallað til þessa og hef-
ur iðnaðarráðherra ekki fallist á
aðild Landsvirkjunar að því máli.
4. Þrátt fyrir þá stefnu, sem fram
kemur í hinum nýju bráðabirgða-
lögum, hlýtur stjórn Landsvirkj-
unar að óreyndu að reikna með
því, að iðnaðarráðuneytið muni
fallast á sanngjarnar tillögur
Landsvirkjunar um gjaldskrár-
hækkun í samræmi við fyrra sam-
komulag aðila um það mál. Án
þess stefnir rekstur fyrirtækisins
í alvarlegan greiðsluhalla á þessu
ári, sem mun hafa í för með sér
vaxandi greiðslubyrði og minna fé
til framkvæmda en fjárhagsáætl-
anir hafa gert ráð fyrir. Á meðan
þessi óvissa ríkir um afkomu og
fjárhagsgetu fyrirtækisins á ár-
inu, telur stjóm Landsvirkjunar
óhjákvæmilegt að fresta öllum
frekari ákvörðunum um nýjar
framkvæmdir á þessu ári, en að
sjálfsögðu verður haldið áfram
með þær framkvæmdir, sem þegar
hafa verið gerðir verksamningar
um. Er því óskað skýrra svara iðn-
aðarráðuneytisins varðandi verð-
lagsmál Landsvirkjunar og fram-
kvæmd þeirrar stefnu í þeim mál-
um, sem samkomulag varð um á
síðasta ári.““
ísafjörður:
Sýnir teikningar og grafík
UNDANFARIÐ hafa staðið yfir á fsa-
firði sýningar á teikningum og grafík
eftir Valgerði Bergsdóttur. Sýning-
unni lýkur um mánaöamótin.
Valgerður starfar sem kennari
við Myndlistarskólann í Reykjavík
og hefur tekið þátt í fjölda samsýn-
inga auk einkasýningar í Gallerí
Langbrók árið 1981. Sýningin er f
Bókasafni ísafjarðar.
Skattframtal 1983
Allar fjártiadir tkal f»ra I h«llum krónum
w V éliMldff Ofl vaxtágjöld (Skuldir barns ska'l’ehki f»ra hér haldur á skattframtal barns) .
VéMttg/óia tU trédrínv aru va.t.r at faatalgnavaöt kuldum. tafcnum tll tvaggia ára aða lengur. vagna ðftunar IbúðarhuanaaNt Hl atgln nota aða t.i andurbðla « þvt Sama I
g.id.r um vantagiöid af ððrum akuldum aem atofnað ar tll I aama tllgangl. þau má draga fri i næatu 3 érum tri og mað kaupérl aða naatu 6 áium frá og mað bygg.ngarán I
N«tn og nfcfnnumer •fculdar*iganda N«tn stotnunar *ðs «|ððs — Et ðkunnugt •< um •Iganda áfcal tllflrama hvar tafcur við afborflunum og vðxtum Ettiratððvar Vaxtagjðld tll trádráttar Onnur vaxtagiöid
Eftirstv. 8 ár m. áflln. veröb. pr. 31.12.82 265.437 12.587 (Gr. veröb.) 1
' 5.082 (Gr. vextir) 1
1.944 (Cgr. vextir)!
265.437 “19.633 111
Úfrglknlngur vxtðg)»ldð tll frádráttar »hv. E-II6 30. flf
Frádráttur takmarkaal vlð þá f|irhaö aam vaxtagiðld akv ratt 87 aru harn an
va*tatak|ur akv rat 14 (án atotns|ððavaita) Frádrátiur þeiv má þð atg. vera
harrl an 82 6S0 kr h|á amhlaypingl og 165 300 kr h|á h|ðnum
Vantagiðid. aftoli og gang.atöp akv ratt 87
VaatMefciur affðll og gang.*hagnaður akv rolt 1'
að Irédr va*tatefc|um al atofnaiððainnal akv rert 19
19.613
0
Skattamál
Samkvæmt núgildandi skatta-
lögum má færa til frádráttar sem
vaxtagjöld gjaldfallna og/eöa
reiknaða vexti og gjaldfallnar
veröbætur á afborganir og vexti
af fasteignaveöskuldum teknum til
tveggja ára eða lengur, vegna öfl-
unar íbúöarhúsnæöis til eigin nota
eöa til endurbóta á því. Sama gild-
ir um vaxtagjöld af öðrum skuldum
sem stofnað er til í sama tilgangi,
þau má draga frá á næstu 3 árum
frá og meö kaupári eöa næstu 6
árum frá og með byggingarári
íbúðarhúsnæðis.
Aö því er varöar eftirstöðvar
verötryggöra skulda, þá skulu þær
uppreiknaöar miöaö viö gildandi
vísitölu í lok árs og teljast þannig
til frádráttar eignum.
Dæmi: Hugsum okkur aö viö sé-
um aö ganga frá skattframtali
1983 og fram aö þessu hafi veriö
fylgt reglunni um gjaldfallna vexti
en nú sé breytt yfir í reiknaöa
vexti. Til einföldunar skulum viö
halda okkur viö verötryggöa lániö
sem minnst var á í kaflanum „út-
reikningur greiöslna".
Eins og þar sést reyndist sam-
tals greiösla á öörum gjalddaga
lánsins vera kr. 27.669,00. Þar af
nam afborgun án veröbóta kr.
10.000,00. Gjaldfallnir vextir og
gjaldfallnar veröbætur á afborgun
og vexti nema því kr. 17.669,00.
Reiknaöir vextir af eftirstöðvum
án veröbóta (kr. 80.000,00) frá 1.
mars 1982 til 31. desember 1982
reynast vera kr. 1.944,00.
Vert er aö undirstrika hér að
samkvæmt túlkun á núgildandi
skattalögum er ekki heimilt aö
reíkna upp vextí til frádráttar af
veröbættum eftirstöövum.
Samtals vaxtagjöld til frádráttar
á skattframtali 1983 vegna þessa
láns nema því kr. 19.613,00.
Uppreiknaöar eftirstöövar
vegna þessa láns eru hins vegar
kr. 263.496,00, þar sem lánskjara-
vísitala desembermánaöar 1982
reyndist vera 471 stig.
Samtals skuld til frádráttar á
skattframtali 1983 er því kr.
265.437,00 (kr. 263.495.55 +
1.944,45).
Þvíekki
að hafa
Kentuc'
kjúkling
við höndina
á kjördag
í dag og til kl. 23.30 í kvöld getið þið hringt í síma
53371 og pantað gómsætan
kjúkling, franskar, sósu, salat og gos, og viö höfum allt
tilbúið þegar þið komið.
Geriö ykkur glaðan dag á kjördag og
njótið Kentucky-kjúklingsins.
Kj úklingas taður inn
Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði, sími 53371.